Eru sumir íslenskir stjórnmálamenn að bergmála áróður Kremlar? Guðni Freyr Öfjörð skrifar 23. september 2024 13:31 Á undanförnum árum hefur hugmyndin um hnignun vestrænnar menningar og árásir á hefðbundin gildi orðið áberandi í stjórnmálaumræðu víða um heim. Þetta er ekki tilviljun, heldur afleiðing markvissrar áróðursherferðar frá rússneskum stjórnvöldum, samkvæmt ýmsum rannsóknum og fréttum. Rússar hafa lengi nýtt sér slíkan áróður til að grafa undan pólitískri og samfélagslegri einingu á Vesturlöndum og styðja öfgaflokka sem vinna gegn alþjóðlegu samstarfi og lýðræðislegum stjórnarháttum. Með því að ýta undir óánægju og veikja traust á stjórnvöldum og stofnunum reyna þau að skapa sundrungu innan Evrópusambandsins og NATO. Rússar hafa verið sakaðir um að styðja öfgahægriflokka og stjórnmálamenn í Evrópu og Bandaríkjunum, eins og AfD í Þýskalandi, Donald Trump og MAGA-hreyfinguna í Bandaríkjunum, Jill Stein, Nigel Farage og National Rally í Frakklandi, meðal annars með fjárstuðningi eða áróðri. AfD hefur verið rannsakaður vegna ásakana um ólöglegan fjárstuðning frá rússneskum aðilum, sem hefur leitt til rannsókna á flokknum í Evrópu. „Menningarstríð“ í íslenskri pólitík Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn, ásamt fleirum, hafa á síðustu misserum vakið athygli með því að færa svokölluð „menningarstríð“ inn í íslenska stjórnmálaumræðu. Með því að kynda undir ótta og tortryggni, sérstaklega gagnvart innflytjendum og flóttafólki, hefur Sigmundur reynt að beina athyglinni frá umdeildum málum eins og Panama-skjölunum, sem leiddu til þess að hann þurfti að segja af sér sem forsætisráðherra, og Klaustursmálinu, sem olli miklu pólitísku hneyksli. Þetta má túlka sem tilraun til að auka fylgi Miðflokksins og tengja stefnu hans við alþjóðlega strauma þjóðernispopúlisma og andstöðu við fjölmenningu. Þrátt fyrir að Sigmundur og fleiri fullyrði að þeir séu að vernda íslenskar hefðir og gildi (sem þjóðernispopúlistar gjarnan segja), er málflutningur þeirra í takt við orðræðu öfgahægriflokka í Evrópu og áróður Kremlar, þar sem svipaðar aðferðir eru notaðar til að ala á ótta og skapa sundrungu. Í raun hefur Miðflokkurinn engar raunhæfar stefnur eða framtíðarsýn; þeir virðast einfaldlega vilja fara til baka og snúa samfélagsþróuninni til fortíðar. Flokkar sem skortir skýra stefnu eru oft popúlískir og nota deiluefni til að sundra samfélaginu, auk þess sem þeir geta fengið kjósendur til að kjósa gegn eigin hagsmunum með beitingu hræðsluáróðurs. Í stað þess að leggja fram raunhæfar lausnir eða leiðir til að bæta samfélagið, reyna þeir að afvegaleiða umræðuna frá raunverulegum málefnum með því að einblína á ímyndaðar ógnir og ala á tortryggni. Með því móti geta þeir náð stuðningi á grundvelli ótta fremur en rökhugsunar. „Stóru lygarnar“ („Big Lie“) Áróður sem miðar að því að veikja traust almennings til lýðræðislegra stofnana og auka sundrungu innan samfélaga getur haft alvarlegar afleiðingar. Þegar stjórnmálamenn, eins og Sigmundur Davíð, endurtaka áróður um „hnignun Vesturlanda“ þá stuðla þeir, hvort sem er viljandi eða óviljandi, að því að grafa undan samfélaginu. Slíkar aðferðir eru oft byggðar á því sem kallað er „stóra lygin“ („Big Lie“), sem gengur út á að endurtaka ósannindi nógu oft til að fólk fari að trúa þeim, sama hversu fjarstæðukennd þau eru. Í dag er þessi aðferð víða notuð, bæði af stjórnmálamönnum og öfgaflokkum, til að skapa tortryggni og sundrungu innan lýðræðislegra samfélaga. Kreml áróður sem ógn við vestræn gildi og frjálslyndi Rússnesk stjórnvöld hafa lengi beitt áróðri og öðrum aðferðum til að veikja einingu innan Evrópu og Evrópusambandsins. Með því að dreifa rangfærslum og veita fjárstuðning til stjórnmálamanna og áhrifavalda á Vesturlöndum reyna þau að grafa undan lýðræðislegum gildum. Áróður þeirra dregur upp mynd af vestrænum samfélögum sem í upplausn, þar sem fjölskyldugildi, þjóðerni og menning eru í hættu vegna fjölmenningar og aukinna mannréttinda. Þessi orðræða hefur reynst öfgahægriflokkum vel til að auka fylgi sitt og skapa tortryggni meðal almennings í mörgum löndum. Þegar Sigmundur Davíð talar um hnignun vestrænnar menningar og gagnrýnir fjölmenningarstefnuna er hann í raun að endurtaka áróður Kremlar, sem hefur verið útbreiddur í Evrópu og Bandaríkjunum. Það er varhugavert að leyfa slíkum áróðri að festa rætur í íslenskri stjórnmálaumræðu. Rússland og Hvíta-Rússland beita flóttamannastraumum sem vopni til að styðja öfgahægri öfl í Evrópu og veikja Evrópusambandið og NATÓ Rússland og Hvíta-Rússland hafa verið sökuð um að nota flóttamenn sem vopn til að skapa óstöðugleika innan Evrópu. Árið 2015 jók Rússland loftárásir sínar í Sýrlandi, sem leiddi til mikils flóttamannastraums til Evrópu. Markmið þeirra var að veikja samstöðu ríkja innan Evrópusambandsins og NATO. Hvíta-Rússland notaði svipaðar aðferðir árið 2021 með því að beina flóttamönnum að landamærum Póllands og Litháens til að valda spennu innan ESB. Þessar aðgerðir hafa verið túlkaðar sem vísvitandi tilraun til að skapa óstöðugleika og valda sundrungu innan Evrópu með það að markmiði að veikja samstöðu ríkjanna og bregða fæti fyrir samstöðu innan Evrópusambandsins. Áhrif áróðurs Kremlar á lýðræðisumræðu Bæði öfgahægri og öfgavinstri hreyfingar reyna að grafa undan vestrænum gildum, frjálslyndi, lýðræði og mannréttindum. Rússnesk stjórnvöld hafa jafnvel fjármagnað hægrisinnaða áhrifavalda í Bandaríkjunum, eins og Tim Pool, Dave Rubin og Benny Johnson, til að dreifa áróðri sínum á miðlum eins og YouTube og X (fyrrum Twitter). Þetta sýnir hversu langt Rússar eru tilbúnir að ganga til að hafa áhrif á lýðræðislegar umræður og stjórnmál. Hinsegin fólk og innflytjendur sem blórabögglar Í íslenskri stjórnmálaumræðu hafa innflytjendur og hinsegin fólk oft verið gerð að blórabögglum. Sigmundur Davíð og fleiri hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af „stjórnlausri innflytjendastefnu“ og gagnrýnt „nýjan rétttrúnað“ í tengslum við kynvitund. Slíkar yfirlýsingar minna á orðræðu öfgahægriflokka, sem nota ótta og sundrungu til að beina athyglinni frá öðrum vandamálum. Þessi framsetning gerir stjórnmálamönnum eins og Sigmundi kleift að stilla sér upp sem „þeim einu sem þora að segja hlutina eins og þeir eru“ og sýna sig sem rödd sannleikans og fulltrúa „alþýðunnar“. Þetta er dæmigerð tækni sem popúlistar nota til að setja sig gegn „elítunni“ og gefa í skyn að þeir verji hagsmuni almennings. Í raun eru popúlistar, sem nýta slíka aðferðafræði, oft hluti af valdakerfinu og tengdir þeim valdahópum og fjármagnsöflum sem þeir segjast gagnrýna. Dæmi um slíkt eru Donald Trump og Nigel Farage. Þessi tvískinnungur er algengur meðal popúlista um allan heim. Þeir nýta óánægju fólks til að búa til falskar andstæður og hagnýta sér ótta og reiði til að afla sér fylgis. Í raunveruleikanum eru aðgerðir þeirra oft í þágu þeirra sjálfra og tengdra aðila frekar en almenningsins sem þeir segjast vera að vernda. Á meðan almenningur rifist um tiltekin málefni, þá græða valdastéttin og fjármagnið. Þetta er gamalt bragð sem hefur verið notað í gegnum mannkynssöguna til að afvegaleiða frá öðrum vandamálum sem stjórnmálamennirnir hafa jafnvel sjálfir skapað. Áhrif á íslenska umræðu Slík orðræða er ekki ný af nálinni. Hún endurómar áróður Kremlar, sem hefur verið dreift víða um heim og hefur það markmið að grafa undan trausti, frjálslyndi, samstöðu og lýðræðislegum gildum. Ef þessi orðræða nær að festa rætur í íslensku samfélagi getur hún grafið undan því trausti og þeirri samstöðu sem eru nauðsynleg fyrir heilbrigt lýðræði. Lokaorð Við verðum að gæta okkar á því hvernig rússnesk stjórnvöld dreifa áróðri með það að markmiði að veikja vestræn samfélög. Mikilvægt er að vernda lýðræði, mannréttindi og styðja réttindabaráttu allra hópa. Með sameiginlegu átaki gegn rangfærslum og sundrungu tryggjum við stöðugleika og frið í Evrópu. Fullyrðingar Sigmundar minna á Eurabia-samsæriskenninguna, sem öfgahægrimenn og Kreml hafa nýtt til að skapa ótta og sundrungu. Orðræða Sigmundar líkist því rússneskum áróðri sem miðar að því að veikja traust á fjölmenningarsamfélögum og lýðræðislegum stofnunum. Við þurfum að vera vakandi gagnvart popúlisma og tryggja að lýðræðisleg umræða byggi á staðreyndum og virðingu. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Heimildarskrá Four towers of Kremlin propaganda: Russia, Ukraine, South, West GEC Special Report: Russia’s Pillars of Disinformation and Propaganda The war of the cold words: Russia, the West and propaganda The menace of unreality : how the Kremlin weaponizes information, culture and money Eurabia conspiracy theory The Eurabia Doctrine Allegations of Russian Weaponized Migration Against the EU Russia to 'weaponise' migration to EU with increased flights into Kaliningrad, report warns Why Poland says Russia and Belarus are weaponizing migration to benefit Europe’s far-right Russia weaponized migration to help bolster populists, say Latvian experts DOJ Indicts Russian Nationals in $10 Million Scheme to Spread Covert Propaganda to U.S. Audiences US accuses Russian state media of enlisting right-wing influencers to meddle in election Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Freyr Öfjörð Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun STÓRKOSTLeg TÍMASKEKKJa Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur hugmyndin um hnignun vestrænnar menningar og árásir á hefðbundin gildi orðið áberandi í stjórnmálaumræðu víða um heim. Þetta er ekki tilviljun, heldur afleiðing markvissrar áróðursherferðar frá rússneskum stjórnvöldum, samkvæmt ýmsum rannsóknum og fréttum. Rússar hafa lengi nýtt sér slíkan áróður til að grafa undan pólitískri og samfélagslegri einingu á Vesturlöndum og styðja öfgaflokka sem vinna gegn alþjóðlegu samstarfi og lýðræðislegum stjórnarháttum. Með því að ýta undir óánægju og veikja traust á stjórnvöldum og stofnunum reyna þau að skapa sundrungu innan Evrópusambandsins og NATO. Rússar hafa verið sakaðir um að styðja öfgahægriflokka og stjórnmálamenn í Evrópu og Bandaríkjunum, eins og AfD í Þýskalandi, Donald Trump og MAGA-hreyfinguna í Bandaríkjunum, Jill Stein, Nigel Farage og National Rally í Frakklandi, meðal annars með fjárstuðningi eða áróðri. AfD hefur verið rannsakaður vegna ásakana um ólöglegan fjárstuðning frá rússneskum aðilum, sem hefur leitt til rannsókna á flokknum í Evrópu. „Menningarstríð“ í íslenskri pólitík Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn, ásamt fleirum, hafa á síðustu misserum vakið athygli með því að færa svokölluð „menningarstríð“ inn í íslenska stjórnmálaumræðu. Með því að kynda undir ótta og tortryggni, sérstaklega gagnvart innflytjendum og flóttafólki, hefur Sigmundur reynt að beina athyglinni frá umdeildum málum eins og Panama-skjölunum, sem leiddu til þess að hann þurfti að segja af sér sem forsætisráðherra, og Klaustursmálinu, sem olli miklu pólitísku hneyksli. Þetta má túlka sem tilraun til að auka fylgi Miðflokksins og tengja stefnu hans við alþjóðlega strauma þjóðernispopúlisma og andstöðu við fjölmenningu. Þrátt fyrir að Sigmundur og fleiri fullyrði að þeir séu að vernda íslenskar hefðir og gildi (sem þjóðernispopúlistar gjarnan segja), er málflutningur þeirra í takt við orðræðu öfgahægriflokka í Evrópu og áróður Kremlar, þar sem svipaðar aðferðir eru notaðar til að ala á ótta og skapa sundrungu. Í raun hefur Miðflokkurinn engar raunhæfar stefnur eða framtíðarsýn; þeir virðast einfaldlega vilja fara til baka og snúa samfélagsþróuninni til fortíðar. Flokkar sem skortir skýra stefnu eru oft popúlískir og nota deiluefni til að sundra samfélaginu, auk þess sem þeir geta fengið kjósendur til að kjósa gegn eigin hagsmunum með beitingu hræðsluáróðurs. Í stað þess að leggja fram raunhæfar lausnir eða leiðir til að bæta samfélagið, reyna þeir að afvegaleiða umræðuna frá raunverulegum málefnum með því að einblína á ímyndaðar ógnir og ala á tortryggni. Með því móti geta þeir náð stuðningi á grundvelli ótta fremur en rökhugsunar. „Stóru lygarnar“ („Big Lie“) Áróður sem miðar að því að veikja traust almennings til lýðræðislegra stofnana og auka sundrungu innan samfélaga getur haft alvarlegar afleiðingar. Þegar stjórnmálamenn, eins og Sigmundur Davíð, endurtaka áróður um „hnignun Vesturlanda“ þá stuðla þeir, hvort sem er viljandi eða óviljandi, að því að grafa undan samfélaginu. Slíkar aðferðir eru oft byggðar á því sem kallað er „stóra lygin“ („Big Lie“), sem gengur út á að endurtaka ósannindi nógu oft til að fólk fari að trúa þeim, sama hversu fjarstæðukennd þau eru. Í dag er þessi aðferð víða notuð, bæði af stjórnmálamönnum og öfgaflokkum, til að skapa tortryggni og sundrungu innan lýðræðislegra samfélaga. Kreml áróður sem ógn við vestræn gildi og frjálslyndi Rússnesk stjórnvöld hafa lengi beitt áróðri og öðrum aðferðum til að veikja einingu innan Evrópu og Evrópusambandsins. Með því að dreifa rangfærslum og veita fjárstuðning til stjórnmálamanna og áhrifavalda á Vesturlöndum reyna þau að grafa undan lýðræðislegum gildum. Áróður þeirra dregur upp mynd af vestrænum samfélögum sem í upplausn, þar sem fjölskyldugildi, þjóðerni og menning eru í hættu vegna fjölmenningar og aukinna mannréttinda. Þessi orðræða hefur reynst öfgahægriflokkum vel til að auka fylgi sitt og skapa tortryggni meðal almennings í mörgum löndum. Þegar Sigmundur Davíð talar um hnignun vestrænnar menningar og gagnrýnir fjölmenningarstefnuna er hann í raun að endurtaka áróður Kremlar, sem hefur verið útbreiddur í Evrópu og Bandaríkjunum. Það er varhugavert að leyfa slíkum áróðri að festa rætur í íslenskri stjórnmálaumræðu. Rússland og Hvíta-Rússland beita flóttamannastraumum sem vopni til að styðja öfgahægri öfl í Evrópu og veikja Evrópusambandið og NATÓ Rússland og Hvíta-Rússland hafa verið sökuð um að nota flóttamenn sem vopn til að skapa óstöðugleika innan Evrópu. Árið 2015 jók Rússland loftárásir sínar í Sýrlandi, sem leiddi til mikils flóttamannastraums til Evrópu. Markmið þeirra var að veikja samstöðu ríkja innan Evrópusambandsins og NATO. Hvíta-Rússland notaði svipaðar aðferðir árið 2021 með því að beina flóttamönnum að landamærum Póllands og Litháens til að valda spennu innan ESB. Þessar aðgerðir hafa verið túlkaðar sem vísvitandi tilraun til að skapa óstöðugleika og valda sundrungu innan Evrópu með það að markmiði að veikja samstöðu ríkjanna og bregða fæti fyrir samstöðu innan Evrópusambandsins. Áhrif áróðurs Kremlar á lýðræðisumræðu Bæði öfgahægri og öfgavinstri hreyfingar reyna að grafa undan vestrænum gildum, frjálslyndi, lýðræði og mannréttindum. Rússnesk stjórnvöld hafa jafnvel fjármagnað hægrisinnaða áhrifavalda í Bandaríkjunum, eins og Tim Pool, Dave Rubin og Benny Johnson, til að dreifa áróðri sínum á miðlum eins og YouTube og X (fyrrum Twitter). Þetta sýnir hversu langt Rússar eru tilbúnir að ganga til að hafa áhrif á lýðræðislegar umræður og stjórnmál. Hinsegin fólk og innflytjendur sem blórabögglar Í íslenskri stjórnmálaumræðu hafa innflytjendur og hinsegin fólk oft verið gerð að blórabögglum. Sigmundur Davíð og fleiri hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af „stjórnlausri innflytjendastefnu“ og gagnrýnt „nýjan rétttrúnað“ í tengslum við kynvitund. Slíkar yfirlýsingar minna á orðræðu öfgahægriflokka, sem nota ótta og sundrungu til að beina athyglinni frá öðrum vandamálum. Þessi framsetning gerir stjórnmálamönnum eins og Sigmundi kleift að stilla sér upp sem „þeim einu sem þora að segja hlutina eins og þeir eru“ og sýna sig sem rödd sannleikans og fulltrúa „alþýðunnar“. Þetta er dæmigerð tækni sem popúlistar nota til að setja sig gegn „elítunni“ og gefa í skyn að þeir verji hagsmuni almennings. Í raun eru popúlistar, sem nýta slíka aðferðafræði, oft hluti af valdakerfinu og tengdir þeim valdahópum og fjármagnsöflum sem þeir segjast gagnrýna. Dæmi um slíkt eru Donald Trump og Nigel Farage. Þessi tvískinnungur er algengur meðal popúlista um allan heim. Þeir nýta óánægju fólks til að búa til falskar andstæður og hagnýta sér ótta og reiði til að afla sér fylgis. Í raunveruleikanum eru aðgerðir þeirra oft í þágu þeirra sjálfra og tengdra aðila frekar en almenningsins sem þeir segjast vera að vernda. Á meðan almenningur rifist um tiltekin málefni, þá græða valdastéttin og fjármagnið. Þetta er gamalt bragð sem hefur verið notað í gegnum mannkynssöguna til að afvegaleiða frá öðrum vandamálum sem stjórnmálamennirnir hafa jafnvel sjálfir skapað. Áhrif á íslenska umræðu Slík orðræða er ekki ný af nálinni. Hún endurómar áróður Kremlar, sem hefur verið dreift víða um heim og hefur það markmið að grafa undan trausti, frjálslyndi, samstöðu og lýðræðislegum gildum. Ef þessi orðræða nær að festa rætur í íslensku samfélagi getur hún grafið undan því trausti og þeirri samstöðu sem eru nauðsynleg fyrir heilbrigt lýðræði. Lokaorð Við verðum að gæta okkar á því hvernig rússnesk stjórnvöld dreifa áróðri með það að markmiði að veikja vestræn samfélög. Mikilvægt er að vernda lýðræði, mannréttindi og styðja réttindabaráttu allra hópa. Með sameiginlegu átaki gegn rangfærslum og sundrungu tryggjum við stöðugleika og frið í Evrópu. Fullyrðingar Sigmundar minna á Eurabia-samsæriskenninguna, sem öfgahægrimenn og Kreml hafa nýtt til að skapa ótta og sundrungu. Orðræða Sigmundar líkist því rússneskum áróðri sem miðar að því að veikja traust á fjölmenningarsamfélögum og lýðræðislegum stofnunum. Við þurfum að vera vakandi gagnvart popúlisma og tryggja að lýðræðisleg umræða byggi á staðreyndum og virðingu. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Heimildarskrá Four towers of Kremlin propaganda: Russia, Ukraine, South, West GEC Special Report: Russia’s Pillars of Disinformation and Propaganda The war of the cold words: Russia, the West and propaganda The menace of unreality : how the Kremlin weaponizes information, culture and money Eurabia conspiracy theory The Eurabia Doctrine Allegations of Russian Weaponized Migration Against the EU Russia to 'weaponise' migration to EU with increased flights into Kaliningrad, report warns Why Poland says Russia and Belarus are weaponizing migration to benefit Europe’s far-right Russia weaponized migration to help bolster populists, say Latvian experts DOJ Indicts Russian Nationals in $10 Million Scheme to Spread Covert Propaganda to U.S. Audiences US accuses Russian state media of enlisting right-wing influencers to meddle in election
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar