Meiri eftirspurn eftir lausnum en rifrildum um húsnæðismál Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 20. október 2024 11:02 Ég held að eftirspurnin eftir pólariseringu og rifrildi um húsnæðismálin sé mjög takmörkuð í samfélaginu. Fólk á nóg með sitt í verðbólguhlöðnu heimilisbókhaldinu að ég tali ekki um þegar hentugt húsnæði vantar. Óskandi væri ef umræðan gæti hafið sig yfir skotgrafir stjórnmálanna þar sem staðreyndir drukkna í upphrópunum sem snúast stundum meira um von um fylgisaukningu eða sérhagsmuni en að leysa málin. Áður en ég geri grein fyrir hugmyndum um lausnir ætla ég að afgreiða eitt: Er þétting byggðar eða vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins vandinn? Nei. Fyrir samfélagið er fimmfalt dýrara að dreifa byggð en að þétta byggð. Þétt byggð dregur líka úr ferðalögum og mengun sem er sparnaður og aukin lífsgæði fyrir heimilin. Ódýrari lóðir í dreifðri byggð þjóna stífri arðsemiskröfu uppbyggingaraðila meira en almenningi enda seljast íbúðir alltaf á markaðsverði. Þess fyrir utan er pláss fyrir 57.000 íbúðir innan núverandi vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins sem dugar vel fyrir þörfinni næstu ár. Ef við lítum á staðreyndirnar þá er staðan sannarlega sú að til staðar eru lóðir með samþykktum byggingarheimildum sem fara ekki í uppbyggingu vegna þess að fjármagn fæst ekki eða lánskjörin eru svo vond að uppbyggingin telst ekki borga sig fyrir uppbyggingaraðila. Leiðir til að styðja við örugga fjármögnun húsnæðis myndu skipta hér máli. Styðjum við aukna uppbyggingu sem heldur sjó jafnvel í verðbólgustormi líkt og nú. Nýtum lífeyrissjóðina betur til húsnæðisuppbyggingar. Rýmkaðar heimildir sem heimila lífeyrissjóðum meiri aðkomu að uppbyggingu leiguhúsnæðis eru jákvæðar og mætti þó ganga enn lengra og heimila lífeyrissjóðum enn meiri þátttöku í fjármögnun húsnæðis inn á almenna markaðinn. Lífeyrissjóðirnir eru eign almennings og það er í hag almennings að ýta undir húsnæðisuppbyggingu og stemma stigu við háum húsnæðiskostnaði. Aukum uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga með stofnframlögum. Ég myndi sjálf vilja sjá athugun á möguleikum opinberra aðila til að standa fyrir meiri uppbyggingu, jafnvel fyrir almenna markaðinn. Hið opinbera á jú hlutverki að gegna þegar markaðsbrestur verður og það er einfaldlega staðan sem við stöndum frammi fyrir á húsnæðismarkaði. Við vitum að framleiðni í byggingariðnaði er lægri á Íslandi en í nágrannalöndum, meðal annars vegna hagsveiflunnar þar sem verktakar verða að sníða stakk eftir vexti og draga saman og bæta í þegar verkefnum fjölgar og fækkar. Það grefur undan framleiðninni. Í því samhengi þyrfti að tala meira um gjaldmiðilinn okkar og örugga hagstjórn. Það getur þess fyrir utan varla talist sanngjarnt að stór fyrirtæki geti gert upp í erlendri mynt og varið sig gegn hagsveiflunni og eignafólk græði á innlánsvöxtum sem aldrei fyrr á meðan almenningur standi eftir berskjaldaður með sín bólgnu lán. Þak yfir höfuðið eru mannréttindi. Lög og reglur verða að ganga í takt við þá sýn og veita aðhald gegn því að farið sé með húsnæði eins og spilapeninga í Monopoly en enn vantar upp á þetta hér á Íslandi. Um 16% fullbúinna íbúða í Reykjavík eru ekki með neina lögheimilisskráningu. Það hefur verið of mikið svigrúm til að halda íbúðum af markaði til notkunar í skammtímagistingu jafnvel með það fyrir sjónum að bíða þar til enn hærri verð fást á markaði. Hækkun vaxta Seðlabankans fór samhliða fjölgun þeirra íbúða sem auglýstar voru til sölu. Það vitnar um að líklega er framleitt inn í lager sem svo gengur út þegar aðstæður breytast. Á Íslandi eru ekki nægir hvatar til þess að íbúðir séu nýttar sem heimili en í nágrannalöndunum eru ákvæði um slíkt eins og lögheimilisskylda, hvatar til að nýta skammtímaleiguíbúðir til langtímabúsetu eða hærri fasteignagjöld á íbúðir sem ekki eru nýttar til búsetu. Aukið eftirlit með skammtímagistingu er líka mikilvægt. Eftir þrýsting frá okkur í meirihlutanum í Reykjavík var heimild til heilsársgististarfsemi í íbúðabyggð aftur takmörkuð snemma í vor sem er frábært. Sú heimild var sett inn í reglugerð árið 2018 sem takmarkaði tól og tæki sveitarfélaga til að stýra gististarfsemi innan sinna marka og hef ég persónulega fjallað um þetta ítrekað á opinberum vettvangi. Styrkjum réttindastöðu leigjenda. Það þarf að gera fólki kleift að njóta langtímaleigusamninga í auknum mæli svo óöryggi um framtíðina bætist ekki ofan á leiguverðin. Að sjálfsögðu má ekki vöntun lóða sporna við húsnæðisuppbyggingu en það er heldur ekki staðan í dag. Við í Reykjavík erum í húsnæðisátaki sem snýr meðal annars að því að fjölga minni lóðum til að gera minni verktökum kleift að fara af stað með uppbyggingu en það er engan veginn jafnvægi milli þess hve mikið pláss sá þáttur fær í umræðunni um húsnæðismál miðað við aðrar lausnir sem eru mögulegar og gætu skipt verulegu máli. Aðrar lausnir þjóna þó almannahag meira en sérhagsmunum og kannski er það þess vegna sem þær njóta ekki hljómgrunns sérhagsmunasinna? Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og tekur þátt í prófkjöri Pírata fyrir Alþingiskosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Húsnæðismál Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Ég held að eftirspurnin eftir pólariseringu og rifrildi um húsnæðismálin sé mjög takmörkuð í samfélaginu. Fólk á nóg með sitt í verðbólguhlöðnu heimilisbókhaldinu að ég tali ekki um þegar hentugt húsnæði vantar. Óskandi væri ef umræðan gæti hafið sig yfir skotgrafir stjórnmálanna þar sem staðreyndir drukkna í upphrópunum sem snúast stundum meira um von um fylgisaukningu eða sérhagsmuni en að leysa málin. Áður en ég geri grein fyrir hugmyndum um lausnir ætla ég að afgreiða eitt: Er þétting byggðar eða vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins vandinn? Nei. Fyrir samfélagið er fimmfalt dýrara að dreifa byggð en að þétta byggð. Þétt byggð dregur líka úr ferðalögum og mengun sem er sparnaður og aukin lífsgæði fyrir heimilin. Ódýrari lóðir í dreifðri byggð þjóna stífri arðsemiskröfu uppbyggingaraðila meira en almenningi enda seljast íbúðir alltaf á markaðsverði. Þess fyrir utan er pláss fyrir 57.000 íbúðir innan núverandi vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins sem dugar vel fyrir þörfinni næstu ár. Ef við lítum á staðreyndirnar þá er staðan sannarlega sú að til staðar eru lóðir með samþykktum byggingarheimildum sem fara ekki í uppbyggingu vegna þess að fjármagn fæst ekki eða lánskjörin eru svo vond að uppbyggingin telst ekki borga sig fyrir uppbyggingaraðila. Leiðir til að styðja við örugga fjármögnun húsnæðis myndu skipta hér máli. Styðjum við aukna uppbyggingu sem heldur sjó jafnvel í verðbólgustormi líkt og nú. Nýtum lífeyrissjóðina betur til húsnæðisuppbyggingar. Rýmkaðar heimildir sem heimila lífeyrissjóðum meiri aðkomu að uppbyggingu leiguhúsnæðis eru jákvæðar og mætti þó ganga enn lengra og heimila lífeyrissjóðum enn meiri þátttöku í fjármögnun húsnæðis inn á almenna markaðinn. Lífeyrissjóðirnir eru eign almennings og það er í hag almennings að ýta undir húsnæðisuppbyggingu og stemma stigu við háum húsnæðiskostnaði. Aukum uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga með stofnframlögum. Ég myndi sjálf vilja sjá athugun á möguleikum opinberra aðila til að standa fyrir meiri uppbyggingu, jafnvel fyrir almenna markaðinn. Hið opinbera á jú hlutverki að gegna þegar markaðsbrestur verður og það er einfaldlega staðan sem við stöndum frammi fyrir á húsnæðismarkaði. Við vitum að framleiðni í byggingariðnaði er lægri á Íslandi en í nágrannalöndum, meðal annars vegna hagsveiflunnar þar sem verktakar verða að sníða stakk eftir vexti og draga saman og bæta í þegar verkefnum fjölgar og fækkar. Það grefur undan framleiðninni. Í því samhengi þyrfti að tala meira um gjaldmiðilinn okkar og örugga hagstjórn. Það getur þess fyrir utan varla talist sanngjarnt að stór fyrirtæki geti gert upp í erlendri mynt og varið sig gegn hagsveiflunni og eignafólk græði á innlánsvöxtum sem aldrei fyrr á meðan almenningur standi eftir berskjaldaður með sín bólgnu lán. Þak yfir höfuðið eru mannréttindi. Lög og reglur verða að ganga í takt við þá sýn og veita aðhald gegn því að farið sé með húsnæði eins og spilapeninga í Monopoly en enn vantar upp á þetta hér á Íslandi. Um 16% fullbúinna íbúða í Reykjavík eru ekki með neina lögheimilisskráningu. Það hefur verið of mikið svigrúm til að halda íbúðum af markaði til notkunar í skammtímagistingu jafnvel með það fyrir sjónum að bíða þar til enn hærri verð fást á markaði. Hækkun vaxta Seðlabankans fór samhliða fjölgun þeirra íbúða sem auglýstar voru til sölu. Það vitnar um að líklega er framleitt inn í lager sem svo gengur út þegar aðstæður breytast. Á Íslandi eru ekki nægir hvatar til þess að íbúðir séu nýttar sem heimili en í nágrannalöndunum eru ákvæði um slíkt eins og lögheimilisskylda, hvatar til að nýta skammtímaleiguíbúðir til langtímabúsetu eða hærri fasteignagjöld á íbúðir sem ekki eru nýttar til búsetu. Aukið eftirlit með skammtímagistingu er líka mikilvægt. Eftir þrýsting frá okkur í meirihlutanum í Reykjavík var heimild til heilsársgististarfsemi í íbúðabyggð aftur takmörkuð snemma í vor sem er frábært. Sú heimild var sett inn í reglugerð árið 2018 sem takmarkaði tól og tæki sveitarfélaga til að stýra gististarfsemi innan sinna marka og hef ég persónulega fjallað um þetta ítrekað á opinberum vettvangi. Styrkjum réttindastöðu leigjenda. Það þarf að gera fólki kleift að njóta langtímaleigusamninga í auknum mæli svo óöryggi um framtíðina bætist ekki ofan á leiguverðin. Að sjálfsögðu má ekki vöntun lóða sporna við húsnæðisuppbyggingu en það er heldur ekki staðan í dag. Við í Reykjavík erum í húsnæðisátaki sem snýr meðal annars að því að fjölga minni lóðum til að gera minni verktökum kleift að fara af stað með uppbyggingu en það er engan veginn jafnvægi milli þess hve mikið pláss sá þáttur fær í umræðunni um húsnæðismál miðað við aðrar lausnir sem eru mögulegar og gætu skipt verulegu máli. Aðrar lausnir þjóna þó almannahag meira en sérhagsmunum og kannski er það þess vegna sem þær njóta ekki hljómgrunns sérhagsmunasinna? Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og tekur þátt í prófkjöri Pírata fyrir Alþingiskosningarnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar