Útsvarsaukningin aðeins hugsuð til tveggja ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2024 16:04 Frá Selfossi, sem er einmitt í Árborg. Vísir/Vilhelm Sveitarfélagið Árborg vekur athygli íbúa sinna á því að álag var sett á útsvar í upphafi þessa árs. Íbúar eru hvattir til að hafa þetta í huga þegar þeir skipuleggja fjármál sín næsta árið. Ítrekað er að útsvarsaukningin er „aðeins hugsuð til að hámarki tveggja ára“. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins, þar sem athygli er vakin á álagningunni. „Þetta þýðir að tekjur sveitarfélagsins munu aukast á þessu ári, en áhrifin á skattgreiðendur koma fram í uppgjöri á næsta ári, sumarið 2025.“ Álögurnar verði sýnilegar við uppgjör opinberra gjalda ársins 2024, þar sem íbúar muni sjá hækkun á útsvari í niðurstöðu skattframtals. Vilja styrkja fjárhaginn tímabundið „Sveitarfélagið er meðvitað um að þetta aukna álag getur verið íþyngjandi fyrir íbúa, sérstaklega í ljósi þess að margir eru að glíma við aukinn kostnað á ýmsum sviðum. Það er því mikilvægt að íbúar hafi þessar breytingar í huga þegar þeir skipuleggja fjármál sín næsta árið,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að álagningin sé í samræmi við upplýsingar sem þegar hafi komið fram um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024, en hún var kynnt í lok síðasta árs. Þar hafi komið fram að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða eins og álagningarinnar, til þess að tryggja rekstrarhæfi sveitarfélagsins og viðhalda nauðsynlegri þjónustu. „Sveitarfélagið vill þó taka fram að þessi aukning á útsvari er aðeins hugsuð til að hámarki tveggja ára og er ekki ætlað að verða varanleg. Markmiðið er að styrkja fjárhag sveitarfélagsins tímabundið, á meðan unnið er að öðrum langtímalausnum til að mæta fjárhagslegum áskorunum.“ Íbúar eru þá hvattir til að kynna sér breytingarnar og vera meðvitaðir um að þær komi fram í framtíðarskattgreiðslum, sumarið 2025. Þá er bent á töfluna sem sjá má hér að neðan, sem sýnir áætlaða viðbótarálagningu miðað við mismunandi heildartekjur. Árborg Skattar og tollar Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins, þar sem athygli er vakin á álagningunni. „Þetta þýðir að tekjur sveitarfélagsins munu aukast á þessu ári, en áhrifin á skattgreiðendur koma fram í uppgjöri á næsta ári, sumarið 2025.“ Álögurnar verði sýnilegar við uppgjör opinberra gjalda ársins 2024, þar sem íbúar muni sjá hækkun á útsvari í niðurstöðu skattframtals. Vilja styrkja fjárhaginn tímabundið „Sveitarfélagið er meðvitað um að þetta aukna álag getur verið íþyngjandi fyrir íbúa, sérstaklega í ljósi þess að margir eru að glíma við aukinn kostnað á ýmsum sviðum. Það er því mikilvægt að íbúar hafi þessar breytingar í huga þegar þeir skipuleggja fjármál sín næsta árið,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að álagningin sé í samræmi við upplýsingar sem þegar hafi komið fram um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024, en hún var kynnt í lok síðasta árs. Þar hafi komið fram að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða eins og álagningarinnar, til þess að tryggja rekstrarhæfi sveitarfélagsins og viðhalda nauðsynlegri þjónustu. „Sveitarfélagið vill þó taka fram að þessi aukning á útsvari er aðeins hugsuð til að hámarki tveggja ára og er ekki ætlað að verða varanleg. Markmiðið er að styrkja fjárhag sveitarfélagsins tímabundið, á meðan unnið er að öðrum langtímalausnum til að mæta fjárhagslegum áskorunum.“ Íbúar eru þá hvattir til að kynna sér breytingarnar og vera meðvitaðir um að þær komi fram í framtíðarskattgreiðslum, sumarið 2025. Þá er bent á töfluna sem sjá má hér að neðan, sem sýnir áætlaða viðbótarálagningu miðað við mismunandi heildartekjur.
Árborg Skattar og tollar Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira