Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 20:47 Þetta er grundvallarspurning sem allir íslendingar þurfa að gera upp við sig ásamt þeirri spurningu hvort byggð eigi yfir höfuð að haldast annars staðar en á suðvesturhorninu. Með ríkjandi borgríkisstefnu síðustu ára í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur það skilað 85% þjóðarinnar á eitt horn landsins. Framsóknarflokkurinn sem lýsir sér sem landsbyggðaflokki yfirgaf þá stefnu fyrir fjölda ára síðan, enda hefur það glögglega sýnt sig í landbúnaðarmálum og matvælaframleiðslu að þrátt fyrir Framsókn sem hefur verið með tögl og hagldir í þeim málum öll þessi ár hefur það skilað sér í lakari umgjörð bænda, fækkun í bændastéttinni og fleiri og fleiri bújarðir leggjast í eyði eða eru keyptar upp af fólki sem hefur ekki áhuga á búsetu eða þátttöku í samfélaginu. Þá má einnig geta þess að í tíð Framsóknar hefur innflutningur á matvælum aukist til muna og er nú orðinn um 43% allra matvæla sem við neytum. Þetta er skelfileg þróun og hefur öll orðið á vakt Framsóknar. Í ljósi þessa er því skoplegt að lesa hræðsluáróður sex framsóknarmanna gegn Miðflokknum í sameiginlegri grein á Vísi undir heitinu “Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda” sem þeir enda svo með orðunum “Við stöndum með bændum”. Einmitt, við höfum séð það undanfarin misserin er það ekki hvernig þeir standa með bændum? En þegar menn hafa ekkert annað í höndunum en gagnrýni á upplýsingaskort á glænýrri heimasíðu Miðflokksins og að Sigríður Anderssen nýr oddviti hafi aðrar skoðanir en flestir aðrir á málum landbúnaðar og blása það út sem sönnun þess að flokkurinn allur sé óvinur bænda opinberast aðeins eitt fyrir mér. Framsóknarflokkurinn er hræddur! Hræddur við þá staðreynd að það sé bara alls ekkert best að kjósa Framsókn! Þeir vita nefnilega upp á hár fyrir hvað Miðflokkurinn stendur. Við í Miðflokknum höldum ótrauð áfram að tala fyrir landsbyggða- og landbúnaðarmálum eins og við höfum gert. Innan okkar raða er öflugt landsbyggðafólk og bændur sem brenna fyrir málefnunum og mun sannarlega láta til sín taka fái það umboð til. Brýnast af öllu er að snúa við borgríkisþróuninni, efla og vernda innlenda matvælaframleiðslu með auknum og efldum innflutningstollum ásamt því að snúa við þeirri refsiskattaherferð sem hefur verið beint gegn landsbyggðinni allt of lengi og hert á veikingu byggða. Við þurfum flokk sem gerir það sem hann segist ætla að gera og gefa flokkum sem skýla sér ávallt bak við hlutlausa skoðanamiðju, frí. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landbúnaður Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Þetta er grundvallarspurning sem allir íslendingar þurfa að gera upp við sig ásamt þeirri spurningu hvort byggð eigi yfir höfuð að haldast annars staðar en á suðvesturhorninu. Með ríkjandi borgríkisstefnu síðustu ára í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur það skilað 85% þjóðarinnar á eitt horn landsins. Framsóknarflokkurinn sem lýsir sér sem landsbyggðaflokki yfirgaf þá stefnu fyrir fjölda ára síðan, enda hefur það glögglega sýnt sig í landbúnaðarmálum og matvælaframleiðslu að þrátt fyrir Framsókn sem hefur verið með tögl og hagldir í þeim málum öll þessi ár hefur það skilað sér í lakari umgjörð bænda, fækkun í bændastéttinni og fleiri og fleiri bújarðir leggjast í eyði eða eru keyptar upp af fólki sem hefur ekki áhuga á búsetu eða þátttöku í samfélaginu. Þá má einnig geta þess að í tíð Framsóknar hefur innflutningur á matvælum aukist til muna og er nú orðinn um 43% allra matvæla sem við neytum. Þetta er skelfileg þróun og hefur öll orðið á vakt Framsóknar. Í ljósi þessa er því skoplegt að lesa hræðsluáróður sex framsóknarmanna gegn Miðflokknum í sameiginlegri grein á Vísi undir heitinu “Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda” sem þeir enda svo með orðunum “Við stöndum með bændum”. Einmitt, við höfum séð það undanfarin misserin er það ekki hvernig þeir standa með bændum? En þegar menn hafa ekkert annað í höndunum en gagnrýni á upplýsingaskort á glænýrri heimasíðu Miðflokksins og að Sigríður Anderssen nýr oddviti hafi aðrar skoðanir en flestir aðrir á málum landbúnaðar og blása það út sem sönnun þess að flokkurinn allur sé óvinur bænda opinberast aðeins eitt fyrir mér. Framsóknarflokkurinn er hræddur! Hræddur við þá staðreynd að það sé bara alls ekkert best að kjósa Framsókn! Þeir vita nefnilega upp á hár fyrir hvað Miðflokkurinn stendur. Við í Miðflokknum höldum ótrauð áfram að tala fyrir landsbyggða- og landbúnaðarmálum eins og við höfum gert. Innan okkar raða er öflugt landsbyggðafólk og bændur sem brenna fyrir málefnunum og mun sannarlega láta til sín taka fái það umboð til. Brýnast af öllu er að snúa við borgríkisþróuninni, efla og vernda innlenda matvælaframleiðslu með auknum og efldum innflutningstollum ásamt því að snúa við þeirri refsiskattaherferð sem hefur verið beint gegn landsbyggðinni allt of lengi og hert á veikingu byggða. Við þurfum flokk sem gerir það sem hann segist ætla að gera og gefa flokkum sem skýla sér ávallt bak við hlutlausa skoðanamiðju, frí. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar