Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Aron Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2024 09:31 Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands Vísir/Getty Lið Svartfellinga hefur gefið föstu leikatriðum Íslands gaum fyrir leik liðanna í Niksic í Þjóðadeild UEFA í dag. Þjálfari liðsins segir liðsheild íslenska liðsins einn af styrkleikum þess. „Við erum ekki í þægilegri stöðu eftir úrslit undanfarinna leikja hjá okkur,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands í viðtali við íþróttadeild en Svartfjallaland er enn án stiga í riðli B-deildarinnar. „Við töpuðum fyrri leiknum í Reykjavík og verðum að gera okkar allra besta til að snúa gengi liðsins við og ná sigri. Leikurinn verður erfiður.“ Á sama tíma hefur leikurinn mikla þýðingu fyrir Ísland sem verður að sækja stig og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli. Slík úrslit myndu stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales á þriðjudaginn kemur um umspilssæti í A-deild. Aðspurður um helstu ógnina við lið Íslands hafði Prosinecki hann þetta að segja: „Þetta er lið sem býr yfir miklum stöðugleika og vilja spila 4-4-2 leikkerfið. Liðsheildin hjá liðinu er góð og það er helsti styrkleiki Íslands. Við einbeitum okkur frekar að liðinu í heild sinni fremur en einst leikmönnum. Þá eru föstu leikatriðin ein af þeirra styrkleikum eins og þeir sýndu á móti okkur í Reykjavík. Þetta er lið sem hefur spilað lengi saman.“ Svartfellingar gefa föstu leikatriðum Íslands meiri gaum í aðdraganda leiksins en bæði mörk Íslands í fyrri leik liðanna komu úr föstum leikatriðum. „Þeir hafa sýnt það í leikjunum gegn okkur, sem og öðrum leikjum, að föstu leikatriðin eru einn þeirra helsti styrkleiki. Við höfum talað um þetta, greint þetta og höfum lagt extra mikið á okkur hvað varðar það að undirbúa okkur fyrir föstu leikatriði Íslands.“ Svartfellingar munu ekki geta treyst á sína helstu stjörnu gegn Íslandi. Fyrirliðinn Stevan Jovetic tekur út leikbann. „Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur, fyrirliði okkar. Við munum sakna hans. Það er ljóst,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild karla í fótbolta Svartfjallaland Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15 Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18 Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
„Við erum ekki í þægilegri stöðu eftir úrslit undanfarinna leikja hjá okkur,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands í viðtali við íþróttadeild en Svartfjallaland er enn án stiga í riðli B-deildarinnar. „Við töpuðum fyrri leiknum í Reykjavík og verðum að gera okkar allra besta til að snúa gengi liðsins við og ná sigri. Leikurinn verður erfiður.“ Á sama tíma hefur leikurinn mikla þýðingu fyrir Ísland sem verður að sækja stig og treysta á að Wales tapi stigum gegn Tyrklandi á útivelli. Slík úrslit myndu stilla upp hreinum úrslitaleik við Wales á þriðjudaginn kemur um umspilssæti í A-deild. Aðspurður um helstu ógnina við lið Íslands hafði Prosinecki hann þetta að segja: „Þetta er lið sem býr yfir miklum stöðugleika og vilja spila 4-4-2 leikkerfið. Liðsheildin hjá liðinu er góð og það er helsti styrkleiki Íslands. Við einbeitum okkur frekar að liðinu í heild sinni fremur en einst leikmönnum. Þá eru föstu leikatriðin ein af þeirra styrkleikum eins og þeir sýndu á móti okkur í Reykjavík. Þetta er lið sem hefur spilað lengi saman.“ Svartfellingar gefa föstu leikatriðum Íslands meiri gaum í aðdraganda leiksins en bæði mörk Íslands í fyrri leik liðanna komu úr föstum leikatriðum. „Þeir hafa sýnt það í leikjunum gegn okkur, sem og öðrum leikjum, að föstu leikatriðin eru einn þeirra helsti styrkleiki. Við höfum talað um þetta, greint þetta og höfum lagt extra mikið á okkur hvað varðar það að undirbúa okkur fyrir föstu leikatriði Íslands.“ Svartfellingar munu ekki geta treyst á sína helstu stjörnu gegn Íslandi. Fyrirliðinn Stevan Jovetic tekur út leikbann. „Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur, fyrirliði okkar. Við munum sakna hans. Það er ljóst,“ segir Robert Prosinecki, þjálfari Svartfjallalands. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild karla í fótbolta Svartfjallaland Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15 Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18 Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. 15. nóvember 2024 16:15
Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Svartfjallalands og Íslands í Þjóðadeild karla í fótbolta. 15. nóvember 2024 15:18
Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Stevan Jovetic, helsta stjarna Svartfjallalands í fótbolta verður ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeild UEFA á morgun. Jovetic tekur út leikbann í leiknum. 15. nóvember 2024 16:01