Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar 18. nóvember 2024 09:32 Það er frekar vandræðalegt fyrir kennarasambandið að einn helsti sérfræðingur landsins í vinnumarkaðsmálum gefur örverkfalli þess falleinkunn. Í viðtali við Stöð 2 segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson prófessor við HÍ að yfirleitt fari opinberir starfsmenn í verkfall í stærri hópum, sem skapi meiri þunga og pressu á ríki eða sveitarfélög. Nýja sérsniðna verkfallið í örfáum skólum virki ekki þannig, heldur bitni á notendum þjónustunnar, nemendum og foreldrum. Spurður af fréttamanni Stöðvar 2 hvort honum finnist þessi tegund af verkföllum góð leið til að ná fram kröfum svarar Gylfi mjög afgerandi „Nei.“ Gagnslausar og þar með ólöglegar verkfallsaðgerðir Þriggja vikna örverkall kennarasambandsins hefur engum árangri skilað. Samningafundir eru ekki einu sinni haldnir. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga er sallaróleg og gefur engin merki um að aðgerðirnar haggi henni. Formaður kennara eyðir tímanum á fótboltaleik í útlöndum. Í 14. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir meðal annars: „Heimilt er stéttarfélögum að gera verkföll í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum“. Ljóst er að verkfall 3% kennara vinnur með engu móti að „framgangi krafnanna“. Verkfallið uppfyllir ekki kröfur laganna um þann tilgang vinnustöðvunar að knýja fram samninga. Pressan er engin. Lamaðar samningaviðræður og álit Gylfa Dalmann taka af allan vafa um að lögmæti verkfallsins er ekki fyrir hendi. Þau sem undan svíða Þetta langa og gagnslausa örverkfall skellur hins vegar af sérstaklega miklum þunga á 3% leikskólabarna í fjórum leikskólum. Þau missa af lærdómi, samveru með jafnöldrum, daglegri rútínu, útiveru og nauðsynlegri tilbreytingu. Þeim er mismunað gagnvart 97% allra annarra leikskólabarna. Foreldrar og önnur skyldmenni sitja uppi með vinnutap og púsl við að láta allt ganga upp. Foreldrar hafa verið að taka út sumarleyfi næsta árs og launalaust frí vegna þess að leikskólinn hefur verið lokaður í þrjár vikur. Formaður kennara segir þá tilbúna til að hanga í strjálum verkfallsaðgerðum fram á næsta vor. Það segir allt sem segja þarf um tilgangsleysið og þar með ólögmætið. Örverkfallið er hreinn og klár óþverraskapur því það hefur engin áhrif á samningaviðræðurnar. Einu áhrifin eru að mismuna börnum og flækja daglegt líf vikum saman hjá hópi fólks sem hefur enga aðkomu að kjaraviðræðunum. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Það er frekar vandræðalegt fyrir kennarasambandið að einn helsti sérfræðingur landsins í vinnumarkaðsmálum gefur örverkfalli þess falleinkunn. Í viðtali við Stöð 2 segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson prófessor við HÍ að yfirleitt fari opinberir starfsmenn í verkfall í stærri hópum, sem skapi meiri þunga og pressu á ríki eða sveitarfélög. Nýja sérsniðna verkfallið í örfáum skólum virki ekki þannig, heldur bitni á notendum þjónustunnar, nemendum og foreldrum. Spurður af fréttamanni Stöðvar 2 hvort honum finnist þessi tegund af verkföllum góð leið til að ná fram kröfum svarar Gylfi mjög afgerandi „Nei.“ Gagnslausar og þar með ólöglegar verkfallsaðgerðir Þriggja vikna örverkall kennarasambandsins hefur engum árangri skilað. Samningafundir eru ekki einu sinni haldnir. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga er sallaróleg og gefur engin merki um að aðgerðirnar haggi henni. Formaður kennara eyðir tímanum á fótboltaleik í útlöndum. Í 14. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur segir meðal annars: „Heimilt er stéttarfélögum að gera verkföll í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum“. Ljóst er að verkfall 3% kennara vinnur með engu móti að „framgangi krafnanna“. Verkfallið uppfyllir ekki kröfur laganna um þann tilgang vinnustöðvunar að knýja fram samninga. Pressan er engin. Lamaðar samningaviðræður og álit Gylfa Dalmann taka af allan vafa um að lögmæti verkfallsins er ekki fyrir hendi. Þau sem undan svíða Þetta langa og gagnslausa örverkfall skellur hins vegar af sérstaklega miklum þunga á 3% leikskólabarna í fjórum leikskólum. Þau missa af lærdómi, samveru með jafnöldrum, daglegri rútínu, útiveru og nauðsynlegri tilbreytingu. Þeim er mismunað gagnvart 97% allra annarra leikskólabarna. Foreldrar og önnur skyldmenni sitja uppi með vinnutap og púsl við að láta allt ganga upp. Foreldrar hafa verið að taka út sumarleyfi næsta árs og launalaust frí vegna þess að leikskólinn hefur verið lokaður í þrjár vikur. Formaður kennara segir þá tilbúna til að hanga í strjálum verkfallsaðgerðum fram á næsta vor. Það segir allt sem segja þarf um tilgangsleysið og þar með ólögmætið. Örverkfallið er hreinn og klár óþverraskapur því það hefur engin áhrif á samningaviðræðurnar. Einu áhrifin eru að mismuna börnum og flækja daglegt líf vikum saman hjá hópi fólks sem hefur enga aðkomu að kjaraviðræðunum. Höfundur er afi nemanda í Leikskóla Seltjarnarness.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar