Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2024 23:02 Ívar Orri Kristjánsson dómari lyfti gula spjaldinu fjórum sinnum á loft í leik Breiðabliks og HK. Fékk Damir Muminovic eitt þeirra og er kominn í leikbann. Vísir/Viktor Freyr „Damir var ekki í liðinu, hvað var hann að brasa?“ spurði Gummi Ben þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason í síðasta þætti Stúkunnar en Damir kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í sigri Breiðabliks á HK í 22. umferð Bestu deildar karla. „Það er góð spurning. Ég veit ekki hvort við eigum að vera með einhverjar fullyrðingar hérna en hann er á þremur gulum spjöldum og það er alveg pottþétt að hann veit það. Þarna er hann að fagna með liðinu, þarna er hann að rífa kjaft þegar hann er að hita upp og gera sig stóran,“ sagði Lárus Orri og hélt áfram. „Svo kemur hann inn á 86. mínútu, í bakvörð. Arnór Sveinn (Aðalsteinsson) er á bekknum, hann hefði getað leyst bakvörðinn. Örfáum sekúndum seinna var hann búinn að fara í fyrstu tæklinguna, náði ekki gulu spjaldi þar en bætti þessari tæklingu við, fékk gula spjaldið og er kominn í bann.“ „Hann vildi vera í banni. Hann heldur að hann hafi verið sendur inn á því hann var ekki kominn með fjórða gula spjaldið,“ sagði Gummi áður en Lárus Orri fékk orðið að nýju. „Það voru allskonar hlutir í gangi. Hann var hlaupandi að bekknum, talandi við markmanninn, rífandi kjaft í horninu, allt í einu var hann mættur að fagna með liðinu. Ég veit ekki hvort hann sé enn meiddur, þurfi lengri tíma til að jafna sig og því náð sér í gula spjaldið.“ „Ef Blikar eru með einhverjar pælingar um að það sé best að vera í banni í einhverjum ákveðnum leikjum þá eru þeir að spila mjög hættulegan leik finnst mér.“ Klippa: Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ „Maður hefur heyrt bæði. Að hann sé enn að glíma við smá meiðsli og þá sé betra að taka leikbannið út meðan hann jafnar sig,“ sagði Albert Brynjar áður en hann átti svo lokaorðið. „Ég vil sjá dómara, þegar þeir átta sig á þessari stöðu, sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald.“ Innslag Stúkunnar má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
„Það er góð spurning. Ég veit ekki hvort við eigum að vera með einhverjar fullyrðingar hérna en hann er á þremur gulum spjöldum og það er alveg pottþétt að hann veit það. Þarna er hann að fagna með liðinu, þarna er hann að rífa kjaft þegar hann er að hita upp og gera sig stóran,“ sagði Lárus Orri og hélt áfram. „Svo kemur hann inn á 86. mínútu, í bakvörð. Arnór Sveinn (Aðalsteinsson) er á bekknum, hann hefði getað leyst bakvörðinn. Örfáum sekúndum seinna var hann búinn að fara í fyrstu tæklinguna, náði ekki gulu spjaldi þar en bætti þessari tæklingu við, fékk gula spjaldið og er kominn í bann.“ „Hann vildi vera í banni. Hann heldur að hann hafi verið sendur inn á því hann var ekki kominn með fjórða gula spjaldið,“ sagði Gummi áður en Lárus Orri fékk orðið að nýju. „Það voru allskonar hlutir í gangi. Hann var hlaupandi að bekknum, talandi við markmanninn, rífandi kjaft í horninu, allt í einu var hann mættur að fagna með liðinu. Ég veit ekki hvort hann sé enn meiddur, þurfi lengri tíma til að jafna sig og því náð sér í gula spjaldið.“ „Ef Blikar eru með einhverjar pælingar um að það sé best að vera í banni í einhverjum ákveðnum leikjum þá eru þeir að spila mjög hættulegan leik finnst mér.“ Klippa: Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ „Maður hefur heyrt bæði. Að hann sé enn að glíma við smá meiðsli og þá sé betra að taka leikbannið út meðan hann jafnar sig,“ sagði Albert Brynjar áður en hann átti svo lokaorðið. „Ég vil sjá dómara, þegar þeir átta sig á þessari stöðu, sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald.“ Innslag Stúkunnar má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira