Niðurstöðu um smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá vænst á næstu dögum Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2024 20:40 Ný Ölfusárbrú verður byggð norðaustan við Selfoss. Horft að brúarstæðinu úr vestri í átt að Laugardælum. Vegagerðin Niðurstöðu um smíði nýrrar Ölfusárbrúar er vænst á næstu dögum, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Standist það gætu framkvæmdir hafist í haust og ný brú verið tilbúin eftir rúm þrjú ár. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp kosningaloforð Sigurðar Inga fyrir síðustu þingkosningar, þá samgönguráðherra; að framkvæmdum við nýja Ölfusárbrú yrði lokið annað hvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. Þetta loforð stóðst augljóslega ekki. Ekkert bólar á nýju brúnni meðan umferðarhnútarnir við gömlu brúna halda áfram að vaxa. Fyrr í vor sagðist Vegagerðin stefna að því að ljúka samningaviðræðum við verktaka um smíði nýrrar Ölfusárbrúar fyrir lok maímánaðar og fyrr í sumar fékk Stöð 2 þær upplýsingar að viðræður Vegagerðarinnar og ÞG Verks hefðu leitt til sameiginlegrar niðurstöðu. Beðið væri eftir heimild ráðherra til að skrifa undir og búist væri við undirritun á næstu dögum. Brúargólf verður nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið.Vegagerðin Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var fjármálaráðherra spurður um stöðu málsins: „Það hefur bara verið til gagngerrar skoðunar og samtals núna í sumar og ég vænti nú bara niðurstöðu næstu daga,“svaraði Sigurður Ingi spurningu Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttamanns. Samningsdrög sem lágu fyrir í byrjun sumars gera ráð fyrir verklokum 30. september árið 2027, eftir rúm þrjú ár, en forsendan var sú að framkvæmdir gætu hafist núna síðsumars. Seinkun undirritunar þýðir seinkun framkvæmda en engu að síður halda menn í vonina um að þær gætu hafist með haustinu. Undirbúningsvinna hæfist strax, sem og jarðvegsframkvæmdir, en mikilvægast er talið að hefja hönnunarvinnu sem fyrst, bæði hönnun brúar og vega. Hér er brúarstæðið. Nýja brúin verður um Efri-Laugardælaeyju sem sést hér fyrir miðri mynd og nemur land við golfvöllinn á Selfossi. Handan ár er malarfylling komin í fyrirhugaða vegtengingu.Arnar Halldórsson En hvað er að tefja framgang málsins? „Það er bara verið að skoða svona ákveðna þætti sem tengjast því að við erum svolítið að feta aftur þessa nýju slóð samvinnuverkefna, PPP, hugsa til Hvalfjarðarganganna, og stjórnkerfið þarf svolítinn tíma til þess að melta það og meta. Og við erum bara með það til skoðunar. Þannig að ég vænti niðurstöðu bara næstu daga,“ segir fjármálaráðherra. Hér er frétt Stöðvar 2: Ný Ölfusárbrú Árborg Vegagerð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samgöngur Umferðaröryggi Flóahreppur Tengdar fréttir Stefnt að því að ljúka samningaviðræðum um Ölfusárbrú nú í maí „Við erum búin að vera í samningsviðræðum undanfarnar vikur og stefnum á að ljúka þeim í maí,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, um stöðu mála er varðar nýja Ölfusárbrú. 14. maí 2024 06:50 Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31 Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp kosningaloforð Sigurðar Inga fyrir síðustu þingkosningar, þá samgönguráðherra; að framkvæmdum við nýja Ölfusárbrú yrði lokið annað hvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. Þetta loforð stóðst augljóslega ekki. Ekkert bólar á nýju brúnni meðan umferðarhnútarnir við gömlu brúna halda áfram að vaxa. Fyrr í vor sagðist Vegagerðin stefna að því að ljúka samningaviðræðum við verktaka um smíði nýrrar Ölfusárbrúar fyrir lok maímánaðar og fyrr í sumar fékk Stöð 2 þær upplýsingar að viðræður Vegagerðarinnar og ÞG Verks hefðu leitt til sameiginlegrar niðurstöðu. Beðið væri eftir heimild ráðherra til að skrifa undir og búist væri við undirritun á næstu dögum. Brúargólf verður nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið.Vegagerðin Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var fjármálaráðherra spurður um stöðu málsins: „Það hefur bara verið til gagngerrar skoðunar og samtals núna í sumar og ég vænti nú bara niðurstöðu næstu daga,“svaraði Sigurður Ingi spurningu Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttamanns. Samningsdrög sem lágu fyrir í byrjun sumars gera ráð fyrir verklokum 30. september árið 2027, eftir rúm þrjú ár, en forsendan var sú að framkvæmdir gætu hafist núna síðsumars. Seinkun undirritunar þýðir seinkun framkvæmda en engu að síður halda menn í vonina um að þær gætu hafist með haustinu. Undirbúningsvinna hæfist strax, sem og jarðvegsframkvæmdir, en mikilvægast er talið að hefja hönnunarvinnu sem fyrst, bæði hönnun brúar og vega. Hér er brúarstæðið. Nýja brúin verður um Efri-Laugardælaeyju sem sést hér fyrir miðri mynd og nemur land við golfvöllinn á Selfossi. Handan ár er malarfylling komin í fyrirhugaða vegtengingu.Arnar Halldórsson En hvað er að tefja framgang málsins? „Það er bara verið að skoða svona ákveðna þætti sem tengjast því að við erum svolítið að feta aftur þessa nýju slóð samvinnuverkefna, PPP, hugsa til Hvalfjarðarganganna, og stjórnkerfið þarf svolítinn tíma til þess að melta það og meta. Og við erum bara með það til skoðunar. Þannig að ég vænti niðurstöðu bara næstu daga,“ segir fjármálaráðherra. Hér er frétt Stöðvar 2:
Ný Ölfusárbrú Árborg Vegagerð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samgöngur Umferðaröryggi Flóahreppur Tengdar fréttir Stefnt að því að ljúka samningaviðræðum um Ölfusárbrú nú í maí „Við erum búin að vera í samningsviðræðum undanfarnar vikur og stefnum á að ljúka þeim í maí,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, um stöðu mála er varðar nýja Ölfusárbrú. 14. maí 2024 06:50 Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31 Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Stefnt að því að ljúka samningaviðræðum um Ölfusárbrú nú í maí „Við erum búin að vera í samningsviðræðum undanfarnar vikur og stefnum á að ljúka þeim í maí,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, um stöðu mála er varðar nýja Ölfusárbrú. 14. maí 2024 06:50
Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31
Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01