Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:01 Við sem foreldrar eigum það til að leita leiða til þess að gera fleiri ábyrga fyrir börnunum okkar. Sem er eðlilegt, því það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn. Foreldrar þurfa að nýta sér alls konar þjónustu í uppeldi barna og sem foreldri vil ég að þessi þjónusta sé hnökralaus. Menntakerfið, íþróttastarf, geðheilbrigðisþjónusta og svo mætti lengi telja. En það þýðir ekki að ég geti sett ábyrgðina á uppeldi barnsins míns alfarið á þau sem sjá um að veita barninu mínu framangreinda þjónustu, þau eiga að koma að því með mér. Með mér er svolítið lykilatriði að mínu mati, ábyrgð okkar sem foreldra á uppeldi barnanna okkar byrjar og endar hjá okkur. Aðrir styðja við það með þeim úrræðum sem standa barninu til boða. Þá þarf kjark og þor, mikla vinnu og eljusemi til að koma með breytingar á fyrirliggjandi kerfum og það er einmitt það sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur unnið streitulaust að allt kjörtímabilið. Förum aðeins yfir hvað þarf að vera í lagi svo börnunum líði vel og foreldrar upplifi traust innan kerfisins og hvað var í býgerð þegar kjarkleysið dundi yfir samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn. Menntakerfið og mat á árangri Við viljum að börnin okkar fái framúrskarandi menntun sem er byggð á traustum grunni samskipta milli heimilis og skóla. Það þýðir að við viljum að skólinn kenni börnunum okkar það sem stendur í aðalnámskrá, allt frá því að læra að lesa og reikna og yfir í rökhugsun, lífsleikni og heimilisfræði, svo eitthvað sé nefnt. Gott og vel. En hvernig ætlum við að meta þann árangur sem af þeirri kennslu kemur? Samræmd próf voru mælikvarði um árabil og við sem munum eftir þeim munum líka eftir kvíðahnútnum sem fylgdi þessu risastóra orði samræmd. Þetta var orð sem maður skyldi ekki alveg hvað þýddi eða hvers vegna við værum að taka þessi próf. Fyrir mitt leyti var það aldrei útskýrt fyrir barninu sem var að taka það í fyrsta skipti. Samræmd próf sem slík eru góð, gefa okkur yfirsýn yfir hvernig við erum að standa okkur þegar kemur að menntun barnanna okkar. En það er samt sem áður þannig að samfélagið verður stöðugt að endurskoða og endurmeta þær mælingar sem eiga að meta árangur í menntakerfinu. Þar tók Ásmundur Einar af skarið og afnam samræmdu prófin í þeirri mynd sem þau voru og hóf vinnu við að finna betri og nútímalegri aðferð við að meta námsárangur. Frumvarp um samræmt námsmat var á leið inn í þingið á haustmánuðum en vegna uppgjafar ákveðinna flokka innan ríkisstjórnarinnar var allt sett á ís. Það verður því að vera fyrsta verk á nýju kjörtímabili að halda áfram með þessa vinnu. Námsgagnaútgáfa Traustar upplýsingar byggðar á rannsóknum skipta sköpum þegar við tölum um námgsagnaútgáfu. Það námsefni sem lagt er fyrir börnin okkar í skólanum þarf að vera gagnlegt og fróðlegt með þeim útgangspunkti að þau skilji viðfangsefnið hverju sinni. Ljóst er að námsgögn eru víða orðin úreld og því var orðið tímabært að uppfæra þau. Tækniþróun og notkun starfrænna lausna í menntun er nú orðinn raunverulegur valkostur fyrir kennara og styður við heilbrigða skjánotkun. Foreldrar geta þannig kennt börnum að nota skjái sem fræðslutól en ekki að heilalaust hámhorf á YouTube sé eina gagnið við þessi tæki. Það mætti lengi telja upp kosti þess að nota stafrænar lausnir í kennslu og með tækninni er hægt að auka fræðsluefni til barna. Allt ofangreint átti að verða að veruleika en fyrir þinginu lá frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um breytingar í námsgagnaútgáfu. Það þarf að klára svo við getum gert betur og meira þegar kemur að fræðsluefni fyrir börn. Inngildandi nálgun í skólakerfinu Hér var um að ræða ný heildarlög um skipulag starfshátta, stuðnings- og þjónustu við börn í því skyni að tryggja þeim jöfn tækifæri til framúrskarandi menntunar. Þetta frumvarp var hluti af endurbótum og nýrri nálgun í menntakerfinu og er hluti af stofnun Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Þetta er mál sem ég hef mikla trú á að komi til með að gagnast börnunum okkar sama hvaða áskoranir þau glíma við í sínu daglega lífi. Eins og í öllu því sem Ásmundur Einar stendur fyrir þá fór fram víðtækt samráð við vinnslu þessara mála, alveg eins og þegar farsældarlögin voru í vinnslu og fleiri virkilega góð mál. Íþróttamálin Ný heildarlög um íþróttir voru á lokametrunum sem svöruðu kröfum nútímans til íþrótta meðal annars með tilliti til fagmennsku, aukinnar þekkingar og þess mikilvæga hlutverks sem íþróttir hafa í samfélaginu. Þar er horft sérstaklega til stöðu barna og ungmenna í íþróttum, jafnrétti til iðkunar, íþróttamannvirkja og fleira. Framkvæmdaráætlun um afreksíþróttir sem unnin var í þverpólitísku samráði og skilaði þeirri vinnu að komin var tímasett innleiðingaráætlun til að betur styðja við afreksstarf í íþróttum hér á landi. Eitthvað sem lengi hefur verið kallað eftir og skiptir sköpum því við erum, og eigum að vera, fremst á meðal jafningja í stuðningi við afreksíþróttafólkið okkar, fyrirmyndir barnanna okkar, sem vinnur dag og nótt að því að ná markmiðum sínum. Frístunda og félagsstarf Það lá fyrir að lögfesta frístunda og félagsstarf barna, í því skyni að festa það í sessi sem grunnþjónustu við íbúana. Mikilvægi forvarna sem eiga sér stað innan frístundageirans verður seint fullþakkað. Lagaumhverfið þurfti að færa til nútímalegra horfs. Þar þurfti meðal annars að styrkja lagaumgjörð utan um frístunda- og félagsstarf barna og ungmenna innan sveitarfélaganna og styrkja stöðu ungmennaráðs í hverju sveitarfélagi. Þetta mál styður við markmið Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um virka þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Allt þetta og fleira þarf að halda áfram að vinna að og ég sé ekki fyrir mér að við munum gera það án þess að Ásmundur Einar Daðason verði þar áfram í fararbroddi fyrir stórar kerfisbreytingar í þágu barna og ungmenna. Þar liggur kjarkurinn, eldmóðurinn og hjartað. Það hefur enginn annar flokkur tekið jafn stór skref og barist jafnmikið fyrir bættri þjónustu eins og hann hefur gert. Höfum það í huga þegar við göngum til kosninga. Börnin okkar eru framtíðin, við gerum okkur grein fyrir því. Höldum áfram þessari vegferð og búum til trausta framtíð fyrir þau. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Framsóknar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun STÓRKOSTLeg TÍMASKEKKJa Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Sjá meira
Við sem foreldrar eigum það til að leita leiða til þess að gera fleiri ábyrga fyrir börnunum okkar. Sem er eðlilegt, því það þarf heilt þorp til þess að ala upp barn. Foreldrar þurfa að nýta sér alls konar þjónustu í uppeldi barna og sem foreldri vil ég að þessi þjónusta sé hnökralaus. Menntakerfið, íþróttastarf, geðheilbrigðisþjónusta og svo mætti lengi telja. En það þýðir ekki að ég geti sett ábyrgðina á uppeldi barnsins míns alfarið á þau sem sjá um að veita barninu mínu framangreinda þjónustu, þau eiga að koma að því með mér. Með mér er svolítið lykilatriði að mínu mati, ábyrgð okkar sem foreldra á uppeldi barnanna okkar byrjar og endar hjá okkur. Aðrir styðja við það með þeim úrræðum sem standa barninu til boða. Þá þarf kjark og þor, mikla vinnu og eljusemi til að koma með breytingar á fyrirliggjandi kerfum og það er einmitt það sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur unnið streitulaust að allt kjörtímabilið. Förum aðeins yfir hvað þarf að vera í lagi svo börnunum líði vel og foreldrar upplifi traust innan kerfisins og hvað var í býgerð þegar kjarkleysið dundi yfir samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn. Menntakerfið og mat á árangri Við viljum að börnin okkar fái framúrskarandi menntun sem er byggð á traustum grunni samskipta milli heimilis og skóla. Það þýðir að við viljum að skólinn kenni börnunum okkar það sem stendur í aðalnámskrá, allt frá því að læra að lesa og reikna og yfir í rökhugsun, lífsleikni og heimilisfræði, svo eitthvað sé nefnt. Gott og vel. En hvernig ætlum við að meta þann árangur sem af þeirri kennslu kemur? Samræmd próf voru mælikvarði um árabil og við sem munum eftir þeim munum líka eftir kvíðahnútnum sem fylgdi þessu risastóra orði samræmd. Þetta var orð sem maður skyldi ekki alveg hvað þýddi eða hvers vegna við værum að taka þessi próf. Fyrir mitt leyti var það aldrei útskýrt fyrir barninu sem var að taka það í fyrsta skipti. Samræmd próf sem slík eru góð, gefa okkur yfirsýn yfir hvernig við erum að standa okkur þegar kemur að menntun barnanna okkar. En það er samt sem áður þannig að samfélagið verður stöðugt að endurskoða og endurmeta þær mælingar sem eiga að meta árangur í menntakerfinu. Þar tók Ásmundur Einar af skarið og afnam samræmdu prófin í þeirri mynd sem þau voru og hóf vinnu við að finna betri og nútímalegri aðferð við að meta námsárangur. Frumvarp um samræmt námsmat var á leið inn í þingið á haustmánuðum en vegna uppgjafar ákveðinna flokka innan ríkisstjórnarinnar var allt sett á ís. Það verður því að vera fyrsta verk á nýju kjörtímabili að halda áfram með þessa vinnu. Námsgagnaútgáfa Traustar upplýsingar byggðar á rannsóknum skipta sköpum þegar við tölum um námgsagnaútgáfu. Það námsefni sem lagt er fyrir börnin okkar í skólanum þarf að vera gagnlegt og fróðlegt með þeim útgangspunkti að þau skilji viðfangsefnið hverju sinni. Ljóst er að námsgögn eru víða orðin úreld og því var orðið tímabært að uppfæra þau. Tækniþróun og notkun starfrænna lausna í menntun er nú orðinn raunverulegur valkostur fyrir kennara og styður við heilbrigða skjánotkun. Foreldrar geta þannig kennt börnum að nota skjái sem fræðslutól en ekki að heilalaust hámhorf á YouTube sé eina gagnið við þessi tæki. Það mætti lengi telja upp kosti þess að nota stafrænar lausnir í kennslu og með tækninni er hægt að auka fræðsluefni til barna. Allt ofangreint átti að verða að veruleika en fyrir þinginu lá frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um breytingar í námsgagnaútgáfu. Það þarf að klára svo við getum gert betur og meira þegar kemur að fræðsluefni fyrir börn. Inngildandi nálgun í skólakerfinu Hér var um að ræða ný heildarlög um skipulag starfshátta, stuðnings- og þjónustu við börn í því skyni að tryggja þeim jöfn tækifæri til framúrskarandi menntunar. Þetta frumvarp var hluti af endurbótum og nýrri nálgun í menntakerfinu og er hluti af stofnun Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Þetta er mál sem ég hef mikla trú á að komi til með að gagnast börnunum okkar sama hvaða áskoranir þau glíma við í sínu daglega lífi. Eins og í öllu því sem Ásmundur Einar stendur fyrir þá fór fram víðtækt samráð við vinnslu þessara mála, alveg eins og þegar farsældarlögin voru í vinnslu og fleiri virkilega góð mál. Íþróttamálin Ný heildarlög um íþróttir voru á lokametrunum sem svöruðu kröfum nútímans til íþrótta meðal annars með tilliti til fagmennsku, aukinnar þekkingar og þess mikilvæga hlutverks sem íþróttir hafa í samfélaginu. Þar er horft sérstaklega til stöðu barna og ungmenna í íþróttum, jafnrétti til iðkunar, íþróttamannvirkja og fleira. Framkvæmdaráætlun um afreksíþróttir sem unnin var í þverpólitísku samráði og skilaði þeirri vinnu að komin var tímasett innleiðingaráætlun til að betur styðja við afreksstarf í íþróttum hér á landi. Eitthvað sem lengi hefur verið kallað eftir og skiptir sköpum því við erum, og eigum að vera, fremst á meðal jafningja í stuðningi við afreksíþróttafólkið okkar, fyrirmyndir barnanna okkar, sem vinnur dag og nótt að því að ná markmiðum sínum. Frístunda og félagsstarf Það lá fyrir að lögfesta frístunda og félagsstarf barna, í því skyni að festa það í sessi sem grunnþjónustu við íbúana. Mikilvægi forvarna sem eiga sér stað innan frístundageirans verður seint fullþakkað. Lagaumhverfið þurfti að færa til nútímalegra horfs. Þar þurfti meðal annars að styrkja lagaumgjörð utan um frístunda- og félagsstarf barna og ungmenna innan sveitarfélaganna og styrkja stöðu ungmennaráðs í hverju sveitarfélagi. Þetta mál styður við markmið Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um virka þátttöku ungs fólks í samfélaginu. Allt þetta og fleira þarf að halda áfram að vinna að og ég sé ekki fyrir mér að við munum gera það án þess að Ásmundur Einar Daðason verði þar áfram í fararbroddi fyrir stórar kerfisbreytingar í þágu barna og ungmenna. Þar liggur kjarkurinn, eldmóðurinn og hjartað. Það hefur enginn annar flokkur tekið jafn stór skref og barist jafnmikið fyrir bættri þjónustu eins og hann hefur gert. Höfum það í huga þegar við göngum til kosninga. Börnin okkar eru framtíðin, við gerum okkur grein fyrir því. Höldum áfram þessari vegferð og búum til trausta framtíð fyrir þau. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Framsóknar í Reykjavík norður.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar