Fær tíu milljónir á dag í útborguð laun Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 09:01 Ivan Toney er mættur til Sádi-Arabíu og líklegur til að raða inn mörkum þar. Getty/Yasser Bakhsh Peningar gætu hafa haft eitthvað með það að gera að hinn 28 ára gamli framherji Ivan Toney skyldi ganga til liðs við Al-Ahli í Sádi-Arabíu. Þar fær hann að minnsta kosti svimandi há laun. The Telegraph greinir frá því að Toney, sem var seldur frá Brentford fyrir 40 milljónir punda, fái 400.000 pund á viku í laun. Það jafngildir rúmlega 70 milljónum króna, eða 10 milljónum á dag. Þar að auki er enginn tekjuskattur í Sádi-Arabíu og því er um útborguð laun að ræða. He’s here! 📍🤩Welcome, Ivan Toney! pic.twitter.com/aBR1GBEAt2— Al-Ahli Saudi Club (@ALAHLI_FCEN) September 1, 2024 Ekki nóg með það heldur fara laun Toney hækkandi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, og hann gæti því fengið 500.000 pund á viku eða rúmar 90 milljónir króna, sem gerir 12,9 milljónir á dag eða meira en hálfa milljón króna á hverjum einasta klukkutíma, líka þegar hann sefur. Ivan Toney has already got himself a new chant at Al Ahli in Saudi Arabia… pic.twitter.com/uHWmr3H9rG— george (@StokeyyG2) September 3, 2024 Toney fer til Al-Ahli á þeim aldri sem að fótboltamenn eru oft við það að ná toppnum á sínum ferli. Hann var í enska landsliðshópnum á EM í sumar og kom þrisvar inn á sem varamaður, þar á meðal í úrslitaleiknum gegn Spáni. Toney skoraði grimmt fyrir Brentford og var til að mynda með 20 mörk tímabilið 2022-23, og skoraði svo fjögur mörk í fyrstu fimm leikjunum eftir að hafa snúið aftur úr átta mánaða banni fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Hann lék ekkert með Brentford í fyrstu leikjum yfirstandandi tímabils, á meðan að óvissa ríkti um framtíð hans, og var heldur ekki valinn í landsliðshóp Lee Carsley fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
The Telegraph greinir frá því að Toney, sem var seldur frá Brentford fyrir 40 milljónir punda, fái 400.000 pund á viku í laun. Það jafngildir rúmlega 70 milljónum króna, eða 10 milljónum á dag. Þar að auki er enginn tekjuskattur í Sádi-Arabíu og því er um útborguð laun að ræða. He’s here! 📍🤩Welcome, Ivan Toney! pic.twitter.com/aBR1GBEAt2— Al-Ahli Saudi Club (@ALAHLI_FCEN) September 1, 2024 Ekki nóg með það heldur fara laun Toney hækkandi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, og hann gæti því fengið 500.000 pund á viku eða rúmar 90 milljónir króna, sem gerir 12,9 milljónir á dag eða meira en hálfa milljón króna á hverjum einasta klukkutíma, líka þegar hann sefur. Ivan Toney has already got himself a new chant at Al Ahli in Saudi Arabia… pic.twitter.com/uHWmr3H9rG— george (@StokeyyG2) September 3, 2024 Toney fer til Al-Ahli á þeim aldri sem að fótboltamenn eru oft við það að ná toppnum á sínum ferli. Hann var í enska landsliðshópnum á EM í sumar og kom þrisvar inn á sem varamaður, þar á meðal í úrslitaleiknum gegn Spáni. Toney skoraði grimmt fyrir Brentford og var til að mynda með 20 mörk tímabilið 2022-23, og skoraði svo fjögur mörk í fyrstu fimm leikjunum eftir að hafa snúið aftur úr átta mánaða banni fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Hann lék ekkert með Brentford í fyrstu leikjum yfirstandandi tímabils, á meðan að óvissa ríkti um framtíð hans, og var heldur ekki valinn í landsliðshóp Lee Carsley fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira