Engin væll í sunnlenskum sauðfjárbændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2024 13:05 Féð koma vænt af fjalli í Tungnaréttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallkóngur Tungnamanna segir að lömbin hafa sjaldan eða aldrei komið eins falleg af afrétti eins og í ár. Réttað var í Tungnaréttum í gær þar sem fjögur þúsund fjár komu til réttanna og mörg hundruð manns mætt til að taka þátt í réttarstörfum. Eitt af aðaleinkennum Tungnarétta í Bláskógabyggð er söngurinn í réttunum eftir að búið er að draga í dilka. Þá safnast saman hópur fólks af öllum kynjum og öllum aldri til að syngja saman. Fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, Guðrún Svandís Magnúsdóttir segir að lömbin hafi verið sérstaklega falleg í ár. Mér líst vel á lömbin, þau koma bara mjög vel af fjalli, mér líst mjög vel á þau. Ég þakka það afréttinum, sem er góður, það er bara þannig, það hefur bara farið ljómandi vel um féð í sumar,“ segir Guðrún. Og ekki vantaði fólkið í réttirnar. „Já, já, þetta eru mjög vinsælar réttir og við fögnum því að fólk hafi áhuga á sauðfé og okkar störfum.“ Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, sem segir að réttardagur Tungnamanna hafi heppnast einstaklega vel í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju heldur þú að fólk hafi svona mikinn áhuga á íslensku sauðkindinni? „Af því að þetta er okkar þjóðararfur, það eru smalamennskur og sauðfé, hér vilja allir vera,“ segir Guðrún. Ráðherrarnir Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna mættu galvaskar í réttirnar og voru duglegir að draga fé í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að staða sauðfjárræktarinnar sé góð og engin vælll í bændum. „Við verðum bara að vera bjartsýn, allavega eru bændur alltaf að bæta í og kynbæta sitt fé og það sem er kannski að breytast mest og við þurfum að leggja áherslu á, við þurfum að fá meiri afurðir eftir hverja kind og við verðum bara að vona að þjóðin standi með okkur og haldi áfram að kaupa lambakjöt, ég hef enga trú á öðru en að þjóðin geri það,“ segir Guðrún Svanhvít, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu í Bláskógabyggð. Það er alltaf sungið mikið í Tungnaréttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alltaf mikil og góð stemming í réttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Réttir Bláskógabyggð Sauðfé Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Eitt af aðaleinkennum Tungnarétta í Bláskógabyggð er söngurinn í réttunum eftir að búið er að draga í dilka. Þá safnast saman hópur fólks af öllum kynjum og öllum aldri til að syngja saman. Fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, Guðrún Svandís Magnúsdóttir segir að lömbin hafi verið sérstaklega falleg í ár. Mér líst vel á lömbin, þau koma bara mjög vel af fjalli, mér líst mjög vel á þau. Ég þakka það afréttinum, sem er góður, það er bara þannig, það hefur bara farið ljómandi vel um féð í sumar,“ segir Guðrún. Og ekki vantaði fólkið í réttirnar. „Já, já, þetta eru mjög vinsælar réttir og við fögnum því að fólk hafi áhuga á sauðfé og okkar störfum.“ Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu, sem segir að réttardagur Tungnamanna hafi heppnast einstaklega vel í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju heldur þú að fólk hafi svona mikinn áhuga á íslensku sauðkindinni? „Af því að þetta er okkar þjóðararfur, það eru smalamennskur og sauðfé, hér vilja allir vera,“ segir Guðrún. Ráðherrarnir Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna mættu galvaskar í réttirnar og voru duglegir að draga fé í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segir að staða sauðfjárræktarinnar sé góð og engin vælll í bændum. „Við verðum bara að vera bjartsýn, allavega eru bændur alltaf að bæta í og kynbæta sitt fé og það sem er kannski að breytast mest og við þurfum að leggja áherslu á, við þurfum að fá meiri afurðir eftir hverja kind og við verðum bara að vona að þjóðin standi með okkur og haldi áfram að kaupa lambakjöt, ég hef enga trú á öðru en að þjóðin geri það,“ segir Guðrún Svanhvít, fjallkóngur Tungnamanna og bóndi í Bræðratungu í Bláskógabyggð. Það er alltaf sungið mikið í Tungnaréttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alltaf mikil og góð stemming í réttum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Réttir Bláskógabyggð Sauðfé Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira