Elti drauminn og flutti um borð í húsbíl Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. september 2024 08:02 Hugmyndin um húsbílalífið fæddist hjá Sunnu eftir að hún áttaði sig á því að hún vildi ekki fjárfesta í búð og vera bundin niður heima á Íslandi. Samsett Sunna Guðlaugsdóttir hefur slegið í gegn á TikTok á undanförnu þar sem hún hefur birt myndskeið og veitt fólki innsýn inn í lífstíl sem telja má að sé nokkuð óvenjulegur. Í stað þess að fjárfesta í steinsteypu og vera bundin af húsnæðisláni tók Sunna þá ákvörðun að festa kaup á tuttugu og níu ára gömlum húsbíl og breyta honum í heimili. Undanfarnar vikur hefur hún sýnt frá ferlinu á samfélagsmiðlum en hún segir frelsið vera einn stærsta kostinn við þennan búsetumáta. Óraunhæf hugmynd Sunna hefur verið með annan fótinn erlendis í mörg ár, alveg þar til í október á seinasta ári. „Ég flutti til Danmerkur með foreldrum mínum þegar ég var þrettán ára og kláraði menntaskólann þar. Ég kom svo aftur til Íslands í nokkur ár og fór svo aftur út til Danmerkur og útskrifaðist úr söngnámi frá Royal Academy of Music í Árrósum árið 2022. Svo flutti ég til Kaupmannahafnar og var að gefa út tónlist með hljómsveitinni minni, alveg þangað til ég brann út.“ Sunna hefur unnið við ýmisskonar störf í gegnum tíðina; umönnunarstörf, sem flugfreyja og við fiskvinnslu. Hún flutti aftur heim til Íslands seinasta haust. „Ég fann það á mér að ég þurfti að koma heim í ræturnar og kjarna mig, eftir að vera búin að harka í tónlistinni í langan tíma. Hugmyndin var að koma til Íslands og vinna „venjulega“ vinnu í einhvern tíma og geta þá hugsanlega safnað fyrir útborgun í húsnæði. Draumurinn var að vera með einhverskonar bækistöðvar á Íslandi, og halda áfram að ferðast. Þeir sem þekkja Sunnu vita að hún fer ekki ótroðnar slóðir í lífinu.Aðsend Þegar ég var búin að vera á Íslandi í einhvern tíma þá sá ég að það var enginn möguleiki á að þetta myndi ganga upp hjá mér. Ég myndi þurfa að vinna eins og brjálæðingur í einhver átta ár til að geta átt möguleika á að fjárfesta í húsnæði. Leigumarkaðurinn er auðvitað bara í rugli hérna og ég var að horfa upp á fólk í kringum mig berjast við síhækkandi húsnæðislán. Ég gat bara ekki hugsað mér að enda í þeim pakka. Og þá einhvern veginn fæddist þessi hugmynd, að fá mér húsbíl!“ Margt sem þarf að dytta að Einn daginn fór Sunna inn á sölusíðu á facebook og skrifaði „húsbíll“ í leitargluggann. Eftir nokkra leit datt hún niður á bíl af árgerðinni 1995, sem reyndist vera bæði lítið keyrður og ákaflega vel með farinn. Sunna staðgreiddi bílinn og þar með var ekki aftur snúið. Hún keypti bílinn fyrir tæpum mánuði síðan og hefur síðan þá verið að dunda sér við að koma sér fyrir í honum og fikra sig áfram í „húsbílalífinu.“ Hún er núna búin að kaupa nokkra hluti inn í bílinn, eldhúsáhöld og skrautmuni og þess háttar. „Eins og staðan er núna þá er ýmislegt sem þarf að gera við bílinn; allskonar viðhald eins og að skipta um tímareim, yfirfara gasið og rafgeymana, skipta um síur og gera við rafmagnsleka og þess háttar.“ @sunnagud Step into my office ✨ #fyp #rv #rvliving #solofemaletraveler #iceland ♬ Isn't She Lovely - Stevie Wonder Sunna hefur gist í bílnum á mismunandi stöðum undanfarin mánuð, bæði innan og utan Reykjavíkur. Auk húsbílsins er hún með annan bíl til afnota sem hún notar til að fara til og frá vinnu og annað. „Það flækir vitanlega málin að þurfa stöðugt að finna gististað á næturna. Ég finn að það er ákveðin pressa að þurfa alltaf að finna sér nýjan stað, en mig langar að finna einhvern fastan stað til að vera á, sérstaklega núna í vetur. Ég hef auðvitað ekkert endalausan tíma til að vera að keyra um og finna nýjan og nýjan stað. Áður en ég keypti húsbílinn fór ég í ferðalag norður í land og gisti í bílnum mínum. Þá tók ég eftir að það voru komin skilti út um allt þar sem á stóð „no camping “ og „no parking.“ Það er auðvitað búið að vera svo mikið af túristum út um allt land á húsbílum. Þannig að það flækir svolítið málin. Frá og með 1.október þá mun ég líka vera að leigja herbergi í bænum, bara svona til að hafa eitthvað annað athvarf til að leita í, einhvern fastan og öruggan stað. Það er náttúrulega að koma vetur og það verður kalt og ég þarf að sjá til hvernig mér á eftir að ganga að búa í bílnum.“ @sunnagud Good night and good morning from the RV 🥺 #fyp #rvliving #iceland #solofemaletraveler #rainyday #queenofcozy ♬ New Home - Frozen Silence Gífurleg viðbrögð Húsbílinn er, eins og Sunna lýsir honum „gömul og lúin kelling “ sem hrekkur ekki alltaf í gang strax, þó hún geri það yfirleitt á endanum. Það er mikill tími búin að fara í að gefa bílnum start og Sunna brunar ekki bara af stað á bílnum í hvert sinn sem hana langar. „Ég er búin að læra mjög margt á þessum stutta tíma. Þetta er kanski neikvæða hliðin á þessum lífstíl, allt þetta bras sem fylgir þessu. Það er svo mikið af hlutum sem koma upp sem ég kann ekkert á, og þarf hjálp við að leysa. Ég hef lent í ýmsu; hraðamælirinn hefur til dæmis hætt að virka og allskonar hlutir. Þetta getur verið ansi stressandi og kvíðavaldandi en ég reyndar elska að brasa og vesenast, og ég var alveg viðbúin öllu þessu.“ Alsæl með kaupin.TikTok Sunna heldur úti aðgangi á TikTok og þar hefur hún reglulega birt myndskeið þar sem hún veitir fylgjendum sínum innsýn í ferlið, og þennan óvenjulega lífsstíl. En hvernig hafa viðbrögðin verið? „Ég er búin að fá ótrúlega mikil viðbrögð, og ég finn að það er rosalega mikill áhugi hjá fólki á þessum lífsstíl. Fólk hefur sagt að það sé gaman að fylgjast með mér í þessu. Mér finnst sjálfri rosalega gaman að taka upp og klippa þessi myndskeið og fá þannig útrás fyrir sköpunarþörfina. Flestum finnst þetta áhugavert, en sumum finnst þetta skrítið. Þeir sem þekkja mig, ég get ekki beint sagt að þetta komi þeim eitthvað á óvart. Ég hef alltaf verið svolítið mikið í því að synda á móti straumnum, ég á mjög erfitt með að láta aðra segja mér fyrir verkum. Ég hef stundum viljandi gert hlutina öðruvísi en aðrir, bara til að ögra norminu.“ Sunna fór á sínum tíma í bakpokaferðalag um Austur Evrópu ferðaðist einsömul um Eistland, Litháen, Lettland og Pólland og birti myndefni úr ferðalögunum á TikTok. „Þá fékk ég svipuð viðbrögð og ég er að fá núna frá mörgum varðandi húsbílalífið, sérstaklega frá konum. Svona komment eins og „Vá, hvað þetta er geggjað hjá þér“ og „Ég vildi að ég myndi þora þessu.“ Frelsið er ómetanlegt „Það eru margir sem hafa spurt mig hvort ég viti mikið um bíla, og húsbíla en staðreyndin er nú samt sú að ég veit ekki neitt,“ segir Sunna kímin. „En ég er eiginlega þannig gerð að mér líður rosalega vel með að gera það sem ég kann ekki, mér finnst gaman að læra nýja hluti. Ég er líka heppin að því leyti að ég er með mikið af „bílaköllum“ í kringum mig sem hafa verið mér innan handar, eins og þegar ég var að velja bílinn og svona. Og ég legg alveg áherslu á það að ég er ekki að pósta efni sem einhver sérfræðingur um þessa hluti, ég er algjör byrjandi. En mér finnst líka ofboðslega gaman að deila þessu ferli með fólki, gefa öðrum innsýn inn í það sem ég er að læra.“ @sunnagud Fyrsta vikan í húsbílnum #fyp #vanlife #rvliving #iceland #solofemaletraveler ♬ Echos in My Mind (Lofi) - Muspace Lofi Aðspurð um helstu kostina við þennan lífsstíl nefnir Sunna frelsið. „Þegar ég á frídaga þá get ég farið á bílnum hvert sem er og skoðað mig um. Fyrir manneskju eins og mig, sem þarf nauðsynlega að aftengja sig reglulega og komast í nýtt umhverfi, þá er þetta algjör lúxus; að geta farið út í náttúruna og verið í þögn. Ef mig langar að ferðast í framtíðinni þá get ég tekið bílinn af númeraplötunni. Og ég er ekki bundin við það að borga af láni. Ég get farið á honum með Norrænu, eða bara farið til Kasakstan ef ég vil það! Þetta er algjör draumur fyrir mig, af því að ég hef alltaf átt svo erfitt með að festa mig á einhverjum einum stað. Tilhugsunin um slíkt fyllir mig einhverri óþægindatilfinningu.“ Sunna nefnir líka að eitt af því jákvæða sem fylgir þessum lífsstíl sé hversu valdeflandi það er að vera sífellt að reka sig á hindranir og þurfa að finna lausnir. „Af því að það er sama hvað kemur upp á, ég næ alltaf að leysa það á endanum. Og ég hef þurft að temja mér mjög mikla þolinmæði og ég hef þurft að læra að skipuleggja mig - sem er mjög gott fyrir ADHD manneskju eins og mig!“ Heldur öllum möguleikum opnum Sunna er 32 ára og á þeim aldri þar sem flestir í kringum hana eru byrjaðir eða búnir að koma sér upp heimili og fjölskyldu. Hún finnur hins vegar ekki hjá sér þörf til að falla inn í „normið.“ „Fólkið í kringum mig, vinir og fjölskylda eru svosem alveg hætt að koma með einhverjar athugasemdir, þau vita hvernig ég er. En málið er að mér finnst gott að vera ein. En ég skynja stundum að sumir haldi að þetta sé ekki val hjá mér, að þetta sé einhver neyðarlausn, en ekki fullkomlega valkvæmt. „Æ, greyið, áttu enga fjölskyldu?“ „Ertu bara ein að búa í húsbíl?“ Ég varð vör við það þegar ég bjó í Danmörku að viðmótið þar er einhvern veginn frjálslegra og opnara heldur en hér; fólk er meira að gera hlutina á sinn hátt og á sínum forsendum. Það virðist vera algengara á Íslandi að fólk fari ósjálfrátt í þennan pakka; byrja saman upp úr tvítugu, kaupa íbúð, klára nám og eignast börn.“ @sunnagud Roadtripping in Iceland #fyp #fyrirþig #íslenskt #roadtrip #vanlife #solofemaletraveler ♬ Þjóðvegurinn - Pétur Ben & Elín Ey Sunna tók nýverið við stöðu umsjónarmanns viðburða og hópa hjá sjóböðunum í Hvammsvík og er meðfram því í mastersnámi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. „Markmiðið mitt í framtíðinni er að geta boðið upp á listtengda starfsemi á Íslandi, bjóða erlendu listafólki að koma hingað í „hleðslu“ námskeið sem endurvekja sköpunargleðina og gera fólki kleift að finna aftur tengingu við sjálft sig. Það er geggjað að nýta náttúruna og orkuna á Íslandi í það. Af því að það er mjög algengt að listafólk brenni út, eins og ég gerði á sínum tíma. Draumurinn er að geta boðið upp á slíkt, og vera svo á flakki hingað og þangað inn á milli. Ég er svona að fikra mig áfram í þessum lífsstíl og ég held öllum möguleikum opnum. Ég væri til dæmis alveg til í að feta í fótspor Mugison; keyra um landið á húsbílnum og koma fram í kirkjum og á félagsheimilum.“ Sunna stefnir á að halda áfram að sinna tónlistinni í framtíðinni.Aðsend Sunna bætir því við að á undaförnum árum hafi hugarfarið hennar breyst mikið, og það hafi ekki síst haft áhrif þegar hún fékk greiningu á ADHD seint á fullorðnisárum. „Ég er búin að eyða svo miklum tíma í að haga mér eins og samfélagið segir að ég eigi að gera, lifa samkvæmt einhverjum fyrirfram ákveðnum stöðlum. En ég er komin á þann stað í lífinu núna að ég þori að lifa lífinu eftir eigin höfði, hlusta á sjálfa mig og það sem mig langar virkilega að gera. Það er algjör „game changer“og ótrúlega mikið frelsi sem er fólgið í því.“ Hús og heimili Ferðalög TikTok Ástin og lífið Helgarviðtal Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Óraunhæf hugmynd Sunna hefur verið með annan fótinn erlendis í mörg ár, alveg þar til í október á seinasta ári. „Ég flutti til Danmerkur með foreldrum mínum þegar ég var þrettán ára og kláraði menntaskólann þar. Ég kom svo aftur til Íslands í nokkur ár og fór svo aftur út til Danmerkur og útskrifaðist úr söngnámi frá Royal Academy of Music í Árrósum árið 2022. Svo flutti ég til Kaupmannahafnar og var að gefa út tónlist með hljómsveitinni minni, alveg þangað til ég brann út.“ Sunna hefur unnið við ýmisskonar störf í gegnum tíðina; umönnunarstörf, sem flugfreyja og við fiskvinnslu. Hún flutti aftur heim til Íslands seinasta haust. „Ég fann það á mér að ég þurfti að koma heim í ræturnar og kjarna mig, eftir að vera búin að harka í tónlistinni í langan tíma. Hugmyndin var að koma til Íslands og vinna „venjulega“ vinnu í einhvern tíma og geta þá hugsanlega safnað fyrir útborgun í húsnæði. Draumurinn var að vera með einhverskonar bækistöðvar á Íslandi, og halda áfram að ferðast. Þeir sem þekkja Sunnu vita að hún fer ekki ótroðnar slóðir í lífinu.Aðsend Þegar ég var búin að vera á Íslandi í einhvern tíma þá sá ég að það var enginn möguleiki á að þetta myndi ganga upp hjá mér. Ég myndi þurfa að vinna eins og brjálæðingur í einhver átta ár til að geta átt möguleika á að fjárfesta í húsnæði. Leigumarkaðurinn er auðvitað bara í rugli hérna og ég var að horfa upp á fólk í kringum mig berjast við síhækkandi húsnæðislán. Ég gat bara ekki hugsað mér að enda í þeim pakka. Og þá einhvern veginn fæddist þessi hugmynd, að fá mér húsbíl!“ Margt sem þarf að dytta að Einn daginn fór Sunna inn á sölusíðu á facebook og skrifaði „húsbíll“ í leitargluggann. Eftir nokkra leit datt hún niður á bíl af árgerðinni 1995, sem reyndist vera bæði lítið keyrður og ákaflega vel með farinn. Sunna staðgreiddi bílinn og þar með var ekki aftur snúið. Hún keypti bílinn fyrir tæpum mánuði síðan og hefur síðan þá verið að dunda sér við að koma sér fyrir í honum og fikra sig áfram í „húsbílalífinu.“ Hún er núna búin að kaupa nokkra hluti inn í bílinn, eldhúsáhöld og skrautmuni og þess háttar. „Eins og staðan er núna þá er ýmislegt sem þarf að gera við bílinn; allskonar viðhald eins og að skipta um tímareim, yfirfara gasið og rafgeymana, skipta um síur og gera við rafmagnsleka og þess háttar.“ @sunnagud Step into my office ✨ #fyp #rv #rvliving #solofemaletraveler #iceland ♬ Isn't She Lovely - Stevie Wonder Sunna hefur gist í bílnum á mismunandi stöðum undanfarin mánuð, bæði innan og utan Reykjavíkur. Auk húsbílsins er hún með annan bíl til afnota sem hún notar til að fara til og frá vinnu og annað. „Það flækir vitanlega málin að þurfa stöðugt að finna gististað á næturna. Ég finn að það er ákveðin pressa að þurfa alltaf að finna sér nýjan stað, en mig langar að finna einhvern fastan stað til að vera á, sérstaklega núna í vetur. Ég hef auðvitað ekkert endalausan tíma til að vera að keyra um og finna nýjan og nýjan stað. Áður en ég keypti húsbílinn fór ég í ferðalag norður í land og gisti í bílnum mínum. Þá tók ég eftir að það voru komin skilti út um allt þar sem á stóð „no camping “ og „no parking.“ Það er auðvitað búið að vera svo mikið af túristum út um allt land á húsbílum. Þannig að það flækir svolítið málin. Frá og með 1.október þá mun ég líka vera að leigja herbergi í bænum, bara svona til að hafa eitthvað annað athvarf til að leita í, einhvern fastan og öruggan stað. Það er náttúrulega að koma vetur og það verður kalt og ég þarf að sjá til hvernig mér á eftir að ganga að búa í bílnum.“ @sunnagud Good night and good morning from the RV 🥺 #fyp #rvliving #iceland #solofemaletraveler #rainyday #queenofcozy ♬ New Home - Frozen Silence Gífurleg viðbrögð Húsbílinn er, eins og Sunna lýsir honum „gömul og lúin kelling “ sem hrekkur ekki alltaf í gang strax, þó hún geri það yfirleitt á endanum. Það er mikill tími búin að fara í að gefa bílnum start og Sunna brunar ekki bara af stað á bílnum í hvert sinn sem hana langar. „Ég er búin að læra mjög margt á þessum stutta tíma. Þetta er kanski neikvæða hliðin á þessum lífstíl, allt þetta bras sem fylgir þessu. Það er svo mikið af hlutum sem koma upp sem ég kann ekkert á, og þarf hjálp við að leysa. Ég hef lent í ýmsu; hraðamælirinn hefur til dæmis hætt að virka og allskonar hlutir. Þetta getur verið ansi stressandi og kvíðavaldandi en ég reyndar elska að brasa og vesenast, og ég var alveg viðbúin öllu þessu.“ Alsæl með kaupin.TikTok Sunna heldur úti aðgangi á TikTok og þar hefur hún reglulega birt myndskeið þar sem hún veitir fylgjendum sínum innsýn í ferlið, og þennan óvenjulega lífsstíl. En hvernig hafa viðbrögðin verið? „Ég er búin að fá ótrúlega mikil viðbrögð, og ég finn að það er rosalega mikill áhugi hjá fólki á þessum lífsstíl. Fólk hefur sagt að það sé gaman að fylgjast með mér í þessu. Mér finnst sjálfri rosalega gaman að taka upp og klippa þessi myndskeið og fá þannig útrás fyrir sköpunarþörfina. Flestum finnst þetta áhugavert, en sumum finnst þetta skrítið. Þeir sem þekkja mig, ég get ekki beint sagt að þetta komi þeim eitthvað á óvart. Ég hef alltaf verið svolítið mikið í því að synda á móti straumnum, ég á mjög erfitt með að láta aðra segja mér fyrir verkum. Ég hef stundum viljandi gert hlutina öðruvísi en aðrir, bara til að ögra norminu.“ Sunna fór á sínum tíma í bakpokaferðalag um Austur Evrópu ferðaðist einsömul um Eistland, Litháen, Lettland og Pólland og birti myndefni úr ferðalögunum á TikTok. „Þá fékk ég svipuð viðbrögð og ég er að fá núna frá mörgum varðandi húsbílalífið, sérstaklega frá konum. Svona komment eins og „Vá, hvað þetta er geggjað hjá þér“ og „Ég vildi að ég myndi þora þessu.“ Frelsið er ómetanlegt „Það eru margir sem hafa spurt mig hvort ég viti mikið um bíla, og húsbíla en staðreyndin er nú samt sú að ég veit ekki neitt,“ segir Sunna kímin. „En ég er eiginlega þannig gerð að mér líður rosalega vel með að gera það sem ég kann ekki, mér finnst gaman að læra nýja hluti. Ég er líka heppin að því leyti að ég er með mikið af „bílaköllum“ í kringum mig sem hafa verið mér innan handar, eins og þegar ég var að velja bílinn og svona. Og ég legg alveg áherslu á það að ég er ekki að pósta efni sem einhver sérfræðingur um þessa hluti, ég er algjör byrjandi. En mér finnst líka ofboðslega gaman að deila þessu ferli með fólki, gefa öðrum innsýn inn í það sem ég er að læra.“ @sunnagud Fyrsta vikan í húsbílnum #fyp #vanlife #rvliving #iceland #solofemaletraveler ♬ Echos in My Mind (Lofi) - Muspace Lofi Aðspurð um helstu kostina við þennan lífsstíl nefnir Sunna frelsið. „Þegar ég á frídaga þá get ég farið á bílnum hvert sem er og skoðað mig um. Fyrir manneskju eins og mig, sem þarf nauðsynlega að aftengja sig reglulega og komast í nýtt umhverfi, þá er þetta algjör lúxus; að geta farið út í náttúruna og verið í þögn. Ef mig langar að ferðast í framtíðinni þá get ég tekið bílinn af númeraplötunni. Og ég er ekki bundin við það að borga af láni. Ég get farið á honum með Norrænu, eða bara farið til Kasakstan ef ég vil það! Þetta er algjör draumur fyrir mig, af því að ég hef alltaf átt svo erfitt með að festa mig á einhverjum einum stað. Tilhugsunin um slíkt fyllir mig einhverri óþægindatilfinningu.“ Sunna nefnir líka að eitt af því jákvæða sem fylgir þessum lífsstíl sé hversu valdeflandi það er að vera sífellt að reka sig á hindranir og þurfa að finna lausnir. „Af því að það er sama hvað kemur upp á, ég næ alltaf að leysa það á endanum. Og ég hef þurft að temja mér mjög mikla þolinmæði og ég hef þurft að læra að skipuleggja mig - sem er mjög gott fyrir ADHD manneskju eins og mig!“ Heldur öllum möguleikum opnum Sunna er 32 ára og á þeim aldri þar sem flestir í kringum hana eru byrjaðir eða búnir að koma sér upp heimili og fjölskyldu. Hún finnur hins vegar ekki hjá sér þörf til að falla inn í „normið.“ „Fólkið í kringum mig, vinir og fjölskylda eru svosem alveg hætt að koma með einhverjar athugasemdir, þau vita hvernig ég er. En málið er að mér finnst gott að vera ein. En ég skynja stundum að sumir haldi að þetta sé ekki val hjá mér, að þetta sé einhver neyðarlausn, en ekki fullkomlega valkvæmt. „Æ, greyið, áttu enga fjölskyldu?“ „Ertu bara ein að búa í húsbíl?“ Ég varð vör við það þegar ég bjó í Danmörku að viðmótið þar er einhvern veginn frjálslegra og opnara heldur en hér; fólk er meira að gera hlutina á sinn hátt og á sínum forsendum. Það virðist vera algengara á Íslandi að fólk fari ósjálfrátt í þennan pakka; byrja saman upp úr tvítugu, kaupa íbúð, klára nám og eignast börn.“ @sunnagud Roadtripping in Iceland #fyp #fyrirþig #íslenskt #roadtrip #vanlife #solofemaletraveler ♬ Þjóðvegurinn - Pétur Ben & Elín Ey Sunna tók nýverið við stöðu umsjónarmanns viðburða og hópa hjá sjóböðunum í Hvammsvík og er meðfram því í mastersnámi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. „Markmiðið mitt í framtíðinni er að geta boðið upp á listtengda starfsemi á Íslandi, bjóða erlendu listafólki að koma hingað í „hleðslu“ námskeið sem endurvekja sköpunargleðina og gera fólki kleift að finna aftur tengingu við sjálft sig. Það er geggjað að nýta náttúruna og orkuna á Íslandi í það. Af því að það er mjög algengt að listafólk brenni út, eins og ég gerði á sínum tíma. Draumurinn er að geta boðið upp á slíkt, og vera svo á flakki hingað og þangað inn á milli. Ég er svona að fikra mig áfram í þessum lífsstíl og ég held öllum möguleikum opnum. Ég væri til dæmis alveg til í að feta í fótspor Mugison; keyra um landið á húsbílnum og koma fram í kirkjum og á félagsheimilum.“ Sunna stefnir á að halda áfram að sinna tónlistinni í framtíðinni.Aðsend Sunna bætir því við að á undaförnum árum hafi hugarfarið hennar breyst mikið, og það hafi ekki síst haft áhrif þegar hún fékk greiningu á ADHD seint á fullorðnisárum. „Ég er búin að eyða svo miklum tíma í að haga mér eins og samfélagið segir að ég eigi að gera, lifa samkvæmt einhverjum fyrirfram ákveðnum stöðlum. En ég er komin á þann stað í lífinu núna að ég þori að lifa lífinu eftir eigin höfði, hlusta á sjálfa mig og það sem mig langar virkilega að gera. Það er algjör „game changer“og ótrúlega mikið frelsi sem er fólgið í því.“
Hús og heimili Ferðalög TikTok Ástin og lífið Helgarviðtal Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira