Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Aron Guðmundsson skrifar 2. nóvember 2024 10:47 Bjarni Hannesson, grasvallatæknifræðingur er KSÍ innan handar í þeim framkvæmdum sem nú eiga sér stað á Laugardalsvelli Vísir/Ívar Líkt og við sögðum ykkur frá í gær ganga framkvæmdir við Laugardalsvöll vel og stefnt er að því að leika fyrsta leik á honum í júní á næsta ári. Grasvallatæknifræðingur sem er KSÍ innan handar segir það aðeins munu taka um sex vikur frá sáningu vallarins, sem ráðgert er að fari fram í mars, þar til að hann verður leikhæfur. Til stendur að setja hybrid gras á völlinn með undirhita og hefur nú þegar verið grafið fyrir nýjum leikfleti vallarins sem verður staðsettur nær nýlegri og stærri stúku vallarins. Aðeins rétt rúmar tvær vikur hafa liðið frá fyrstu skóflustungu á vellinum og undanfarið hafa verktakar frá SIS Pitches, sem sérhæfa sig í uppbyggingu sambærilegra valla, verið að störfum í Laugardalnum og er góður gangur í þeirra vinnu. Fyrsta fasa fyrsta verkhluta lýkur í desember og svo er stefnt að því að sá í völlinn í mars á næsta ári. Bjarni Hannesson, grasvallatæknifræðingur, er KSÍ til halds og trausts í þessu verkefni og hann segir það vel gerlegt að spila leik á vellinum í júní. Honum lýst afskaplega vel á verkefnið. „Þetta er ofboðslega spennandi fyrir svona gras nörd eins og mig. Bara eins og fyrir hvern sem er, í hvaða fagi sem er, að fá flottustu og nýjustu tækni til sín. Þá er þetta afskaplega spennandi. Þetta er nauðsynlegt skref. Við erum mjög spenntir og þetta gengur mjög vel. Þetta verk er í góðum höndum. Framkvæmdaaðilinn, SIS Pitches, eru mjög færir í því sem að þeir eru að gera. Byggja velli út um allan heim, við alls konar aðstæður. Ekki bara á heitum svæðum, heldur einnig á mjög köldum svæðum og eru því vanir öllu.“ En er það alveg gerlegt að halda úti hybrid velli á köldu svæði eins og Íslandi? „Já. Við þekkjum okkar bestu vini í Noregi. Rosenborg hefur spilað Evrópufótbolta frá nítján hundruð níutíu og eitthvað og unnið þar lið eins og Manchester United á sínum heimavelli og eru á sömu breiddargráðu og við í Reykjavík. Það er meira segja kaldara þar heldur en hér. Það er ekkert vandamál. SIS ræktuðu til að mynda vellina fyrir Rússland sem dæmi þar sem að þeir sáðu í vellina í janúar og febrúar í mínus átján gráðum. Að spila á köldum svæðum er engin nýlunda. Við Íslendingar erum ekkert kaldari heldur en önnur svæði.“ En hver eru lykilatriðin sem verða að vera til staðar fyrir svona völl? „Undirhitinn er lykillinn að þessu öllu saman. Það er undirhiti þannig að við getum stillt hitastigið, á því svæði sem við viljum hita, eins og við viljum hafa það. Síðan er dúkanotkun mikilvæg sem og hvernig við viðhöldum svæðinu. Ég ætla ekki að drepa fólk úr leiðindum með einhverjum afskaplega miklum fræðum. Við getum haldið völlunum gangandi þokkalega vel. Og kannski sérstaklega með hybrid vellina þá helst yfirborðið þétt, leikmenn fá grip alltaf, eru ekki að renna til. Þannig getum við spilað við allar aðstæður. Ef við viljum láta gras vaxa hérna þá þurfum við ljósabúnað og þess háttar. En miðað við það leikjaálag sem gert er ráð fyrir á þessum velli þá munum við ráða við þetta auðveldlega eins og þetta er. Ef við værum að spila leiki í deildarkeppni hérna seint í nóvember til mars, eins og er spilað í Þýskalandi og fleiri stöðum á köldum svæðum, þá myndirðu vilja vera með þannig búnað. Auðvitað getur það gerst að það verði fullt af leikjum hérna. Við sjáum hvað er að gerast í íslenskri knattspyrnu í dag. Stelpurnar okkar og strákarnir eru að komast lengra og lengra inn í Evrópukeppnirnar. Það geta náttúrulega orðið fullt af leikjum hérna. En eins og staðan er í dag teljum við að völlurinn muni ráða vel við það álag sem er fram undan.“ Golfvalla geirinn hlær En kostnaðurinn varðandi búnað sem þarf til þess að sjá um svona völl. Er hann mikill? „Nei alls ekki. Golfvalla geirinn eiginlega hlær af því sökum þess að þeir eru með tækjabúnað sem er svona átta til tíu sinnum dýrari heldur en gengur og gerist í þeim búnaði sem er á meðal fótboltavelli. Þetta þurfa bara að vera grunn tæki og tól til að viðhalda vellinum. Svo snýst þetta aðallega um rétta meðhöndlun varðandi dúka og undirhita. Notkun dúka og undirhita er jafnan góð leið til þess að drepa gras. En í réttum höndum og með réttri þekkingu er þetta frábært tæki til þess að búa til flott gras. Eins og fyrr sagði er stefnt að því að sá og sauma í Laugardalsvöllinn í mars á næsta ári. Það tekur aðeins nokkrar vikur frá sáningu þar til að völlurinn verður fullkomlega leikhæfur. „Við erum venjulega í kringum sex vikur frá sáningu í fullkomið yfirborð við þessar aðstæður. Við sjáum bara alltént fótboltavelli í ensku úrvalsdeildinni sex vikna gamla þegar byrjað er að spila á þeim. Að vísu er heitara þar úti en munið að of mikill hiti er ekki endilega gott. Þú vilt ekki vera mikið yfir tuttugu gráðunum sem dæmi. Stundum er því að hægja á sáningunni hjá þeim sökum of mikils hita. Hér getum við stillt okkur inn í það hitastig sem við viljum og ættum að geta náð og spilað frábæra leiki í byrjun næsta tímabils.“ Þannig að þú ert bjartsýnn á að hér verði spilað í júní næstkomandi? „Já við gerum okkar allra allra besta. Það getur náttúrulega allt gerst í öllu eins og gengur og gerist en við erum hérna til þess að gera þetta klárt fyrir þetta. Það er markmiðið og við ætlum að standa við það. Er eitthvað sem gæti hamlað því að áætlanir gangi eftir? „Ef við lendum í einhverju ofboðslegu lægar tímabili í maí. Segjum að það gangi hérna yfir stormur eftir storm eftir storm. Þá flækir það hlutina pínulítið en ef við lendum í maí mánuði með sjö gráðu hitastigi að meðaltali og blöndum inn í það dúkum og undirhita sem og góðu ljósi af náttúrunnar hendi. Þá á þetta að ganga vel því.“ KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Til stendur að setja hybrid gras á völlinn með undirhita og hefur nú þegar verið grafið fyrir nýjum leikfleti vallarins sem verður staðsettur nær nýlegri og stærri stúku vallarins. Aðeins rétt rúmar tvær vikur hafa liðið frá fyrstu skóflustungu á vellinum og undanfarið hafa verktakar frá SIS Pitches, sem sérhæfa sig í uppbyggingu sambærilegra valla, verið að störfum í Laugardalnum og er góður gangur í þeirra vinnu. Fyrsta fasa fyrsta verkhluta lýkur í desember og svo er stefnt að því að sá í völlinn í mars á næsta ári. Bjarni Hannesson, grasvallatæknifræðingur, er KSÍ til halds og trausts í þessu verkefni og hann segir það vel gerlegt að spila leik á vellinum í júní. Honum lýst afskaplega vel á verkefnið. „Þetta er ofboðslega spennandi fyrir svona gras nörd eins og mig. Bara eins og fyrir hvern sem er, í hvaða fagi sem er, að fá flottustu og nýjustu tækni til sín. Þá er þetta afskaplega spennandi. Þetta er nauðsynlegt skref. Við erum mjög spenntir og þetta gengur mjög vel. Þetta verk er í góðum höndum. Framkvæmdaaðilinn, SIS Pitches, eru mjög færir í því sem að þeir eru að gera. Byggja velli út um allan heim, við alls konar aðstæður. Ekki bara á heitum svæðum, heldur einnig á mjög köldum svæðum og eru því vanir öllu.“ En er það alveg gerlegt að halda úti hybrid velli á köldu svæði eins og Íslandi? „Já. Við þekkjum okkar bestu vini í Noregi. Rosenborg hefur spilað Evrópufótbolta frá nítján hundruð níutíu og eitthvað og unnið þar lið eins og Manchester United á sínum heimavelli og eru á sömu breiddargráðu og við í Reykjavík. Það er meira segja kaldara þar heldur en hér. Það er ekkert vandamál. SIS ræktuðu til að mynda vellina fyrir Rússland sem dæmi þar sem að þeir sáðu í vellina í janúar og febrúar í mínus átján gráðum. Að spila á köldum svæðum er engin nýlunda. Við Íslendingar erum ekkert kaldari heldur en önnur svæði.“ En hver eru lykilatriðin sem verða að vera til staðar fyrir svona völl? „Undirhitinn er lykillinn að þessu öllu saman. Það er undirhiti þannig að við getum stillt hitastigið, á því svæði sem við viljum hita, eins og við viljum hafa það. Síðan er dúkanotkun mikilvæg sem og hvernig við viðhöldum svæðinu. Ég ætla ekki að drepa fólk úr leiðindum með einhverjum afskaplega miklum fræðum. Við getum haldið völlunum gangandi þokkalega vel. Og kannski sérstaklega með hybrid vellina þá helst yfirborðið þétt, leikmenn fá grip alltaf, eru ekki að renna til. Þannig getum við spilað við allar aðstæður. Ef við viljum láta gras vaxa hérna þá þurfum við ljósabúnað og þess háttar. En miðað við það leikjaálag sem gert er ráð fyrir á þessum velli þá munum við ráða við þetta auðveldlega eins og þetta er. Ef við værum að spila leiki í deildarkeppni hérna seint í nóvember til mars, eins og er spilað í Þýskalandi og fleiri stöðum á köldum svæðum, þá myndirðu vilja vera með þannig búnað. Auðvitað getur það gerst að það verði fullt af leikjum hérna. Við sjáum hvað er að gerast í íslenskri knattspyrnu í dag. Stelpurnar okkar og strákarnir eru að komast lengra og lengra inn í Evrópukeppnirnar. Það geta náttúrulega orðið fullt af leikjum hérna. En eins og staðan er í dag teljum við að völlurinn muni ráða vel við það álag sem er fram undan.“ Golfvalla geirinn hlær En kostnaðurinn varðandi búnað sem þarf til þess að sjá um svona völl. Er hann mikill? „Nei alls ekki. Golfvalla geirinn eiginlega hlær af því sökum þess að þeir eru með tækjabúnað sem er svona átta til tíu sinnum dýrari heldur en gengur og gerist í þeim búnaði sem er á meðal fótboltavelli. Þetta þurfa bara að vera grunn tæki og tól til að viðhalda vellinum. Svo snýst þetta aðallega um rétta meðhöndlun varðandi dúka og undirhita. Notkun dúka og undirhita er jafnan góð leið til þess að drepa gras. En í réttum höndum og með réttri þekkingu er þetta frábært tæki til þess að búa til flott gras. Eins og fyrr sagði er stefnt að því að sá og sauma í Laugardalsvöllinn í mars á næsta ári. Það tekur aðeins nokkrar vikur frá sáningu þar til að völlurinn verður fullkomlega leikhæfur. „Við erum venjulega í kringum sex vikur frá sáningu í fullkomið yfirborð við þessar aðstæður. Við sjáum bara alltént fótboltavelli í ensku úrvalsdeildinni sex vikna gamla þegar byrjað er að spila á þeim. Að vísu er heitara þar úti en munið að of mikill hiti er ekki endilega gott. Þú vilt ekki vera mikið yfir tuttugu gráðunum sem dæmi. Stundum er því að hægja á sáningunni hjá þeim sökum of mikils hita. Hér getum við stillt okkur inn í það hitastig sem við viljum og ættum að geta náð og spilað frábæra leiki í byrjun næsta tímabils.“ Þannig að þú ert bjartsýnn á að hér verði spilað í júní næstkomandi? „Já við gerum okkar allra allra besta. Það getur náttúrulega allt gerst í öllu eins og gengur og gerist en við erum hérna til þess að gera þetta klárt fyrir þetta. Það er markmiðið og við ætlum að standa við það. Er eitthvað sem gæti hamlað því að áætlanir gangi eftir? „Ef við lendum í einhverju ofboðslegu lægar tímabili í maí. Segjum að það gangi hérna yfir stormur eftir storm eftir storm. Þá flækir það hlutina pínulítið en ef við lendum í maí mánuði með sjö gráðu hitastigi að meðaltali og blöndum inn í það dúkum og undirhita sem og góðu ljósi af náttúrunnar hendi. Þá á þetta að ganga vel því.“
KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti