Kári sagði að Kolbeinn ætti að biðja um skiptingu í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2024 19:58 Kolbeinn Birgir Finnsson var tekinn af velli í hálfleik. Vísir/Anton Brink Íslenska landsliðið fékk á sig tvö mörk á fyrsta hálftímanum á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld og fyrrum miðverðir íslenska landsliðsins voru allt annað en sáttir með varnarleikinn í mörkum Wales. Kjartan Atli Kjartansson spurði Kári Árnason út í fyrri hálfleikinn hjá íslenska landsliðinu. „Þetta er sama gamla sagan. Vörnin er bara sofandi og við erum í rauninni heppnir að vera ekki 3-0 undir miðað við dauðafærið sem þeir fengu þarna undir lokin,“ sagði Kári. Kjartan spurði Lárus Orra Sigurðsson út í hvað var að gerast þegar Wales skoraði fyrri markið sitt. „Ég held að við verðum að horfa svolítið á Kolbein [Birgi Finnsson] þarna. Ég held að Kolbeinn hafi farið inn í þennan leik með gríðarlegar áhyggjur af honum [Brennan] Johnson þarna úti á kanti. Hann er mjög utarlega, hann hefur áhyggjur af honum og tekur ekki hlaupið þarna inn,“ sagði Lárus Orri. „Við sjáum það enn betur á eftir þegar við sjáum mark tvö. Málið er það að hann er það utarlega hann Johnson að það er alveg nógur tími til að fara út ef fyrirgjöfin er á hann. Hann verður að taka þessi hlaup inn,“ sagði Lárus. Bæði mörkin komu eftir hlaup Harry Wilson af miðjunni og undirbúningur markanna var keimlíkur. Kári var einnig ósáttur með Kolbein. „Hann þarf bara að biðja um skiptingu. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Kári. „Í fyrra markinu hefði hann getað náð Brennan Johnson sem síðan skoraði markið en hann gefst bara upp þegar hann er sloppinn í gegn. Hákon gerir vel í markinu að verja en svo er Brennan Johnson bara kominn í frákastið,“ sagði Kári. Hvort sem að Kolbeinn hafi farið af ráðum Kára eða ekki þá var hann tekinn af velli í hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna í hálfleik. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson spurði Kári Árnason út í fyrri hálfleikinn hjá íslenska landsliðinu. „Þetta er sama gamla sagan. Vörnin er bara sofandi og við erum í rauninni heppnir að vera ekki 3-0 undir miðað við dauðafærið sem þeir fengu þarna undir lokin,“ sagði Kári. Kjartan spurði Lárus Orra Sigurðsson út í hvað var að gerast þegar Wales skoraði fyrri markið sitt. „Ég held að við verðum að horfa svolítið á Kolbein [Birgi Finnsson] þarna. Ég held að Kolbeinn hafi farið inn í þennan leik með gríðarlegar áhyggjur af honum [Brennan] Johnson þarna úti á kanti. Hann er mjög utarlega, hann hefur áhyggjur af honum og tekur ekki hlaupið þarna inn,“ sagði Lárus Orri. „Við sjáum það enn betur á eftir þegar við sjáum mark tvö. Málið er það að hann er það utarlega hann Johnson að það er alveg nógur tími til að fara út ef fyrirgjöfin er á hann. Hann verður að taka þessi hlaup inn,“ sagði Lárus. Bæði mörkin komu eftir hlaup Harry Wilson af miðjunni og undirbúningur markanna var keimlíkur. Kári var einnig ósáttur með Kolbein. „Hann þarf bara að biðja um skiptingu. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Kári. „Í fyrra markinu hefði hann getað náð Brennan Johnson sem síðan skoraði markið en hann gefst bara upp þegar hann er sloppinn í gegn. Hákon gerir vel í markinu að verja en svo er Brennan Johnson bara kominn í frákastið,“ sagði Kári. Hvort sem að Kolbeinn hafi farið af ráðum Kára eða ekki þá var hann tekinn af velli í hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna í hálfleik.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira