Sporting rúllaði yfir Veszprém Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2024 20:29 Orri Freyr var öflugur í kvöld. Sporting Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting áttu ekki í vandræðum með Veszprém, lið Bjarka Más Elíssonar, þegar þau mættust í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Þá vann Íslendingalið Gummersbach góðan sigur á meðan Ribe-Esbjerg er enn án sigurs í Danmörku. Sporting hefur komið verulega á óvart í upphafi leiktíðar og hafði fyrir leik kvöldsins unnið báða sína leiki í Meistaradeildinni. Sama var að segja um gestina en leikur kvöldsins stóðst ekki væntingar þar sem hann var í raun aðeins spennandi fyrsta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir það stigu heimamenn á bensíngjöfina og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 23-17. 𝐒𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐧𝐠 𝐂𝐏 are 𝒅𝒐𝒎𝒊𝒏𝒂𝒕𝒊𝒏𝒈 this match! 👀#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/7SdHTjYN8e— EHF Champions League (@ehfcl) September 25, 2024 Í síðari hálfleik jók Sporting forystuna en gestirnir skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og tókst að sjá til þess að munurinn var „aðeins“ níu mörk þegar flautað var til leiksloka, staðan þá 39-30. Orri Freyr var frábær í liði Sporting og skoraði sex mörk á meðan Bjarki Már skoraði tvö í liði gestanna. Sporting er því áfram á toppi A-riðils með fullt hús stiga en Veszprém er með fjögur stig í 3. sæti. Í efstu deild Þýskalands unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach sjö marka útisigur á Stuttgart, lokatölur 28-35. Elliði Snær Viðarsson var frábær í liði gestanna og skoraði sex mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Gummersbach er nú með fjögur stig eftir jafn marga leiki. Í efstu deild Danmerkur tapaði Íslendingalið Ribe-Esbjerg fyrir Nordsjælland með þriggja marka mun, lokatölur 32-35. Ágúst Elí Björgvinsson varði 8 skot í marki Ribe-Esbjerg á meðan Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark. Ribe-Esbjerg er áfram á botni deildarinnar án stiga. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Danski handboltinn Tengdar fréttir Sigvaldi Björn magnaður í fyrsta sigri Kolstad Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna. 25. september 2024 18:59 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Þá vann Íslendingalið Gummersbach góðan sigur á meðan Ribe-Esbjerg er enn án sigurs í Danmörku. Sporting hefur komið verulega á óvart í upphafi leiktíðar og hafði fyrir leik kvöldsins unnið báða sína leiki í Meistaradeildinni. Sama var að segja um gestina en leikur kvöldsins stóðst ekki væntingar þar sem hann var í raun aðeins spennandi fyrsta stundarfjórðunginn eða svo. Eftir það stigu heimamenn á bensíngjöfina og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 23-17. 𝐒𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐧𝐠 𝐂𝐏 are 𝒅𝒐𝒎𝒊𝒏𝒂𝒕𝒊𝒏𝒈 this match! 👀#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/7SdHTjYN8e— EHF Champions League (@ehfcl) September 25, 2024 Í síðari hálfleik jók Sporting forystuna en gestirnir skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins og tókst að sjá til þess að munurinn var „aðeins“ níu mörk þegar flautað var til leiksloka, staðan þá 39-30. Orri Freyr var frábær í liði Sporting og skoraði sex mörk á meðan Bjarki Már skoraði tvö í liði gestanna. Sporting er því áfram á toppi A-riðils með fullt hús stiga en Veszprém er með fjögur stig í 3. sæti. Í efstu deild Þýskalands unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach sjö marka útisigur á Stuttgart, lokatölur 28-35. Elliði Snær Viðarsson var frábær í liði gestanna og skoraði sex mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Gummersbach er nú með fjögur stig eftir jafn marga leiki. Í efstu deild Danmerkur tapaði Íslendingalið Ribe-Esbjerg fyrir Nordsjælland með þriggja marka mun, lokatölur 32-35. Ágúst Elí Björgvinsson varði 8 skot í marki Ribe-Esbjerg á meðan Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark. Ribe-Esbjerg er áfram á botni deildarinnar án stiga.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Danski handboltinn Tengdar fréttir Sigvaldi Björn magnaður í fyrsta sigri Kolstad Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna. 25. september 2024 18:59 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Sigvaldi Björn magnaður í fyrsta sigri Kolstad Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna. 25. september 2024 18:59