Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2024 12:04 Séra Óskar Hafsteinn, nýr prófastur í Suðurprófastsdæmi, sem er hér staddur í fjósinu í Gunnbjarnarholti þar sem hann var með fjölmenna kúamessu eitt skiptið, en hann er duglegur að halda fjölbreytt messuform. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til í Hrunakirkju í dag skammt frá Flúðum en þá fer fram innsetningarmessa þar, sem séra Óskar Hafsteinn Óskarsson verður settur inn í embætti prófast í Suðurprófastsdæmi af biskupi Íslands. Biskup segist hlakka mikið til fyrir innsetningunni enda ekki sett prófast í embætti áður. Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands hefur verið á ferð um landið með skrifstofuna sína en hún var nýlega á Austurlandi og síðustu daga hefur hún verið á Suðurlandi þar sem hún hefur hitt sóknarbörn og fundað með sóknarnefndum. Í dag er stór dagur hjá Guðrúnu því þá setur hún séra Óskar Hafstein Óskarsson prest í Hruna inn í embætti prófasts í Suðurprófastsdæmi í sérstakri innsetningarmessu klukkan 14:00. „Ég hef ekki sett prófast í embætti áður þannig að ég er mjög spennt, búin að fara yfir þetta allt saman og æfa mig með honum og hlakka mikið til,” segir Guðrún. Að vera prófastur, hvað þýðir það á mannamáli? „Það þýðir það að hann heldur öllu saman í þessum prófastsdæmi, er leiðtogi prestanna og sóknanna, þetta er svona millistjórnenda hlutverk í kirkjunni.” Súpufundurinn með biskupi Íslands fór fram í Héraðsskólanum á Laugarvatni í gær þar sem biskup fór yfir málefni kirkjunnar og svaraði spurningum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Séra Óskar Hafsteinn er mjög spenntur fyrir innsetningunni og að taka við þessu nýja hlutverki af séra Halldóru J. Þorvarðardóttur. „Ég hlakka bara mikið til að vinna með kirkjufólki og prestum í héraðinu og að halda áfram að byggja upp kirkjuna okkar á Suðurlandi. Það er mjög öflugt starfi í þessu prófastsdæmi, einvala lið kirkjufólks og við ætlum bara að halda áfram í sókn,” segir Óskar. Auk þess að vera prestur og prófastur eftir daginn í dag er Óskar Hafsteinn sauðfjárbóndi en hann getur ekki hugsað sér að hætta því starfi. „Alls ekki, það er bara lykilatriði að vera áfram sauðfjárbóndi”, sagði Óskar hlæjandi. Eftir innsetningarmessuna verður öllum viðstöddum boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu á Flúðum. Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Sauðfé Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Séra Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands hefur verið á ferð um landið með skrifstofuna sína en hún var nýlega á Austurlandi og síðustu daga hefur hún verið á Suðurlandi þar sem hún hefur hitt sóknarbörn og fundað með sóknarnefndum. Í dag er stór dagur hjá Guðrúnu því þá setur hún séra Óskar Hafstein Óskarsson prest í Hruna inn í embætti prófasts í Suðurprófastsdæmi í sérstakri innsetningarmessu klukkan 14:00. „Ég hef ekki sett prófast í embætti áður þannig að ég er mjög spennt, búin að fara yfir þetta allt saman og æfa mig með honum og hlakka mikið til,” segir Guðrún. Að vera prófastur, hvað þýðir það á mannamáli? „Það þýðir það að hann heldur öllu saman í þessum prófastsdæmi, er leiðtogi prestanna og sóknanna, þetta er svona millistjórnenda hlutverk í kirkjunni.” Súpufundurinn með biskupi Íslands fór fram í Héraðsskólanum á Laugarvatni í gær þar sem biskup fór yfir málefni kirkjunnar og svaraði spurningum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Séra Óskar Hafsteinn er mjög spenntur fyrir innsetningunni og að taka við þessu nýja hlutverki af séra Halldóru J. Þorvarðardóttur. „Ég hlakka bara mikið til að vinna með kirkjufólki og prestum í héraðinu og að halda áfram að byggja upp kirkjuna okkar á Suðurlandi. Það er mjög öflugt starfi í þessu prófastsdæmi, einvala lið kirkjufólks og við ætlum bara að halda áfram í sókn,” segir Óskar. Auk þess að vera prestur og prófastur eftir daginn í dag er Óskar Hafsteinn sauðfjárbóndi en hann getur ekki hugsað sér að hætta því starfi. „Alls ekki, það er bara lykilatriði að vera áfram sauðfjárbóndi”, sagði Óskar hlæjandi. Eftir innsetningarmessuna verður öllum viðstöddum boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu á Flúðum.
Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Sauðfé Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira