Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2024 08:02 „Fyrst og fremst finnst mér meðvirkni ótrúlega spennandi og hef sjálf verið að vinna í minni meðvirkni. Svo er gaman að sjá hvernig meðvirkni birtist í samfélaginu, inni á vinnustöðum, í stjórnmálum og út um allt,“ segir Hrefna Lind Lárusdóttir sem fer fyrir Codapent-hópnum. Vísir/RAX Ertu meðvirkur en nennir ekki sjálfsvinnu og löngu bataferli? Codapent er ný lyfjameðferð við meðvirkni. Á morgun verður borðið upp á heimakynningu á Codapent á Hamraborg Festival þar sem meðvirkir geta prófað meðferðina á eigin skinni. Sviðshöfundurinn Hrefna Lind Lárusdóttur fer fyrir Codapent sem er, auk þess að vera meðferðarúrræði, í senn listrannsóknarhópur og kapítalískur gjörningur. Með henni í hópnum eru Pétur Eggertsson tónlistarmaður, Sigurður Unnar Birgisson myndlistarmaður og Guðný Hrund Sigurðardóttir, leikmynda- og búningahönnuður. Nafnið Codapent er dregið af codependent, enska orðinu yfir meðvirkni. Hrefna segir að áhugi hennar á meðvirkni hafi verið kveikjan að verkefninu og sérstaklega hafi henni þótt sláandi hvað oft taki langan tíma að ná bata. „Það að vinna í sjálfum sér er ógeðslega löng vinna og fólk verður oft svo bataþreytt ef það byrjar. Það kom upp í einhverju samtali: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu og þetta væri komið“ og þannig kom hugmyndin.“ Með Hrefnu í Codependent-kvartettinum eru Pétur, Sigurður Unnar og Guðný Hrund.Ásmundarsalur Hvað er Codapent? Að sögn Hrefnu er hugmyndin með Codapent að hægt sé að ná skjótum bata við meðvirkni með lyfleysu. Vinna hópsins byggist á rannsóknarspurningunni Hvernig er hægt að iðka lyfleysu innan skapandi rýmis? „Rannsóknir sýna að lyfleysa virkar oft vel og við erum að skoða hvernig listin getur læknað. Umgjörðin þarf að vera trúverðug og við höfum verið í samstarfi við lyflækni sem veit mikið um lyfleysur, og einnig klínískan sálfræðing og grasalækni,“ segir hún. Hér má sjá logo Codapent sem svipar mjög til sígildra lyfjafyrirtækjalógóa og er líka í laginu eins og pilla.Codapent Fyrir ári síðan stofnuðu Hrefna og Pétur svokallaðan tilfinningakór sem hefur bæði verið í rýnihópi Codapent og komið fram með stofnmeðlimunum fjórum á listahátíðum, þar á meðal á Hönnunarmars í ár. Í ágúst þróuðu Codapent-fjórmenningarnir nýja vörulínu sem var til sýnis í Ásmundarsal helgina 24. til 25. ágúst og verða vörurnar sýndar á heimakynningum Codapent á næstunni. Fyrsta heimakynningin verður haldin heima hjá Pétri Eggertssyni í Hamraborginni sem hluti af listahátíðinni Hamraborg Festival í Kópavogi. Hátíðin hófst fimmtudaginn 29. ágúst og henni lýkur á morgun, fimmtudaginn 5. september. Leið til að framkalla sjálfan sig Meðal vara Codapent eru skúlptúra-pilluglös sem byggja á hugmyndum um partaþerapíu. Slík meðferð byggir á því að manneskjan sé samsett út mörgum innri pörtum. Lendi fólk í áföllum geta partar þess tekið að sér hlutverk til að verja viðkomandi fyrir sársauka. Einn af skúlptúrunum sem er um leið pilluglas.Ásmundarsalur Hrefna segir að markmiðið í partaþerapíunni sé að draga fram ákveðna parta sem þurfa meiri sýnileika. Meðal parta sem Codapent-meðferðin vinnur með eru stjórnsemi, ábyrgðarleysi, ósjálfstæði og markaleysi. Allt eru þetta dæmigerðir eiginleikar meðvirkra. Þá tók tilfinningakórinn upp sérstaka bata-kassettu og fjórmenningarnir unnu bata-te úr íslenskri hvönn. Þeir sem finna fyrir skjótum bata á heimak geta síðan fengið sérstök bata-bréf sem viðurkenningu á árangrinum. Tilfinningakórinn tók upp tónlist fyrir sérstaka Bataplötu.Ásmundarsalur Einnig er boðið upp á partaportrett og getur fólk tekið myndir af þeim parti sem það vill vinna í. „Þegar maður er meðvirkur er maður ósýnilegur og á erfitt með að taka pláss. Ef við förum í partaportrett tökum við mynd á polaroid, viðurkennum eiginleika okkar og erum að framkallast til að verða sýnileg,“ segir Hrefna um portrettin. Viðtakandi þessa bréfs hefur náð að rata í átt að bata.Ásmundarsalur Kapítalísk heimakynning sem læknandi leikhús Einn liður Codapent er sköpunin, annar sjálf listaverkin og sá þriðji heimakynningar. Sögulega séð eru heimakynningar kapítalísk fyrirbæri, leið til að selja fólki Tupperware eða aðrar sambærilegar vörur, þó nú til dags séu það aðallega unaðsvörur ef marka má Google-leit. Heimakynning Codapent er hins vegar framlenging á listinni, sviðslistagjörningur sem áhorfendur geta tekið þátt í. Rétt eins og í leikhúsi verður maður að trúa á vöruna sem maður kaupir og lyfið sem maður innbyrðir. Á heimakynningunum geta meðvirkir séð hvort Codapent-meðferðin hefur raunveruleg áhrif á þá. „Við kynnum vörurnar, kórinn mun syngja, við munum heyra einhverjar batasögur og vera saman í rýminu,“ segir Hrefna um heimakynninguna. Eins og fram hefur komið fer hún fram á Hamraborg Festival á morgun heima hjá Pétri Eggertssyni, kórstjóra tilfinningakórsins. Heimilisfangið verður ekki gefið upp nema fyrir þá sem hafa tryggt sér pláss á kynningunni sem er hægt að gera með því að senda póst á [email protected]. Myndlist Leikhús Tónlist Lyf Kópavogur Tengdar fréttir Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Sviðshöfundurinn Hrefna Lind Lárusdóttur fer fyrir Codapent sem er, auk þess að vera meðferðarúrræði, í senn listrannsóknarhópur og kapítalískur gjörningur. Með henni í hópnum eru Pétur Eggertsson tónlistarmaður, Sigurður Unnar Birgisson myndlistarmaður og Guðný Hrund Sigurðardóttir, leikmynda- og búningahönnuður. Nafnið Codapent er dregið af codependent, enska orðinu yfir meðvirkni. Hrefna segir að áhugi hennar á meðvirkni hafi verið kveikjan að verkefninu og sérstaklega hafi henni þótt sláandi hvað oft taki langan tíma að ná bata. „Það að vinna í sjálfum sér er ógeðslega löng vinna og fólk verður oft svo bataþreytt ef það byrjar. Það kom upp í einhverju samtali: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu og þetta væri komið“ og þannig kom hugmyndin.“ Með Hrefnu í Codependent-kvartettinum eru Pétur, Sigurður Unnar og Guðný Hrund.Ásmundarsalur Hvað er Codapent? Að sögn Hrefnu er hugmyndin með Codapent að hægt sé að ná skjótum bata við meðvirkni með lyfleysu. Vinna hópsins byggist á rannsóknarspurningunni Hvernig er hægt að iðka lyfleysu innan skapandi rýmis? „Rannsóknir sýna að lyfleysa virkar oft vel og við erum að skoða hvernig listin getur læknað. Umgjörðin þarf að vera trúverðug og við höfum verið í samstarfi við lyflækni sem veit mikið um lyfleysur, og einnig klínískan sálfræðing og grasalækni,“ segir hún. Hér má sjá logo Codapent sem svipar mjög til sígildra lyfjafyrirtækjalógóa og er líka í laginu eins og pilla.Codapent Fyrir ári síðan stofnuðu Hrefna og Pétur svokallaðan tilfinningakór sem hefur bæði verið í rýnihópi Codapent og komið fram með stofnmeðlimunum fjórum á listahátíðum, þar á meðal á Hönnunarmars í ár. Í ágúst þróuðu Codapent-fjórmenningarnir nýja vörulínu sem var til sýnis í Ásmundarsal helgina 24. til 25. ágúst og verða vörurnar sýndar á heimakynningum Codapent á næstunni. Fyrsta heimakynningin verður haldin heima hjá Pétri Eggertssyni í Hamraborginni sem hluti af listahátíðinni Hamraborg Festival í Kópavogi. Hátíðin hófst fimmtudaginn 29. ágúst og henni lýkur á morgun, fimmtudaginn 5. september. Leið til að framkalla sjálfan sig Meðal vara Codapent eru skúlptúra-pilluglös sem byggja á hugmyndum um partaþerapíu. Slík meðferð byggir á því að manneskjan sé samsett út mörgum innri pörtum. Lendi fólk í áföllum geta partar þess tekið að sér hlutverk til að verja viðkomandi fyrir sársauka. Einn af skúlptúrunum sem er um leið pilluglas.Ásmundarsalur Hrefna segir að markmiðið í partaþerapíunni sé að draga fram ákveðna parta sem þurfa meiri sýnileika. Meðal parta sem Codapent-meðferðin vinnur með eru stjórnsemi, ábyrgðarleysi, ósjálfstæði og markaleysi. Allt eru þetta dæmigerðir eiginleikar meðvirkra. Þá tók tilfinningakórinn upp sérstaka bata-kassettu og fjórmenningarnir unnu bata-te úr íslenskri hvönn. Þeir sem finna fyrir skjótum bata á heimak geta síðan fengið sérstök bata-bréf sem viðurkenningu á árangrinum. Tilfinningakórinn tók upp tónlist fyrir sérstaka Bataplötu.Ásmundarsalur Einnig er boðið upp á partaportrett og getur fólk tekið myndir af þeim parti sem það vill vinna í. „Þegar maður er meðvirkur er maður ósýnilegur og á erfitt með að taka pláss. Ef við förum í partaportrett tökum við mynd á polaroid, viðurkennum eiginleika okkar og erum að framkallast til að verða sýnileg,“ segir Hrefna um portrettin. Viðtakandi þessa bréfs hefur náð að rata í átt að bata.Ásmundarsalur Kapítalísk heimakynning sem læknandi leikhús Einn liður Codapent er sköpunin, annar sjálf listaverkin og sá þriðji heimakynningar. Sögulega séð eru heimakynningar kapítalísk fyrirbæri, leið til að selja fólki Tupperware eða aðrar sambærilegar vörur, þó nú til dags séu það aðallega unaðsvörur ef marka má Google-leit. Heimakynning Codapent er hins vegar framlenging á listinni, sviðslistagjörningur sem áhorfendur geta tekið þátt í. Rétt eins og í leikhúsi verður maður að trúa á vöruna sem maður kaupir og lyfið sem maður innbyrðir. Á heimakynningunum geta meðvirkir séð hvort Codapent-meðferðin hefur raunveruleg áhrif á þá. „Við kynnum vörurnar, kórinn mun syngja, við munum heyra einhverjar batasögur og vera saman í rýminu,“ segir Hrefna um heimakynninguna. Eins og fram hefur komið fer hún fram á Hamraborg Festival á morgun heima hjá Pétri Eggertssyni, kórstjóra tilfinningakórsins. Heimilisfangið verður ekki gefið upp nema fyrir þá sem hafa tryggt sér pláss á kynningunni sem er hægt að gera með því að senda póst á [email protected].
Myndlist Leikhús Tónlist Lyf Kópavogur Tengdar fréttir Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01