Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar 29. október 2024 14:31 Á Íslandi starfar öflugur og samkeppnishæfur iðnaður en hornsteinn hans er raforkusamningar til langs tíma. Langtímasamningar veita nauðsynlegan fyrirsjáanleika um orkuafhendingu og raforkuverð, sem er lykilatriði í harðri alþjóðlegri samkeppni. Við búum svo vel að raforkukerfið er knúið áfram af endurnýjanlegum orkugjöfum og þar með algjörlega óháð jarðefnaeldsneyti. Þess vegna erum við í vari fyrir sveiflum á raforkuverði, öfugt við þau kerfi þar sem t.d. verðbreytingar á gasi hafa bein áhrif. Samkeppnishæfni iðnaðar í Evrópu hefur farið þverrandi undanfarin ár og er áhyggjuefni, enda er öflugur iðnaður mikilvæg undirstaða hagsældar og velmegunar. Á dögunum skilaði Mario Draghi, hagfræðingur og fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, skýrslu til Evrópusambandsins um samkeppnishæfni ESB til framtíðar – „The Future of European Competitiveness“. Í skýrslunni er greining á stöðunni og tillögur að úrbótum. Á meginlandinu hefur hækkandi raforkuverð og miklar verðsveiflur á raforkumörkuðum komið niður á iðnaði. Þannig voru t.d. 38 álver í Evrópu um aldamótin en eru nú 22. Fleiri dæmi væri hægt að taka úr iðnaði þar sem framleiðsla hefur verið skert eða henni hætt. Í skýrslu Mario Draghi er mikil áhersla lögð á langtímasamninga um raforku í stað skammtímaviðskipta á markaði, því slíkir samningar auki fyrirsjáanleika í rekstri og takmarki hættuna á ófyrirséðum verðsveiflum. Í stuttu máli: langtímasamningar efla samkeppnishæfni álfunnar. Þróun í þessa átt er þegar hafin. Á árinu 2023 var samið um 40% meira orkumagn í langtímasamningum en árið 2022 og allt stefnir í að árið 2024 verði metár. Varin fyrir verðsveiflum Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þurftu almenningur og fyrirtæki í Evrópu að kljást við hækkandi og sveiflukennt raforkuverð. Ríkisstjórnir veittu háum fjárhæðum í stuðning til þess að stemma stigu við vandanum sem skapaðist vegna þessa. Það geisaði orkukrísa á meginlandi Evrópu. Á sama tíma hélst raforkuverð á Íslandi hins vegar hagstætt og stöðugt. Ástæðan er sú að við erum með 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, sem er óháð jarðefnaeldsneyti og við gerum raforkusamninga mánuði og ár fram í tímann. Í skýrslu Mario Draghi er sérstaklega fjallað um verðvernd fyrir neytendur. Þar, rétt eins og í iðnaði, er áherslan líka á lengri samninga til að tryggja fyrirsjáanleika og vernda almenning fyrir verðsveiflum til skemmri tíma. Íslenska módelið skapar fyrirsjáanleika Kjarninn í stefnu Evrópusambandsins hvað varðar samkeppnishæfni iðnaðar og vernd almennings fyrir óhóflegum raforkuverðshækkunum og -sveiflum er íslenska módelið sem byggir á fyrirsjáanleika. Skipan raforkumála hér á landi hefur tryggt að hér fái öflugur iðnaður þrifist og að almenningur búi við stöðugleika og hagkvæmni. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Tinna Traustadóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi starfar öflugur og samkeppnishæfur iðnaður en hornsteinn hans er raforkusamningar til langs tíma. Langtímasamningar veita nauðsynlegan fyrirsjáanleika um orkuafhendingu og raforkuverð, sem er lykilatriði í harðri alþjóðlegri samkeppni. Við búum svo vel að raforkukerfið er knúið áfram af endurnýjanlegum orkugjöfum og þar með algjörlega óháð jarðefnaeldsneyti. Þess vegna erum við í vari fyrir sveiflum á raforkuverði, öfugt við þau kerfi þar sem t.d. verðbreytingar á gasi hafa bein áhrif. Samkeppnishæfni iðnaðar í Evrópu hefur farið þverrandi undanfarin ár og er áhyggjuefni, enda er öflugur iðnaður mikilvæg undirstaða hagsældar og velmegunar. Á dögunum skilaði Mario Draghi, hagfræðingur og fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, skýrslu til Evrópusambandsins um samkeppnishæfni ESB til framtíðar – „The Future of European Competitiveness“. Í skýrslunni er greining á stöðunni og tillögur að úrbótum. Á meginlandinu hefur hækkandi raforkuverð og miklar verðsveiflur á raforkumörkuðum komið niður á iðnaði. Þannig voru t.d. 38 álver í Evrópu um aldamótin en eru nú 22. Fleiri dæmi væri hægt að taka úr iðnaði þar sem framleiðsla hefur verið skert eða henni hætt. Í skýrslu Mario Draghi er mikil áhersla lögð á langtímasamninga um raforku í stað skammtímaviðskipta á markaði, því slíkir samningar auki fyrirsjáanleika í rekstri og takmarki hættuna á ófyrirséðum verðsveiflum. Í stuttu máli: langtímasamningar efla samkeppnishæfni álfunnar. Þróun í þessa átt er þegar hafin. Á árinu 2023 var samið um 40% meira orkumagn í langtímasamningum en árið 2022 og allt stefnir í að árið 2024 verði metár. Varin fyrir verðsveiflum Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þurftu almenningur og fyrirtæki í Evrópu að kljást við hækkandi og sveiflukennt raforkuverð. Ríkisstjórnir veittu háum fjárhæðum í stuðning til þess að stemma stigu við vandanum sem skapaðist vegna þessa. Það geisaði orkukrísa á meginlandi Evrópu. Á sama tíma hélst raforkuverð á Íslandi hins vegar hagstætt og stöðugt. Ástæðan er sú að við erum með 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, sem er óháð jarðefnaeldsneyti og við gerum raforkusamninga mánuði og ár fram í tímann. Í skýrslu Mario Draghi er sérstaklega fjallað um verðvernd fyrir neytendur. Þar, rétt eins og í iðnaði, er áherslan líka á lengri samninga til að tryggja fyrirsjáanleika og vernda almenning fyrir verðsveiflum til skemmri tíma. Íslenska módelið skapar fyrirsjáanleika Kjarninn í stefnu Evrópusambandsins hvað varðar samkeppnishæfni iðnaðar og vernd almennings fyrir óhóflegum raforkuverðshækkunum og -sveiflum er íslenska módelið sem byggir á fyrirsjáanleika. Skipan raforkumála hér á landi hefur tryggt að hér fái öflugur iðnaður þrifist og að almenningur búi við stöðugleika og hagkvæmni. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar