„Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2024 09:33 Mike Tyson er klár í slaginn gegn Jake Paul. getty/PG Mike Tyson hunsaði ráðleggingar lækna eftir að hann greindist með magasár sem varð til þess að fresta þurfti bardaga hans og Jakes Paul. Tyson og Paul áttu upphaflega að mætast í hringnum í júlí en fresta þurfti bardaganum eftir að það leið yfir Tyson í flugi frá Miami til Los Angeles. Í ljós kom að Tyson var með magasár. Hann segir að læknar hafi ekki getað útilokað að hann myndi látast af völdum þess. „Þegar ég var í flugvélinni á leið hingað til Miami fór ég á klósettið og kastaði upp blóði. Það næsta sem ég vissi var að ég lá á gólfinu. Ég fór á spítala og þeir fundu rúmlega sex sentímetra magasár. Allir vinir mínir hringdu í mig eins og ég væri að deyja,“ sagði Tyson. „Ég spurði lækninn hvort ég myndi deyja og hún sagði ekki nei. Hún sagði samt að við hefðum möguleika. Þá varð ég hræddur. En ég vildi bara komast úr þessu helvítis sjúkrarúmi. Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi. Ég vil deyja í hringnum.“ Einn læknirinn sem meðhöndlaði Tyson ráðlagði honum að taka því rólega við æfingar eftir veikindin. Tyson virti þau tilmæli læknisins að vettugi. Á föstudaginn mætast þeir Tyson og Paul á AT&T leikvanginum í Texas, heimavelli Dallas Cowboys. Bardaginn verður sýndur beint á Netflix. Box Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira
Tyson og Paul áttu upphaflega að mætast í hringnum í júlí en fresta þurfti bardaganum eftir að það leið yfir Tyson í flugi frá Miami til Los Angeles. Í ljós kom að Tyson var með magasár. Hann segir að læknar hafi ekki getað útilokað að hann myndi látast af völdum þess. „Þegar ég var í flugvélinni á leið hingað til Miami fór ég á klósettið og kastaði upp blóði. Það næsta sem ég vissi var að ég lá á gólfinu. Ég fór á spítala og þeir fundu rúmlega sex sentímetra magasár. Allir vinir mínir hringdu í mig eins og ég væri að deyja,“ sagði Tyson. „Ég spurði lækninn hvort ég myndi deyja og hún sagði ekki nei. Hún sagði samt að við hefðum möguleika. Þá varð ég hræddur. En ég vildi bara komast úr þessu helvítis sjúkrarúmi. Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi. Ég vil deyja í hringnum.“ Einn læknirinn sem meðhöndlaði Tyson ráðlagði honum að taka því rólega við æfingar eftir veikindin. Tyson virti þau tilmæli læknisins að vettugi. Á föstudaginn mætast þeir Tyson og Paul á AT&T leikvanginum í Texas, heimavelli Dallas Cowboys. Bardaginn verður sýndur beint á Netflix.
Box Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira