Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 15. nóvember 2024 08:31 Á hverju hausti inni á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum má heyra neyðaróp foreldra einhverfra barna sem spyrjast fyrir um skóla sem geta veitt börnum þeirra viðeigandi þjónustu þar sem þau hafa gengið á vegg hvert sem litið er. Á hverju hausti eru fjöldi barna synjað um inngöngu um skólavist í sérskóla og skólavist í sérhæfðri einhverfudeild. Til þess að eiga möguleika á því að komast inn í sérskóla eða sérhæfðu deildirnar þurfa börn að uppfylla mjög þröng skilyrði um mikla þörf fyrir sérhæfðan vanda. Það gefur auga leið að sú þjónusta sem þar er boðið uppá er ekki bara mikilvæg heldur nauðsynleg og því óásættanlegt að það sé hægt að synja börnum frá henni. Neyðarástand Stjórn Einhverfusamtakana lýsti yfir neyðarástandi í haust þar sem 11 einhverfum börnum var synjað um inngöngu í Klettaskóla og árlega synjar Reykjavíkurborg 30 - 38 einhverfum börnum um skólavist í sérhæfðum einhverfudeildum. Þetta leiðir af sér örvæntingu hjá þeim foreldrum sem ekki fá þessi tilteknu pláss fyrir börnin sín. Þau fara að leita eftir skólum sem geta þá veitt börnum þeirra einhvers konar þjónustu en þeir skólar sem ná að mæta þessum hópi af einhverju leyti hafa ákveðin þolmörk hvað varðar pláss og úrræði. Börnin enda svo á því að fara í sinn hverfisskóla þar sem reynt er að mæta þeim með misgóðum árangri. Fyrir utan þann hóp sem þarf á sérhæfðum úrræðum eins og sérskólum og einhverfudeildum að halda er gríðarlega stór hópur einhverfra barna sem uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til þess að eiga möguleika á að sækja um þau úrræði. Þetta er hópur sem fellur á milli og er hópurinn sem ég hef sérstakar áhyggjur af bæði sem móðir drengs sem tilheyrir þeim hópi og sem kennari. Þessi börn uppfylla sem sagt ekki þau skilyrði sem þarf til þess að þau fái sérstök úrræði en eiga einnig oft erfitt með að taka þátt í hefðbundnu skólastarfi. Hvernig er þá hægt að mæta þessum hópi barna? Helsti vandi þess að vera með fötlun eins og einhverfu felst alls ekki í fötluninni sjálfri heldur í þeirri ringulreið sem skapast í lífi þessara einstaklinga þegar þeir eru settir í aðstæður og umhverfi sem óeinhverft fólk hefur skapað og ætlast til að þau aðlagist. Mikill meirihluti einhverfra barna er fullfær um að fylgja jafnöldrum sínum námslega en til þess að þau geti blómstrað þurfa þau að vera í umhverfi sem hentar þeim og veitir þeim öryggi. Rétt umhverfi fyrir einhverft barn er ekki einungis fengið með einhverfudeildum heldur eru ýmsar aðrar lausnir sem gætu stutt við nemandann svo honum líði vel og geti þá tekið þátt og lært. Okkur ber skylda að mæta þessum hóp, það er allra hagur að þeim líði vel og gangi vel í skóla. Þetta er hópur sem þarf oft að setja sig í stellingar og þrauka og umbera umhverfi sem er þeim krefjandi. Þá er það á ábyrgð okkar sem skyldum þessa einstaklinga í tíu ára skólavist að gera þá veru bærilega og sníða umhverfið að þeirra þörfum en ekki að neyða þau til þess að aðlagast umhverfi og skólakerfi eins og okkur finnst það eigi að vera út frá okkar forsendum. Tíðni einhverfugreininga Tíðni einhverfugreininga hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin hér á landi, árið 2005 voru þær 0,6%, 2009 1,2% og nú 3,13% árið 2024. Þó eru um og yfir 600 börn á biðlistum eftir greiningu og biðin að minnsta kosti tvö ár til næstum þrjú ár. Það er því mikilvægt að það séu fjölbreytt úrræði fyrir þessa einstaklinga. Það er allra hagur að halda utan um þennan mikilvæga hóp með því að auka framboð á hinum ýmsu úrræðum, auka val foreldra svo þau geti fundið skóla sem hentar þeirra barni, sem mætir þeirra þörfum og útrýma synjunum á viðeigandi úrræðum. Því okkur ber lagaleg og siðferðileg skylda til þess að bera virðingu fyrir fjölbreytileika og mismunandi þörfum barna náms og félagslega. Gerum betur Á dögunum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn 21 aðgerð í menntamálum. Í tólftu greininni er einmitt fjallað um að endurskilgreina skóla án aðgreiningar og tryggja það að nemendur sem þurfi aukinn stuðning fái hann og að foreldrar barna fái frelsi til þess að velja úrræði og umhverfi sem henti þeirra barni. Þá sé ekki ásættanlegt að börn sem þurfi á sérúrræðum að halda fái ekki inni og þurfi að þrauka í umhverfi sem gerir þeim erfiðara fyrir að blómstra. Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi og í 12. sæti á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Einhverfa Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á hverju hausti inni á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum má heyra neyðaróp foreldra einhverfra barna sem spyrjast fyrir um skóla sem geta veitt börnum þeirra viðeigandi þjónustu þar sem þau hafa gengið á vegg hvert sem litið er. Á hverju hausti eru fjöldi barna synjað um inngöngu um skólavist í sérskóla og skólavist í sérhæfðri einhverfudeild. Til þess að eiga möguleika á því að komast inn í sérskóla eða sérhæfðu deildirnar þurfa börn að uppfylla mjög þröng skilyrði um mikla þörf fyrir sérhæfðan vanda. Það gefur auga leið að sú þjónusta sem þar er boðið uppá er ekki bara mikilvæg heldur nauðsynleg og því óásættanlegt að það sé hægt að synja börnum frá henni. Neyðarástand Stjórn Einhverfusamtakana lýsti yfir neyðarástandi í haust þar sem 11 einhverfum börnum var synjað um inngöngu í Klettaskóla og árlega synjar Reykjavíkurborg 30 - 38 einhverfum börnum um skólavist í sérhæfðum einhverfudeildum. Þetta leiðir af sér örvæntingu hjá þeim foreldrum sem ekki fá þessi tilteknu pláss fyrir börnin sín. Þau fara að leita eftir skólum sem geta þá veitt börnum þeirra einhvers konar þjónustu en þeir skólar sem ná að mæta þessum hópi af einhverju leyti hafa ákveðin þolmörk hvað varðar pláss og úrræði. Börnin enda svo á því að fara í sinn hverfisskóla þar sem reynt er að mæta þeim með misgóðum árangri. Fyrir utan þann hóp sem þarf á sérhæfðum úrræðum eins og sérskólum og einhverfudeildum að halda er gríðarlega stór hópur einhverfra barna sem uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til þess að eiga möguleika á að sækja um þau úrræði. Þetta er hópur sem fellur á milli og er hópurinn sem ég hef sérstakar áhyggjur af bæði sem móðir drengs sem tilheyrir þeim hópi og sem kennari. Þessi börn uppfylla sem sagt ekki þau skilyrði sem þarf til þess að þau fái sérstök úrræði en eiga einnig oft erfitt með að taka þátt í hefðbundnu skólastarfi. Hvernig er þá hægt að mæta þessum hópi barna? Helsti vandi þess að vera með fötlun eins og einhverfu felst alls ekki í fötluninni sjálfri heldur í þeirri ringulreið sem skapast í lífi þessara einstaklinga þegar þeir eru settir í aðstæður og umhverfi sem óeinhverft fólk hefur skapað og ætlast til að þau aðlagist. Mikill meirihluti einhverfra barna er fullfær um að fylgja jafnöldrum sínum námslega en til þess að þau geti blómstrað þurfa þau að vera í umhverfi sem hentar þeim og veitir þeim öryggi. Rétt umhverfi fyrir einhverft barn er ekki einungis fengið með einhverfudeildum heldur eru ýmsar aðrar lausnir sem gætu stutt við nemandann svo honum líði vel og geti þá tekið þátt og lært. Okkur ber skylda að mæta þessum hóp, það er allra hagur að þeim líði vel og gangi vel í skóla. Þetta er hópur sem þarf oft að setja sig í stellingar og þrauka og umbera umhverfi sem er þeim krefjandi. Þá er það á ábyrgð okkar sem skyldum þessa einstaklinga í tíu ára skólavist að gera þá veru bærilega og sníða umhverfið að þeirra þörfum en ekki að neyða þau til þess að aðlagast umhverfi og skólakerfi eins og okkur finnst það eigi að vera út frá okkar forsendum. Tíðni einhverfugreininga Tíðni einhverfugreininga hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin hér á landi, árið 2005 voru þær 0,6%, 2009 1,2% og nú 3,13% árið 2024. Þó eru um og yfir 600 börn á biðlistum eftir greiningu og biðin að minnsta kosti tvö ár til næstum þrjú ár. Það er því mikilvægt að það séu fjölbreytt úrræði fyrir þessa einstaklinga. Það er allra hagur að halda utan um þennan mikilvæga hóp með því að auka framboð á hinum ýmsu úrræðum, auka val foreldra svo þau geti fundið skóla sem hentar þeirra barni, sem mætir þeirra þörfum og útrýma synjunum á viðeigandi úrræðum. Því okkur ber lagaleg og siðferðileg skylda til þess að bera virðingu fyrir fjölbreytileika og mismunandi þörfum barna náms og félagslega. Gerum betur Á dögunum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn 21 aðgerð í menntamálum. Í tólftu greininni er einmitt fjallað um að endurskilgreina skóla án aðgreiningar og tryggja það að nemendur sem þurfi aukinn stuðning fái hann og að foreldrar barna fái frelsi til þess að velja úrræði og umhverfi sem henti þeirra barni. Þá sé ekki ásættanlegt að börn sem þurfi á sérúrræðum að halda fái ekki inni og þurfi að þrauka í umhverfi sem gerir þeim erfiðara fyrir að blómstra. Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi og í 12. sæti á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík suður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun