Yfirlýsing kennara eftir fund með borgarstjóra Andrea Sigurjónsdóttir, Eygló Friðriksdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Jónína Einarsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Lilja Margrét Möller, Linda Ósk Sigurðardóttir og Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifa 18. október 2024 20:32 Undirritaðar, fulltrúar kennara í Reykjavík, áttu fund með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, vegna ummæla hans á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um kennara. Ummælin vöktu mikla reiði kennarasamfélagsins og kennarar mótmæltu þeim við Ráðhús Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag. Á fundinum baðst borgarstjóri afsökunar á ummælum sínum um kennara og undirrituðum gafst tækifæri til að veita honum innsýn í kennarastarfið, jafnt í leik- og grunnskólum. Stórt verkefni er fram undan sem er að tryggja öllum börnum vel menntaða kennara en skólarnir standa nú frammi fyrir stöðugt vaxandi mönnunarvanda. Til að laða fólk í kennslu á ný þarf að setja menntamál á oddinn í Reykjavík og tala af virðingu um kennarastarfið. Einnig var bent á mikilvægi þess að kennurum stæðu til boða samkeppnishæf laun og því þyrfti að leysa kjaradeiluna sem fyrst. Starfsaðstæður kennara voru til umræðu, verkefnafjöldi á herðum kennara, hópastærðir og það ófremdarástand sem ríkir í húsnæðismálum skólanna en mikið er um rakaskemmdir og myglu í skólum borgarinnar sem hefur áhrif á heilsu starfsfólks og nemenda. Rætt var um mikilvægi þess að borgarstjóri sem æðsti yfirmaður kennara talaði ætíð á jákvæðan og uppbyggilegan hátt um kennara jafnt á opinberum vettvangi sem annars staðar og setti sig vel inn í þeirra mál. Á fundinum var lagt til að annar fundur yrði skipulagður með sömu fulltrúum að nokkrum vikum liðnum. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta og viljum sjá Reykjavík í fararbroddi í menntamálum. Til þess þarf vel menntaða, sátta kennara. Virðingarfyllst, Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur Lilja Margrét Möller varaformaður Kennarafélags Reykjavíkur Eygló Friðriksdóttir formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur Þóranna Rósa Ólafsdóttir varaformaður Skólastjórafélags Reykjavíkur Linda Ósk Sigurðardóttir formaður 1. deildar Félags leikskólakennara Andrea Sigurjónsdóttir varaformaður 1. deildar Félags leikskólakennara Guðrún Gunnarsdóttir formaður 1. deildar Félags stjórnenda í leikskólum Jónína Einarsdóttir varaformaður 1. deildar Félags stjórnenda í leikskólum Höfundar eru formenn og varaformenn félaga kennara og stjórnenda í leik- og grunnskólum borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Undirritaðar, fulltrúar kennara í Reykjavík, áttu fund með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, vegna ummæla hans á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um kennara. Ummælin vöktu mikla reiði kennarasamfélagsins og kennarar mótmæltu þeim við Ráðhús Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag. Á fundinum baðst borgarstjóri afsökunar á ummælum sínum um kennara og undirrituðum gafst tækifæri til að veita honum innsýn í kennarastarfið, jafnt í leik- og grunnskólum. Stórt verkefni er fram undan sem er að tryggja öllum börnum vel menntaða kennara en skólarnir standa nú frammi fyrir stöðugt vaxandi mönnunarvanda. Til að laða fólk í kennslu á ný þarf að setja menntamál á oddinn í Reykjavík og tala af virðingu um kennarastarfið. Einnig var bent á mikilvægi þess að kennurum stæðu til boða samkeppnishæf laun og því þyrfti að leysa kjaradeiluna sem fyrst. Starfsaðstæður kennara voru til umræðu, verkefnafjöldi á herðum kennara, hópastærðir og það ófremdarástand sem ríkir í húsnæðismálum skólanna en mikið er um rakaskemmdir og myglu í skólum borgarinnar sem hefur áhrif á heilsu starfsfólks og nemenda. Rætt var um mikilvægi þess að borgarstjóri sem æðsti yfirmaður kennara talaði ætíð á jákvæðan og uppbyggilegan hátt um kennara jafnt á opinberum vettvangi sem annars staðar og setti sig vel inn í þeirra mál. Á fundinum var lagt til að annar fundur yrði skipulagður með sömu fulltrúum að nokkrum vikum liðnum. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta og viljum sjá Reykjavík í fararbroddi í menntamálum. Til þess þarf vel menntaða, sátta kennara. Virðingarfyllst, Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur Lilja Margrét Möller varaformaður Kennarafélags Reykjavíkur Eygló Friðriksdóttir formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur Þóranna Rósa Ólafsdóttir varaformaður Skólastjórafélags Reykjavíkur Linda Ósk Sigurðardóttir formaður 1. deildar Félags leikskólakennara Andrea Sigurjónsdóttir varaformaður 1. deildar Félags leikskólakennara Guðrún Gunnarsdóttir formaður 1. deildar Félags stjórnenda í leikskólum Jónína Einarsdóttir varaformaður 1. deildar Félags stjórnenda í leikskólum Höfundar eru formenn og varaformenn félaga kennara og stjórnenda í leik- og grunnskólum borgarinnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar