Póstur í rugli? Árni Guðmundsson skrifar 7. september 2024 14:02 Það vakti nokkra undrun þegar Íslandspóstur kynnti sérstaklega samstarf sitt við fyrirtæki sem stundar ólöglega smásölu áfengis. Alveg einstaklega vanhugsaður og óviðeigandi gjörningur af hálfu fyrirtækis sem er í eigu almennings. Leit að siðareglum Póstsins virtust ekki skila neinum niðurstöðum. Það er afar sorglegt að forstjóri Póstsins, og einhverjir yfirmenn fyrirtækisins, virðast ekki þekkja áfengislöggjöfina. Þekki ekki mun þess þegar að lögráða einstaklingur kaupir áfengi erlendis frá, flytur inn í eigin nafni, til eigin nota, með tilheyrandi innflutningspappírum, sköttum, gjöldum o.fl og á kol ólöglegri almennri smásölu áfengis á vegum fyrirtækja innanlands, sem brýtur í bága við landslög. Póstinum þ.e. stjórnendur fyrirtækisins virðast ekki heldur skilja að Pósturinn, sem sérlegur sendimaður viðkomandi fyrirtækis, er aðili, þátttakandi, gerandi, í ferli sem er algerlega ólöglegt. Mál vegna kol ólöglegrar áfengisölu af þessu tagi er í ákæruferli hjá saksóknara. Á sama tíma gerir Pósturinn samstarfssamning við eitt slíkt fyrirtæki, lýsir yfir ánægju með samstarfið og sendir sérstaklega frá sér tilkynningu þar um. Tekur þar með opinbera afstöðu með starfsemi sem er ólögleg. Þar sem varan er lögleg, þá er allt í himnalagi að mati Póstsins, þrátt fyrir að skýr lög kveði á um hvernig ber að höndla með vöruna ( áfengi ) s.s. sölufyrirkomulag og fleira. Ég dreg það stórlega í efa að Pósturinn myndi senda hjól fyrir einstaklinga eða fyrirtæki (sem er löglegur varningur/ vara) ef fyrirtækinu væri kunnugt um að hjólin væru augljóslega illa fengin? Þessi undarlega nálgun Póstsins varð mér tilefni til að kanna hvort fyrirtækið hefð engar siðareglur? Á heimasíðu fyrirtækisins er er ekki að sjá að svo sé, sem hugsanlega getur skýrt þessa undarlegu afstöðu varðandi ólöglega áfengissölu? En eftir ítarlegri leit mátti finna siðreglur sem aðalega lúta að starfsfólki fyrirtækisins og hátterni þess. Þar segir að í fyrirtækinu skuli starfa siðanefnd sem forstjóri fyrirtækisins skipi í, sem vekur þá spurningu hvort stjórn og æðstu starfsmenn Póstsins séu yfir þetta regluverk hafið? Kjarni málsins er einfaldlega sá að það er ekki hlutverk Póstsins eða stjórnanda þess að taka afstöðu með þeim aðilum sem ganga með augljósum og ólöglegum hætti gegn þeim lýðheilsu og velferðar markmiðmiðum sem hér ríkja og koma fram í lögum, reglum og opinberri stefnu. Það er einfaldlega algerlega með öllu óboðlegt. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur – sérfræðingur í forvarnarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það vakti nokkra undrun þegar Íslandspóstur kynnti sérstaklega samstarf sitt við fyrirtæki sem stundar ólöglega smásölu áfengis. Alveg einstaklega vanhugsaður og óviðeigandi gjörningur af hálfu fyrirtækis sem er í eigu almennings. Leit að siðareglum Póstsins virtust ekki skila neinum niðurstöðum. Það er afar sorglegt að forstjóri Póstsins, og einhverjir yfirmenn fyrirtækisins, virðast ekki þekkja áfengislöggjöfina. Þekki ekki mun þess þegar að lögráða einstaklingur kaupir áfengi erlendis frá, flytur inn í eigin nafni, til eigin nota, með tilheyrandi innflutningspappírum, sköttum, gjöldum o.fl og á kol ólöglegri almennri smásölu áfengis á vegum fyrirtækja innanlands, sem brýtur í bága við landslög. Póstinum þ.e. stjórnendur fyrirtækisins virðast ekki heldur skilja að Pósturinn, sem sérlegur sendimaður viðkomandi fyrirtækis, er aðili, þátttakandi, gerandi, í ferli sem er algerlega ólöglegt. Mál vegna kol ólöglegrar áfengisölu af þessu tagi er í ákæruferli hjá saksóknara. Á sama tíma gerir Pósturinn samstarfssamning við eitt slíkt fyrirtæki, lýsir yfir ánægju með samstarfið og sendir sérstaklega frá sér tilkynningu þar um. Tekur þar með opinbera afstöðu með starfsemi sem er ólögleg. Þar sem varan er lögleg, þá er allt í himnalagi að mati Póstsins, þrátt fyrir að skýr lög kveði á um hvernig ber að höndla með vöruna ( áfengi ) s.s. sölufyrirkomulag og fleira. Ég dreg það stórlega í efa að Pósturinn myndi senda hjól fyrir einstaklinga eða fyrirtæki (sem er löglegur varningur/ vara) ef fyrirtækinu væri kunnugt um að hjólin væru augljóslega illa fengin? Þessi undarlega nálgun Póstsins varð mér tilefni til að kanna hvort fyrirtækið hefð engar siðareglur? Á heimasíðu fyrirtækisins er er ekki að sjá að svo sé, sem hugsanlega getur skýrt þessa undarlegu afstöðu varðandi ólöglega áfengissölu? En eftir ítarlegri leit mátti finna siðreglur sem aðalega lúta að starfsfólki fyrirtækisins og hátterni þess. Þar segir að í fyrirtækinu skuli starfa siðanefnd sem forstjóri fyrirtækisins skipi í, sem vekur þá spurningu hvort stjórn og æðstu starfsmenn Póstsins séu yfir þetta regluverk hafið? Kjarni málsins er einfaldlega sá að það er ekki hlutverk Póstsins eða stjórnanda þess að taka afstöðu með þeim aðilum sem ganga með augljósum og ólöglegum hætti gegn þeim lýðheilsu og velferðar markmiðmiðum sem hér ríkja og koma fram í lögum, reglum og opinberri stefnu. Það er einfaldlega algerlega með öllu óboðlegt. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur – sérfræðingur í forvarnarmálum.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar