Bönnum hnefaleika alfarið Adolf Ingi Erlingsson skrifar 1. október 2024 09:02 Nú stendur til að flytja frumvarp á alþingi um að leyfa atvinnuhnefaleika sem hingað til hafa verið bannaðir. Nær væri að stíga skrefið í hina áttina og banna hnefaleika alfarið eins og gert var frá 1956 til ársins 2002 þegar ólympískir hnefaleikar voru leyfðir. Með þá vitneskju í farteskinu sem við höfum í dag um afleiðingar höfuðmeiðsla og heilahristings eigum við að vera komin lengra en það að gera okkur að leik að lemja hvert annað. Undirritaður vann sem íþróttafréttamaður í ríflega tvo áratugi og fylgdist því með flest öllum íþróttagreinum, þar á meðal hnefaleikum. Þótt sumir álíti hnefaleika eina af merkustu íþróttunum var ég alltaf efins, og dró jafnvel í efa að flokka ætti hnefaleika sem íþrótt. Sá efi er ekki lengur til staðar, heldur fullvissa um að þeir séu það ekki (sorrí, Bubbi, ég elska þig). Það er grundvallarmunur á hnefaleikum og öðrum íþróttum, meira að segja öðrum bardagaíþróttum. Hnefaleikar eru nefnilega eina íþróttin sem gengur útá að skaða mótherjann. Í hnefaleikum er markmiðið að meiða andstæðinginn og fullnaðarsigur fæst með því að rota hann. Skiptir engu hvort um sé að ræða ólympíska hnefaleika eða atvinnuhnefaleika. Í öðrum íþróttum er þér refsað fyrir að meiða andstæðinginn og til dæmis í karate fær keppandi refsistig ef hann slær keppinautinn í andlitið og getur jafnvel verið dæmdur úr leik. Á síðustu árum hefur orðið æ ljósara hve skaðleg ítrekuð höfuðhögg eru. Fjölmargt íþróttafólk hefur þurft að hætta keppni vegna höfuðmeiðsla og sumt jafnvel látið lífið. Fræg er rannsóknin á fyrrverandi ruðningsköppum í Bandaríkjunum þar sem krufning á 376 þeirra leiddi í ljós heilaskemmdir hjá 345. Löngu var orðið ljóst að sama hætta fylgdi hnefaleikum og meðal annars þess vegna hafa vinsældir þeirra dvínað verulega á síðustu árum. Formælendum hnefaleika er tíðrætt um að keppendur í öðrum íþróttagreinum meiðist líka og stundum alvarlega. Það er satt og rétt, en hinsvegar eru reglur í þeim greinum til þess að koma í veg fyrir meiðsli eins og hægt er og keppendum iðulega refsað ef sýnt þykir að þeir hafi meitt andstæðing viljandi. Utan hnefaleikahringsins er athæfið sem þar er viðhaft flokkað sem líkamsárás. Af hverju ættum við að leyfa líkamsárásir í nafni íþrótta bara vegna þess að þær eiga sér stað í hringnum? Vissulega eiga hnefaleikar sér langa sögu, en hún er æði skrautleg og hefur auk ofbeldisins einkennst af harðvítugum deilum og klofningi innan íþróttarinnar, svindli, ógegnsæi og óljósum reglum, jafnt innan hringsins sem utan hans. Í Róm voru skylmingaþrælar látnir fórna lífi sínu lýðnum til skemmtunar. Árið 2024 eigum við að vera komin lengra en það að láta hnefaleikafólk fórna heilsu sinni okkur til skemmtunar. Bönnum hnefaleika alfarið og verðum á ný skrýtna landið sem hefur forgöngu í lýðheilsu í stað þess að færa lýðnum blóð. Höfundur er ökuleiðsögumaður, fyrrverandi íþróttafréttamaður og áhugamaður um lýðheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Box Alþingi Adolf Ingi Erlingsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur til að flytja frumvarp á alþingi um að leyfa atvinnuhnefaleika sem hingað til hafa verið bannaðir. Nær væri að stíga skrefið í hina áttina og banna hnefaleika alfarið eins og gert var frá 1956 til ársins 2002 þegar ólympískir hnefaleikar voru leyfðir. Með þá vitneskju í farteskinu sem við höfum í dag um afleiðingar höfuðmeiðsla og heilahristings eigum við að vera komin lengra en það að gera okkur að leik að lemja hvert annað. Undirritaður vann sem íþróttafréttamaður í ríflega tvo áratugi og fylgdist því með flest öllum íþróttagreinum, þar á meðal hnefaleikum. Þótt sumir álíti hnefaleika eina af merkustu íþróttunum var ég alltaf efins, og dró jafnvel í efa að flokka ætti hnefaleika sem íþrótt. Sá efi er ekki lengur til staðar, heldur fullvissa um að þeir séu það ekki (sorrí, Bubbi, ég elska þig). Það er grundvallarmunur á hnefaleikum og öðrum íþróttum, meira að segja öðrum bardagaíþróttum. Hnefaleikar eru nefnilega eina íþróttin sem gengur útá að skaða mótherjann. Í hnefaleikum er markmiðið að meiða andstæðinginn og fullnaðarsigur fæst með því að rota hann. Skiptir engu hvort um sé að ræða ólympíska hnefaleika eða atvinnuhnefaleika. Í öðrum íþróttum er þér refsað fyrir að meiða andstæðinginn og til dæmis í karate fær keppandi refsistig ef hann slær keppinautinn í andlitið og getur jafnvel verið dæmdur úr leik. Á síðustu árum hefur orðið æ ljósara hve skaðleg ítrekuð höfuðhögg eru. Fjölmargt íþróttafólk hefur þurft að hætta keppni vegna höfuðmeiðsla og sumt jafnvel látið lífið. Fræg er rannsóknin á fyrrverandi ruðningsköppum í Bandaríkjunum þar sem krufning á 376 þeirra leiddi í ljós heilaskemmdir hjá 345. Löngu var orðið ljóst að sama hætta fylgdi hnefaleikum og meðal annars þess vegna hafa vinsældir þeirra dvínað verulega á síðustu árum. Formælendum hnefaleika er tíðrætt um að keppendur í öðrum íþróttagreinum meiðist líka og stundum alvarlega. Það er satt og rétt, en hinsvegar eru reglur í þeim greinum til þess að koma í veg fyrir meiðsli eins og hægt er og keppendum iðulega refsað ef sýnt þykir að þeir hafi meitt andstæðing viljandi. Utan hnefaleikahringsins er athæfið sem þar er viðhaft flokkað sem líkamsárás. Af hverju ættum við að leyfa líkamsárásir í nafni íþrótta bara vegna þess að þær eiga sér stað í hringnum? Vissulega eiga hnefaleikar sér langa sögu, en hún er æði skrautleg og hefur auk ofbeldisins einkennst af harðvítugum deilum og klofningi innan íþróttarinnar, svindli, ógegnsæi og óljósum reglum, jafnt innan hringsins sem utan hans. Í Róm voru skylmingaþrælar látnir fórna lífi sínu lýðnum til skemmtunar. Árið 2024 eigum við að vera komin lengra en það að láta hnefaleikafólk fórna heilsu sinni okkur til skemmtunar. Bönnum hnefaleika alfarið og verðum á ný skrýtna landið sem hefur forgöngu í lýðheilsu í stað þess að færa lýðnum blóð. Höfundur er ökuleiðsögumaður, fyrrverandi íþróttafréttamaður og áhugamaður um lýðheilsu.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar