Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum Kolbrún Halla Guðjónsdóttir skrifar 25. október 2024 11:00 Þegar einstaklingur greinist með krabbamein verður lífið fyrir miklum breytingum. Orkuleysi, þreyta og aukin hætta á sýkingum veldur því oft að fólk dregur sig í hlé úr félagslegri þátttöku sinni. Fólk sem var áður virkt í t.d. líkamsrækt eða útivist með vinum getur ekki tekið þátt á sama hátt. Það er ekki lengur möguleiki að fara í fjallgöngur eða kvöldskemmtanir með vinkonunum. Helgarfrí með barnabörnunum verður of krefjandi og áfram má telja. Þeir sem búa einir eða eru með takmarkað tengslanet eru viðkvæmari fyrir og geta upplifað sig enn einangraðri. Einangrunin getur haft áhrif á líkamlega, andlega og tilfinningalega líðan og ýtt undir kvíða og þunglyndi. Aukin hætta er á að einstaklingar missi tengslin við það sem áður gaf þeim tilgang s.s. vinnu, tómstundaiðju og stuðningsnetið sitt. Því lengur sem einangrunin varir því erfiðara reynist einstaklingum að komast út aftur í hið daglega líf. Félagsleg þátttaka er mikilvæg fyrir andlega líðan og heilsu einstaklinga. Samvera með öðrum getur minnkað streitu og vanlíðan, bætt sjálfsmynd og stuðlað að bættri andlegri líðan. Iðjuþjálfar beina sjónum sínum að því hvernig hægt er að viðhalda og efla félagslega þátttöku einstaklinga í ýmsum aðstæðum og hvernig hægt er að útfæra hana á nýjan hátt þegar þörf krefur. Í Ljósinu starfar hópur iðjuþjálfa sem styðja einstaklinga í gegnum endurhæfinguna eftir krabbameinsgreiningu. Eitt af okkar markmiðum er m.a. að styðja skjólstæðinga okkar í að viðhalda félagslegri þátttöku sinni og finna leiðir til að aðlaga hana þegar þarf. Ýmsar leiðir eru til að aðlaga félagslega þátttöku. Þó einstaklingar komist ekki í ræktina með vinahópnum er hægt að fara í rólegan og stuttan göngutúr eða hittast á kaffihúsi. Þegar orkan er lítil eða ónæmiskerfið í lágmarki getur verið gott að skipuleggja símtöl eða heimsókn. Mikilvægt er að stuðningaðilar þess krabbameinsgreinda geri sér grein fyrir breyttum þörfum og séu tilbúnir að koma til móts við þær. Í erfiðleikum líkt og við krabbameinsgreiningu er ekki síður mikilvægt að komast í samskipti við aðra sem skilja og þekkja upplifunina. Að tengjast öðrum sem skilja getur veitt öryggi, styrkt félagslega þátttöku og dregið úr einangrun ásamt því að upplifa sig tilheyra einhverjum hópi. Einn liður í starfi Ljóssins eru jafningjahópar sem hittast reglulega. Jafningjahóparnir eru misjafnir og skipulag þeirra er gert til að flestir geti fundið hóp við sitt hæfi. Í Ljósinu er einnig boðið upp á ýmis námskeið, handverkshópa og hreyfingu þar sem hægt er að vera í samneyti við aðra krabbameinsgreinda í öruggu umhverfi. Í gegnum tiðina hafa myndast margir sterkir hópar innan Ljóssins sem hafa haldið tengslum áfram eftir að endurhæfingu lýkur. Eðlilegt er að um tíma verði helsta stuðningsnetið jafningjar úr Ljósinu en síðar í bataferlinu aukast tengslin við aðra aftur. Félagsleg þátttaka með jafningjum eða öðrum er mikilvæg fyrir líðan einstaklinga sem greinast með krabbamein. Það skiptir ekki máli hvernig samskiptin eiga sér stað, heldur að þau séu til staðar og að þau gerist á forsendum viðkomandi. Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingur greinist með krabbamein verður lífið fyrir miklum breytingum. Orkuleysi, þreyta og aukin hætta á sýkingum veldur því oft að fólk dregur sig í hlé úr félagslegri þátttöku sinni. Fólk sem var áður virkt í t.d. líkamsrækt eða útivist með vinum getur ekki tekið þátt á sama hátt. Það er ekki lengur möguleiki að fara í fjallgöngur eða kvöldskemmtanir með vinkonunum. Helgarfrí með barnabörnunum verður of krefjandi og áfram má telja. Þeir sem búa einir eða eru með takmarkað tengslanet eru viðkvæmari fyrir og geta upplifað sig enn einangraðri. Einangrunin getur haft áhrif á líkamlega, andlega og tilfinningalega líðan og ýtt undir kvíða og þunglyndi. Aukin hætta er á að einstaklingar missi tengslin við það sem áður gaf þeim tilgang s.s. vinnu, tómstundaiðju og stuðningsnetið sitt. Því lengur sem einangrunin varir því erfiðara reynist einstaklingum að komast út aftur í hið daglega líf. Félagsleg þátttaka er mikilvæg fyrir andlega líðan og heilsu einstaklinga. Samvera með öðrum getur minnkað streitu og vanlíðan, bætt sjálfsmynd og stuðlað að bættri andlegri líðan. Iðjuþjálfar beina sjónum sínum að því hvernig hægt er að viðhalda og efla félagslega þátttöku einstaklinga í ýmsum aðstæðum og hvernig hægt er að útfæra hana á nýjan hátt þegar þörf krefur. Í Ljósinu starfar hópur iðjuþjálfa sem styðja einstaklinga í gegnum endurhæfinguna eftir krabbameinsgreiningu. Eitt af okkar markmiðum er m.a. að styðja skjólstæðinga okkar í að viðhalda félagslegri þátttöku sinni og finna leiðir til að aðlaga hana þegar þarf. Ýmsar leiðir eru til að aðlaga félagslega þátttöku. Þó einstaklingar komist ekki í ræktina með vinahópnum er hægt að fara í rólegan og stuttan göngutúr eða hittast á kaffihúsi. Þegar orkan er lítil eða ónæmiskerfið í lágmarki getur verið gott að skipuleggja símtöl eða heimsókn. Mikilvægt er að stuðningaðilar þess krabbameinsgreinda geri sér grein fyrir breyttum þörfum og séu tilbúnir að koma til móts við þær. Í erfiðleikum líkt og við krabbameinsgreiningu er ekki síður mikilvægt að komast í samskipti við aðra sem skilja og þekkja upplifunina. Að tengjast öðrum sem skilja getur veitt öryggi, styrkt félagslega þátttöku og dregið úr einangrun ásamt því að upplifa sig tilheyra einhverjum hópi. Einn liður í starfi Ljóssins eru jafningjahópar sem hittast reglulega. Jafningjahóparnir eru misjafnir og skipulag þeirra er gert til að flestir geti fundið hóp við sitt hæfi. Í Ljósinu er einnig boðið upp á ýmis námskeið, handverkshópa og hreyfingu þar sem hægt er að vera í samneyti við aðra krabbameinsgreinda í öruggu umhverfi. Í gegnum tiðina hafa myndast margir sterkir hópar innan Ljóssins sem hafa haldið tengslum áfram eftir að endurhæfingu lýkur. Eðlilegt er að um tíma verði helsta stuðningsnetið jafningjar úr Ljósinu en síðar í bataferlinu aukast tengslin við aðra aftur. Félagsleg þátttaka með jafningjum eða öðrum er mikilvæg fyrir líðan einstaklinga sem greinast með krabbamein. Það skiptir ekki máli hvernig samskiptin eiga sér stað, heldur að þau séu til staðar og að þau gerist á forsendum viðkomandi. Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum. Höfundur er iðjujálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda en í tilefni dags iðjuþjálfunar þann 27. október vekur miðstöðin athygli á þessari mikilvægu starfsstétt næstu daga.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar