Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2024 13:02 Áður en tæknin og aukning í notkun fjarvinnutækni varð gat fólk tæplega flutt innanlands nema því stæði til boða atvinna á nýja staðnum. Í dag er komin upp allt önnur staða, góð nettenging er eina sem þarf til að geta sinnt atvinnu hvort sem það er á Siglufirði eða á Djúpavogi. Þrátt fyrir að ríkisvaldið hafi að einhverju leyti dregið lappirnar í að tryggja örari þróun óstaðbundinna starfa þá hefur margt gott verið gert á vettvangi stofnanna ríkisins til þess að tryggja jafnari dreifingu opinberra starfa um allt land. Þrátt fyrir töluvert átak í jöfnun tækifæra þá er staðan sú að hlutfall opinberra starfa á höfuðborgarsvæði er töluvert umfram hlutfall íbúa svæðisins af heildar íbúafjölda landsins. Þetta er auðvitað afleiðing af meðvitaðri stefnu stjórnvalda um að þjappa störfum á vegum hins opinbera á höfuðborgarsvæðið - stefna sem hefur þau fyrirsjáanlegu áhrif að takmarka búsetufrelsi fólks. Komist ég á þing vill ég efla búsetufrelsi, það er ekki nóg að geta sinnt vinnunni hvaðan sem er á landinu. Atvinna er auðvitað mjög mikilvægur þáttur í lífi fólks, en það þarf fleira að koma til svo að hægt sé með markvissum hætti að jafna tækifæri allra svæða landsins. Nútímasamfélag þrífst ekki án nútíma innviða - það segir sig sjálft. Þess vegna er magnað að á landi eins og Íslandi þar sem fólk þarf nánast undantekningarlaust að ferðast yfir fjöll og firnindi hafi síðustu ríkisstjórn tekist að tryggja algjört stopp í gerð jarðgangna frá 2017! Þetta algjöra stopp í nýframkvæmdum er auðvitað lýsandi fyrir það frost sem innviðafjárfestingar hafa verið í á síðustu árum. En hvaða afleiðingar hefur það haft fyrir okkur sem þjóð að innviðafjárfestingar hafa verið látnar sitja á hakanum? Jú, það þýðir að reikningnum er einfaldlega velt yfir á komandi kynslóðir og verðmætum tíma sóað! Samfylkingin leggur fram grundvallarkröfu um framfarir í samgöngum, að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030 og að alltaf standi yfir framkvæmdir við 1-2 jarðgöng á hverjum tíma. Við frambjóðendur verðum að vera hreinskilin við kjósendur þegar kemur að innviðafjárfestingum, það er ekki hægt að auka innviðauppbyggingu og fara í niðurskurð á sama tíma og það mun kosta að takast á við vanrækslureikning síðustu ára. Höfundur skipar þriðja sæti á listi Samfylkingar - jafnaðarflokks Íslands í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fjarvinna Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Áður en tæknin og aukning í notkun fjarvinnutækni varð gat fólk tæplega flutt innanlands nema því stæði til boða atvinna á nýja staðnum. Í dag er komin upp allt önnur staða, góð nettenging er eina sem þarf til að geta sinnt atvinnu hvort sem það er á Siglufirði eða á Djúpavogi. Þrátt fyrir að ríkisvaldið hafi að einhverju leyti dregið lappirnar í að tryggja örari þróun óstaðbundinna starfa þá hefur margt gott verið gert á vettvangi stofnanna ríkisins til þess að tryggja jafnari dreifingu opinberra starfa um allt land. Þrátt fyrir töluvert átak í jöfnun tækifæra þá er staðan sú að hlutfall opinberra starfa á höfuðborgarsvæði er töluvert umfram hlutfall íbúa svæðisins af heildar íbúafjölda landsins. Þetta er auðvitað afleiðing af meðvitaðri stefnu stjórnvalda um að þjappa störfum á vegum hins opinbera á höfuðborgarsvæðið - stefna sem hefur þau fyrirsjáanlegu áhrif að takmarka búsetufrelsi fólks. Komist ég á þing vill ég efla búsetufrelsi, það er ekki nóg að geta sinnt vinnunni hvaðan sem er á landinu. Atvinna er auðvitað mjög mikilvægur þáttur í lífi fólks, en það þarf fleira að koma til svo að hægt sé með markvissum hætti að jafna tækifæri allra svæða landsins. Nútímasamfélag þrífst ekki án nútíma innviða - það segir sig sjálft. Þess vegna er magnað að á landi eins og Íslandi þar sem fólk þarf nánast undantekningarlaust að ferðast yfir fjöll og firnindi hafi síðustu ríkisstjórn tekist að tryggja algjört stopp í gerð jarðgangna frá 2017! Þetta algjöra stopp í nýframkvæmdum er auðvitað lýsandi fyrir það frost sem innviðafjárfestingar hafa verið í á síðustu árum. En hvaða afleiðingar hefur það haft fyrir okkur sem þjóð að innviðafjárfestingar hafa verið látnar sitja á hakanum? Jú, það þýðir að reikningnum er einfaldlega velt yfir á komandi kynslóðir og verðmætum tíma sóað! Samfylkingin leggur fram grundvallarkröfu um framfarir í samgöngum, að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030 og að alltaf standi yfir framkvæmdir við 1-2 jarðgöng á hverjum tíma. Við frambjóðendur verðum að vera hreinskilin við kjósendur þegar kemur að innviðafjárfestingum, það er ekki hægt að auka innviðauppbyggingu og fara í niðurskurð á sama tíma og það mun kosta að takast á við vanrækslureikning síðustu ára. Höfundur skipar þriðja sæti á listi Samfylkingar - jafnaðarflokks Íslands í Norðausturkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun