Komum í veg fyrir menningarslys í fjárlögum Snæbjörn Brynjarsson skrifar 28. október 2024 11:32 Að rækta garð er þolinmæðisverk. Plöntur þarf að vökva reglulega og ef við vökvum ekki nóg þá er hætta á því að blóm sem við höfum hlúð að í langan tíma deyi. Jafnvel þótt það hafi bara verið þessi eina helgi. Íslenska sviðslistasenan er fjölskrúðugur garður. Hér má finna allar tegundir, farsa, einleiki, samtímadans, sirkús, uppistand, spuna, söngleiki og óperur svo eitthvað sé nefnt. Það er mismunandi hvernig er hlúð að sumum formum. Einhver þeirra eru í nokkuð öruggu skjóli hjá ríkisstofnunum, en þó með töluverða aðhaldskröfu. Aðrar berjast fyrir lífi sínu á hinum frjálsa markaði í samkeppni við sömu stofnanir. Samkeppnin er oft hörð, en niðurskurðurinn sem er framundan í Sviðslistasjóði umbreytir hollri samkeppni í dauðastríð. Ungir og efnilegir listamenn munu snúa sér annað, og margir af þeim reynslumestu í geiranum munu neyðast til þess líka. Auk þess er fyrirséð að þetta mun valda rekstrarvanda hjá ýmsum sýningarstöðum sem ríki og sveitarfélög munu annað hvort „bjarga,‟ með fé sem annars hefði getað nýst betur í frumsköpun, eða hreinlega leggja upp laupana. Slíkur skaði er keðjuverkandi og felur í sér að ómælanleg reynsla og margra ára uppbyggingarstarf tapast. Hvergi í Evrópu geta sviðslistir vaxið og dafnað án opinbers stuðnings, hvað þá hjá fámennri þjóðri þjóð með lítinn markað. Á Íslandi er gríðarlega frjósamur jarðvegur sem hefur fært okkur dásamleg leikrit, kröftuga leikhópa og listamenn sem standast alþjóðlegan samanburð. Þess má geta að samkvæmt nýlegri skýrslu, sem unnin var fyrir Menningarmálaráðuneytið, var menningargeirinn um 3,5% af landsframleiðslu árið 2022 og skatttekjurnar af honum mun hærri en framlag ríkisins. Talað var um að hver króna verði að þremur í þessu samhengi. Ef maður ætlar sér að rækta tómataplöntur þarf meira en bara frjóan jarðveg. Á Íslandi þarf rafmagnslýsingu inni í gróðurhúsi og síðan að vökva reglulega. Enginn skynsamur bóndi myndi ætlast til að þær dafni án þessara skilyrða og hann áttar sig líka á því að uppskeran kemur ekki samstundis. Í stað þess að skera svona heiftarlega niður ættu stjórnvöld að skoða hvernig mætti veita styrki til lengri tíma. Búið er að vinna að metnaðarfullri sviðslistastefnu í menningarmálaráðuneytinu sem tímabært er að setja í umræður á þingi um leið og ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Í henni er reynt að tryggja starfsöryggi þeirra hópa sem hafa sannað sig svo þeir geti leitað út fyrir landsteinana, byggt upp erlend tengslanet og borið hróður íslenskra sviðslista víðar. Einnig efla nýliðun með því að veita spennandi og efnilegu sviðslistafólki möguleikann á því að koma okkur á óvart með nýjum meistaraverkum. En þessi niðurskurður er því miður meira en bara tímabundið högg, hann mun valda langvarandi skaða sem ómögulegt er að segja til um hvenær eða hvort leiklistarsenan jafnar sig á, óháð fögrum framtíðarloforðum. Hann er álíka gáfulegur og að taka gróðurhúsið úr sambandi mánuði áður en tómatarnir ná að þroskast. Ég vil hvetja Alþingi til að endurskoða niðurskurð í öllum menningarsjóðum þessara fjárlaga. En sérstaklega vil ég vekja athygli á að í raunvirði upphæðarinnar í Sviðslistasjóði hefur aldrei verið jafn lág. Þessi fjárlög gætu orðið stærsta afturför í þróun sviðslista á Íslandi á þessari öld. Látum það ekki gerast! Komum í veg fyrir menningarslys í þessum fjárlögum og byrjum framtíðina strax. Höfundur er leikhússtjóri Tjarnarbíós Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Fjárlagafrumvarp 2025 Leikhús Uppistand Tónleikar á Íslandi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Að rækta garð er þolinmæðisverk. Plöntur þarf að vökva reglulega og ef við vökvum ekki nóg þá er hætta á því að blóm sem við höfum hlúð að í langan tíma deyi. Jafnvel þótt það hafi bara verið þessi eina helgi. Íslenska sviðslistasenan er fjölskrúðugur garður. Hér má finna allar tegundir, farsa, einleiki, samtímadans, sirkús, uppistand, spuna, söngleiki og óperur svo eitthvað sé nefnt. Það er mismunandi hvernig er hlúð að sumum formum. Einhver þeirra eru í nokkuð öruggu skjóli hjá ríkisstofnunum, en þó með töluverða aðhaldskröfu. Aðrar berjast fyrir lífi sínu á hinum frjálsa markaði í samkeppni við sömu stofnanir. Samkeppnin er oft hörð, en niðurskurðurinn sem er framundan í Sviðslistasjóði umbreytir hollri samkeppni í dauðastríð. Ungir og efnilegir listamenn munu snúa sér annað, og margir af þeim reynslumestu í geiranum munu neyðast til þess líka. Auk þess er fyrirséð að þetta mun valda rekstrarvanda hjá ýmsum sýningarstöðum sem ríki og sveitarfélög munu annað hvort „bjarga,‟ með fé sem annars hefði getað nýst betur í frumsköpun, eða hreinlega leggja upp laupana. Slíkur skaði er keðjuverkandi og felur í sér að ómælanleg reynsla og margra ára uppbyggingarstarf tapast. Hvergi í Evrópu geta sviðslistir vaxið og dafnað án opinbers stuðnings, hvað þá hjá fámennri þjóðri þjóð með lítinn markað. Á Íslandi er gríðarlega frjósamur jarðvegur sem hefur fært okkur dásamleg leikrit, kröftuga leikhópa og listamenn sem standast alþjóðlegan samanburð. Þess má geta að samkvæmt nýlegri skýrslu, sem unnin var fyrir Menningarmálaráðuneytið, var menningargeirinn um 3,5% af landsframleiðslu árið 2022 og skatttekjurnar af honum mun hærri en framlag ríkisins. Talað var um að hver króna verði að þremur í þessu samhengi. Ef maður ætlar sér að rækta tómataplöntur þarf meira en bara frjóan jarðveg. Á Íslandi þarf rafmagnslýsingu inni í gróðurhúsi og síðan að vökva reglulega. Enginn skynsamur bóndi myndi ætlast til að þær dafni án þessara skilyrða og hann áttar sig líka á því að uppskeran kemur ekki samstundis. Í stað þess að skera svona heiftarlega niður ættu stjórnvöld að skoða hvernig mætti veita styrki til lengri tíma. Búið er að vinna að metnaðarfullri sviðslistastefnu í menningarmálaráðuneytinu sem tímabært er að setja í umræður á þingi um leið og ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Í henni er reynt að tryggja starfsöryggi þeirra hópa sem hafa sannað sig svo þeir geti leitað út fyrir landsteinana, byggt upp erlend tengslanet og borið hróður íslenskra sviðslista víðar. Einnig efla nýliðun með því að veita spennandi og efnilegu sviðslistafólki möguleikann á því að koma okkur á óvart með nýjum meistaraverkum. En þessi niðurskurður er því miður meira en bara tímabundið högg, hann mun valda langvarandi skaða sem ómögulegt er að segja til um hvenær eða hvort leiklistarsenan jafnar sig á, óháð fögrum framtíðarloforðum. Hann er álíka gáfulegur og að taka gróðurhúsið úr sambandi mánuði áður en tómatarnir ná að þroskast. Ég vil hvetja Alþingi til að endurskoða niðurskurð í öllum menningarsjóðum þessara fjárlaga. En sérstaklega vil ég vekja athygli á að í raunvirði upphæðarinnar í Sviðslistasjóði hefur aldrei verið jafn lág. Þessi fjárlög gætu orðið stærsta afturför í þróun sviðslista á Íslandi á þessari öld. Látum það ekki gerast! Komum í veg fyrir menningarslys í þessum fjárlögum og byrjum framtíðina strax. Höfundur er leikhússtjóri Tjarnarbíós
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar