„Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2024 09:00 Arnar Björnsson er nú hættir á RÚV. Hann á ár eftir í eftirlaunin en skrokkurinn sagði nei. vísir/vilhelm Arnar Björnsson fréttamaður vann sína síðustu vakt á fréttastofu RÚV í gær. Og var kvaddur með virktum. Hann á að baki 45 ára gifturíkan feril, sem hlýtur að teljast dágott og má hann teljast goðsögn. En Arnar segir nú komið gott. „Já. Ég er að ljúka leik. Sagði upp fyrir þremur mánuðum,“ segir Arnar Björnsson sem á heldur betur að baki glæsilegan og litríkan feril. Talsverð tímamót. Hér verður tæpt á fáeinum atriðum en eins og gefur að skilja þyrfti bók ef ætti að fara í saumana á öllu því helsta. Lengst af var Arnar íþróttafréttamaður, og eiginlega átti maður erfitt með að sjá hann fyrir sér í öðru hlutverki. En á endasprettinum söðlaði Arnar um og hefur undanfarin þrjú árin verið fréttamaður, einkum í erlendum fréttum, á fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Þar var til þess tekið hversu vel máli farinn og reynslumikill maður hélt um míkrófóninn. Guðsþakkarvert, eins og einhver kynni að segja. Skrokkurinn að gefa sig „Ég er bara að drepast í skrokknum,“ segir Arnar þegar talið berst að ástæðunni fyrir því að hann sé nú að hætta. Arnar er fæddur í maí 1958 og á þannig eitt ár í að teljast löggilt gamalmenni. „Ég fer ekki á lífeyrisaldur fyrr en í maí á næsta ári.“ Arnar ásamt tökumanni á Menningarnótt 2023. Hann hefur nú lokið leik.Eva Björk Arnar vildi hætta áður en hann yrði borinn út í einhverjum leiðindum. Hann skröltir sæmilega á daginn en það er um nótt sem slæmskan tekur völdin. „Mér gengur illa að sofna og vakna reglulega á nóttinni. Ég er með það sem heitir hrygggigt, það eru bólgur í bakinu á mér sem hefur þurft að sprauta niður. Þetta er hryllingur. Ég les mig í svefn, legg bókina frá mér, næ að sofna í kannski einn til tvo tíma og svo er þetta basl. Þá vakna ég. Maður er hundþreyttur og slæmur í skrokknum.“ Arnar Björnsson segir það blendnar tilfinningar að setja skóna á hilluna, eftir 45 ára feril.vísir/vilhelm Arnar vill nú einbeita sér að heilsunni, fara í ræktina og í golf. Hann ætlar sér að ná heilsunni í lag. Ferill Arnars er langur og hann segir þetta skrítna tilhugsun að vera nú að leggja skóna á hilluna. Áhyggjulausir dagar á Víkurblaðinu „Mér hefur alls staðar liðið vel þar sem ég hef unnið og það er alltaf söknuður að yfirgefa vinnustaðinn,“ segir Arnar og lætur hugann hvarfla til baka. „Ég er nú búinn að vera í þrjú og hálft ár á RÚV. En ég byrjaði 1986 á RÚV AK, var þar í nokkra mánuði og fór svo suður á sameinaða vakt hljóðvarps og sjónvarps.“ Arnar hefur farið um allan heim til að sinna starfi sínu, hér er hann á Spáni að sinna fréttaflutningi af gangi mála í handboltanum í Sevilla 2013. Arnar segir að kollegi hans Einar Örn Jónsson hafi vakið athygli hans á því að þetta væri nú ferill sem væri orðinn 45 ára. Og geri aðrir betur. „Ég byrjaði 1979, nýorðinn stúdent og gaf þá út blað á Húsavík sem hét Víkurblaðið. Þar var ég að vinna með einum besta penna landsins, Jóhannesi Sigurjónssyni. Hann var kannski enginn fréttahaukur en að mínum dómi snilldarpenni. Einn besti landsins og einhver áhugasamur ætti að taka sig til og skoða til að mynda leiðara hans í kringum hrunið. Þetta var oft paródía þar sem hann dró menn sundur og saman í háði. Jóhannes féll frá alltof snemma.“ Kristjana fetaði í fótspor föður síns, lagði fyrir sig íþróttafréttamennskuna og hér má sjá þau með míkrófóna merkta sitthvorri sjónvarpsstöðinni.vísir/egill Arnar segir Jóhannes hafa verið mikinn húmorista og hann hafi til að mynda gantast með það að hann og Ásgeir Sigurvinsson hafi á sínum tíma verið að berjast um markametið. Svo sagði hann að Ásgeir hafi farið til Belgíu en hann til Færeyja. „Já, við vorum helvíti góðir saman. Hann var vel lesinn og ég sagði að hann ætti að fara á suður á stóru blöðin en hann vildi bara vera fyrir norðan.“ Ekki eru það launin sem menn eru að eltast við Þegar Arnar er inntur eftir því hvort blaðamennskan hafi verið honum í blóð borinn segir hann það af og frá. „Neinei, þetta var aldrei í blóðinu. Þetta var bara einhver hugmynd sem við fengum þrír á Húsavík. Þetta var bara eitthvað sem ég tók mér fyrir hendur eftir að ég kláraði nám. Að byrja á RÚV Ak ´86. Ég var að lesa íslensku og bókmenntir og svo tók ég kennsluréttindi líka. Ég ætlaði mér alltaf til Spánar og stúdera suðuramerískar bókmenntir,“ segir Arnar. Arnar með félaga sínum Jóhannesi heitnum Sigurjónssyni á Víkurblaðinu. Arnar telur Jóhannes einn besta penna sem skrifað hefur í íslenska fjölmiðla.úr einkasafni Hann segist hafa verið áhugasamur um Gabriel García Márquez, Rafael Sabatini og slíka karla. „Mig langaði til að kafa ofan í verk þeirra en örlögin gripu í taumana.“ Örlögin og fjölmiðlabakterían. Arnar segist hafa fylgst með fjöldanum allan af fólki sem kom við á fréttagólfinu, margir noti þetta sem stökkpall en svo eru aðrir sem festist og komast ekki í burtu. „Ekki eru það launin sem menn eru að eltast við. Þetta er eitthvað ótrúlegt hreðjatak sem fjölmiðmiðlar grípa mann.“ Hér er Arnar kominn til Rússlands að fylgjast með íslenska landsliðinu í fótbolta, í Kænugarði nánar tiltekið 2016 og ákveður að bregða sér í kirkju. Það var mikið undir. Arnar segir það ótrúlega skrítna hugmynd sem hann hefur eiginlega ekki náð almennilega tökum á enn, að vera að hætta. En hann megi til, Arnar hefur séð of marga hreinlega drepa sig á þessari vinnu og hann verði að hugsa um heilsuna og komast í betri takt við hana. Keyptur yfir á Stöð 2 í mars 1997 Eins og svo margt í lífinu var það tilviljun sem réði því að Arnar lenti í íþróttafréttamennskunni en ekki einhverju allt öðru. „Ég var í knattspyrnuráði Völsungs. Og ég lýsti einhverjum leik, Völsungur – Leiftur minnir mig að það hafi verið og bara á síma. Þetta rataði óvart inn á Rás 2. Því var kippt þar inn án þess að ég hefði nokkuð um það að segja. Ingólfur Hannesson yfirmaður íþróttadeildarinnar á RÚV heyrði þetta og hamaðist í mér, að fá mig yfir. Og það varð. Þetta var á miðju 9. áratugnum 1985. Þá var ég fyrir norðan. Á kafi í þessu blaði.“ Arnar undi hag sínum ágætlega á RÚV en þá sjá menn á Stöð 2 að þarna fer maður sem gæti gagnast þeim vel í því íþróttabauki sem þeir voru stóðu fyrir. Í mars 1997 var hann keyptur yfir. Ferillinn hófst ekki á RÚV, sem sannur Húsvíkingur stofnaði Arnar blað þar í bæ en var vélaður í bæinn.vísir/vilhelm „Mér stóðu til boða betri laun. Ég neitaði alltaf en sat með Ingólfi niðrí þar sem nú er bílakjallari og ræddi kostina og gallana. Til stóð að ég færi til Kumamoto á HM í handbolta. En ég sagði á endanum já og slaufaði því.“ Arnar segist ekki hafa saknað fréttamannanna á RÚV í sjálfu sér, þeir voru alltaf uppteknir af sér og sínu en það var fólkið í Ríkisútvarpinu sem hann saknaði. Fólkið sem hann rakst á þegar hann fór um gangana. „Kokkanna, fólksins á símanum… Þetta var einhver taug sem ég hummaði fram af mér allt þar til ég tók ákvörðun. En mér hefur alltaf liðið vel þar sem ég hef verið. Og ég hef náð að tengjast fólki sem er ekki með hausinn niðri í klofinu á sér og vill tala um áhyggjur heimsins endalaust.“ Fínt að vera sagt upp störfum á Stöð 2 Arnar er þannig þefvís á góða menn þar sem þá er að finna? „Jájá. Það er skemmtilegra að vinna með hressum einstaklingum sem geta sagt einhverja aulabrandara. Og ég svarað á móti. Mér hefur verið tekið gríðarlega vel hér og miklu betur en ég gat hugsað mér þegar ég kom aftur. Sem dæmi var ég með myndatökumanni í fyrradag sem faðmaði mig að sér. Það skiptir miklu máli að finna að þér er vel tekið. Og ekki fór ég af Stöð 2 útaf einhverri fýlu.“ Arnar hefur fyrir lifandis löngu misst tölu á því hversu marga hann hefur tekið viðtal við og þeir eru af öllum stærðum og gerðum. Hér ræðir hann við sjálfan Björn Borg tenniskappa. Talandi um það. Hvernig atvikaðist það að þú hættir á Stöð 2 þar sem þú hafðir komið þér vel fyrir? „Já, ég var lengi vel á Stöð 2. En þegar ég var látinn fara var það á miðju Covid-tímabilinu. Ég fékk bara hringingu, Þórhallur Gunnarsson sagði mér upp. Ég var glaður og ánægður með það.“ Ha? „Þetta var bara fínt. Þá var búið að segja upp fullt af fólki í kringum mig, tökumönnum, Hödda Magg … andrúmsloftið var orðið frekar súrt. Nei, það er rétt, Hörður tók því ekki vel þegar hann var látinn fara og ég varð hissa og reiður. Og lét í mér heyra með það. En þetta var bara fínt.“ Gagnrýndur fyrir að vera með of mikla tölfræði En varðandi muninn á fréttamennsku og svo íþróttafréttamennsku. Sumir vilja meina að það sé ekki mikill metnaður fyrir lífinu almennt að vilja ílengjast í íþróttafréttamennsku, að segja úrslit í einhverjum leikjum? Arnar hlær við þegar þessu er haldið blákalt fram í hans eyru. Og gefur ekki mikið fyrir þær vangaveltur. „Þetta er bara eins og hvað annað.“ Arnar hugsar sig um… og rifjar upp skondin atvik frá ferlinum. „Ég man að ég las reiðinnar býsn af bókum og greinum og ég var alltaf gagnrýndur fyrir að vera með alltof mikla tölfræði.“ Í anddyri RÚV. Arnar var rekinn frá Stöð 2 á sínum tíma og segir það bara fínt. Sótti svo um sumarafleysingar á RÚV og lenti í að segja almennar fréttir, aðallega erlendar.vísir/vilhelm Sumir vilja nú meina að það sé það eina sem skiptir máli þegar upp er staðið? „Jú, kannski.“ Menn hafa sannarlega sínar meiningar á störfum íþróttafréttamanna og misgáfulegar. Arnar sjálfur er þekktur fyrir að vera stuðningsmaður Leeds. „Eitt sinn var ég staddur úti á Englandi, var þar sem fararstjóri og einn maður bar sig upp við mig og sagðist alls ekki ánægður með það hvernig ég lýsti tilteknum leik Manchester United nýverið. En þá var þetta leikur sem sjálfur Alex Ferguson sagði að hefði líklega verið versti leikur sem liðið spilaði undir hans stjórn. Gæti þetta ekki hafa verið lélegur leikur fyrst sá gamli sagði þetta? Neinei, ég segi svona. Þær eru margar góðar minningar frá þessu tímabili og ég hef starfað með mörgu skemmtilegu fólki.“ Allt snýst þetta um almenna upplýsingagjöf Við flökkum aftur til Covid-tímans. Arnari hafið verið sagt upp störfum og var bara ánægður með það. En svo allt í einu, óvænt, skýtur hann upp kollinum í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins. Og víst að mörgum hlýnaði um hjartaræturnar að sjá þar reyndan menn vel máli farinn í því hlutverki. „Ég fór í sumarafleysingar, sótti bara um og svo lengdist sá tími. Áður en ég vissi af var ég orðinn fastráðinn; hafði þá verið svo lengi í starfi.“ Til þess var tekið að þar fór enginn grænjaxl? „Jú, það má kannski segja það. Maður býr að ákveðinni reynslu. Þegar þú ert til að mynda að lýsa fótboltaleikjum þá ertu að rýna í eitthvað. Þú rýnir í fréttamyndir og reynir að skilja hvað býr þar að bak. Kannski, án þess að ég hef verið að pæla mikið í þessu, þá gæti það verið partur af því að þetta hefur gengið ágætlega. Ég hef unnið með myndir, horft á myndir og reynt að horfa á þetta þannig.“ Segja má að Arnar hafi blómstrað í fréttamennskunni. Þar hlýtur reynslan að vega þungt? „Jú, það er rétt.“ Komið gott. Nú er það bara ræktin og golfið.vísir/vilhelm Ljóst er að Arnar hefur hvorki lagt þetta niður fyrri sig né greint. Hann er að hugsa upphátt. „Ég fann það líka eftir að ég byrjaði hérna, að ég átti gott með að tala við viðmælendur. Ég þurfti ekki að vera mikið í því að gera grein fyrir mér. Ég náði tengingu, menn virðast vita hver ég er. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um almenna upplýsingagjöf. Jájá, þetta hefur gengið mjög vel og er nokkuð sem þú lærir ekki nema á löngum tíma. Og annað hvort ertu með það eða ekki.“ Þegar bíl Arnars var „stolið“ Að vera í fjölmiðlum í 45 ár hlýtur að koma niður á fjölskyldulífinu? Arnar er giftur Kristjönu Helgadóttur, hvað segir hún um þetta? „Já. En ég held að konan mín sé löngu búin að ná þessu. Svo fór dóttir okkar í þetta líka, í alveg sama pakka og ég. Þetta venst en ég mæli ekki með þessu ef menn ætla að búa í venjulegu sambandi; baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu.“ Arnar nefnir til að mynda að í sportinu þá gerast viðburðir ekki síst á kvöldin. Þetta kallar á mikla viðveru. „Eitt sinn þegar ég var í sportinu á RÚV, niðri á Skúlagötu þá trítlaði ég út á stæði eftir langa vakt að kvöldi til. Og finn þá ekki bílinn minn. Ég leita um allt og hugsa: Það er búið að stela honum.“ Arnar Björnsson segir að margir hafi komið og farið, fólk sem notar fjölmiðla sem stökkpall. En svo eru það þeir sem ílengjast helsýktir af fjölmiðlabakteríunni.vísir/vilhelm Arnar var algjörlega lens, hann hringdi á lögregluna en þar sem hann stendur og veit ekki hvað hann á af sér að gera rifjast upp fyrir honum... „Það er þarna Essóstöð skammt frá. Ég hafði farið með bílinn í smurningu klukkan átta um morguninn og skilið lyklana eftir. Ég rétt náði á staðinn til að sækja lyklana áður en sjoppan lokaði. Já, þetta er skrítin vinna.“ Barnabarnið veitir jarðtengingu Arnar segist eiga góða konu sem hafi sýnt þessu fullan skilning. „Auðvitað reynir þetta á þegar á að fara í leikhús og maður segist ekki komast því maður þurfi að lýsa leik.“ Íþróttafréttamennskan gengur ekki bara út á að segja úrslit gærkvöldsins, eins og glögglega má sjá þegar Arnar var í steikjandi hita í Rússlandi að ræða við eina ömmu sem sat prjónandi á sundlaugarbakkanum. Þau létu ekki tungmálakunnáttuna standa í vegi fyrir viðtalinu. Kristjana átti tvö börn og Arnar eitt fyrir þegar þau tóku saman og saman eiga þau svo Kristjönu, en hún fór í íþróttafréttamennsku og dagskrárgerð. En var nýverið ráðin sem aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra. „Allt er þetta yndislegt fólk. Nú er maður svo upptekinn af barnabarninu að maður eyðir öllum tíma í að hjálpa henni með það. Jújú, mest hefur það lent á mömmu hennar og tengdamömmu en þetta er bara svo gaman, maður kemst í svo góða jarðtengingu.“ Barnabarnið var afar velkomið og afarnir og ömmurnar eru alsæl með það. Hér má sjá þau Arnar og Kristjönu ásamt þeim Sirrý og Kristjáni Franklín með gimsteininn.úr einkasafni Arnar segir þetta yndislegan veruleika og að hann upplifi nú heiminn á ný í gegnum augu barnabarnsins. „Þessi litlu atriði sem maður tók ekki eftir áður verða svo merkileg, skemmtileg og færa manni mikla gleði.“ Öll fjölskyldan komin með golfbakteríuna Þú nefndir í upphafi okkar samtals að nú standi til að snúa sér að heilsunni og svo golfinu. Þá ber vel í veiði, tengdasonur þinn er enginn annar en golfsnillingurinn Haraldur Franklín Magnúss. Þú hefur ekki leitað til hans með þitt golf? „Nei, ég hef alveg látið hann í friði með það,“ segir Arnar og hlær. Arnar segir barnabarnið gefa sér nýja jarðtengingu, þessi litlu atriði sem hann tók ekki eftir áður verða svo merkileg, skemmtileg og færa honum mikla gleði.vísir/vilhelm „Ég held að hann hafi nóg að gera með sig og engan tíma til að sinna einhverjum jólasveini sem kann varla að halda á kylfu.“ Arnar er skráður með 29 í forgjöf, hann hefur ekki spilað að ráði en nú stendur mikið til því hann er að fara til Cuxhaven, sem er hafnarborg í þýska sambandslandinu Neðra-Saxlandi. „Að spila með mági mínum sem féll fyrir þessari íþrótt eins og reyndar öll fjölskyldan. Á ótrúlegan hátt. Hún er öll komin með golfbakteríuna eftir að ein úr fjölskyldunni tilkynnti að hún væri búin að skrá alla í golfkennslu.“ Nú er að ná heilsunni í lag og golfið er liður í því. „Þegar ég hætti á Stöð 2 fór ég til hans í Cuxhaven og hreinlega gekk í golfklúbbinn hans. Þar er hægt að spila golf allt árið í kring. Ég hlakka mikið til þess.“ Tímamót Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
„Já. Ég er að ljúka leik. Sagði upp fyrir þremur mánuðum,“ segir Arnar Björnsson sem á heldur betur að baki glæsilegan og litríkan feril. Talsverð tímamót. Hér verður tæpt á fáeinum atriðum en eins og gefur að skilja þyrfti bók ef ætti að fara í saumana á öllu því helsta. Lengst af var Arnar íþróttafréttamaður, og eiginlega átti maður erfitt með að sjá hann fyrir sér í öðru hlutverki. En á endasprettinum söðlaði Arnar um og hefur undanfarin þrjú árin verið fréttamaður, einkum í erlendum fréttum, á fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Þar var til þess tekið hversu vel máli farinn og reynslumikill maður hélt um míkrófóninn. Guðsþakkarvert, eins og einhver kynni að segja. Skrokkurinn að gefa sig „Ég er bara að drepast í skrokknum,“ segir Arnar þegar talið berst að ástæðunni fyrir því að hann sé nú að hætta. Arnar er fæddur í maí 1958 og á þannig eitt ár í að teljast löggilt gamalmenni. „Ég fer ekki á lífeyrisaldur fyrr en í maí á næsta ári.“ Arnar ásamt tökumanni á Menningarnótt 2023. Hann hefur nú lokið leik.Eva Björk Arnar vildi hætta áður en hann yrði borinn út í einhverjum leiðindum. Hann skröltir sæmilega á daginn en það er um nótt sem slæmskan tekur völdin. „Mér gengur illa að sofna og vakna reglulega á nóttinni. Ég er með það sem heitir hrygggigt, það eru bólgur í bakinu á mér sem hefur þurft að sprauta niður. Þetta er hryllingur. Ég les mig í svefn, legg bókina frá mér, næ að sofna í kannski einn til tvo tíma og svo er þetta basl. Þá vakna ég. Maður er hundþreyttur og slæmur í skrokknum.“ Arnar Björnsson segir það blendnar tilfinningar að setja skóna á hilluna, eftir 45 ára feril.vísir/vilhelm Arnar vill nú einbeita sér að heilsunni, fara í ræktina og í golf. Hann ætlar sér að ná heilsunni í lag. Ferill Arnars er langur og hann segir þetta skrítna tilhugsun að vera nú að leggja skóna á hilluna. Áhyggjulausir dagar á Víkurblaðinu „Mér hefur alls staðar liðið vel þar sem ég hef unnið og það er alltaf söknuður að yfirgefa vinnustaðinn,“ segir Arnar og lætur hugann hvarfla til baka. „Ég er nú búinn að vera í þrjú og hálft ár á RÚV. En ég byrjaði 1986 á RÚV AK, var þar í nokkra mánuði og fór svo suður á sameinaða vakt hljóðvarps og sjónvarps.“ Arnar hefur farið um allan heim til að sinna starfi sínu, hér er hann á Spáni að sinna fréttaflutningi af gangi mála í handboltanum í Sevilla 2013. Arnar segir að kollegi hans Einar Örn Jónsson hafi vakið athygli hans á því að þetta væri nú ferill sem væri orðinn 45 ára. Og geri aðrir betur. „Ég byrjaði 1979, nýorðinn stúdent og gaf þá út blað á Húsavík sem hét Víkurblaðið. Þar var ég að vinna með einum besta penna landsins, Jóhannesi Sigurjónssyni. Hann var kannski enginn fréttahaukur en að mínum dómi snilldarpenni. Einn besti landsins og einhver áhugasamur ætti að taka sig til og skoða til að mynda leiðara hans í kringum hrunið. Þetta var oft paródía þar sem hann dró menn sundur og saman í háði. Jóhannes féll frá alltof snemma.“ Kristjana fetaði í fótspor föður síns, lagði fyrir sig íþróttafréttamennskuna og hér má sjá þau með míkrófóna merkta sitthvorri sjónvarpsstöðinni.vísir/egill Arnar segir Jóhannes hafa verið mikinn húmorista og hann hafi til að mynda gantast með það að hann og Ásgeir Sigurvinsson hafi á sínum tíma verið að berjast um markametið. Svo sagði hann að Ásgeir hafi farið til Belgíu en hann til Færeyja. „Já, við vorum helvíti góðir saman. Hann var vel lesinn og ég sagði að hann ætti að fara á suður á stóru blöðin en hann vildi bara vera fyrir norðan.“ Ekki eru það launin sem menn eru að eltast við Þegar Arnar er inntur eftir því hvort blaðamennskan hafi verið honum í blóð borinn segir hann það af og frá. „Neinei, þetta var aldrei í blóðinu. Þetta var bara einhver hugmynd sem við fengum þrír á Húsavík. Þetta var bara eitthvað sem ég tók mér fyrir hendur eftir að ég kláraði nám. Að byrja á RÚV Ak ´86. Ég var að lesa íslensku og bókmenntir og svo tók ég kennsluréttindi líka. Ég ætlaði mér alltaf til Spánar og stúdera suðuramerískar bókmenntir,“ segir Arnar. Arnar með félaga sínum Jóhannesi heitnum Sigurjónssyni á Víkurblaðinu. Arnar telur Jóhannes einn besta penna sem skrifað hefur í íslenska fjölmiðla.úr einkasafni Hann segist hafa verið áhugasamur um Gabriel García Márquez, Rafael Sabatini og slíka karla. „Mig langaði til að kafa ofan í verk þeirra en örlögin gripu í taumana.“ Örlögin og fjölmiðlabakterían. Arnar segist hafa fylgst með fjöldanum allan af fólki sem kom við á fréttagólfinu, margir noti þetta sem stökkpall en svo eru aðrir sem festist og komast ekki í burtu. „Ekki eru það launin sem menn eru að eltast við. Þetta er eitthvað ótrúlegt hreðjatak sem fjölmiðmiðlar grípa mann.“ Hér er Arnar kominn til Rússlands að fylgjast með íslenska landsliðinu í fótbolta, í Kænugarði nánar tiltekið 2016 og ákveður að bregða sér í kirkju. Það var mikið undir. Arnar segir það ótrúlega skrítna hugmynd sem hann hefur eiginlega ekki náð almennilega tökum á enn, að vera að hætta. En hann megi til, Arnar hefur séð of marga hreinlega drepa sig á þessari vinnu og hann verði að hugsa um heilsuna og komast í betri takt við hana. Keyptur yfir á Stöð 2 í mars 1997 Eins og svo margt í lífinu var það tilviljun sem réði því að Arnar lenti í íþróttafréttamennskunni en ekki einhverju allt öðru. „Ég var í knattspyrnuráði Völsungs. Og ég lýsti einhverjum leik, Völsungur – Leiftur minnir mig að það hafi verið og bara á síma. Þetta rataði óvart inn á Rás 2. Því var kippt þar inn án þess að ég hefði nokkuð um það að segja. Ingólfur Hannesson yfirmaður íþróttadeildarinnar á RÚV heyrði þetta og hamaðist í mér, að fá mig yfir. Og það varð. Þetta var á miðju 9. áratugnum 1985. Þá var ég fyrir norðan. Á kafi í þessu blaði.“ Arnar undi hag sínum ágætlega á RÚV en þá sjá menn á Stöð 2 að þarna fer maður sem gæti gagnast þeim vel í því íþróttabauki sem þeir voru stóðu fyrir. Í mars 1997 var hann keyptur yfir. Ferillinn hófst ekki á RÚV, sem sannur Húsvíkingur stofnaði Arnar blað þar í bæ en var vélaður í bæinn.vísir/vilhelm „Mér stóðu til boða betri laun. Ég neitaði alltaf en sat með Ingólfi niðrí þar sem nú er bílakjallari og ræddi kostina og gallana. Til stóð að ég færi til Kumamoto á HM í handbolta. En ég sagði á endanum já og slaufaði því.“ Arnar segist ekki hafa saknað fréttamannanna á RÚV í sjálfu sér, þeir voru alltaf uppteknir af sér og sínu en það var fólkið í Ríkisútvarpinu sem hann saknaði. Fólkið sem hann rakst á þegar hann fór um gangana. „Kokkanna, fólksins á símanum… Þetta var einhver taug sem ég hummaði fram af mér allt þar til ég tók ákvörðun. En mér hefur alltaf liðið vel þar sem ég hef verið. Og ég hef náð að tengjast fólki sem er ekki með hausinn niðri í klofinu á sér og vill tala um áhyggjur heimsins endalaust.“ Fínt að vera sagt upp störfum á Stöð 2 Arnar er þannig þefvís á góða menn þar sem þá er að finna? „Jájá. Það er skemmtilegra að vinna með hressum einstaklingum sem geta sagt einhverja aulabrandara. Og ég svarað á móti. Mér hefur verið tekið gríðarlega vel hér og miklu betur en ég gat hugsað mér þegar ég kom aftur. Sem dæmi var ég með myndatökumanni í fyrradag sem faðmaði mig að sér. Það skiptir miklu máli að finna að þér er vel tekið. Og ekki fór ég af Stöð 2 útaf einhverri fýlu.“ Arnar hefur fyrir lifandis löngu misst tölu á því hversu marga hann hefur tekið viðtal við og þeir eru af öllum stærðum og gerðum. Hér ræðir hann við sjálfan Björn Borg tenniskappa. Talandi um það. Hvernig atvikaðist það að þú hættir á Stöð 2 þar sem þú hafðir komið þér vel fyrir? „Já, ég var lengi vel á Stöð 2. En þegar ég var látinn fara var það á miðju Covid-tímabilinu. Ég fékk bara hringingu, Þórhallur Gunnarsson sagði mér upp. Ég var glaður og ánægður með það.“ Ha? „Þetta var bara fínt. Þá var búið að segja upp fullt af fólki í kringum mig, tökumönnum, Hödda Magg … andrúmsloftið var orðið frekar súrt. Nei, það er rétt, Hörður tók því ekki vel þegar hann var látinn fara og ég varð hissa og reiður. Og lét í mér heyra með það. En þetta var bara fínt.“ Gagnrýndur fyrir að vera með of mikla tölfræði En varðandi muninn á fréttamennsku og svo íþróttafréttamennsku. Sumir vilja meina að það sé ekki mikill metnaður fyrir lífinu almennt að vilja ílengjast í íþróttafréttamennsku, að segja úrslit í einhverjum leikjum? Arnar hlær við þegar þessu er haldið blákalt fram í hans eyru. Og gefur ekki mikið fyrir þær vangaveltur. „Þetta er bara eins og hvað annað.“ Arnar hugsar sig um… og rifjar upp skondin atvik frá ferlinum. „Ég man að ég las reiðinnar býsn af bókum og greinum og ég var alltaf gagnrýndur fyrir að vera með alltof mikla tölfræði.“ Í anddyri RÚV. Arnar var rekinn frá Stöð 2 á sínum tíma og segir það bara fínt. Sótti svo um sumarafleysingar á RÚV og lenti í að segja almennar fréttir, aðallega erlendar.vísir/vilhelm Sumir vilja nú meina að það sé það eina sem skiptir máli þegar upp er staðið? „Jú, kannski.“ Menn hafa sannarlega sínar meiningar á störfum íþróttafréttamanna og misgáfulegar. Arnar sjálfur er þekktur fyrir að vera stuðningsmaður Leeds. „Eitt sinn var ég staddur úti á Englandi, var þar sem fararstjóri og einn maður bar sig upp við mig og sagðist alls ekki ánægður með það hvernig ég lýsti tilteknum leik Manchester United nýverið. En þá var þetta leikur sem sjálfur Alex Ferguson sagði að hefði líklega verið versti leikur sem liðið spilaði undir hans stjórn. Gæti þetta ekki hafa verið lélegur leikur fyrst sá gamli sagði þetta? Neinei, ég segi svona. Þær eru margar góðar minningar frá þessu tímabili og ég hef starfað með mörgu skemmtilegu fólki.“ Allt snýst þetta um almenna upplýsingagjöf Við flökkum aftur til Covid-tímans. Arnari hafið verið sagt upp störfum og var bara ánægður með það. En svo allt í einu, óvænt, skýtur hann upp kollinum í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins. Og víst að mörgum hlýnaði um hjartaræturnar að sjá þar reyndan menn vel máli farinn í því hlutverki. „Ég fór í sumarafleysingar, sótti bara um og svo lengdist sá tími. Áður en ég vissi af var ég orðinn fastráðinn; hafði þá verið svo lengi í starfi.“ Til þess var tekið að þar fór enginn grænjaxl? „Jú, það má kannski segja það. Maður býr að ákveðinni reynslu. Þegar þú ert til að mynda að lýsa fótboltaleikjum þá ertu að rýna í eitthvað. Þú rýnir í fréttamyndir og reynir að skilja hvað býr þar að bak. Kannski, án þess að ég hef verið að pæla mikið í þessu, þá gæti það verið partur af því að þetta hefur gengið ágætlega. Ég hef unnið með myndir, horft á myndir og reynt að horfa á þetta þannig.“ Segja má að Arnar hafi blómstrað í fréttamennskunni. Þar hlýtur reynslan að vega þungt? „Jú, það er rétt.“ Komið gott. Nú er það bara ræktin og golfið.vísir/vilhelm Ljóst er að Arnar hefur hvorki lagt þetta niður fyrri sig né greint. Hann er að hugsa upphátt. „Ég fann það líka eftir að ég byrjaði hérna, að ég átti gott með að tala við viðmælendur. Ég þurfti ekki að vera mikið í því að gera grein fyrir mér. Ég náði tengingu, menn virðast vita hver ég er. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um almenna upplýsingagjöf. Jájá, þetta hefur gengið mjög vel og er nokkuð sem þú lærir ekki nema á löngum tíma. Og annað hvort ertu með það eða ekki.“ Þegar bíl Arnars var „stolið“ Að vera í fjölmiðlum í 45 ár hlýtur að koma niður á fjölskyldulífinu? Arnar er giftur Kristjönu Helgadóttur, hvað segir hún um þetta? „Já. En ég held að konan mín sé löngu búin að ná þessu. Svo fór dóttir okkar í þetta líka, í alveg sama pakka og ég. Þetta venst en ég mæli ekki með þessu ef menn ætla að búa í venjulegu sambandi; baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu.“ Arnar nefnir til að mynda að í sportinu þá gerast viðburðir ekki síst á kvöldin. Þetta kallar á mikla viðveru. „Eitt sinn þegar ég var í sportinu á RÚV, niðri á Skúlagötu þá trítlaði ég út á stæði eftir langa vakt að kvöldi til. Og finn þá ekki bílinn minn. Ég leita um allt og hugsa: Það er búið að stela honum.“ Arnar Björnsson segir að margir hafi komið og farið, fólk sem notar fjölmiðla sem stökkpall. En svo eru það þeir sem ílengjast helsýktir af fjölmiðlabakteríunni.vísir/vilhelm Arnar var algjörlega lens, hann hringdi á lögregluna en þar sem hann stendur og veit ekki hvað hann á af sér að gera rifjast upp fyrir honum... „Það er þarna Essóstöð skammt frá. Ég hafði farið með bílinn í smurningu klukkan átta um morguninn og skilið lyklana eftir. Ég rétt náði á staðinn til að sækja lyklana áður en sjoppan lokaði. Já, þetta er skrítin vinna.“ Barnabarnið veitir jarðtengingu Arnar segist eiga góða konu sem hafi sýnt þessu fullan skilning. „Auðvitað reynir þetta á þegar á að fara í leikhús og maður segist ekki komast því maður þurfi að lýsa leik.“ Íþróttafréttamennskan gengur ekki bara út á að segja úrslit gærkvöldsins, eins og glögglega má sjá þegar Arnar var í steikjandi hita í Rússlandi að ræða við eina ömmu sem sat prjónandi á sundlaugarbakkanum. Þau létu ekki tungmálakunnáttuna standa í vegi fyrir viðtalinu. Kristjana átti tvö börn og Arnar eitt fyrir þegar þau tóku saman og saman eiga þau svo Kristjönu, en hún fór í íþróttafréttamennsku og dagskrárgerð. En var nýverið ráðin sem aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra. „Allt er þetta yndislegt fólk. Nú er maður svo upptekinn af barnabarninu að maður eyðir öllum tíma í að hjálpa henni með það. Jújú, mest hefur það lent á mömmu hennar og tengdamömmu en þetta er bara svo gaman, maður kemst í svo góða jarðtengingu.“ Barnabarnið var afar velkomið og afarnir og ömmurnar eru alsæl með það. Hér má sjá þau Arnar og Kristjönu ásamt þeim Sirrý og Kristjáni Franklín með gimsteininn.úr einkasafni Arnar segir þetta yndislegan veruleika og að hann upplifi nú heiminn á ný í gegnum augu barnabarnsins. „Þessi litlu atriði sem maður tók ekki eftir áður verða svo merkileg, skemmtileg og færa manni mikla gleði.“ Öll fjölskyldan komin með golfbakteríuna Þú nefndir í upphafi okkar samtals að nú standi til að snúa sér að heilsunni og svo golfinu. Þá ber vel í veiði, tengdasonur þinn er enginn annar en golfsnillingurinn Haraldur Franklín Magnúss. Þú hefur ekki leitað til hans með þitt golf? „Nei, ég hef alveg látið hann í friði með það,“ segir Arnar og hlær. Arnar segir barnabarnið gefa sér nýja jarðtengingu, þessi litlu atriði sem hann tók ekki eftir áður verða svo merkileg, skemmtileg og færa honum mikla gleði.vísir/vilhelm „Ég held að hann hafi nóg að gera með sig og engan tíma til að sinna einhverjum jólasveini sem kann varla að halda á kylfu.“ Arnar er skráður með 29 í forgjöf, hann hefur ekki spilað að ráði en nú stendur mikið til því hann er að fara til Cuxhaven, sem er hafnarborg í þýska sambandslandinu Neðra-Saxlandi. „Að spila með mági mínum sem féll fyrir þessari íþrótt eins og reyndar öll fjölskyldan. Á ótrúlegan hátt. Hún er öll komin með golfbakteríuna eftir að ein úr fjölskyldunni tilkynnti að hún væri búin að skrá alla í golfkennslu.“ Nú er að ná heilsunni í lag og golfið er liður í því. „Þegar ég hætti á Stöð 2 fór ég til hans í Cuxhaven og hreinlega gekk í golfklúbbinn hans. Þar er hægt að spila golf allt árið í kring. Ég hlakka mikið til þess.“
Tímamót Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira