Nýtir gervigreind í stað sérfræðinga Eiður Þór Árnason og Heimir Már Pétursson skrifa 20. ágúst 2024 15:56 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Egill Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hyggst nýta gervigreind til að finna dæmi um svokallaða gullhúðun í íslenskri löggjöf. Þar er átt við tilfelli þar sem stjórnvöld hafa gengið lengra en krafist er í tilskipunum sem innleiddar eru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggst í haust kynna fyrstu aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum tengdum gervigreind. „Hluti af henni mun snúa að bættum ríkisrekstri og tækifæri til aukinnar hagkvæmni. Ein aðgerð þar er farin af stað sem snýr að því að aflétta eða átta okkur á þeirri gullhúðun sem hefur farið fram hingað til í þeirri löggjöf sem hefur þegar verið samþykkt, eða reglugerðum sem settar hafa verið hjá hinu opinbera,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. > Til standi að nota gervigreindartól til að skoða allar EES-gerðir sem heyri undir ráðuneyti hennar og hvar löggjafinn hafi gengið lengra en þörf krefur. „Oft kannski með íþyngjandi hætti eins og við höfum séð fjölmörg dæmi um. Gervigreindin getur þá án þess að eyða í það mikilli handavinnu fjölmargra sérfræðinga fundið út hvar við höfum gengið lengra og forgangsraða því eftir hversu íþyngjandi áhrif það hefur haft,“ segir Áslaug. Hún stefni síðan að því að leggja fram breytingar á lögum ef tilefni sé til. Byrja á fjarskiptamarkaðnum Fyrsta verkefnið er að skoða löggjöf og reglugerðir sem varða fjarskiptamarkaðinn, að sögn Áslaugar. Vonar hún að önnur ráðuneyti muni síðar nýta sér þessa sömu lausn. „Þetta tekur skamman tíma þegar búið er að þróa líkönin og leiðbeiningarnar eins og við viljum hafa þær. Við erum að sjá líka að við getum mögulega greint mynstur eða annað sem kæmi ekki fram í hefðbundinni greiningu. Þetta skiptir atvinnulífið öllu máli að við séum samkeppnishæf og séum ekki að ganga lengra með íþyngjandi hætti nema þá sérstöku ákvörðun sé tekin um það vegna einhvers, en það er mikilvægt að það komi þá skýrt fram í allri löggjöf.“ Áslaug segir ráðuneytið horfa til fyrirmynda í Bandaríkjunum. „Ohio-ríki hefur nýtt gervigreind til þess að létta á löggjöf, falla frá úreltum lögum og segja að þau geti sparað tugi þúsunda vinnustunda hjá hinu opinbera með þessari nýju tækni.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Gervigreind EFTA Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hyggst í haust kynna fyrstu aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum tengdum gervigreind. „Hluti af henni mun snúa að bættum ríkisrekstri og tækifæri til aukinnar hagkvæmni. Ein aðgerð þar er farin af stað sem snýr að því að aflétta eða átta okkur á þeirri gullhúðun sem hefur farið fram hingað til í þeirri löggjöf sem hefur þegar verið samþykkt, eða reglugerðum sem settar hafa verið hjá hinu opinbera,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. > Til standi að nota gervigreindartól til að skoða allar EES-gerðir sem heyri undir ráðuneyti hennar og hvar löggjafinn hafi gengið lengra en þörf krefur. „Oft kannski með íþyngjandi hætti eins og við höfum séð fjölmörg dæmi um. Gervigreindin getur þá án þess að eyða í það mikilli handavinnu fjölmargra sérfræðinga fundið út hvar við höfum gengið lengra og forgangsraða því eftir hversu íþyngjandi áhrif það hefur haft,“ segir Áslaug. Hún stefni síðan að því að leggja fram breytingar á lögum ef tilefni sé til. Byrja á fjarskiptamarkaðnum Fyrsta verkefnið er að skoða löggjöf og reglugerðir sem varða fjarskiptamarkaðinn, að sögn Áslaugar. Vonar hún að önnur ráðuneyti muni síðar nýta sér þessa sömu lausn. „Þetta tekur skamman tíma þegar búið er að þróa líkönin og leiðbeiningarnar eins og við viljum hafa þær. Við erum að sjá líka að við getum mögulega greint mynstur eða annað sem kæmi ekki fram í hefðbundinni greiningu. Þetta skiptir atvinnulífið öllu máli að við séum samkeppnishæf og séum ekki að ganga lengra með íþyngjandi hætti nema þá sérstöku ákvörðun sé tekin um það vegna einhvers, en það er mikilvægt að það komi þá skýrt fram í allri löggjöf.“ Áslaug segir ráðuneytið horfa til fyrirmynda í Bandaríkjunum. „Ohio-ríki hefur nýtt gervigreind til þess að létta á löggjöf, falla frá úreltum lögum og segja að þau geti sparað tugi þúsunda vinnustunda hjá hinu opinbera með þessari nýju tækni.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Gervigreind EFTA Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira