Frægir í framboð Reynir Böðvarsson skrifar 23. október 2024 21:32 Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? Ég held það og á það sérstaklega við um gamla rótgróna flokka sem ættu að hafa fullt af hæfu fólki til þess að skipa þessi sæti. Annað er kannski hægt að segja um nýja flokka og þá sérstaklega flokka sem eru smíðaðir í kring um eina manneskju eins og Miðflokkinn og Flokk fólksins. Gamlir rótgrónir flokkar ættu fyrst og fremst að byggja á hugmyndafræði sem er grundvöllur flokksins sem síðan er grundvöllur stefnuskrárinnar á hverjum tíma sem meitluð er fram, í samræmi við þróun þjóðfélagsins, í innra starfi flokksins. Einsmannsflokkarnir eru hins vegar að mestu hugarórar einnar manneskju sem getur ekki hugsað sér annað en að vera aðal og þess vegna kemur það á óvart að Ragnar Þór Ingólfsson taki þetta skref, þótt hann hafi verið í ágætri samvinnu við Ásthildi Lóu Þórsdóttir þá hef ég ekki orðið var við að flokkurinn hafi mikinn skilning á verkalýðsbaráttu og þeirri stéttargreiningu sem er nauðsynleg í slíkri baráttu og þá sérstaklega fyrir þá verst stöddu. Að Samfylkingin lokki til sín “frægt” fólk í oddvitasæti í stórum kjördæmum er að ég held veikleikamerki, vissulega mjög traustvekjandi einstaklinga, en á sama tíma er reynslumikið fólk að hætta eða eru hætt á þingi fyrir flokkinn. Þetta á sér stað þegar vænta má mikilli fjölgun þingsæta og er þess vegna enn meir undarlegt. Ég efast ekki um að Alma D. Möller og Víðir Reynisson verði ágætir þingmenn og ég efast ekki heldur um að þau hafi hjartað til vinstri og komi kannski til með að styrkja áttavita flokksins. Að Framsóknarflokkurinn hafi viljað fá Höllu Hrund Logadóttir kemur minna á óvart, flokkurinn hefur lengi reitt sig á einhverskonar stórbrotin útspil rétt fyrir kosningar og að fá þennan liðsauka verður ekki kallað annað en stórkostlegt fyrir flokkinn. Ekki hefur heldur mikið farið fyrir hugmyndafræði í þeim flokki síðan samvinnuhugsjónin var að mestu lögð á hilluna. Framsóknarflokkurinn er tækifærissinnaður flokkur, þrátt fyrir að vera elsti flokkur landsins, hugmyndafræðilega áttavilltur og kemst nánast alltaf í ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Það er kannski þess vegna sem Halla Hrund velur þennan flokk því hún brennur fyrir auðlindamálum og náttúru Íslands, það væri stórkostlegt að fá hana sem umhverfis- orku og loftlagsráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn á það á hættu að helmingast á Alþingi, við slíkar aðstæður er ekki mikið pláss fyrir nýtt fólk. Kjósendur eru búnir að fá nóg af spillingarmálum flokksins og þeirri öfgahægri stefnu sem flokkurinn aðhyllist og þeir sem þó enn aðhyllast nýfrjálshyggjuna kjósa frekar Viðreisn. Sósíalistaflokkurinn á nú góðan möguleika á að ná mönnum inn á þing, Sanna Magdalena Mörtudóttir fer þar fremst meðal jafningja. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur fallist á að skipa þriðja sætið í Reykjavík til stuðnings Sönnu en hver veit nema flokkurinn nái þremur mönnum inn á þing í Reykjavík og þá verður gaman að fylgjast með Alþingisrásinni. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna skipar efsta sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Öll eru þau pólitískir leiðtogar sem munu láta að sér kveða. Ég vona að Gunnar Smári láti til leiðast að skipa sæti á lista flokksins þótt ég sæi mikið eftir honum á Samstöðinni. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Er það ekki veikleikamerki flokka að finnast þeir þurfa að fylla oddvita sæti í kjördæmum með “frægu” fólki, fólki sem ekki hefur tekið þátt í flokksstarfi en er lyft fram fyrir félaga í flokknum sem sinnt hafa innra flokksstarfi árum eða jafnvel áratugum saman? Ég held það og á það sérstaklega við um gamla rótgróna flokka sem ættu að hafa fullt af hæfu fólki til þess að skipa þessi sæti. Annað er kannski hægt að segja um nýja flokka og þá sérstaklega flokka sem eru smíðaðir í kring um eina manneskju eins og Miðflokkinn og Flokk fólksins. Gamlir rótgrónir flokkar ættu fyrst og fremst að byggja á hugmyndafræði sem er grundvöllur flokksins sem síðan er grundvöllur stefnuskrárinnar á hverjum tíma sem meitluð er fram, í samræmi við þróun þjóðfélagsins, í innra starfi flokksins. Einsmannsflokkarnir eru hins vegar að mestu hugarórar einnar manneskju sem getur ekki hugsað sér annað en að vera aðal og þess vegna kemur það á óvart að Ragnar Þór Ingólfsson taki þetta skref, þótt hann hafi verið í ágætri samvinnu við Ásthildi Lóu Þórsdóttir þá hef ég ekki orðið var við að flokkurinn hafi mikinn skilning á verkalýðsbaráttu og þeirri stéttargreiningu sem er nauðsynleg í slíkri baráttu og þá sérstaklega fyrir þá verst stöddu. Að Samfylkingin lokki til sín “frægt” fólk í oddvitasæti í stórum kjördæmum er að ég held veikleikamerki, vissulega mjög traustvekjandi einstaklinga, en á sama tíma er reynslumikið fólk að hætta eða eru hætt á þingi fyrir flokkinn. Þetta á sér stað þegar vænta má mikilli fjölgun þingsæta og er þess vegna enn meir undarlegt. Ég efast ekki um að Alma D. Möller og Víðir Reynisson verði ágætir þingmenn og ég efast ekki heldur um að þau hafi hjartað til vinstri og komi kannski til með að styrkja áttavita flokksins. Að Framsóknarflokkurinn hafi viljað fá Höllu Hrund Logadóttir kemur minna á óvart, flokkurinn hefur lengi reitt sig á einhverskonar stórbrotin útspil rétt fyrir kosningar og að fá þennan liðsauka verður ekki kallað annað en stórkostlegt fyrir flokkinn. Ekki hefur heldur mikið farið fyrir hugmyndafræði í þeim flokki síðan samvinnuhugsjónin var að mestu lögð á hilluna. Framsóknarflokkurinn er tækifærissinnaður flokkur, þrátt fyrir að vera elsti flokkur landsins, hugmyndafræðilega áttavilltur og kemst nánast alltaf í ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Það er kannski þess vegna sem Halla Hrund velur þennan flokk því hún brennur fyrir auðlindamálum og náttúru Íslands, það væri stórkostlegt að fá hana sem umhverfis- orku og loftlagsráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn á það á hættu að helmingast á Alþingi, við slíkar aðstæður er ekki mikið pláss fyrir nýtt fólk. Kjósendur eru búnir að fá nóg af spillingarmálum flokksins og þeirri öfgahægri stefnu sem flokkurinn aðhyllist og þeir sem þó enn aðhyllast nýfrjálshyggjuna kjósa frekar Viðreisn. Sósíalistaflokkurinn á nú góðan möguleika á að ná mönnum inn á þing, Sanna Magdalena Mörtudóttir fer þar fremst meðal jafningja. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur fallist á að skipa þriðja sætið í Reykjavík til stuðnings Sönnu en hver veit nema flokkurinn nái þremur mönnum inn á þing í Reykjavík og þá verður gaman að fylgjast með Alþingisrásinni. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna skipar efsta sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Öll eru þau pólitískir leiðtogar sem munu láta að sér kveða. Ég vona að Gunnar Smári láti til leiðast að skipa sæti á lista flokksins þótt ég sæi mikið eftir honum á Samstöðinni. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar