Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 21. nóvember 2024 08:46 Ég hef komist að því að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru haldnir loftslagskvíða og pestin hafi herjað á þá um skeið. Í stað þess að leita sér lækninga hafa þeir hunsað einkennin. Annað og öllu verra er að sumir þeirra beinlínis segja ósatt í ræðu, greinum og viðtölum. Loftslagssamningur Sameinuðu Þjóðanna var undirritaður 2015 með þátttöku Íslands en ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi pólitískt skynsamlegt að taka þátt á þeim tíma. Var tekin ákvörðun af ríkisstjórn um að stefna að sömu markmiðum og Evrópusambandið og Noregur þ.e. að ná 40% samdrætti í losun árið 2030 m.v. útblástur árið 1990. Í aðdraganda Parísarfundarinns birti Evrópusambandið afstöðu sína til samningsins þar sem m.a. segir í lið 10, þar sem fjallað er um tillögur ESB til samningsins, að hann skuli innihalda sanngjarnar, metnaðarfullar og mælanlegar skuldbindingar. “10….contain fair, ambitious and quantifiable mitigation commitments by all Parties, consistent with the UNFCCC's principles applied in light of different national circumstances and evolving economic realities and capabilitie”. ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) ESB fagnaði því svo að það væri markmið Íslands og Noregs að fara í samflot með ESB. “ 17. CONFIRMS that the EU and its Member States intend to fulfil their commitments jointly under the Paris Agreement; WELCOMES Norway's and Iceland's intention to participate in this joint fulfilment” ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) Í september 2016 mælti þáverandi utanríkisráðherra fyrir tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Parísarsamningsins og sjá má í ræðum þingmanna um málið að öll vinnan sé eftir og reyndar þykir sumum að það að stefna að þessum 40% sé ekki nóg. Í þingsályktuninni segir m.a. “[jafnframt] kemur fram að eftir sé að semja við ESB og mögulega önnur ríki um hver skuldbinding Íslands verði innan slíks samkomulags. Ísland muni tryggja að 40% takmarkinu verði náð með því að: 1) halda áfram þátttöku í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og 2) ákvarða losunarmarkmið utan viðskiptakerfisins með því að beita sömu aðferðafræði og ríki ESB. Einnig kemur fram að komi til þess að samkomulag náist ekki við ESB muni Ísland ákvarða framlag með öðrum hætti. Það voru því ráðherrar Bjartrar Framtíðar (Ríkisstjórnin 2017), Vinstri Grænna, og Sjálfstæðisflokksins sem bera ábyrgð á því að semja um framlag Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig verið við samningaborðið þann tíma sem samningaviðræður um hlut Íslands fóru fram. Allt skynsamt fólk sem ekki kýs að hagræða sannleikanum sér að 2015 var eingöngu stefnt að því að ná 40% samdrætti. Restin er því á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og fylgifiska hans. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég hef komist að því að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru haldnir loftslagskvíða og pestin hafi herjað á þá um skeið. Í stað þess að leita sér lækninga hafa þeir hunsað einkennin. Annað og öllu verra er að sumir þeirra beinlínis segja ósatt í ræðu, greinum og viðtölum. Loftslagssamningur Sameinuðu Þjóðanna var undirritaður 2015 með þátttöku Íslands en ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi pólitískt skynsamlegt að taka þátt á þeim tíma. Var tekin ákvörðun af ríkisstjórn um að stefna að sömu markmiðum og Evrópusambandið og Noregur þ.e. að ná 40% samdrætti í losun árið 2030 m.v. útblástur árið 1990. Í aðdraganda Parísarfundarinns birti Evrópusambandið afstöðu sína til samningsins þar sem m.a. segir í lið 10, þar sem fjallað er um tillögur ESB til samningsins, að hann skuli innihalda sanngjarnar, metnaðarfullar og mælanlegar skuldbindingar. “10….contain fair, ambitious and quantifiable mitigation commitments by all Parties, consistent with the UNFCCC's principles applied in light of different national circumstances and evolving economic realities and capabilitie”. ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) ESB fagnaði því svo að það væri markmið Íslands og Noregs að fara í samflot með ESB. “ 17. CONFIRMS that the EU and its Member States intend to fulfil their commitments jointly under the Paris Agreement; WELCOMES Norway's and Iceland's intention to participate in this joint fulfilment” ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) Í september 2016 mælti þáverandi utanríkisráðherra fyrir tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Parísarsamningsins og sjá má í ræðum þingmanna um málið að öll vinnan sé eftir og reyndar þykir sumum að það að stefna að þessum 40% sé ekki nóg. Í þingsályktuninni segir m.a. “[jafnframt] kemur fram að eftir sé að semja við ESB og mögulega önnur ríki um hver skuldbinding Íslands verði innan slíks samkomulags. Ísland muni tryggja að 40% takmarkinu verði náð með því að: 1) halda áfram þátttöku í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og 2) ákvarða losunarmarkmið utan viðskiptakerfisins með því að beita sömu aðferðafræði og ríki ESB. Einnig kemur fram að komi til þess að samkomulag náist ekki við ESB muni Ísland ákvarða framlag með öðrum hætti. Það voru því ráðherrar Bjartrar Framtíðar (Ríkisstjórnin 2017), Vinstri Grænna, og Sjálfstæðisflokksins sem bera ábyrgð á því að semja um framlag Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig verið við samningaborðið þann tíma sem samningaviðræður um hlut Íslands fóru fram. Allt skynsamt fólk sem ekki kýs að hagræða sannleikanum sér að 2015 var eingöngu stefnt að því að ná 40% samdrætti. Restin er því á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og fylgifiska hans. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar