Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2024 11:14 Myndin sýnir þrjá þáverandi starfsmenn Bændasamtakanna halda á Vigdísi og Sigurður stendur fyrir aftan. BÍ-menn eru þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson fyrrverandi formaður BÍ og fyrrverandi varaþingmaður Framsóknar, Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á markaðssviði og Ásgeir Helgi Jóhannsson lögfræðingur samtakanna. Vigdís Häsler, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um hana sem „þá svörtu“ hafa haft gífurleg áhrif á sig. Hún muni aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum. Þetta segir Vigdís í viðtali við Heimildina í dag. Vigdísi greindi frá því í apríl að hún hefði látið af störfum eftir þrjú ár í starfi framkvæmdastjóra. Breytingarnar urðu í kjölfar stjórnarskipta hjá samtökunum þar sem Vigdís segir kosningavél Framsóknarflokksins hafa verið gangsetta til að Trausti Hjálmarsson yrði kjörin nýr formaður samtakanna. Sauðfjárbóndi í stað Gunnars Þorgeirssonar garðyrkjubónda sem bauð sig fram til endurkjörs. Vigdís hefur um árabil verið virk í starfi Sjálfstæðisflokksins og var ráðin framkvæmdastjóri Bændasamtakanna eftir að Gunnar Ágústsson garðyrkjubóndi og sjálfstæðismaður var kjörinn formaður samtakanna. Stirrt var á milli Framsóknar og Bændasamtakanna í formannstíð Gunnars en Bændasamtökin hafa lengst af verið undir forystu Framsóknarmanna og eru nú á ný. Vigdís rifjar upp atvikið í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í mars 2022. Starfsfólk Bændasamtakanna hafði óskað eftir því að Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og þáverandi innviðaráðherra yrði með þeim á myndatöku. Sigurður Ingi hafi þá spurt hvort það ætti að taka mynd af honum með „þeirri svörtu“. Málið vakti mikla athygli þar sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga hafnaði framan af að nokkuð slíkt hefði átt sér stað. Vigdís sagði í yfirlýsingu á Facebook að Sigurður Ingi hefði látið afar særandi ummæli falla og það væri særandi að lítið væri gert úr hennar upplifun. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ sagði Vigdís. Sigurður Ingi baðst afsökunar á ummælunum. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ segir Sigurður Ingi í færslu á Facebook. Nokkrum dögum síðar hittust þau Vigdís og Sigurður Ingi og upplýsti hún í framhaldinu að hún hefði fengið einlæga afsökunarbeiðni. Svo hefði Sigurður Ingi farið að blanda málinu öllu við sveitarstjórnarkosningar og hún um leið ályktað sem svo að afsökunarbeiðnin hefði verið tekin til baka. Hún segir málið allt hafa haft mikil áhrif á hana, fjölskyldu sína, eiginmann og börn. Fólk nefni málið endurtekið við hana á förnum vegi. Hún geti aldrei litið Sigurð Inga sömu augum. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Félagasamtök Kynþáttafordómar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Þetta segir Vigdís í viðtali við Heimildina í dag. Vigdísi greindi frá því í apríl að hún hefði látið af störfum eftir þrjú ár í starfi framkvæmdastjóra. Breytingarnar urðu í kjölfar stjórnarskipta hjá samtökunum þar sem Vigdís segir kosningavél Framsóknarflokksins hafa verið gangsetta til að Trausti Hjálmarsson yrði kjörin nýr formaður samtakanna. Sauðfjárbóndi í stað Gunnars Þorgeirssonar garðyrkjubónda sem bauð sig fram til endurkjörs. Vigdís hefur um árabil verið virk í starfi Sjálfstæðisflokksins og var ráðin framkvæmdastjóri Bændasamtakanna eftir að Gunnar Ágústsson garðyrkjubóndi og sjálfstæðismaður var kjörinn formaður samtakanna. Stirrt var á milli Framsóknar og Bændasamtakanna í formannstíð Gunnars en Bændasamtökin hafa lengst af verið undir forystu Framsóknarmanna og eru nú á ný. Vigdís rifjar upp atvikið í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í mars 2022. Starfsfólk Bændasamtakanna hafði óskað eftir því að Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og þáverandi innviðaráðherra yrði með þeim á myndatöku. Sigurður Ingi hafi þá spurt hvort það ætti að taka mynd af honum með „þeirri svörtu“. Málið vakti mikla athygli þar sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga hafnaði framan af að nokkuð slíkt hefði átt sér stað. Vigdís sagði í yfirlýsingu á Facebook að Sigurður Ingi hefði látið afar særandi ummæli falla og það væri særandi að lítið væri gert úr hennar upplifun. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ sagði Vigdís. Sigurður Ingi baðst afsökunar á ummælunum. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ segir Sigurður Ingi í færslu á Facebook. Nokkrum dögum síðar hittust þau Vigdís og Sigurður Ingi og upplýsti hún í framhaldinu að hún hefði fengið einlæga afsökunarbeiðni. Svo hefði Sigurður Ingi farið að blanda málinu öllu við sveitarstjórnarkosningar og hún um leið ályktað sem svo að afsökunarbeiðnin hefði verið tekin til baka. Hún segir málið allt hafa haft mikil áhrif á hana, fjölskyldu sína, eiginmann og börn. Fólk nefni málið endurtekið við hana á förnum vegi. Hún geti aldrei litið Sigurð Inga sömu augum.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Félagasamtök Kynþáttafordómar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira