Biskup Íslands predikar í Vík á 90 ára afmæli kirkjunnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2024 13:16 Haldið verður upp á 90 ára vígsluafmæli Víkurkirkju í Vík í Mýrdal á morgun, sunnudaginn 6. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri í Vík í Mýrdal um helgina en þar fer fram Regnboginn 2024, sem er menningarhátíð fyrir íbúa og gesti þeirra. Einn af hápunktum helgarinnar er heimsókn biskups Íslands til Víkur á morgun til að predika á 90 ára vígslu- og afmælishátíð Víkurkirkju. Regnboginn er nú haldin í sautjánda sinn en hátíðin hófst á miðvikudaginn og stendur fram á annað kvöld. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í gangi alla dagana. Í gærkvöldi var til dæmis haldið alþjóðlegt matarsmakk í íþróttahúsinu frá 18 þjóðlöndum en um 65% íbúa Mýrdalshrepps eru af erlendu bergi brotnir. Elín Harpa Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er framkvæmdastjóri Regnbogans og veit manna best hvað er að gerast í dag. „Mýrdalshreppur býður í vöfflukaffi og listafólkið okkar mun síðan koma saman á Lista- og frumkvöðlamarkaði, það er ótrúlega skemmtilegt og það er ótrúlega gaman að finna kraftinn í samfélaginu, sem felst í því að hér er listafólk og frumkvöðlar út um allar koppagrundir að gera ótrúlega flotta og skemmtilega hluti og þau ætla að deila þessu með okkur,” segir Elín Harpa. Elín Harpa Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík, sem er framkvæmdastjóri Regnbogans og allt í öllu varðandi skipulagningu hátíðarinnar.Aðsend Svo verða Regnbogaleikarnir líka haldnir í dag og í kvöld verða tónleikar haldnir og kvöldið endar á balli í Leikskálum þar sem verður frítt inn. Á morgun sunnudag verður líka heilmikið um að vera. Risa regnbogi í íþróttahúsinu í Vík í tilefni af hátíð helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já og ein af ástæðunum fyrir því að þemað í ár er „Fögnum fjölbreytileikanum” er af því að við höfum miklu að fagna því við erum búin að fá glæsilegan nýjan leikskóla hér á svæðið og svo er fallega Víkurkirkja okkar, hún á 90 ára afmæli í ár og okkur þykir náttúrulega ofboðslega vænt um þessa fallegu kirkju. Og einmitt, biskup Íslands, Guðrún Karls Helgadóttir kemur og predikar og flestir þeirra prestar sem hafa verið tengdir kirkjunni muni einnig taka þátt,” segir Elín Harpa og bætti þessu við í lokin. „Ég hvet alla til að koma og kíkja á okkur og njóta með okkur en ef þið komst ekki til Víkur þá fagnið þið bara fjölbreytileikanum hvar sem þið eruð og hvernig sem þið getið, njótið helgarinnar.” Hér má sjá dagskrá Regnbogans 2024 Mýrdalshreppur Menning Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Regnboginn er nú haldin í sautjánda sinn en hátíðin hófst á miðvikudaginn og stendur fram á annað kvöld. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í gangi alla dagana. Í gærkvöldi var til dæmis haldið alþjóðlegt matarsmakk í íþróttahúsinu frá 18 þjóðlöndum en um 65% íbúa Mýrdalshrepps eru af erlendu bergi brotnir. Elín Harpa Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er framkvæmdastjóri Regnbogans og veit manna best hvað er að gerast í dag. „Mýrdalshreppur býður í vöfflukaffi og listafólkið okkar mun síðan koma saman á Lista- og frumkvöðlamarkaði, það er ótrúlega skemmtilegt og það er ótrúlega gaman að finna kraftinn í samfélaginu, sem felst í því að hér er listafólk og frumkvöðlar út um allar koppagrundir að gera ótrúlega flotta og skemmtilega hluti og þau ætla að deila þessu með okkur,” segir Elín Harpa. Elín Harpa Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík, sem er framkvæmdastjóri Regnbogans og allt í öllu varðandi skipulagningu hátíðarinnar.Aðsend Svo verða Regnbogaleikarnir líka haldnir í dag og í kvöld verða tónleikar haldnir og kvöldið endar á balli í Leikskálum þar sem verður frítt inn. Á morgun sunnudag verður líka heilmikið um að vera. Risa regnbogi í íþróttahúsinu í Vík í tilefni af hátíð helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já og ein af ástæðunum fyrir því að þemað í ár er „Fögnum fjölbreytileikanum” er af því að við höfum miklu að fagna því við erum búin að fá glæsilegan nýjan leikskóla hér á svæðið og svo er fallega Víkurkirkja okkar, hún á 90 ára afmæli í ár og okkur þykir náttúrulega ofboðslega vænt um þessa fallegu kirkju. Og einmitt, biskup Íslands, Guðrún Karls Helgadóttir kemur og predikar og flestir þeirra prestar sem hafa verið tengdir kirkjunni muni einnig taka þátt,” segir Elín Harpa og bætti þessu við í lokin. „Ég hvet alla til að koma og kíkja á okkur og njóta með okkur en ef þið komst ekki til Víkur þá fagnið þið bara fjölbreytileikanum hvar sem þið eruð og hvernig sem þið getið, njótið helgarinnar.” Hér má sjá dagskrá Regnbogans 2024
Mýrdalshreppur Menning Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira