Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. nóvember 2024 06:03 Á netinu er vefsíða um forystufé. Þar segir m.a. þetta: „Forystufé hefur verið til hér um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu. Stundum er forystuféð meira vexti en annað fé og fegurra. Góður forystusauður fór á undan í slæmri færð og fann bestu leiðina, hann rataði vel í hríðarbyljum og skilaði fé í hús heilu og höldnu. Einnig var forystufé talið veðurglöggt og var það oft tregt til að fara úr húsi, ef von var á slæmum veðrum á vetrum“. Mitt mat er, að það sama gildi nokkuð um menn. Sumir eru fæddir leiðtogar, aðrir síður, enn aðrir alls ekki. Hverjir eru náttúrulegir leiðtogar? Í hópi veljast þeir, eins og af sjálfu sér, til forystu. Hópurinn sjálfur vill þá, og hvetur þá til forystu. Felur þeim hana. Náttúrulegir foystumenn. Án yfirgangs eða ofbeldis. Án tilfæringa eða tilrauna til að rýra eða sverta aðra. Án illvigrar samkeppni. Svo eru þeir, sem þrá og vilja verða forystumenn, en skortir í reynd náttúrulega burði til þess. Þeir reyna að hrifsa til sín völdin með ýmsum hætti. M.a. með því að skáka þeim í burtu, sem gætu verið þeim hættulegur keppinautur um völd. Baktala þá, gera lítið úr þeim. Bezta er að losna við þá úr umhverfinu. Fyrir mér eru þetta B-leiðtogar. Dagur B. Eggertsson er náttúrulegur forystumaður. Í Menntaskólanum í Reykjavík, MR, var hann formaður nemendafélagsins, Inspector Scholae. Á sama tíma var hann formaður Félags framhaldsskólanema. Í Háskóla Íslands var hann formaður Stúdentaráðs og sat í stjórn Félagsstofnunar stúdenta. Til allra þessara verkefna valdist hann með náttúrulegum hætti. Hann tróð sér hvergi að eða inn, hvað þá, að hann beitti bolabrögðum til að komast í þessi embætti. Árið 2002, þá þrítugur, varð Dagur borgarfulltrúi. Árið 2007 tók Dagur fyrst við sem borgarstjóri á vegum Samfylkingarinnar, VG, Framsóknarflokksins og F-lista. Dagur varð svo formaður borgarráðs 2010 til 2014, og að loknum kosningum 2014, varð Dagur aftur borgarstjóri, nú á vegur Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata. 2018 kom Viðreisn þar inn, í stað Bjartrar framtíðar. Borgarstjóri var Dagur fram til ársins í ár, en nú er hann aftur formaður borgarráðs. Hvað segir þessa saga öll, þessi ferill, okkur? Dagur er feikilega reyndur og klár, hefur unnið á jákvæðum nótum með öllum helztu flokkum borgarinnar. Býr yfir hafsjó að reynslu og þekkingu. Er fyrir undirrituðum sennilega reyndasti og hæfasti stjórnmálamaður landsins. Hefði verið tilvalið efni í næsta forsætisráðherra. Menn mega hafa í huga, að Reykjavíkurborg er í reynd stærsta fyrirtæki landsins. Er Dagur gallalaus, hefur hann engin mistök gert!? Nei, hann hefur víða komið víð, átt samstarf við marga, sem hann hefur orðið að treysta á, bæði þeir og hann sjálfur hafa gert mistök. En, er hér einhver án þeirra? Og, þessi mistök hefur svo Moggi legið í að magna upp og hamra á, gera miklu verri, en efni standa til, en Dagur hefur haldið D frá stjórn borgarinnar í 15 ár. Það er von, að Davíð Oddssyni svíði. Fyrir undirrituðum gnæfir birtan af starfi Dags og óeigingjörnu framlagi hans til þjóðfélagsmála langt yfir skuggana, ekki sízt, þegar kemur að grænum málum. Þegar fínn maður og góður kunningi, Logi Einarsson, ákvað að stíga úr stóli formanns S, var mín fyrsta hugsun: Dagur verður að taka við, og, þó að það sé ekki akkúrat á dagskrá hér, þá vildi ég Helgu Völu, sem varaformann. En, Dagur var ekki til í slaginn þá. Kannske var það sjúkdómurinn, sem hann gekk og gengur með, fylgigigtin. Er hægt að segja einhverjar svipaðar, magnaðar ferilsögur af Kristrúnu Frostadóttur? Er hún náttúrulegur leiðtogi? Nei, ég held ekki. Hún hefur hvergi verið valin til forustu, svo vitað sé, hvergi átt í miklu eða flóknu mannlegu samstarfi, leitt eða ráðið fram úr margþættum vanda, tekizt á við flókin samfélagsverkefni, í raun er hún nánast reynslulaus og þar með kunnáttulaus um samfélagsverkefni, nema af bókum. B-leiðtogi. Ég hef ekki talið hana rétta leiðtogann fyrir S, reyndar ekki fyrir neina veigamikla þjóðfélagslega starfsemi. Ég tel, að hún hafi farið rangt að í grundvallarefnum, sé vart hæf til þeirra verkefna, sem hún hefur fengið og tekið sér. Hana vantar alla reynslu og þekkingu. Alla kunnáttu á fólk, líka samherja og bandamenn. Og, í ofanlag reynist hún óheil. Fylgið, sem hefur flykkst til S, undir stjórn Kristrúnar, tel ég að nokkru stafa af örvæntingu - menn fundu hvergi skjól eða lausn - tímabundið flóttafylgi. Ég talaði hér um forystufé. Það gekk ekki um meðal annarra sauða og spurði, hvaða leið á ég að fara, hvernig komumst við fljótast og bezt yfir þessa heiði, hvernig getum við bezt bjargað okkur úr þessum byl. Forustuféð byggði á reynslu, eðlisgreind og ótakmörkuðu trausti og fylgni hjarðarinnar. Aðferð Kristrúnar, að fara um götur og torg og spyrja fólk á förnum vegi, hvað viljið þið, er fyrir undirrituðum barnaleg og fáránleg. Leitogi fer ekki um leitandi að svörum, hann býður upp á lausnir og svör. Hann lætur ekki hópinn leiða sig, heldur leiðir hann hópinn á grundvelli reynslu, þekkingar, skynsemi, góðrar dómgreindar og góðra og náinna félagslegra tengsla. Myndu Adenauer, De Gaulle eða Churcill hafa gengið um götur og torg og spurt: Hvað viljið þið? Það er ekki hægt að mæla með S undir stjórn Kristrúnar, það vantar ekki bara mannauðinn – hann er mest horfinn á braut, hún er búin að hrekja hann frá sér, og, langhæfasti maðurinn til valda og ráðherraembætta er fyrir henni bara „aukaleikari“ – heldur er Kristrún búin að farga öllum helztu og beztu sérstefnumálum S; ESB-aðild og Evru, til að bæta og styrkja efnahag, og öllum grænum málum, en þau eru baráttan gegn loftslagsvá, baráttan fyrir vernd dýra, náttúru og umhverfis, baráttan fyrir framtíð jarðar, þeirrar einu, sem við eigum, en þau eru allra þýðingarmesta mál okkar tíma fyrir alla þá, sem eitthvað sjá og eitthvað skilja, fyrir sanna, náttúrulega A-leiðtoga. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverdarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Á netinu er vefsíða um forystufé. Þar segir m.a. þetta: „Forystufé hefur verið til hér um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu. Stundum er forystuféð meira vexti en annað fé og fegurra. Góður forystusauður fór á undan í slæmri færð og fann bestu leiðina, hann rataði vel í hríðarbyljum og skilaði fé í hús heilu og höldnu. Einnig var forystufé talið veðurglöggt og var það oft tregt til að fara úr húsi, ef von var á slæmum veðrum á vetrum“. Mitt mat er, að það sama gildi nokkuð um menn. Sumir eru fæddir leiðtogar, aðrir síður, enn aðrir alls ekki. Hverjir eru náttúrulegir leiðtogar? Í hópi veljast þeir, eins og af sjálfu sér, til forystu. Hópurinn sjálfur vill þá, og hvetur þá til forystu. Felur þeim hana. Náttúrulegir foystumenn. Án yfirgangs eða ofbeldis. Án tilfæringa eða tilrauna til að rýra eða sverta aðra. Án illvigrar samkeppni. Svo eru þeir, sem þrá og vilja verða forystumenn, en skortir í reynd náttúrulega burði til þess. Þeir reyna að hrifsa til sín völdin með ýmsum hætti. M.a. með því að skáka þeim í burtu, sem gætu verið þeim hættulegur keppinautur um völd. Baktala þá, gera lítið úr þeim. Bezta er að losna við þá úr umhverfinu. Fyrir mér eru þetta B-leiðtogar. Dagur B. Eggertsson er náttúrulegur forystumaður. Í Menntaskólanum í Reykjavík, MR, var hann formaður nemendafélagsins, Inspector Scholae. Á sama tíma var hann formaður Félags framhaldsskólanema. Í Háskóla Íslands var hann formaður Stúdentaráðs og sat í stjórn Félagsstofnunar stúdenta. Til allra þessara verkefna valdist hann með náttúrulegum hætti. Hann tróð sér hvergi að eða inn, hvað þá, að hann beitti bolabrögðum til að komast í þessi embætti. Árið 2002, þá þrítugur, varð Dagur borgarfulltrúi. Árið 2007 tók Dagur fyrst við sem borgarstjóri á vegum Samfylkingarinnar, VG, Framsóknarflokksins og F-lista. Dagur varð svo formaður borgarráðs 2010 til 2014, og að loknum kosningum 2014, varð Dagur aftur borgarstjóri, nú á vegur Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata. 2018 kom Viðreisn þar inn, í stað Bjartrar framtíðar. Borgarstjóri var Dagur fram til ársins í ár, en nú er hann aftur formaður borgarráðs. Hvað segir þessa saga öll, þessi ferill, okkur? Dagur er feikilega reyndur og klár, hefur unnið á jákvæðum nótum með öllum helztu flokkum borgarinnar. Býr yfir hafsjó að reynslu og þekkingu. Er fyrir undirrituðum sennilega reyndasti og hæfasti stjórnmálamaður landsins. Hefði verið tilvalið efni í næsta forsætisráðherra. Menn mega hafa í huga, að Reykjavíkurborg er í reynd stærsta fyrirtæki landsins. Er Dagur gallalaus, hefur hann engin mistök gert!? Nei, hann hefur víða komið víð, átt samstarf við marga, sem hann hefur orðið að treysta á, bæði þeir og hann sjálfur hafa gert mistök. En, er hér einhver án þeirra? Og, þessi mistök hefur svo Moggi legið í að magna upp og hamra á, gera miklu verri, en efni standa til, en Dagur hefur haldið D frá stjórn borgarinnar í 15 ár. Það er von, að Davíð Oddssyni svíði. Fyrir undirrituðum gnæfir birtan af starfi Dags og óeigingjörnu framlagi hans til þjóðfélagsmála langt yfir skuggana, ekki sízt, þegar kemur að grænum málum. Þegar fínn maður og góður kunningi, Logi Einarsson, ákvað að stíga úr stóli formanns S, var mín fyrsta hugsun: Dagur verður að taka við, og, þó að það sé ekki akkúrat á dagskrá hér, þá vildi ég Helgu Völu, sem varaformann. En, Dagur var ekki til í slaginn þá. Kannske var það sjúkdómurinn, sem hann gekk og gengur með, fylgigigtin. Er hægt að segja einhverjar svipaðar, magnaðar ferilsögur af Kristrúnu Frostadóttur? Er hún náttúrulegur leiðtogi? Nei, ég held ekki. Hún hefur hvergi verið valin til forustu, svo vitað sé, hvergi átt í miklu eða flóknu mannlegu samstarfi, leitt eða ráðið fram úr margþættum vanda, tekizt á við flókin samfélagsverkefni, í raun er hún nánast reynslulaus og þar með kunnáttulaus um samfélagsverkefni, nema af bókum. B-leiðtogi. Ég hef ekki talið hana rétta leiðtogann fyrir S, reyndar ekki fyrir neina veigamikla þjóðfélagslega starfsemi. Ég tel, að hún hafi farið rangt að í grundvallarefnum, sé vart hæf til þeirra verkefna, sem hún hefur fengið og tekið sér. Hana vantar alla reynslu og þekkingu. Alla kunnáttu á fólk, líka samherja og bandamenn. Og, í ofanlag reynist hún óheil. Fylgið, sem hefur flykkst til S, undir stjórn Kristrúnar, tel ég að nokkru stafa af örvæntingu - menn fundu hvergi skjól eða lausn - tímabundið flóttafylgi. Ég talaði hér um forystufé. Það gekk ekki um meðal annarra sauða og spurði, hvaða leið á ég að fara, hvernig komumst við fljótast og bezt yfir þessa heiði, hvernig getum við bezt bjargað okkur úr þessum byl. Forustuféð byggði á reynslu, eðlisgreind og ótakmörkuðu trausti og fylgni hjarðarinnar. Aðferð Kristrúnar, að fara um götur og torg og spyrja fólk á förnum vegi, hvað viljið þið, er fyrir undirrituðum barnaleg og fáránleg. Leitogi fer ekki um leitandi að svörum, hann býður upp á lausnir og svör. Hann lætur ekki hópinn leiða sig, heldur leiðir hann hópinn á grundvelli reynslu, þekkingar, skynsemi, góðrar dómgreindar og góðra og náinna félagslegra tengsla. Myndu Adenauer, De Gaulle eða Churcill hafa gengið um götur og torg og spurt: Hvað viljið þið? Það er ekki hægt að mæla með S undir stjórn Kristrúnar, það vantar ekki bara mannauðinn – hann er mest horfinn á braut, hún er búin að hrekja hann frá sér, og, langhæfasti maðurinn til valda og ráðherraembætta er fyrir henni bara „aukaleikari“ – heldur er Kristrún búin að farga öllum helztu og beztu sérstefnumálum S; ESB-aðild og Evru, til að bæta og styrkja efnahag, og öllum grænum málum, en þau eru baráttan gegn loftslagsvá, baráttan fyrir vernd dýra, náttúru og umhverfis, baráttan fyrir framtíð jarðar, þeirrar einu, sem við eigum, en þau eru allra þýðingarmesta mál okkar tíma fyrir alla þá, sem eitthvað sjá og eitthvað skilja, fyrir sanna, náttúrulega A-leiðtoga. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverdarsinni.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar