Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2024 14:47 Kristian Nökkvi Hlynsson er miðjumaður hollenska stórliðsins Ajax og styrkir U21-landsliðið mikið ef hann er klár í slaginn. Getty/Peter Lous Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. U21-hópinn, sem mætir Litáen og Danmörku 10. og 15. október, má sjá hér neðar í greininni. Åge Hareide, þjálfari A-landsliðsins, sagðist á blaðamannafundi í dag vilja að Kristian næði sér betur á strik með Ajax, eftir meiðsli, áður en hann yrði valinn í A-landsliðið að nýju. „Við erum alltaf með hann í huga. En við viljum líka að sambandið við félagsliðin sé gott og að við séum ekki að ofnota leikmenn eða valda þeim meiðslum. Það skapar vandamál fyrir Ajax og íslenska landsliðið,“ sagði Hareide. Þarf að spila meira áður en hann snýr aftur Hinn tvítugi Kristian kom inn á gegn Besiktas í Evrópudeildinni 26. september og er í hópnum sem mætir Slavia Prag í Tékklandi á morgun. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann spilaði með varaliðinu en fór af velli eftir 55-60 mínútur, og svo kom hann inn á í Evrópuleik í síðustu umferð. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann í dag, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Geta enn barist um sæti á EM Ólafur Ingi Skúlason valdi 21 leikmann í U21-landsliðið fyrir leikina við Litáen á Víkingsvelli 10. október, og við Danmörku á Vejle Stadion fimm dögum síðar. Átta þeirra spila hér á landi í Bestu deildinni. Ísland getur með sigri í leikjunum blandað sér af fullum þunga í baráttuna um sæti á EM. Fyrir leikina er Ísland í 3. sæti síns riðils með níu stig eftir sex leiki, en Danmörk og Wales eru með 14 stig eftir sjö leiki af tíu. U21-hópurinn gegn Litáen og Danmörku Adam Ingi Benediktsson - Östersund - 6 leikirLúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 6 leikirAndri Fannar Baldursson - Elfsborg - 20 leikir,Kristall Máni Ingason - SönderjyskE - 19 leikir, 11 mörkÓlafur Guðmundsson - FH - 11 leikirValgeir Valgeirsson - Örebro - 10 leikirÍsak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 10 leikirKristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 10 leikir, 6 mörkLogi Hrafn Róbertsson - FH - 10 leikirÓli Valur Ómarsson - Stjarnan - 7 leikir, 1 markDavíð Snær Jóhannsson - Álasund - 7 leikir, 2 mörkAri Sigurpálsson - Víkingur R. - 7 leikir, 2 mörkHlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 7 leikirAnton Logi Lúðvíksson - Haugasund - 6 leikirEggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 6 leikirHilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 6 leikirOliver Stefánsson - ÍA - 4 leikirBenoný Breki Andrésson - KR - 3 leikirDaníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 3 leikirArnór Gauti Jónsson - Breiðablik - 1 leikurGísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 1 leikur Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. 10. september 2024 19:15 „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. 10. september 2024 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
U21-hópinn, sem mætir Litáen og Danmörku 10. og 15. október, má sjá hér neðar í greininni. Åge Hareide, þjálfari A-landsliðsins, sagðist á blaðamannafundi í dag vilja að Kristian næði sér betur á strik með Ajax, eftir meiðsli, áður en hann yrði valinn í A-landsliðið að nýju. „Við erum alltaf með hann í huga. En við viljum líka að sambandið við félagsliðin sé gott og að við séum ekki að ofnota leikmenn eða valda þeim meiðslum. Það skapar vandamál fyrir Ajax og íslenska landsliðið,“ sagði Hareide. Þarf að spila meira áður en hann snýr aftur Hinn tvítugi Kristian kom inn á gegn Besiktas í Evrópudeildinni 26. september og er í hópnum sem mætir Slavia Prag í Tékklandi á morgun. „Kristian glímdi við minniháttar meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja. Hann hefur ekki verið að spila mikið með Ajax. Hann spilaði með varaliðinu en fór af velli eftir 55-60 mínútur, og svo kom hann inn á í Evrópuleik í síðustu umferð. Hann þarf að byggja sig upp aftur svo kannski væri best að hann spili með U21-landsliðinu, til að fá mínútur í lappirnar. Svo verðum við að sjá hvort hann ráði við það. Ég ræddi við hann í dag, á leið með Ajax í Evrópukeppni, og vonandi fær hann mínútur þar og leiki með U21-landsliðinu. Það er mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Hareide. Geta enn barist um sæti á EM Ólafur Ingi Skúlason valdi 21 leikmann í U21-landsliðið fyrir leikina við Litáen á Víkingsvelli 10. október, og við Danmörku á Vejle Stadion fimm dögum síðar. Átta þeirra spila hér á landi í Bestu deildinni. Ísland getur með sigri í leikjunum blandað sér af fullum þunga í baráttuna um sæti á EM. Fyrir leikina er Ísland í 3. sæti síns riðils með níu stig eftir sex leiki, en Danmörk og Wales eru með 14 stig eftir sjö leiki af tíu. U21-hópurinn gegn Litáen og Danmörku Adam Ingi Benediktsson - Östersund - 6 leikirLúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 6 leikirAndri Fannar Baldursson - Elfsborg - 20 leikir,Kristall Máni Ingason - SönderjyskE - 19 leikir, 11 mörkÓlafur Guðmundsson - FH - 11 leikirValgeir Valgeirsson - Örebro - 10 leikirÍsak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 10 leikirKristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 10 leikir, 6 mörkLogi Hrafn Róbertsson - FH - 10 leikirÓli Valur Ómarsson - Stjarnan - 7 leikir, 1 markDavíð Snær Jóhannsson - Álasund - 7 leikir, 2 mörkAri Sigurpálsson - Víkingur R. - 7 leikir, 2 mörkHlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 7 leikirAnton Logi Lúðvíksson - Haugasund - 6 leikirEggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 6 leikirHilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 6 leikirOliver Stefánsson - ÍA - 4 leikirBenoný Breki Andrésson - KR - 3 leikirDaníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 3 leikirArnór Gauti Jónsson - Breiðablik - 1 leikurGísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 1 leikur
U21-hópurinn gegn Litáen og Danmörku Adam Ingi Benediktsson - Östersund - 6 leikirLúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 6 leikirAndri Fannar Baldursson - Elfsborg - 20 leikir,Kristall Máni Ingason - SönderjyskE - 19 leikir, 11 mörkÓlafur Guðmundsson - FH - 11 leikirValgeir Valgeirsson - Örebro - 10 leikirÍsak Andri Sigurgeirsson - IFK Norrköping - 10 leikirKristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 10 leikir, 6 mörkLogi Hrafn Róbertsson - FH - 10 leikirÓli Valur Ómarsson - Stjarnan - 7 leikir, 1 markDavíð Snær Jóhannsson - Álasund - 7 leikir, 2 mörkAri Sigurpálsson - Víkingur R. - 7 leikir, 2 mörkHlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 7 leikirAnton Logi Lúðvíksson - Haugasund - 6 leikirEggert Aron Guðmundsson - Elfsborg - 6 leikirHilmir Rafn Mikaelsson - Kristiansund - 6 leikirOliver Stefánsson - ÍA - 4 leikirBenoný Breki Andrésson - KR - 3 leikirDaníel Freyr Kristjánsson - FC Frederica - 3 leikirArnór Gauti Jónsson - Breiðablik - 1 leikurGísli Gottskálk Þórðarson - Víkingur R. - 1 leikur
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. 10. september 2024 19:15 „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. 10. september 2024 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
„Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. 10. september 2024 19:15
„Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. 10. september 2024 20:00