Allt varð vitlaust í handboltaleik: Einn bitinn og hrækt á þjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 08:02 Spánverjinn Jorge Maqueda fékk rautt spjald fyrir það að bíta mótherja sinn í toppslagnum í pólska handboltanum. Getty/Alex Davidson Það varð hreinlega allt vitlaust í stórleik pólska handboltans á milli Wisla Plock og Industria Kielce í gær. Wisla Plock vann leikinn á endanum með fjögurra marka mun 29-25, og minnkaði forskot Kielce á toppnum í þrjú stig. Kielce var lengi mikið Íslendingalið en landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson yfirgaf félagið í sumar. Það gekk mikið á í íþróttahúsi Plock manna í þessum mikilvæga leik. Það var hart tekist á í leiknum en dómararnir sendu alls 21 leikmann í tveggja mínútna refsingu auk þess að reka einn leikmann af velli með rautt spjald. Í leiknum leit út fyrir að Spánverjinn Jorge Maqueda hjá Kielce hafði bitið Mirsad Terzić, Bosníumanninn hjá Wisla Plock. Maqueda fékk rautt og blátt spjald eftir að dómararnir skoðuðu myndband af atvikinu sem má sjá hér fyrir neðan. Lætin voru ekki búinn í leikslok því báðir þjálfarar voru mjög ósáttir með hvorn annan eftir leikinn. Xavi Sabate, þjálfari Wisla Plock, sagði á blaðamannafundi að kollegi sinn hjá Kielce, Talant Dujshebaev, hafi hrækt á sig og það fyrir framan eftirlitsdómarann. Kielce sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem Dujshebaev sagði umræddan Sabate hafa kallað sig „helvítis Kínverja“. Kielce hélt því líka fram að stuðningsmenn Plock hafi notað ósmekklegt og klúrt orðbragð í átt að leikmönnum liðsins allan leikinn. Þar kom líka fram að um ljótan rasisma hafi verið að ræða. Meðal þeirra leikmanna sem sögðu frá því voru franski hornamaðurinn Dylan Nahi og pólska skyttan Tomasz Gebala. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá blaðamannafundinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vHBO6AsAeMQ">watch on YouTube</a> Pólski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Sjá meira
Wisla Plock vann leikinn á endanum með fjögurra marka mun 29-25, og minnkaði forskot Kielce á toppnum í þrjú stig. Kielce var lengi mikið Íslendingalið en landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson yfirgaf félagið í sumar. Það gekk mikið á í íþróttahúsi Plock manna í þessum mikilvæga leik. Það var hart tekist á í leiknum en dómararnir sendu alls 21 leikmann í tveggja mínútna refsingu auk þess að reka einn leikmann af velli með rautt spjald. Í leiknum leit út fyrir að Spánverjinn Jorge Maqueda hjá Kielce hafði bitið Mirsad Terzić, Bosníumanninn hjá Wisla Plock. Maqueda fékk rautt og blátt spjald eftir að dómararnir skoðuðu myndband af atvikinu sem má sjá hér fyrir neðan. Lætin voru ekki búinn í leikslok því báðir þjálfarar voru mjög ósáttir með hvorn annan eftir leikinn. Xavi Sabate, þjálfari Wisla Plock, sagði á blaðamannafundi að kollegi sinn hjá Kielce, Talant Dujshebaev, hafi hrækt á sig og það fyrir framan eftirlitsdómarann. Kielce sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem Dujshebaev sagði umræddan Sabate hafa kallað sig „helvítis Kínverja“. Kielce hélt því líka fram að stuðningsmenn Plock hafi notað ósmekklegt og klúrt orðbragð í átt að leikmönnum liðsins allan leikinn. Þar kom líka fram að um ljótan rasisma hafi verið að ræða. Meðal þeirra leikmanna sem sögðu frá því voru franski hornamaðurinn Dylan Nahi og pólska skyttan Tomasz Gebala. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá blaðamannafundinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vHBO6AsAeMQ">watch on YouTube</a>
Pólski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Sjá meira