Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar 11. nóvember 2024 16:31 Strandveiðikerfið gefur sjómönnum tækifæri til að hefja útgerð á eigin báti. Kerfið er byggt á sóknardögum með margvíslegum takmörkunum umfram náttúrulegra aðstæðna. ·Óheimilt er að stunda veiðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. ·Leyfilegur fjöldi daga í hverjum mánuði, maí – ágúst, 12 talsins. ·Hver veiðiferð er takmörkuð við 14 klukkustundir ·Óheimilt er að fiska meira en 774 kg af þorski ·Óheimilt að nota fleiri en fjórar færarúllur við veiðarnar ·*Veiðar stöðvaðar þegar ætluðum heildarafla hefur verið landað.* Innan þessa ramma stunduðu 756 bátar veiðar á sl. sumri. Mikil auðlind sem Íslendingar eiga að þessi mikli fjöldi treysti sér til að gera út við framangreindar aðstæður. Þeir sem stunda strandveiðar eru skipstjóramenntaðir, þeir hafa lokið námi í Slysavarnaskóla sjómanna, bátur staðist árlega skoðun, húftryggður og sjómenn slysa- og líftryggðir, sérfræðingar í að draga fisk úr sjó, að lesa í veðrið og svo fjölmargt annað. Það er skoðun Landssambands smábátaeigenda að til að atvinnugreinin Strandveiðar vaxi og dafni þurfi að festa í lög að veiðidagar verði 48, 12 dagar í hverjum mánuði, maí – ágúst. Þannig verður jafnræði tryggt milli landshluta. *Fella verður brott úr lögum ákvæði um að skylt sé að stöðva veiðar innan tímabilsins sem byggir á „þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla“ „verði náð“*. Á nýafstöðnum aðalfundi LS átti sér stað mikil umræða um strandveiðar. Að lokinni yfirferð um tillögur svæðisfélaganna var eftirfarandi samþykkt: „Aðalfundur Landssambands smábátaeiganda skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir að gera tímabundna tilraun til 3 - 5 ára um breytt fyrirkomulag strandveiða. Tilraunin felst í því að heimilt verði að veiða allt að 12 daga í mánuði í fjóra mánuði, sbr. lög þar um, án þess að til stöðvunar veiða komi. LS hvetur strandveiðisjómenn og velunnara þeirra um land allt að láta til sín taka á framboðsfundum flokkana, kalla fram umræðu um strandveiðar og framtíð þeirra. Minna á skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið fól Félagsvísindastofnun Háskólans að gera í mars 2023. Niðurstaða hennar að 72,3% landsmanna eru fylgjandi því að auka veiðiheimildir til strandveiða. Fá fram skoðanir verðandi alþingismanna þannig að hægt verði að verja atkvæðinu rétt og tryggja stuðningsflokkum sem flest þingsæti þann 30. nóvember nk. Hver er afstaða þín og þíns flokks um að auka veiðiheimildir til strandveiða? Getur atvinnugreinin, Strandveiðar, treyst á stuðning þinn og þíns flokks um að tryggja allt að 12 veiðidaga í mánuði, tímabilið maí – ágúst? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sjávarútvegur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Strandveiðikerfið gefur sjómönnum tækifæri til að hefja útgerð á eigin báti. Kerfið er byggt á sóknardögum með margvíslegum takmörkunum umfram náttúrulegra aðstæðna. ·Óheimilt er að stunda veiðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. ·Leyfilegur fjöldi daga í hverjum mánuði, maí – ágúst, 12 talsins. ·Hver veiðiferð er takmörkuð við 14 klukkustundir ·Óheimilt er að fiska meira en 774 kg af þorski ·Óheimilt að nota fleiri en fjórar færarúllur við veiðarnar ·*Veiðar stöðvaðar þegar ætluðum heildarafla hefur verið landað.* Innan þessa ramma stunduðu 756 bátar veiðar á sl. sumri. Mikil auðlind sem Íslendingar eiga að þessi mikli fjöldi treysti sér til að gera út við framangreindar aðstæður. Þeir sem stunda strandveiðar eru skipstjóramenntaðir, þeir hafa lokið námi í Slysavarnaskóla sjómanna, bátur staðist árlega skoðun, húftryggður og sjómenn slysa- og líftryggðir, sérfræðingar í að draga fisk úr sjó, að lesa í veðrið og svo fjölmargt annað. Það er skoðun Landssambands smábátaeigenda að til að atvinnugreinin Strandveiðar vaxi og dafni þurfi að festa í lög að veiðidagar verði 48, 12 dagar í hverjum mánuði, maí – ágúst. Þannig verður jafnræði tryggt milli landshluta. *Fella verður brott úr lögum ákvæði um að skylt sé að stöðva veiðar innan tímabilsins sem byggir á „þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla“ „verði náð“*. Á nýafstöðnum aðalfundi LS átti sér stað mikil umræða um strandveiðar. Að lokinni yfirferð um tillögur svæðisfélaganna var eftirfarandi samþykkt: „Aðalfundur Landssambands smábátaeiganda skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir að gera tímabundna tilraun til 3 - 5 ára um breytt fyrirkomulag strandveiða. Tilraunin felst í því að heimilt verði að veiða allt að 12 daga í mánuði í fjóra mánuði, sbr. lög þar um, án þess að til stöðvunar veiða komi. LS hvetur strandveiðisjómenn og velunnara þeirra um land allt að láta til sín taka á framboðsfundum flokkana, kalla fram umræðu um strandveiðar og framtíð þeirra. Minna á skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið fól Félagsvísindastofnun Háskólans að gera í mars 2023. Niðurstaða hennar að 72,3% landsmanna eru fylgjandi því að auka veiðiheimildir til strandveiða. Fá fram skoðanir verðandi alþingismanna þannig að hægt verði að verja atkvæðinu rétt og tryggja stuðningsflokkum sem flest þingsæti þann 30. nóvember nk. Hver er afstaða þín og þíns flokks um að auka veiðiheimildir til strandveiða? Getur atvinnugreinin, Strandveiðar, treyst á stuðning þinn og þíns flokks um að tryggja allt að 12 veiðidaga í mánuði, tímabilið maí – ágúst? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar