Morðrannsókn hafin í dularfullu máli átta ára drengs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 22:43 Ekkert hefur spurst til hans frá því um vorið 2022 en aðeins var tilkynnt um hvarf hans í ágúst á þessu ári. Lögreglan á Írlandi Forsætisráðherra Írlands tjáir sig um dularfullt mál átta ára drengs sem gæti hafa verið týndur í allt að tvö ár þrátt fyrir að aðeins hafi verið tilkynnt um hvarf hans í lok ágúst. Hann veltir því fyrir sér hvernig slíkt geti gerst en gert er ráð fyrir því að drengurinn hafi verið myrtur. Lögreglan í Dundalk hefur tekið þá ákvörðun að hefja morðrannsókn þrátt fyrir að lík hins átta ára Kyran Durnin hafi aldrei fundist. Tilkynnt var um hvarf hans og móður hans 30. ágúst á þessu ári. Guardian hefur það eftir rannsóknarlögreglumönnum hjá lögreglunni í Dundalk að þeim hafi verið sagt að sést hafi til Kyrans og móður hans tveimur dögum áður. Móðir drengsins hefur síðan komið í leitirnar en ekkert hefur fundist af Kyrani sem gert er þó ráð fyrir að sé látinn. „Þrátt fyrir umfangsmikla eftirgrennslan hefur Garda Síochána (lögreglan á Írlandi) ekki tekist að finna Kyran, afla sér neinna upplýsinga um það hvar hann er niðurkominn eða nokkra vísbendingu um það að hann sé á lífi,“ sagði Alan McGovern, yfirlögreglustjóri í héruðunum Louth, Cavan og Monaghan, á blaðamannafundi sem embættið hélt fyrr í dag. Lögreglan telur að hann hafi horfið fyrir allt að tveimur árum síðan en það er vitað að hann var nemandi við grunnskólann á svæðinu þangað til um vorið 2022. Hún hefur engar upplýsingar um afdrif hans síðan. Á fundinum biðlaði hann til þeirra sem hefðu upplýsingar sem tengdust málinu að hafa samband við lögreglu umsvifalaust. Þar kom einnig fram að lögreglan hefði hafið húsleit á heimili Kyrans og væri að grannskoða nærliggjandi svæði í leit að einhverjum vísbendingum um örlög hans. Málið hefur vakinn mikinn ugg á Írlandi og nú síðast í dag tjáði Simon Harris forsætisráðherra landsins sig um málið. Hann sagði mál drengsins vekja sér mikinn óhug. „Að hugsa sér, sem manneskja, sem foreldri, að barn geti bara horfið sporlaust er gjörsamlega hörmulegt og það hefur greinilega eitthvað farið algjörlega úrskeiðis hérna. Barninu var brugðist og því var brugðist illa,“ segir Harris. „Hvernig getur lítill átta ára drengur horfið án þess að nokkur taki eftir honum?“ spyr hann sig þá. Á blaðamannafundinum segir Ian að núverandi íbúar hússins sem Kyran átti heima í séu ekki tengdir hvarfinu en húsið var í eigu fjölskyldu drengsins þangað til í maímánuði þessa árs. Helen McEntee dómsmálaráðherra landsins hefur einnig tjáð sig um málið. Hún sagði það fá mikið á sig. „Því miður er talið að hann sé líklega látinn en við verðum að komast til botns í því sem átti sér stað. Við þurfum að vita hvort einhvers staðar hafi eitthvað farið úrskeiðis, hvar það hafi verið en einnig hver beri ábyrgð á því.“ Írland Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Lögreglan í Dundalk hefur tekið þá ákvörðun að hefja morðrannsókn þrátt fyrir að lík hins átta ára Kyran Durnin hafi aldrei fundist. Tilkynnt var um hvarf hans og móður hans 30. ágúst á þessu ári. Guardian hefur það eftir rannsóknarlögreglumönnum hjá lögreglunni í Dundalk að þeim hafi verið sagt að sést hafi til Kyrans og móður hans tveimur dögum áður. Móðir drengsins hefur síðan komið í leitirnar en ekkert hefur fundist af Kyrani sem gert er þó ráð fyrir að sé látinn. „Þrátt fyrir umfangsmikla eftirgrennslan hefur Garda Síochána (lögreglan á Írlandi) ekki tekist að finna Kyran, afla sér neinna upplýsinga um það hvar hann er niðurkominn eða nokkra vísbendingu um það að hann sé á lífi,“ sagði Alan McGovern, yfirlögreglustjóri í héruðunum Louth, Cavan og Monaghan, á blaðamannafundi sem embættið hélt fyrr í dag. Lögreglan telur að hann hafi horfið fyrir allt að tveimur árum síðan en það er vitað að hann var nemandi við grunnskólann á svæðinu þangað til um vorið 2022. Hún hefur engar upplýsingar um afdrif hans síðan. Á fundinum biðlaði hann til þeirra sem hefðu upplýsingar sem tengdust málinu að hafa samband við lögreglu umsvifalaust. Þar kom einnig fram að lögreglan hefði hafið húsleit á heimili Kyrans og væri að grannskoða nærliggjandi svæði í leit að einhverjum vísbendingum um örlög hans. Málið hefur vakinn mikinn ugg á Írlandi og nú síðast í dag tjáði Simon Harris forsætisráðherra landsins sig um málið. Hann sagði mál drengsins vekja sér mikinn óhug. „Að hugsa sér, sem manneskja, sem foreldri, að barn geti bara horfið sporlaust er gjörsamlega hörmulegt og það hefur greinilega eitthvað farið algjörlega úrskeiðis hérna. Barninu var brugðist og því var brugðist illa,“ segir Harris. „Hvernig getur lítill átta ára drengur horfið án þess að nokkur taki eftir honum?“ spyr hann sig þá. Á blaðamannafundinum segir Ian að núverandi íbúar hússins sem Kyran átti heima í séu ekki tengdir hvarfinu en húsið var í eigu fjölskyldu drengsins þangað til í maímánuði þessa árs. Helen McEntee dómsmálaráðherra landsins hefur einnig tjáð sig um málið. Hún sagði það fá mikið á sig. „Því miður er talið að hann sé líklega látinn en við verðum að komast til botns í því sem átti sér stað. Við þurfum að vita hvort einhvers staðar hafi eitthvað farið úrskeiðis, hvar það hafi verið en einnig hver beri ábyrgð á því.“
Írland Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira