Gervigreindin og atvinnulífið Þorsteinn Siglaugsson skrifar 24. september 2024 08:32 Veturinn 2022/23 markaði mikilvæg tímamót, en þá tók mannkynið að uppgötva möguleika spunagreindarinnar (e. generative AI). Nú er ljóst að þessi tækni er komin til að vera og fyrirtæki um allan heim eru tekin að nýta hana á markvissan hátt í rekstri. Haustráðstefna Stjórnvísi sem haldin verður miðvikudaginn 25. september er einmitt helguð gervigreindinni, en þetta árið ber ráðstefnan yfirskriftina „Snjöll framtíð“. Aukinn áhugi á gervigreind Nýleg rannsókn McKinsey sýnir að 65% fyrirtækja nota nú reglulega gervigreind, sem er næstum tvöfalt meira en fyrir aðeins tíu mánuðum síðan. Þetta endurspeglar þann mikla vöxt sem hefur orðið í notkun gervigreindar almennt á heimsvísu. Gervigreind hefur verið tekin í notkun á fleiri sviðum en áður. Síðastliðin sex ár var hlutfall fyrirtækja sem nota gervigreind í kringum 50%, en nú hefur það á skömmum tíma hækkað í 72%. Sérstaklega hefur áhuginn aukist í atvinnugreinum eins og fagþjónustu, þar sem mestar breytingar hafa orðið. Í dag er gervigreind mest notuð á þeim sviðum þar sem hún getur skapað mestan virðisauka, eins og í markaðssetningu, sölu og þróun vöru og þjónustu. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir sem sýna að gervigreind getur skapað mest verðmæti á þessum sviðum. Það sem vekur sérstaka athygli er að notkun gervigreindar í markaðssetningu og sölu hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2023. Það eru ekki aðeins fyrirtæki og stofnanir sem nýta sér gervigreind heldur hefur persónuleg notkun hennar einnig aukist verulega. Millistjórnendur eru t.d. mun líklegri en áður til að nota gervigreind í bæði vinnu og persónulegu lífi. Sérstaklega hefur notkunin aukist í Asíu og Kína. Fjárfesting í gervigreind hefur aukist umtalsvert Fyrirtæki eru farin að fjárfesta verulega í gervigreind, og niðurstöður McKinsey sýna að margar atvinnugreinar verja nú í gervigreind meira en 5% af því fjármagni sem fer í hugbúnaðarfjárfestingar almennt. Enn sem komið er er meira fé varið í hefðbundin greiningartól en í gervigreind, en búast má við að þetta breytist hratt á næstu misserum. En á hvaða sviðum skilar fjárfestingin sér best? Í rannsókn McKinsey kemur m.a. fram að notkun gervigreindar hefur lækkað kostnað í mannauðsmálum og aukið tekjur vegna betri birgðastýringar. Þetta eru dæmi um hvernig gervigreind er að skila raunverulegum virðisauka í starfsemi fyrirtækja. Áskoranir og áhætta við notkun gervigreindar Eins og á við um allar nýjungar fylgir margs konar áhætta notkun gervigreindar. Rannsóknin leiðir í ljós að 44% fyrirtækja hafa orðið fyrir neikvæðum afleiðingum vegna gervigreindar, þar á meðal gagnvart netöryggi, en einnig vegna villna. Mest áberandi er tjón vegna ónákvæmni líkananna, sem í raun sýnir fyrst og fremst að við eigum enn talsvert í land hvað varðar skilning á virkni líkananna og kunnáttu í notkun þeirra. Það er ekki aðeins nóg að innleiða gervigreind, heldur þarf einnig að huga að ábyrgri notkun hennar. Samkvæmt niðurstöðum McKinsey hefur aðeins lítill hluti fyrirtækja sett upp reglur og verkferla til að tryggja ábyrga notkun gervigreindar, sem sýnir að enn er mikil þörf á að bæta fræðslu og innleiðingu öryggisráðstafana. Hvernig ná fyrirtæki bestum árangri með gervigreind? Þrátt fyrir áskoranirnar hafa sum fyrirtæki náð miklum árangri með notkun gervigreindar. Þessi fyrirtæki nota gervigreind á mörgum sviðum, svo sem í áhættustýringu, lögfræðileg verkefni og birgðastýringu. Þau hafa einnig rekist á ýmiss konar áhættu, en með því að fylgja skýrum vinnureglum hafa þau náð að lágmarka áhættu og hámarka ávinning. Þau fyrirtæki sem mestum árangri hafa náð hafa einnig sýnt fram á mikilvægi sérsniðinna lausna. Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki séu enn að nýta gervigreindarlausnir sem eru tiltækar á almennum markaði, þá eru það sérsniðnar og sérsmíðaðar lausnir sem skila mestum árangri. Þetta kallar á að fyrirtæki hugsi stórt og endurhanni vinnuferla sína í kringum gervigreind. Gervigreind, ákvarðanataka og óskráð þekking Þegar horft er til framtíðar er ljóst að gervigreind mun halda áfram að þróast og verða ómissandi þáttur í rekstri fyrirtækja. Til að ná árangri þurfa fyrirtæki að vera tilbúin að aðlagast, huga að bæði tækni- og mannauðsþáttum og sérsníða lausnir til að ná hámarksárangri. Gervigreind mun ekki aðeins breyta því hvernig fyrirtæki starfa heldur einnig hvernig þau hugsa um og nálgast ákvarðanatöku. Óskráð þekking er meginhluti þeirrar þekkingar sem til staðar er innan fyrirtækja og fram að tilkomu spunagreindarinnar nýttist gervigreind lítt til að vinna með hana. En með mállíkönunum hefur þetta gjörbreyst og fyrirtæki sem ná að innleiða mótaðar aðferðir við ákvarðanatöku munu geta stórbætt eigin ákvarðanir og hámarkað þannig samkeppnishæfni sína. Höfundur er sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar og höfundur Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Gervigreind Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Veturinn 2022/23 markaði mikilvæg tímamót, en þá tók mannkynið að uppgötva möguleika spunagreindarinnar (e. generative AI). Nú er ljóst að þessi tækni er komin til að vera og fyrirtæki um allan heim eru tekin að nýta hana á markvissan hátt í rekstri. Haustráðstefna Stjórnvísi sem haldin verður miðvikudaginn 25. september er einmitt helguð gervigreindinni, en þetta árið ber ráðstefnan yfirskriftina „Snjöll framtíð“. Aukinn áhugi á gervigreind Nýleg rannsókn McKinsey sýnir að 65% fyrirtækja nota nú reglulega gervigreind, sem er næstum tvöfalt meira en fyrir aðeins tíu mánuðum síðan. Þetta endurspeglar þann mikla vöxt sem hefur orðið í notkun gervigreindar almennt á heimsvísu. Gervigreind hefur verið tekin í notkun á fleiri sviðum en áður. Síðastliðin sex ár var hlutfall fyrirtækja sem nota gervigreind í kringum 50%, en nú hefur það á skömmum tíma hækkað í 72%. Sérstaklega hefur áhuginn aukist í atvinnugreinum eins og fagþjónustu, þar sem mestar breytingar hafa orðið. Í dag er gervigreind mest notuð á þeim sviðum þar sem hún getur skapað mestan virðisauka, eins og í markaðssetningu, sölu og þróun vöru og þjónustu. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir sem sýna að gervigreind getur skapað mest verðmæti á þessum sviðum. Það sem vekur sérstaka athygli er að notkun gervigreindar í markaðssetningu og sölu hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2023. Það eru ekki aðeins fyrirtæki og stofnanir sem nýta sér gervigreind heldur hefur persónuleg notkun hennar einnig aukist verulega. Millistjórnendur eru t.d. mun líklegri en áður til að nota gervigreind í bæði vinnu og persónulegu lífi. Sérstaklega hefur notkunin aukist í Asíu og Kína. Fjárfesting í gervigreind hefur aukist umtalsvert Fyrirtæki eru farin að fjárfesta verulega í gervigreind, og niðurstöður McKinsey sýna að margar atvinnugreinar verja nú í gervigreind meira en 5% af því fjármagni sem fer í hugbúnaðarfjárfestingar almennt. Enn sem komið er er meira fé varið í hefðbundin greiningartól en í gervigreind, en búast má við að þetta breytist hratt á næstu misserum. En á hvaða sviðum skilar fjárfestingin sér best? Í rannsókn McKinsey kemur m.a. fram að notkun gervigreindar hefur lækkað kostnað í mannauðsmálum og aukið tekjur vegna betri birgðastýringar. Þetta eru dæmi um hvernig gervigreind er að skila raunverulegum virðisauka í starfsemi fyrirtækja. Áskoranir og áhætta við notkun gervigreindar Eins og á við um allar nýjungar fylgir margs konar áhætta notkun gervigreindar. Rannsóknin leiðir í ljós að 44% fyrirtækja hafa orðið fyrir neikvæðum afleiðingum vegna gervigreindar, þar á meðal gagnvart netöryggi, en einnig vegna villna. Mest áberandi er tjón vegna ónákvæmni líkananna, sem í raun sýnir fyrst og fremst að við eigum enn talsvert í land hvað varðar skilning á virkni líkananna og kunnáttu í notkun þeirra. Það er ekki aðeins nóg að innleiða gervigreind, heldur þarf einnig að huga að ábyrgri notkun hennar. Samkvæmt niðurstöðum McKinsey hefur aðeins lítill hluti fyrirtækja sett upp reglur og verkferla til að tryggja ábyrga notkun gervigreindar, sem sýnir að enn er mikil þörf á að bæta fræðslu og innleiðingu öryggisráðstafana. Hvernig ná fyrirtæki bestum árangri með gervigreind? Þrátt fyrir áskoranirnar hafa sum fyrirtæki náð miklum árangri með notkun gervigreindar. Þessi fyrirtæki nota gervigreind á mörgum sviðum, svo sem í áhættustýringu, lögfræðileg verkefni og birgðastýringu. Þau hafa einnig rekist á ýmiss konar áhættu, en með því að fylgja skýrum vinnureglum hafa þau náð að lágmarka áhættu og hámarka ávinning. Þau fyrirtæki sem mestum árangri hafa náð hafa einnig sýnt fram á mikilvægi sérsniðinna lausna. Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki séu enn að nýta gervigreindarlausnir sem eru tiltækar á almennum markaði, þá eru það sérsniðnar og sérsmíðaðar lausnir sem skila mestum árangri. Þetta kallar á að fyrirtæki hugsi stórt og endurhanni vinnuferla sína í kringum gervigreind. Gervigreind, ákvarðanataka og óskráð þekking Þegar horft er til framtíðar er ljóst að gervigreind mun halda áfram að þróast og verða ómissandi þáttur í rekstri fyrirtækja. Til að ná árangri þurfa fyrirtæki að vera tilbúin að aðlagast, huga að bæði tækni- og mannauðsþáttum og sérsníða lausnir til að ná hámarksárangri. Gervigreind mun ekki aðeins breyta því hvernig fyrirtæki starfa heldur einnig hvernig þau hugsa um og nálgast ákvarðanatöku. Óskráð þekking er meginhluti þeirrar þekkingar sem til staðar er innan fyrirtækja og fram að tilkomu spunagreindarinnar nýttist gervigreind lítt til að vinna með hana. En með mállíkönunum hefur þetta gjörbreyst og fyrirtæki sem ná að innleiða mótaðar aðferðir við ákvarðanatöku munu geta stórbætt eigin ákvarðanir og hámarkað þannig samkeppnishæfni sína. Höfundur er sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar og höfundur Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar