Skilur að fólk sé hugsi yfir mögulegum skyldleika við sæðisgjöf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2024 20:02 Henry Alexander Henrysson heimspekingur segir marga hugsi yfir fréttum helgarinnar. Vísir/Sigurjón Heimspekingur segist skilja vel að fólk hafi orðið hugsi eftir fréttir af því að skyldleiki íslenskra sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði hérlendis sé ekki skoðaður. Smæð samfélagsins geti kallað á að farið sé lengra en lagarammi og læknisfræðileg rök kveða á um. Frjósemisfyrirtækð Livio auglýsti nýlega eftir íslenskum sæðisgjöfum, sem geta valið hvort sæðið sé notað hér á landi eða einungis í útlöndum. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag að skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði sé ekki kannaður en sæðisgjafar eru hvattir til að láta sína nánustu vita svo ekki verði „slys“ eins og yfirlæknir orðaði það. „Ég skil alveg að fólk sé hugsi eftir þessar fréttir. Það hafa margir nefnt það við mig að þetta sé sértakt. Ég held það sé í fyrsta lagi það að fólk vissi ekki af þessum möguleika, þetta hefur ekki verið mikið rætt í íslensku samfélagi. Ég held hreinlega að fáir hafi vitað að sæðisgjafir væru í boði,“ segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur. Taka megi aukaskref Fólk sé þá hugsi yfir því að ábyrgðinni sé varpað á herðar sæðisgjafanna. „Ég held að það sé kannski ekki alveg leiðin til að fara.“ Snorri Einarsson, yfrlæknir á Livio, segir í samtali við fréttastofu í dag að langflestir íslensku sæðisgjafanna velji að senda sæðið út og eins velji þeir sem þiggja sæði hérlendis erlenda gjafa. Þá nefnir hann að ekkert stoppi til að mynda systkinabörn að eignast saman afkomendur. „Fólk spyr sig: Er íslenskt samfélag ekki með ákveðna sérstöðu vegna smæðar sinnar? Þá vaknar þessi spurning, sem ég held að hafi gert fólk smá hugsi: Er kannski ástæða til að fara aðeins umfram lagarammann og læknisfræðileg rök og taka kannski nokkur aukaskref, til dæmis að bjóða upp á þann möguleika að skyldleiki sé skoðaður?“ segir Henry. „Slys geta alltaf orðið“ Eins séu uppi stórar spurningar um það hversu marga afkomendur sæðisgjafar geti eignast. „Það er kannski eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af og jafnvel hafa verið búnar til bíómyndir um. Það eru kannski stærstu spurningarnar: Hvert kynfrumurnar fara og hversu margir nýta þær og þar af leiðandi skyldleiki aðila úti í samfélaginu, sem vita kannski ekki af hvorum öðrum.“ Er einhver hætta á að það verði einhver svona slys, eins og það er orðað? „Slys geta alltaf orðið og við höfum það í gegn um söguna að jafnvel hjá öflugustu aðilum hafi hlutir farið úrskeiðis. Það er óalgengt, það gerist ekki oft en þegar það gerist fer ansi mikið úrskeiðis og þá erum við líka að fást við gríðarlega mikilvæg siðfræðileg verðmæti.“ Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Frjósemisfyrirtækð Livio auglýsti nýlega eftir íslenskum sæðisgjöfum, sem geta valið hvort sæðið sé notað hér á landi eða einungis í útlöndum. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag að skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði sé ekki kannaður en sæðisgjafar eru hvattir til að láta sína nánustu vita svo ekki verði „slys“ eins og yfirlæknir orðaði það. „Ég skil alveg að fólk sé hugsi eftir þessar fréttir. Það hafa margir nefnt það við mig að þetta sé sértakt. Ég held það sé í fyrsta lagi það að fólk vissi ekki af þessum möguleika, þetta hefur ekki verið mikið rætt í íslensku samfélagi. Ég held hreinlega að fáir hafi vitað að sæðisgjafir væru í boði,“ segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur. Taka megi aukaskref Fólk sé þá hugsi yfir því að ábyrgðinni sé varpað á herðar sæðisgjafanna. „Ég held að það sé kannski ekki alveg leiðin til að fara.“ Snorri Einarsson, yfrlæknir á Livio, segir í samtali við fréttastofu í dag að langflestir íslensku sæðisgjafanna velji að senda sæðið út og eins velji þeir sem þiggja sæði hérlendis erlenda gjafa. Þá nefnir hann að ekkert stoppi til að mynda systkinabörn að eignast saman afkomendur. „Fólk spyr sig: Er íslenskt samfélag ekki með ákveðna sérstöðu vegna smæðar sinnar? Þá vaknar þessi spurning, sem ég held að hafi gert fólk smá hugsi: Er kannski ástæða til að fara aðeins umfram lagarammann og læknisfræðileg rök og taka kannski nokkur aukaskref, til dæmis að bjóða upp á þann möguleika að skyldleiki sé skoðaður?“ segir Henry. „Slys geta alltaf orðið“ Eins séu uppi stórar spurningar um það hversu marga afkomendur sæðisgjafar geti eignast. „Það er kannski eitthvað sem við höfum alltaf áhyggjur af og jafnvel hafa verið búnar til bíómyndir um. Það eru kannski stærstu spurningarnar: Hvert kynfrumurnar fara og hversu margir nýta þær og þar af leiðandi skyldleiki aðila úti í samfélaginu, sem vita kannski ekki af hvorum öðrum.“ Er einhver hætta á að það verði einhver svona slys, eins og það er orðað? „Slys geta alltaf orðið og við höfum það í gegn um söguna að jafnvel hjá öflugustu aðilum hafi hlutir farið úrskeiðis. Það er óalgengt, það gerist ekki oft en þegar það gerist fer ansi mikið úrskeiðis og þá erum við líka að fást við gríðarlega mikilvæg siðfræðileg verðmæti.“
Frjósemi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tækni Fjölskyldumál Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03