Sólveig keppti ólétt og á leið í þungunarrof Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 09:31 Sólveig Sigurðardóttir var að ganga í gegnum afar erfiða tíma þegar hún keppti í fyrsta og eina sinn á heimsleikunum í crossfit. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir, sem var ein fremsta Crossfit-kona Íslands, hefur nú útskýrt hvað hún gekk í gegnum á sínum fyrstu og einu heimsleikum, árið 2022. Hún keppti á leikunum ólétt og búin að ákveða að fara í þungunarrof. Sólveig greinir frá þessu í viðtali í Dagmálum á mbl.is. Þessi 29 ára íþróttakona hefur áður talað um að sér hafi fundist hún hafa valdið vinum og fjölskyldu vonbrigðum með frammistöðu sinni á heimsleikunum, þar sem hún endaði í 34. sæti af 39 keppendum. Hún ætlaði sér mun meira en hefur nú greint frá því að sex vikum fyrir heimsleikana komst hún að því að hún væri ólétt. „Ég var að ganga í gegnum erfiða tíma í mínu persónulega lífi þegar ég komst að því að ég væri ófrísk. Ég hef aldrei talað um þetta opinberlega áður en mig hefur oft langað til þess að ræða þetta því mér finnst leiðinlegt hvernig fór á heimsleikunum. Ég hef viljað útskýra það fyrir fólki af hverju mér gekk svona illa. Ég var í sambandi með manni sem ég vissi innst inni að ég ætti ekki að vera með. Þetta var ekki gott samband og ég náði í raun ekki að undirbúa mig almennilega fyrir heimsleikana. Það komst ekkert annað að en óléttan. Ég stóð líka frammi fyrir mjög erfiðri ákvörðun. Að fara í þungunarrof er mjög erfið ákvörðun og þetta er ákvörðun sem þú þarft að lifa með allt þitt líf. Það fer engin kona í þungunarrof af einhverri léttúð,“ sagði Sólveig í Dagmálum. Hún náði því aldrei að njóta sín á heimsleikunum sem höfðu verið hennar draumur og markmið í langan tíma. „Ég var í hálfgerðu móki á heimsleikunum. Ég var stödd á Mallorca að æfa þegar ég komst að þessu [að hún væri ólétt] og ég gerði mér engan veginn grein fyrir ferlinu sem var að fara af stað þarna. Ég kem heim því í mínum fullkomna heimi þá hélt ég að ég gæti bara látið þetta hverfa og svo undirbúið mig fyrir heimsleikana af fullum krafti. Konur sem hafa gengið í gegnum þetta vita hins vegar að þetta er ekki alveg svona einfalt. Úr varð að ég þurfti að keppa ófrísk á heimsleikunum. Þessi tími í mínu lífi er í algjörri móðu og ég var í rauninni bara á botninum. Það komst heldur ekkert annað að í hausnum á mér en hvað tæki við hjá mér strax eftir heimsleikana. Ég naut mín ekki í eina sekúndu,“ sagði Sólveig. Tímabil sem tók of mikinn toll Hún reyndi svo aftur að komast á heimsleikana árið 2023 en sat þá eftir í undanúrslitunum. Hún greindi svo síðar frá því að hún væri hætt að keppa í crossfit og fór yfir þá ákvörðun á myndbandsbloggi sínu á YouTube. Þar kvaðst hún hafa verið að glíma við persónuleg vandamál sem hún vildi þó ekki ræða nánar á þeim tímapunkti. „Ég hef notið íþróttaferils míns mjög mikið og hann hefur kennt mér svo mikið um mig sjálfa. Ég væri ekki sú persóna sem ég er í dag nema fyrir öll þessi ár mín í CrossFit. Það eru liðin tíu ár síðan ég byrjaði í CrossFit og þetta er búið að vera ferðalag sem ég gat ekki séð fyrir,“ sagði Sólveig í myndbandsblogginu og kvaðst þakklát fyrir þau tækifæri sem hún hefði fengið og skapað sér sjálf. Fyrrnefndir heimsleikar árið 2022 tóku hins vegar skiljanlega mikið á. „Ég hefði viljað sjá mig vera hundrað prósent þarna því ég náði ekki að gera mitt besta. Ég stóð mig ekki nógu vel og ég er leið yfir því. Það tímabil tók mikinn toll af mér andlega.“ CrossFit Þungunarrof Tengdar fréttir Sólveig hætt og útskýrir erfiðustu ákvörðun lífsins Sólveig Sigurðardóttir, ein besta Crossfit-kona Íslands, hefur ákveðið að hætta keppni. Hún fer yfir ákvörðunina í myndbandsbloggi á YouTube. 7. mars 2024 08:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins Sjá meira
Sólveig greinir frá þessu í viðtali í Dagmálum á mbl.is. Þessi 29 ára íþróttakona hefur áður talað um að sér hafi fundist hún hafa valdið vinum og fjölskyldu vonbrigðum með frammistöðu sinni á heimsleikunum, þar sem hún endaði í 34. sæti af 39 keppendum. Hún ætlaði sér mun meira en hefur nú greint frá því að sex vikum fyrir heimsleikana komst hún að því að hún væri ólétt. „Ég var að ganga í gegnum erfiða tíma í mínu persónulega lífi þegar ég komst að því að ég væri ófrísk. Ég hef aldrei talað um þetta opinberlega áður en mig hefur oft langað til þess að ræða þetta því mér finnst leiðinlegt hvernig fór á heimsleikunum. Ég hef viljað útskýra það fyrir fólki af hverju mér gekk svona illa. Ég var í sambandi með manni sem ég vissi innst inni að ég ætti ekki að vera með. Þetta var ekki gott samband og ég náði í raun ekki að undirbúa mig almennilega fyrir heimsleikana. Það komst ekkert annað að en óléttan. Ég stóð líka frammi fyrir mjög erfiðri ákvörðun. Að fara í þungunarrof er mjög erfið ákvörðun og þetta er ákvörðun sem þú þarft að lifa með allt þitt líf. Það fer engin kona í þungunarrof af einhverri léttúð,“ sagði Sólveig í Dagmálum. Hún náði því aldrei að njóta sín á heimsleikunum sem höfðu verið hennar draumur og markmið í langan tíma. „Ég var í hálfgerðu móki á heimsleikunum. Ég var stödd á Mallorca að æfa þegar ég komst að þessu [að hún væri ólétt] og ég gerði mér engan veginn grein fyrir ferlinu sem var að fara af stað þarna. Ég kem heim því í mínum fullkomna heimi þá hélt ég að ég gæti bara látið þetta hverfa og svo undirbúið mig fyrir heimsleikana af fullum krafti. Konur sem hafa gengið í gegnum þetta vita hins vegar að þetta er ekki alveg svona einfalt. Úr varð að ég þurfti að keppa ófrísk á heimsleikunum. Þessi tími í mínu lífi er í algjörri móðu og ég var í rauninni bara á botninum. Það komst heldur ekkert annað að í hausnum á mér en hvað tæki við hjá mér strax eftir heimsleikana. Ég naut mín ekki í eina sekúndu,“ sagði Sólveig. Tímabil sem tók of mikinn toll Hún reyndi svo aftur að komast á heimsleikana árið 2023 en sat þá eftir í undanúrslitunum. Hún greindi svo síðar frá því að hún væri hætt að keppa í crossfit og fór yfir þá ákvörðun á myndbandsbloggi sínu á YouTube. Þar kvaðst hún hafa verið að glíma við persónuleg vandamál sem hún vildi þó ekki ræða nánar á þeim tímapunkti. „Ég hef notið íþróttaferils míns mjög mikið og hann hefur kennt mér svo mikið um mig sjálfa. Ég væri ekki sú persóna sem ég er í dag nema fyrir öll þessi ár mín í CrossFit. Það eru liðin tíu ár síðan ég byrjaði í CrossFit og þetta er búið að vera ferðalag sem ég gat ekki séð fyrir,“ sagði Sólveig í myndbandsblogginu og kvaðst þakklát fyrir þau tækifæri sem hún hefði fengið og skapað sér sjálf. Fyrrnefndir heimsleikar árið 2022 tóku hins vegar skiljanlega mikið á. „Ég hefði viljað sjá mig vera hundrað prósent þarna því ég náði ekki að gera mitt besta. Ég stóð mig ekki nógu vel og ég er leið yfir því. Það tímabil tók mikinn toll af mér andlega.“
CrossFit Þungunarrof Tengdar fréttir Sólveig hætt og útskýrir erfiðustu ákvörðun lífsins Sólveig Sigurðardóttir, ein besta Crossfit-kona Íslands, hefur ákveðið að hætta keppni. Hún fer yfir ákvörðunina í myndbandsbloggi á YouTube. 7. mars 2024 08:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins Sjá meira
Sólveig hætt og útskýrir erfiðustu ákvörðun lífsins Sólveig Sigurðardóttir, ein besta Crossfit-kona Íslands, hefur ákveðið að hætta keppni. Hún fer yfir ákvörðunina í myndbandsbloggi á YouTube. 7. mars 2024 08:31
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti