Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 7. nóvember 2024 09:02 Sagnaarfur Biblíunnar er oft sagður grundvöllur siðmenningar okkar en það fylgir sjaldnar sögunni hvers vegna Biblían er jafn mikilvæg menningu okkar og raun ber vitni. Biblían er safn rita sem lagt hefur grundvöllinn að trúarlífi, siðferðis- og lagaumhverfi og menningararfi Íslendinga frá örófi alda og án þekkingar á henni erum við sem samfélag illa í stakk búin til að takast á við viðfangsefni samtímans. Rétturinn til náms um eigin trúararfleifð Undanfarin ár hef ég kennt við guðfræðideild í Þýskalandi en þar er það stjórnarskrárvarinn réttur nemenda að fá fræðslu um eigin trúararf og er sú fræðsla í ríkisreknum grunn- og framhaldsskólum unnin í samstarfi við viðkomandi kirkjudeildir eða trúarbrögð. Rétturinn var tryggður þegar Vestur-Þýskaland varð til árið 1949, en þá höfðu stríðsárin sýnt fram á hörmungar þess að umbera andúð í garð trúarhópa og trúarbragða og í Austur-Þýskalandi var trúfrelsið fótum troðið í nafni trúleysis og kommúnisma. Vaxandi fjöldi innflytjenda frá múslimalöndum hefur í kjölfarið sannað gildi þess að kenna trúarbragðafræði í almennum skólum. Fræðslan er tvískipt, annarsvegar almenn umfjöllun um kristindóm sem öllum nemendum er skylt að sitja, og hins vegar játningarbundin fræðsla þar sem kristinfræði er kennd í samstarfi við mótmælendakirkjur og kaþólsku kirkjuna. Nemendur af öðrum trúarbrögðum fá fræðslu um eigin trúarhefð. Ef lágmarksfjöldi nemenda við skólann tilheyrir sömu trúarbrögðum er ráðinn háskólamenntaður kennari til að kenna þeim um eigin sið. Ennfremur fer fram helgihald í skólunum, sem er valkvætt fyrir nemendur og sambærilegt við skólaheimsóknir um jól sem tíðkast hafa hér á landi. Markmið fræðslunnar er margþætt og í námsskrá þess sambandsríkis sem ég hef starfað í, Norðurrín-Vestfalíu, eru m.a. nefnd atriði á borð við lífsleikni, undirbúning nemenda undir viðfangsefni lífsins – sorg, tilgang, frelsi og hamingju, menningarlæsi og fjölmenningarfærni. Í lýsingunni er gengið út frá því að þekking á trú og trúarhefðum sé grundvöllur farsællar sambúðar trúarbragðanna. Sömu sjónarmið eiga við hér á landi. Áhrif kristni á íslenska menningu Óhætt er að fullyrða að enginn hluti íslenskrar menningar sé ósnortinn af kristnum menningaráhrifum. Frá upphafi landnáms hefur íslenskt samfélag verið undir áhrifum af kristinni trú. Þeir norrænu höfðingjar sem hingað sigldu þekktu til kristindómsins, sem var óðum að festa rætur á ný í Norður-Evrópu, og það keltneska fólk sem hingað kom hefur tekið með sér kristna trú. Jafnvel heiðnar heimildir á borð við Völuspá og Gylfaginningu eru gegnsýrðar af kristnum áhrifum, eða „kristin áhrif [hafa] glapið Snorra [Sturlusyni] sýn“ eins og Sigurður Norðdal orðaði það (Snorri Sturluson, 1930, s. 121). Elsta handrit Íslendinga er Hómilíubókin, leiðbeiningar til prédikunar á Íslandi frá árinu 1200, og fræg eru ummæli Jóns Helgasonar að „Óvíða flóa lindir íslenzk máls tærari en í þessari gömlu bók, og er sá íslenzkur rithöfundur sem ekki hefur þaullesið hana, litlu betur undir starf sitt búinn en sá prestur sem enn á ólesna fjallræðuna“ (Handritaspjall, 1958, s. 16). Fornbókmenntir okkar er fullar af kristnum vísunum, eins og Siân E. Grønlie hefur nýverið bent á. Handritin okkar innihalda stórbrotnar þýðingar og útleggingar á Biblíunni eins og finna má í Stjórnog AM 227, sem er líklega fegursta handrit íslenskra miðalda. Sé litið til lagaumhverfis okkar er lögsaga Íslendinga er samofin ritskýringu á Biblíunni, en elsta lögbókin Grágás hefst á orðunum „Það er upphaf laga vorra að allir menn skulu kristnir vera á landi hér“ og eftirfari hennar Járnsíða hefst á signingu, „Í nafni föður og sonar og andans helga“. Lagakerfi okkar grundvallast á ritskýringu á biblíutextum og þó að löggjafarvaldið sé í dag óháð kirkju og kristni, eiga grundvallarviðmið samfélagsins ennþá rætur sínar að rekja til kristinnar trúar. Jafnvel táknmyndir þjóðarinnar byggja á kristnum grunni, fáninn ber kross Krists, landvættirnir eiga fyrirmynd í guðspjallamönnum Nýja testamentisins og þjóðsöngurinn er ortur út frá 90. Davíðssálmi. Um Biblíufræðslu í skólum á Íslandi Sú hugmynd að ekki eigi að leggja meiri áherslu á kristindóminn í skólakerfinu en önnur trúarbrögð er jafn fráleit og íslenskan eigi ekki að njóta sérstöðu þar, umfram önnur tungumál. Það er óhugsandi að vera læs á íslenska menningu án grunnþekkingar á Biblíunni. Með vaxandi trúarlegum fjölbreytileika í samfélagi okkar, í kjölfar innflytjenda og annarra erlendra áhrifa, verður þekking á trúarbrögðum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Virðing fyrir ólíkum menningarhefðum er markmið fræðslu á sviði trúarbragða og forsendur slíkrar virðingar er að nemendur séu upplýstir um eigin trúarhefð. Slík ígrundun snertir dýpra en persónuleg trúarafstaða, því virðing fyrir trú og menningu annarra, grundvallast á virðingu fyrir eigin trúararfi og meðvitund um sína persónulegu trúarafstöðu. Þekkingarleysi á Biblíunni veldur því að nemendur eru illlæsir á þann stóra hluta menningar okkar sem ritningin hefur alið af sér og það mun ekki auka skilning og umburðarlyndi á tímum fjölmenningar. Biblían fjallar um leit mannsins að hinu guðlega og um mót Guðs og manns. Þeirri leit er sannarlega ekki lokið. Má í því sambandi nefna, þann mikla fjölda nútíma sjálfshjálparbókmennta sem gefinn er út, en þar er oft biblíulegt efni sett í nýjan búning. Læsi á Biblíuna og kristinn trúararf gerir nemendur gagnrýnni og upplýstari á markaðstorgi guðanna. Það ætti að vera ein af frumskyldum íslensks skólakerfis að gera nemendur kunnuga Biblíunni. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Sagnaarfur Biblíunnar er oft sagður grundvöllur siðmenningar okkar en það fylgir sjaldnar sögunni hvers vegna Biblían er jafn mikilvæg menningu okkar og raun ber vitni. Biblían er safn rita sem lagt hefur grundvöllinn að trúarlífi, siðferðis- og lagaumhverfi og menningararfi Íslendinga frá örófi alda og án þekkingar á henni erum við sem samfélag illa í stakk búin til að takast á við viðfangsefni samtímans. Rétturinn til náms um eigin trúararfleifð Undanfarin ár hef ég kennt við guðfræðideild í Þýskalandi en þar er það stjórnarskrárvarinn réttur nemenda að fá fræðslu um eigin trúararf og er sú fræðsla í ríkisreknum grunn- og framhaldsskólum unnin í samstarfi við viðkomandi kirkjudeildir eða trúarbrögð. Rétturinn var tryggður þegar Vestur-Þýskaland varð til árið 1949, en þá höfðu stríðsárin sýnt fram á hörmungar þess að umbera andúð í garð trúarhópa og trúarbragða og í Austur-Þýskalandi var trúfrelsið fótum troðið í nafni trúleysis og kommúnisma. Vaxandi fjöldi innflytjenda frá múslimalöndum hefur í kjölfarið sannað gildi þess að kenna trúarbragðafræði í almennum skólum. Fræðslan er tvískipt, annarsvegar almenn umfjöllun um kristindóm sem öllum nemendum er skylt að sitja, og hins vegar játningarbundin fræðsla þar sem kristinfræði er kennd í samstarfi við mótmælendakirkjur og kaþólsku kirkjuna. Nemendur af öðrum trúarbrögðum fá fræðslu um eigin trúarhefð. Ef lágmarksfjöldi nemenda við skólann tilheyrir sömu trúarbrögðum er ráðinn háskólamenntaður kennari til að kenna þeim um eigin sið. Ennfremur fer fram helgihald í skólunum, sem er valkvætt fyrir nemendur og sambærilegt við skólaheimsóknir um jól sem tíðkast hafa hér á landi. Markmið fræðslunnar er margþætt og í námsskrá þess sambandsríkis sem ég hef starfað í, Norðurrín-Vestfalíu, eru m.a. nefnd atriði á borð við lífsleikni, undirbúning nemenda undir viðfangsefni lífsins – sorg, tilgang, frelsi og hamingju, menningarlæsi og fjölmenningarfærni. Í lýsingunni er gengið út frá því að þekking á trú og trúarhefðum sé grundvöllur farsællar sambúðar trúarbragðanna. Sömu sjónarmið eiga við hér á landi. Áhrif kristni á íslenska menningu Óhætt er að fullyrða að enginn hluti íslenskrar menningar sé ósnortinn af kristnum menningaráhrifum. Frá upphafi landnáms hefur íslenskt samfélag verið undir áhrifum af kristinni trú. Þeir norrænu höfðingjar sem hingað sigldu þekktu til kristindómsins, sem var óðum að festa rætur á ný í Norður-Evrópu, og það keltneska fólk sem hingað kom hefur tekið með sér kristna trú. Jafnvel heiðnar heimildir á borð við Völuspá og Gylfaginningu eru gegnsýrðar af kristnum áhrifum, eða „kristin áhrif [hafa] glapið Snorra [Sturlusyni] sýn“ eins og Sigurður Norðdal orðaði það (Snorri Sturluson, 1930, s. 121). Elsta handrit Íslendinga er Hómilíubókin, leiðbeiningar til prédikunar á Íslandi frá árinu 1200, og fræg eru ummæli Jóns Helgasonar að „Óvíða flóa lindir íslenzk máls tærari en í þessari gömlu bók, og er sá íslenzkur rithöfundur sem ekki hefur þaullesið hana, litlu betur undir starf sitt búinn en sá prestur sem enn á ólesna fjallræðuna“ (Handritaspjall, 1958, s. 16). Fornbókmenntir okkar er fullar af kristnum vísunum, eins og Siân E. Grønlie hefur nýverið bent á. Handritin okkar innihalda stórbrotnar þýðingar og útleggingar á Biblíunni eins og finna má í Stjórnog AM 227, sem er líklega fegursta handrit íslenskra miðalda. Sé litið til lagaumhverfis okkar er lögsaga Íslendinga er samofin ritskýringu á Biblíunni, en elsta lögbókin Grágás hefst á orðunum „Það er upphaf laga vorra að allir menn skulu kristnir vera á landi hér“ og eftirfari hennar Járnsíða hefst á signingu, „Í nafni föður og sonar og andans helga“. Lagakerfi okkar grundvallast á ritskýringu á biblíutextum og þó að löggjafarvaldið sé í dag óháð kirkju og kristni, eiga grundvallarviðmið samfélagsins ennþá rætur sínar að rekja til kristinnar trúar. Jafnvel táknmyndir þjóðarinnar byggja á kristnum grunni, fáninn ber kross Krists, landvættirnir eiga fyrirmynd í guðspjallamönnum Nýja testamentisins og þjóðsöngurinn er ortur út frá 90. Davíðssálmi. Um Biblíufræðslu í skólum á Íslandi Sú hugmynd að ekki eigi að leggja meiri áherslu á kristindóminn í skólakerfinu en önnur trúarbrögð er jafn fráleit og íslenskan eigi ekki að njóta sérstöðu þar, umfram önnur tungumál. Það er óhugsandi að vera læs á íslenska menningu án grunnþekkingar á Biblíunni. Með vaxandi trúarlegum fjölbreytileika í samfélagi okkar, í kjölfar innflytjenda og annarra erlendra áhrifa, verður þekking á trúarbrögðum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Virðing fyrir ólíkum menningarhefðum er markmið fræðslu á sviði trúarbragða og forsendur slíkrar virðingar er að nemendur séu upplýstir um eigin trúarhefð. Slík ígrundun snertir dýpra en persónuleg trúarafstaða, því virðing fyrir trú og menningu annarra, grundvallast á virðingu fyrir eigin trúararfi og meðvitund um sína persónulegu trúarafstöðu. Þekkingarleysi á Biblíunni veldur því að nemendur eru illlæsir á þann stóra hluta menningar okkar sem ritningin hefur alið af sér og það mun ekki auka skilning og umburðarlyndi á tímum fjölmenningar. Biblían fjallar um leit mannsins að hinu guðlega og um mót Guðs og manns. Þeirri leit er sannarlega ekki lokið. Má í því sambandi nefna, þann mikla fjölda nútíma sjálfshjálparbókmennta sem gefinn er út, en þar er oft biblíulegt efni sett í nýjan búning. Læsi á Biblíuna og kristinn trúararf gerir nemendur gagnrýnni og upplýstari á markaðstorgi guðanna. Það ætti að vera ein af frumskyldum íslensks skólakerfis að gera nemendur kunnuga Biblíunni. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar