Ronaldo benti til himins: „Vildi að pabbi væri enn á lífi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 08:03 Cristiano Ronaldo skoraði enn eitt markið á ferlinum í gær. Getty/Mohammed Dabbous Cristiano Ronaldo hélt áfram að nálgast þúsundasta markið á ferlinum í gær þegar hann skoraði í sigri Al-Nassr. Hann tileinkaði markið föður sínum heitnum, José Dinis Aveiro. Pabbi Ronaldos hefði orðið 71 árs í gær væri hann enn á lífi og þegar Ronaldo skoraði, í 2-1 sigri gegn Al-Rayyan í Meistaradeild Asíu, benti hann með báðum fingrum upp til himins til minningar um pabba sinn. „Markið sem ég skoraði í dag var alveg sérstakt fyrir mér. Ég vildi að pabbi minn væri enn á lífi því í dag á hann afmæli,“ sgaði Ronaldo við fjölmiðla eftir leik. Pabbi hans féll frá árið 2005, aðeins 52 ára gamall, vegna lifrarbilunar, þegar tvítugur Ronaldo var rétt byrjaður að slá í gegn hjá Manchester United. 🟡🔵❤️ Cristiano Ronaldo: “Today's goal has a different flavor… I wish my father was alive because today is his birthday”. pic.twitter.com/uPlmIMXIMg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 30, 2024 Það var Sadio Mané, fyrrverandi leikmaður Liverpool, sem kom Al-Nassr yfir í gær en Ronaldo jók svo muninn á 76. mínútu áður en Róger Guedes minnkaði muninn fyrir Al-Rayyan í lokin. Ronaldo hefur nú skorað 904 mörk á ferlinum. Þessi 39 ára fótboltagoðsögn segir það ekki lengur mikilvægt í sínum huga að slá met og vera bestur. „Ég elska enn fótbolta og ég veit að ég á ekki mikinn tíma eftir á vellinum. Það mikilvægasta er ekki að vera talinn besti leikmaðurinn eða að vinna til verðlauna. Mikilvægast er að njóta sín og koma að gagni fyrir félagið sitt og landslið. Met eru hluti af mér og ég er vanur að slá þau. Ég hef fundið fyrir pressu frá fyrsta degi og ég held að þannig verði það til lokadags,“ sagði Ronaldo. Cristiano Ronaldo benti til pabba síns á himnum eftir að hafa skorað í gær.Getty/Yasser Bakhsh Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Pabbi Ronaldos hefði orðið 71 árs í gær væri hann enn á lífi og þegar Ronaldo skoraði, í 2-1 sigri gegn Al-Rayyan í Meistaradeild Asíu, benti hann með báðum fingrum upp til himins til minningar um pabba sinn. „Markið sem ég skoraði í dag var alveg sérstakt fyrir mér. Ég vildi að pabbi minn væri enn á lífi því í dag á hann afmæli,“ sgaði Ronaldo við fjölmiðla eftir leik. Pabbi hans féll frá árið 2005, aðeins 52 ára gamall, vegna lifrarbilunar, þegar tvítugur Ronaldo var rétt byrjaður að slá í gegn hjá Manchester United. 🟡🔵❤️ Cristiano Ronaldo: “Today's goal has a different flavor… I wish my father was alive because today is his birthday”. pic.twitter.com/uPlmIMXIMg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 30, 2024 Það var Sadio Mané, fyrrverandi leikmaður Liverpool, sem kom Al-Nassr yfir í gær en Ronaldo jók svo muninn á 76. mínútu áður en Róger Guedes minnkaði muninn fyrir Al-Rayyan í lokin. Ronaldo hefur nú skorað 904 mörk á ferlinum. Þessi 39 ára fótboltagoðsögn segir það ekki lengur mikilvægt í sínum huga að slá met og vera bestur. „Ég elska enn fótbolta og ég veit að ég á ekki mikinn tíma eftir á vellinum. Það mikilvægasta er ekki að vera talinn besti leikmaðurinn eða að vinna til verðlauna. Mikilvægast er að njóta sín og koma að gagni fyrir félagið sitt og landslið. Met eru hluti af mér og ég er vanur að slá þau. Ég hef fundið fyrir pressu frá fyrsta degi og ég held að þannig verði það til lokadags,“ sagði Ronaldo. Cristiano Ronaldo benti til pabba síns á himnum eftir að hafa skorað í gær.Getty/Yasser Bakhsh
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira