Frumvarp til fjárlaga 2025 - Áherslur ÖBÍ réttindasamtaka Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 24. október 2024 12:31 ÖBÍ réttindasamtök hafa birt umsögn sína um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2025. Í umsögninni er lögð áhersla á fimm mál sem varða hagsmuni fatlaðs fólks; kjaramál, húsnæðis- og skipulagsmál, heilbrigðismál, vinnumarkaðsmál og NPA samninga. Kjaramál Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að lífeyrir almannatrygginga hækki um 4,3% (3,9% vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs og 0,4% vegna verðhækkana árið 2024). Samkvæmt þessu hækkar lífeyrir örorkulífeyristaka (án heimilisuppbótar) úr 335.125 krónum í 349.539 krónur á næsta ári. Að mati ÖBÍ er um að ræða litla hækkun kjara fyrir hóp sem almennt býr þegar við hvað kröppust kjör. ÖBÍ réttindarsamtök mótmæla svonefndum „sparnaði“ á um 9,3 milljörðum sem ríkisstjórnin hyggst ná fram með því að fresta gildistöku nýs örorkulífeyriskerfis frá 1. janúar 2025 til 1. september 2025. ÖBÍ leggur til að því fjármagni sem „sparast“ við frestunina verði fremur varið til að leiðrétta kjör fatlaðs fólks frá og með næstu áramótum. Fjöldi endurhæfingar- og örorkulífeyristaka er um 23.300 og ef þeirri upphæð sem á að „spara“ yrði veitt til lífeyristaka yrði meðalgreiðsla til hvers og eins frá áramótum til loka ágúst um 49.800 krónur á mánuði fyrir skatt. ÖBÍ leggur til að frítekjumörk hækki í samræmi við árlegar hækkanir. Frítekjumörk vegna lífeyrissjóðs- og fjármagnstekna hafa verið óbreytt frá árinu 2009 og vegna atvinnutekna frá ársbyrjun 2022. Sú staðreynd að frítekjumörk hafi ekki fylgt verðlagi og launaþróun jafngildir skerðingu á kjörum lífeyristaka. ÖBÍ styður framkomna breytingatillögu frá Birni Levý Gunnarssyni við fjárlagafrumvarpið um að skattfrjáls og sértæk eingreiðsla til örorku- og endurhæfingalífeyristaka nái fram að ganga. Eingreiðslan til öryrkja er til komin til að mæta þeim sem verst hafa kjörin og bæta kjör þeirra í desember. Húsnæðis- og skipulagsmál ÖBÍ leggur áhersu á að ríkið beiti sér markvisst fyrir uppbyggingu á 3.500 íbúðum til viðbótar við núverandi áform. Bent hefur verið á að núverandi áform munu ekki anna nema litlum hluta eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði. Skortur á íbúðarhúsnæði skapar mikinn húsnæðisvanda fyrir þau sem minnstar tekjur hafa, þ.m.t. örorkulífeyristaka. ÖBÍ leggur einnig til að stofnaður verði sjóður sem veiti fötluðu fólki styrk til að breyta húsnæði sínu vegna fötlunar og að stofnaður verði sérstakur lánaflokkur fyrir fólk með lágar tekjur. Óhagnaðardrifin leigufélög eru mjög mikilvæg þeim sem hafa lágar tekjur. Til að lækka húsaleigu hjá óhagnaðdrifnum leigufélögum leggur ÖBÍ til að stimpilgjöld sem þau greiða verði lækkuð og að endurgreiðslur virðisaukaskatts til þeirra hækki úr 35% í 100% vegna viðhaldskostnaðar og vinnu á verkstað. Varðandi almenningssamgöngur leggur ÖBÍ til að styrkir til kaupa á hópferðabifreiðum sem ganga fyrir hreinorku verði skilyrtir með þeim hætti að bifreiðarnar séu aðgengilegar öllum almenningi, þ.m.t. hreyfihömluðu fólki. Heilbrigðismál ÖBÍ leggur mikla áherslu á að biðlistar eftir heilbriðgisþjónustu verða styttir. Lagt er til að fjárframlög til Ráðgjafa- og greiningarstöðvar verði aukin til að stytta biðtíma barna eftir greiningum. ÖBÍ bendir á að frumvarpið boðar raunlækkun á framlögum til stöðvarinnar um 2,7 milljónir. Jafnframt bendir ÖBÍ á að í ágúst 2024 biðu 626 börn eftir greiningu hjá stöðinni. Þar af voru 553 börn sem höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Þessi biðtími hefur aukist frá árinu 2023. ÖBÍ leggur einnig til að fjárframlög til Geðheilsumiðstöðvar barna verði aukin með það að markmiði að stytta biðlista. Hjá miðstöðinni biðu 2020 börn eftir greiningu í ágúst 2024 sem er 21% aukning frá árinu áður. Langir biðlistar lita öll svið heilbrigðisþjónustu í dag og mikilvægt er að stjórnvöld auki fjárheimildir og leiti allra leiða til að stytta biðlista eftir greiningum og annarri heilbrigðisþjónustu. Komið verði á fót heildrænu kerfi sem tryggi samfellda þjónustu við notendur á réttu þjónustustigi hverju sinni. ÖBÍ vekur athygli á að fjárframlög til Þjónustu- og þekkingamiðstöðvar og til Heyrna- og talmeinastöðvar eru lækkuð að raungildi í frumvarpinu. Í tilfelli hins fyrrnefnda er lækkunin 45,7 milljónum sem er um 10% raunlækkun framlags og í tilfelli hins síðar nefnda nemur lækkunin 2,1 milljónum. Vinnumarkaðsmál ÖBÍ lýsir yfir miklum áhyggjum af lækkun fjárframlaga til starfsendurhæfingar. Samkvæmt frumvarpinu lækkar framlag til starfsendurhæfingasjóða um 600 milljónir að raungildi og til starfsendurhæfingar um 19 milljónir að raungildi. Á undanförnum árum hefur mikilvægi starfsendurhæfingar verið mikið og átt þátt í að draga úr nýgengi örorku. ÖBÍ varar við því að stórlækkuð fjárframlög til málaflokksins gætu orsakað alvarlegt bakslag. NPA samningar Samkvæmt frumvarpinu verður framlag ríkisins til NPA samninga 1,3 milljarðar á næsta ári. Í ljósi þess að meðalkostnaður NPA-samnings er 47,9 milljónir dugar framlag ríkisins fyrir 109 samningum. Það skýtur skökku við, því í gildi eru 128 NPA-samningar og ætti því framlag ríkisins að vera 1,52 milljarðar á næsta ári en ekki 1,3 milljarðar. Verði ekki breyting á framlagi ríkisins vegna NPA-samninga á næsta ári, munu sveitarfélögin þurfa að takast á við aukinn kostnað umfram samninga við ríkið til að viðhalda þeim fjölda NPA-samninga sem í gildi eru. Samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um NPA-samninga á að fjölga NPA-samningum í 172 talsins. Ljóst er að m.v. áætlað framlag ríkisins til málaflokksins verður markmiðinu ekki náð. ÖBÍ telur nauðsynlegt að ofangreindir þættir fjárlagafrumvarpsins verði teknir til endurskoðunar. Á öllum framagreindum sviðum er þörf á úrbótum hvað varðar núverandi kjör og þjónustu við fatlað fólk. Ljóst er að lækkuð raunframlög eru þvert á móti til þess fallin að valda bakslagi. Ekkert um okkur án okkar! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Fjárlagafrumvarp 2025 Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
ÖBÍ réttindasamtök hafa birt umsögn sína um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2025. Í umsögninni er lögð áhersla á fimm mál sem varða hagsmuni fatlaðs fólks; kjaramál, húsnæðis- og skipulagsmál, heilbrigðismál, vinnumarkaðsmál og NPA samninga. Kjaramál Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að lífeyrir almannatrygginga hækki um 4,3% (3,9% vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs og 0,4% vegna verðhækkana árið 2024). Samkvæmt þessu hækkar lífeyrir örorkulífeyristaka (án heimilisuppbótar) úr 335.125 krónum í 349.539 krónur á næsta ári. Að mati ÖBÍ er um að ræða litla hækkun kjara fyrir hóp sem almennt býr þegar við hvað kröppust kjör. ÖBÍ réttindarsamtök mótmæla svonefndum „sparnaði“ á um 9,3 milljörðum sem ríkisstjórnin hyggst ná fram með því að fresta gildistöku nýs örorkulífeyriskerfis frá 1. janúar 2025 til 1. september 2025. ÖBÍ leggur til að því fjármagni sem „sparast“ við frestunina verði fremur varið til að leiðrétta kjör fatlaðs fólks frá og með næstu áramótum. Fjöldi endurhæfingar- og örorkulífeyristaka er um 23.300 og ef þeirri upphæð sem á að „spara“ yrði veitt til lífeyristaka yrði meðalgreiðsla til hvers og eins frá áramótum til loka ágúst um 49.800 krónur á mánuði fyrir skatt. ÖBÍ leggur til að frítekjumörk hækki í samræmi við árlegar hækkanir. Frítekjumörk vegna lífeyrissjóðs- og fjármagnstekna hafa verið óbreytt frá árinu 2009 og vegna atvinnutekna frá ársbyrjun 2022. Sú staðreynd að frítekjumörk hafi ekki fylgt verðlagi og launaþróun jafngildir skerðingu á kjörum lífeyristaka. ÖBÍ styður framkomna breytingatillögu frá Birni Levý Gunnarssyni við fjárlagafrumvarpið um að skattfrjáls og sértæk eingreiðsla til örorku- og endurhæfingalífeyristaka nái fram að ganga. Eingreiðslan til öryrkja er til komin til að mæta þeim sem verst hafa kjörin og bæta kjör þeirra í desember. Húsnæðis- og skipulagsmál ÖBÍ leggur áhersu á að ríkið beiti sér markvisst fyrir uppbyggingu á 3.500 íbúðum til viðbótar við núverandi áform. Bent hefur verið á að núverandi áform munu ekki anna nema litlum hluta eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði. Skortur á íbúðarhúsnæði skapar mikinn húsnæðisvanda fyrir þau sem minnstar tekjur hafa, þ.m.t. örorkulífeyristaka. ÖBÍ leggur einnig til að stofnaður verði sjóður sem veiti fötluðu fólki styrk til að breyta húsnæði sínu vegna fötlunar og að stofnaður verði sérstakur lánaflokkur fyrir fólk með lágar tekjur. Óhagnaðardrifin leigufélög eru mjög mikilvæg þeim sem hafa lágar tekjur. Til að lækka húsaleigu hjá óhagnaðdrifnum leigufélögum leggur ÖBÍ til að stimpilgjöld sem þau greiða verði lækkuð og að endurgreiðslur virðisaukaskatts til þeirra hækki úr 35% í 100% vegna viðhaldskostnaðar og vinnu á verkstað. Varðandi almenningssamgöngur leggur ÖBÍ til að styrkir til kaupa á hópferðabifreiðum sem ganga fyrir hreinorku verði skilyrtir með þeim hætti að bifreiðarnar séu aðgengilegar öllum almenningi, þ.m.t. hreyfihömluðu fólki. Heilbrigðismál ÖBÍ leggur mikla áherslu á að biðlistar eftir heilbriðgisþjónustu verða styttir. Lagt er til að fjárframlög til Ráðgjafa- og greiningarstöðvar verði aukin til að stytta biðtíma barna eftir greiningum. ÖBÍ bendir á að frumvarpið boðar raunlækkun á framlögum til stöðvarinnar um 2,7 milljónir. Jafnframt bendir ÖBÍ á að í ágúst 2024 biðu 626 börn eftir greiningu hjá stöðinni. Þar af voru 553 börn sem höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Þessi biðtími hefur aukist frá árinu 2023. ÖBÍ leggur einnig til að fjárframlög til Geðheilsumiðstöðvar barna verði aukin með það að markmiði að stytta biðlista. Hjá miðstöðinni biðu 2020 börn eftir greiningu í ágúst 2024 sem er 21% aukning frá árinu áður. Langir biðlistar lita öll svið heilbrigðisþjónustu í dag og mikilvægt er að stjórnvöld auki fjárheimildir og leiti allra leiða til að stytta biðlista eftir greiningum og annarri heilbrigðisþjónustu. Komið verði á fót heildrænu kerfi sem tryggi samfellda þjónustu við notendur á réttu þjónustustigi hverju sinni. ÖBÍ vekur athygli á að fjárframlög til Þjónustu- og þekkingamiðstöðvar og til Heyrna- og talmeinastöðvar eru lækkuð að raungildi í frumvarpinu. Í tilfelli hins fyrrnefnda er lækkunin 45,7 milljónum sem er um 10% raunlækkun framlags og í tilfelli hins síðar nefnda nemur lækkunin 2,1 milljónum. Vinnumarkaðsmál ÖBÍ lýsir yfir miklum áhyggjum af lækkun fjárframlaga til starfsendurhæfingar. Samkvæmt frumvarpinu lækkar framlag til starfsendurhæfingasjóða um 600 milljónir að raungildi og til starfsendurhæfingar um 19 milljónir að raungildi. Á undanförnum árum hefur mikilvægi starfsendurhæfingar verið mikið og átt þátt í að draga úr nýgengi örorku. ÖBÍ varar við því að stórlækkuð fjárframlög til málaflokksins gætu orsakað alvarlegt bakslag. NPA samningar Samkvæmt frumvarpinu verður framlag ríkisins til NPA samninga 1,3 milljarðar á næsta ári. Í ljósi þess að meðalkostnaður NPA-samnings er 47,9 milljónir dugar framlag ríkisins fyrir 109 samningum. Það skýtur skökku við, því í gildi eru 128 NPA-samningar og ætti því framlag ríkisins að vera 1,52 milljarðar á næsta ári en ekki 1,3 milljarðar. Verði ekki breyting á framlagi ríkisins vegna NPA-samninga á næsta ári, munu sveitarfélögin þurfa að takast á við aukinn kostnað umfram samninga við ríkið til að viðhalda þeim fjölda NPA-samninga sem í gildi eru. Samkvæmt samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um NPA-samninga á að fjölga NPA-samningum í 172 talsins. Ljóst er að m.v. áætlað framlag ríkisins til málaflokksins verður markmiðinu ekki náð. ÖBÍ telur nauðsynlegt að ofangreindir þættir fjárlagafrumvarpsins verði teknir til endurskoðunar. Á öllum framagreindum sviðum er þörf á úrbótum hvað varðar núverandi kjör og þjónustu við fatlað fólk. Ljóst er að lækkuð raunframlög eru þvert á móti til þess fallin að valda bakslagi. Ekkert um okkur án okkar! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar