Öryggi byggir á mönnun og launum Jórunn Frímannsdóttir skrifar 19. september 2024 15:02 Öryggi í heilbrigðisþjónustu er í beinu samhengi við mönnun fagfólks innan geirans. Á ráðstefnu Bandalags hjúkrunarfélaga á Norðurlöndunum, NNF, sem haldin var á Íslandi í síðustu viku voru kynntar rannsóknarniðurstöður sem allar bentu á mikilvægi fagmenntaðra hjúkrunarfræðinga þegar kemur að öryggi sjúklinga. Í fyrra urðu stór tímamót hér á landi. Í fyrsta skipti síðan Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var stofnað árið 1919 fækkaði starfandi hjúkrunarfræðingum á Íslandi milli ára. Það er grafalvarlegt mál sem við verðum að bregðast við. Þetta gerist þrátt fyrir fjölgun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga og fjölgun erlendra hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Staða hjúkrunar er með þeim hætti að fyrir löngu eru farin að blikka gul og jafnvel rauð ljós. Alls staðar heyrum við um vöntun á hjúkrunarfræðingum og sífellt fleiri verk hjúkrunarfræðinga eru á könnu sjúkraliða og annars sérþjálfaðs aðstoðarfólks. Hjúkrunarfræðinámið er heilmikið nám sem skilar hæfum einstaklingum með skilning á líffræði, líffærafræði, lyfjafræði og samspili líkama og sálar. Hjúkrunarfræðingar fá þjálfun í stjórnun og verkstjórn, sem er stór hluti starfsins. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á þeim hjúkrunarverkum sem unnin eru, lyfjagjöfum og annarri almennri aðhlynningu og meðferð sjúklings, hvort sem þeir vinna verkin sjálfir eða fá aðra til að sinna þeim. Örugg mönnun Hver einasti hjúkrunarfræðingur verður að hafa góða yfirsýn yfir þann sjúklingahóp sem hann ber ábyrgð á hverju sinni. Niðurstöður stórrar rannsóknar frá 1999 (10.000 hjúkrunarfræðingar og 168.000 sjúklingar) sem unnin var í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýnir nauðsyn þess að setja viðmið um mönnun. Þar kom í ljós að ef hjúkrunarfræðingur bar ábyrgð á átta sjúklingum í stað fjögurra voru sjúklingarnir 31% líklegri til að deyja innan 30 daga frá innskrift. Þessi rannsókn var gerð fyrir 25 árum síðan en nýlegar rannsóknir benda allar í sömu átt. Fækkun hjúkrunarfræðinga er ávísun á fleiri dauðsföll. Niðurstöður rannsóknar sem kom frá Centre for Health Outcomes and Policy Research, University of Pennsylvania School of Nursing núna í júlí 2024 benda til þess sama. Rannsóknin var yfirgripsmikil og byggði á 6,5 milljón sjúklingum á 2.676 bráðasjúkrahúsum. Rannsóknin sýndi að það að ráða almennt sérþjálfað starfsfólk, jafnvel sjúkraliða með lægri menntun í stað hjúkrunarfræðinga var í beinu samhengi við fleiri andlát, auknar endurkomur sjúklinga, lengri sjúkrahúsdvöl, minni ánægju sjúklinga og hærri kostnað. 10% fækkun fagmenntaðra hjúkrunarfræðinga þýðir 7% fleiri andlát. Áætlað var að með réttri mönnun mætti koma í veg fyrir andlát 11.000 einstaklinga í USA á ári hverju. Kostnaður við endurkomur og lengri dvalir á sjúkrahúsum var áætlaður 68,6 milljónir dollara á ári. Hvað þarf að gera: Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga, ICN, hefur sett niður tíu atriði sem nauðsynlegt er að grípa til ef við ætlum að reyna að spyrna við fótum og viðhalda okkar góða heilbrigðiskerfi. Vernda og fjárfesta í sérhæfingu hjúkrunarfræðinnar. Tryggja öruggar og heilbrigðar starfsaðstæður og virða réttindi hjúkrunarfræðinnar. Tryggja réttlát launakjör og jákvætt starfsumhverfi ásamt eðlilegri endurnýjun í stéttinni. Þróa, fjármagna og innleiða áætlun um fjölda hjúkrunarfræðinga fyrir landið allt, mismunandi starfstöðvar og innleiða mönnunarviðmið. Fjárfesta í hágæða viðurkenndu námi, útskrifa enn fleiri menntaða hjúkrunarfræðinga. Gera hjúkrunarfræðingum kleift að vinna í samræmi við menntun og reynslu. Meta hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga til fulls og sérhæfingu þeirra hjúkrunarfræðinga sem hafa sérhæft sig og menntað sérstaklega. Viðurkenna Félög hjúkrunarfræðinga og fulltrúa þeirra sem sérfræðinga í faginu með aðkomu að ákvörðunum á öllum stigum stjórnsýslunnar. Vernda viðkvæma hópa þjóðfélagsins, hefja upp og standa vörð um mannréttindi, jafnrétti og samfélagslegt réttlæti. Leiðtogar hjúkrunarfræðinga séu í ábyrgðastöðum innan stjórnkerfisins og hafi aðkomu að ákvörðunum á frumstigum. Öryggi mönnunar er samhangandi launum Það er alveg sama hvernig við hugsum það eða skoðum. Laun hjúkrunarfræðinga skipta máli. Árið 2018 fóru danskir hjúkrunarfræðinga í átta vikna verkfall sem endaði með lagasetningu án þess að kjör þeirra væru leiðrétt. Í kjölfarið fækkaði um fimm þúsund starfandi hjúkrunarfræðinga í Danmörku sem var mikil blóðtaka fyrir danskt heilbrigðiskerfi. Allir þessir hjúkrunarfræðingar kusu að fara og starfa við annað. Nýverið voru gerðir góðir kjarasamningar við danska hjúkrunarfræðinga, laun þeirra hækkuðu aftur og það kom ákveðin leiðrétting. Stór hluti þeirra fimm þúsund hjúkrunarfræðinga sem hurfu frá störfum árið 2018 er nú, í kjölfar þessarar hækkunar, að skila sér aftur inn í heilbrigðiskerfið. Launin skipta máli og nauðsynlegt að laun hjúkrunarfræðinga hækki og hjúkrunarfræðingar finni að þeir séu metnir að verðleikum og störf þeirra mikilvæg. Nú hafa kjarasamningar hjúkrunarfræðinga verið lausir frá 1.apríl. Það er mikilvægt að við förum að sjá til lands í samningum. Óánægja almennra hjúkrunarfræðinga fer vaxandi og nauðsynlegt að eitthvað fari að gerast, annars er hætt við því að fleiri hverfi til annarra starfa. Hjúkrunarfræðingar vilja vera metnir að verðleikum og starfa við mannsæmandi vinnuaðstæður. Stór hluti af því er að innleiða mönnunarviðmið. Það þarf að útskrifa fleiri hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Það þarf jafnframt að vinna að því að samræma nám sjúkraliða og þá sérstaklega framhaldsnám sjúkraliða við nám í hjúkrunarfræði svo sjúkraliðar geti með framhaldsmenntun tekið einingar innan hjúkrunarfræðinnar og sérhæfing þeirra sé samræmd námi í hjúkrunarfræði. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera metnir til jafns við aðrar háskólastéttir og launaröðun og framgangur að vera í takt við það sem gerist hjá öðrum háskólastéttum. Starfandi hjúkrunarfræðingar á Íslandi í dag eru 3.721. Samkvæmt skýrslu um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga frá 2017 eru um 20% útskrifaðra hjúkrunarfræðinga starfandi utan heilbrigðiskerfisins. Það er til mikils að vinna fyrir land og þjóð að hjúkrunarfræðingar vilji vinna í heilbrigðiskerfinu og það sé áhugavert að mennta sig sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Droplaugarstaða hjúkrunarheimilis, formaður Öldrunarráðs Íslands og situr í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Öryggi í heilbrigðisþjónustu er í beinu samhengi við mönnun fagfólks innan geirans. Á ráðstefnu Bandalags hjúkrunarfélaga á Norðurlöndunum, NNF, sem haldin var á Íslandi í síðustu viku voru kynntar rannsóknarniðurstöður sem allar bentu á mikilvægi fagmenntaðra hjúkrunarfræðinga þegar kemur að öryggi sjúklinga. Í fyrra urðu stór tímamót hér á landi. Í fyrsta skipti síðan Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var stofnað árið 1919 fækkaði starfandi hjúkrunarfræðingum á Íslandi milli ára. Það er grafalvarlegt mál sem við verðum að bregðast við. Þetta gerist þrátt fyrir fjölgun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga og fjölgun erlendra hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Staða hjúkrunar er með þeim hætti að fyrir löngu eru farin að blikka gul og jafnvel rauð ljós. Alls staðar heyrum við um vöntun á hjúkrunarfræðingum og sífellt fleiri verk hjúkrunarfræðinga eru á könnu sjúkraliða og annars sérþjálfaðs aðstoðarfólks. Hjúkrunarfræðinámið er heilmikið nám sem skilar hæfum einstaklingum með skilning á líffræði, líffærafræði, lyfjafræði og samspili líkama og sálar. Hjúkrunarfræðingar fá þjálfun í stjórnun og verkstjórn, sem er stór hluti starfsins. Hjúkrunarfræðingar bera ábyrgð á þeim hjúkrunarverkum sem unnin eru, lyfjagjöfum og annarri almennri aðhlynningu og meðferð sjúklings, hvort sem þeir vinna verkin sjálfir eða fá aðra til að sinna þeim. Örugg mönnun Hver einasti hjúkrunarfræðingur verður að hafa góða yfirsýn yfir þann sjúklingahóp sem hann ber ábyrgð á hverju sinni. Niðurstöður stórrar rannsóknar frá 1999 (10.000 hjúkrunarfræðingar og 168.000 sjúklingar) sem unnin var í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýnir nauðsyn þess að setja viðmið um mönnun. Þar kom í ljós að ef hjúkrunarfræðingur bar ábyrgð á átta sjúklingum í stað fjögurra voru sjúklingarnir 31% líklegri til að deyja innan 30 daga frá innskrift. Þessi rannsókn var gerð fyrir 25 árum síðan en nýlegar rannsóknir benda allar í sömu átt. Fækkun hjúkrunarfræðinga er ávísun á fleiri dauðsföll. Niðurstöður rannsóknar sem kom frá Centre for Health Outcomes and Policy Research, University of Pennsylvania School of Nursing núna í júlí 2024 benda til þess sama. Rannsóknin var yfirgripsmikil og byggði á 6,5 milljón sjúklingum á 2.676 bráðasjúkrahúsum. Rannsóknin sýndi að það að ráða almennt sérþjálfað starfsfólk, jafnvel sjúkraliða með lægri menntun í stað hjúkrunarfræðinga var í beinu samhengi við fleiri andlát, auknar endurkomur sjúklinga, lengri sjúkrahúsdvöl, minni ánægju sjúklinga og hærri kostnað. 10% fækkun fagmenntaðra hjúkrunarfræðinga þýðir 7% fleiri andlát. Áætlað var að með réttri mönnun mætti koma í veg fyrir andlát 11.000 einstaklinga í USA á ári hverju. Kostnaður við endurkomur og lengri dvalir á sjúkrahúsum var áætlaður 68,6 milljónir dollara á ári. Hvað þarf að gera: Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga, ICN, hefur sett niður tíu atriði sem nauðsynlegt er að grípa til ef við ætlum að reyna að spyrna við fótum og viðhalda okkar góða heilbrigðiskerfi. Vernda og fjárfesta í sérhæfingu hjúkrunarfræðinnar. Tryggja öruggar og heilbrigðar starfsaðstæður og virða réttindi hjúkrunarfræðinnar. Tryggja réttlát launakjör og jákvætt starfsumhverfi ásamt eðlilegri endurnýjun í stéttinni. Þróa, fjármagna og innleiða áætlun um fjölda hjúkrunarfræðinga fyrir landið allt, mismunandi starfstöðvar og innleiða mönnunarviðmið. Fjárfesta í hágæða viðurkenndu námi, útskrifa enn fleiri menntaða hjúkrunarfræðinga. Gera hjúkrunarfræðingum kleift að vinna í samræmi við menntun og reynslu. Meta hæfni og þekkingu hjúkrunarfræðinga til fulls og sérhæfingu þeirra hjúkrunarfræðinga sem hafa sérhæft sig og menntað sérstaklega. Viðurkenna Félög hjúkrunarfræðinga og fulltrúa þeirra sem sérfræðinga í faginu með aðkomu að ákvörðunum á öllum stigum stjórnsýslunnar. Vernda viðkvæma hópa þjóðfélagsins, hefja upp og standa vörð um mannréttindi, jafnrétti og samfélagslegt réttlæti. Leiðtogar hjúkrunarfræðinga séu í ábyrgðastöðum innan stjórnkerfisins og hafi aðkomu að ákvörðunum á frumstigum. Öryggi mönnunar er samhangandi launum Það er alveg sama hvernig við hugsum það eða skoðum. Laun hjúkrunarfræðinga skipta máli. Árið 2018 fóru danskir hjúkrunarfræðinga í átta vikna verkfall sem endaði með lagasetningu án þess að kjör þeirra væru leiðrétt. Í kjölfarið fækkaði um fimm þúsund starfandi hjúkrunarfræðinga í Danmörku sem var mikil blóðtaka fyrir danskt heilbrigðiskerfi. Allir þessir hjúkrunarfræðingar kusu að fara og starfa við annað. Nýverið voru gerðir góðir kjarasamningar við danska hjúkrunarfræðinga, laun þeirra hækkuðu aftur og það kom ákveðin leiðrétting. Stór hluti þeirra fimm þúsund hjúkrunarfræðinga sem hurfu frá störfum árið 2018 er nú, í kjölfar þessarar hækkunar, að skila sér aftur inn í heilbrigðiskerfið. Launin skipta máli og nauðsynlegt að laun hjúkrunarfræðinga hækki og hjúkrunarfræðingar finni að þeir séu metnir að verðleikum og störf þeirra mikilvæg. Nú hafa kjarasamningar hjúkrunarfræðinga verið lausir frá 1.apríl. Það er mikilvægt að við förum að sjá til lands í samningum. Óánægja almennra hjúkrunarfræðinga fer vaxandi og nauðsynlegt að eitthvað fari að gerast, annars er hætt við því að fleiri hverfi til annarra starfa. Hjúkrunarfræðingar vilja vera metnir að verðleikum og starfa við mannsæmandi vinnuaðstæður. Stór hluti af því er að innleiða mönnunarviðmið. Það þarf að útskrifa fleiri hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Það þarf jafnframt að vinna að því að samræma nám sjúkraliða og þá sérstaklega framhaldsnám sjúkraliða við nám í hjúkrunarfræði svo sjúkraliðar geti með framhaldsmenntun tekið einingar innan hjúkrunarfræðinnar og sérhæfing þeirra sé samræmd námi í hjúkrunarfræði. Hjúkrunarfræðingar þurfa að vera metnir til jafns við aðrar háskólastéttir og launaröðun og framgangur að vera í takt við það sem gerist hjá öðrum háskólastéttum. Starfandi hjúkrunarfræðingar á Íslandi í dag eru 3.721. Samkvæmt skýrslu um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga frá 2017 eru um 20% útskrifaðra hjúkrunarfræðinga starfandi utan heilbrigðiskerfisins. Það er til mikils að vinna fyrir land og þjóð að hjúkrunarfræðingar vilji vinna í heilbrigðiskerfinu og það sé áhugavert að mennta sig sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Droplaugarstaða hjúkrunarheimilis, formaður Öldrunarráðs Íslands og situr í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun