Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar 25. nóvember 2024 08:02 Það er með nokkrum ólíkindum að fylgjast með orðræðu ákveðins hóps sem nálgast hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um stækkun kökunnar án skattahækkana sem einhvers konar flökkusögu, þrátt fyrir þá ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug. Skattahækkanir eða millifærsluleiðir eins og nú er í tísku að kalla þær segja sumir meira að segja vera einhverskonar bakdyr að því að milda högg verðbólgu og hárra vaxta. Hærri skattar ekki svarið Það er oft talað eins og skattahækkanir bíti bara á einhverjum óskilgreindum gróðamaskínum. Sannleikurinn er oftar en ekki þvert á móti sá að skattahækkanir draga máttinn úr venjulegu fólki í venjulegum rekstri sem er einmitt með eigin dugnaði að vinna að því að þeirra hagur, og samfélagsins um leið, batni. Þannig er alltaf hætt við því að skattahækkanir minnki þannig skattstofnana. Og þegar skattstofnar minnka hefur ríkið minna fé til að setja í grunnþjónustu og til að hjálpa þeim sem þurfa. Það samhengi hlutanna virðist oft gleymast. Skattar kynda undir verðbólgu Skattahækkanir skila sér svo oftar ekki á endanum í hærra verðlagi til fólks og kynda því enn frekar undir verðbólgunni. Það er því rugl að halda því fram að skattahækkanir séu skilvirk leið til að ná árangri, hvort heldur er til að auka tekjur ríkisins eða milda höggið af verðbólgu eða vöxtum. Skattar á Íslandi eru með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Við þurfum ekki að hækka skatta, þvert á móti er þörf á að lækka enn frekar álögur á fólk og fyrirtæki í landinu. Til þess þarf að fara vel með almannafé og halda aftur af útgjöldum. Ríkisstjórnin tók ábyrgar ákvarðanir Á síðustu vikum hafa ýmsir séð sér leik á borði, nú síðast við vaxtalækkun síðustu viku, og reynt að skapa tengsl milli hárra vaxta og ríkisstjórnarinnar. Þá er sagt að háir vextir séu ekkert annað en dulin skattheimta á fólkið í landinu og að meint óráðsía í ríkisfjármálum hafi þannig verið fjármögnuð með hærri vöxtum í stað þess að hækka skatta. Ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg, verðbólgan gæti verið minni og vextir lægri. Fátt, ef eitthvað, er jafn fjarri lagi og fullyrðingar í þessa áttina. Það hefur vissulega gengið á ýmsu og það hefur þurft að taka ákvarðanir til að verja samfélagið, atvinnulífið og líf íbúa sem hafa orðið fyrir skakkaföllum. Sem betur fer höfðu ábyrgar ákvarðanir í ríkisfjármálum árin á undan stuðlað að því við gátum gripið til þeirra aðgerða sem þurfti. En það var heldur ekki gengið lengra en þurfti, og skynsamleg hagstjórn hefur skilað því að við siglum hraðbyr aftur út úr verðbólguástandi. Í því samhengi er vert að minnast á að húsnæðiskostnaður er þrátt fyrir það umtalsvert lægra hlutfall af tekjum heimilanna en á þeim Norðurlöndum sem eru í ESB. Kaupmáttur hefur líka aukist mun meira hér. Kröfur stjórnarandstöðunnar hefðu aukið verðbólguna Það er líka ástæða til að rifja upp að þetta sama fólk gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að gera ekki nóg, auka ekki ríkisútgjöld nóg og prenta ekki nógu mikið af peningum í heimsfaraldrinum. Til dæmis var sagt að það hefði verið mögulegt að tvöfalda framlög ríkisins án nokkura afleiðinga og að ekki þyrfti að óttast verðbólgu í kjölfarið á slíkri aukningu ríkisframlaga. Það reyndist augljóslega ekki rétt og einsýnt hver staðan væri nú ef við hefðum gripið til allra þeirra aðgerða sem þetta ágæta fólk krafðist hárri röddu á þeim tíma. Á réttri leið Sem betur fer hlustaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki á þessar raddir. Í staðinn voru teknar ákvarðanir sem skila okkur því að við höfum náð föstum tökum á verðbólgunni, vextir eru að lækka. Þetta er vegna þess að við höfum stigið góð og öguð skref fram á veginn. Nú þegar er sjáanlega að birta til skiptir öllu máli að við sveigjum ekki af leið. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það er með nokkrum ólíkindum að fylgjast með orðræðu ákveðins hóps sem nálgast hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um stækkun kökunnar án skattahækkana sem einhvers konar flökkusögu, þrátt fyrir þá ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug. Skattahækkanir eða millifærsluleiðir eins og nú er í tísku að kalla þær segja sumir meira að segja vera einhverskonar bakdyr að því að milda högg verðbólgu og hárra vaxta. Hærri skattar ekki svarið Það er oft talað eins og skattahækkanir bíti bara á einhverjum óskilgreindum gróðamaskínum. Sannleikurinn er oftar en ekki þvert á móti sá að skattahækkanir draga máttinn úr venjulegu fólki í venjulegum rekstri sem er einmitt með eigin dugnaði að vinna að því að þeirra hagur, og samfélagsins um leið, batni. Þannig er alltaf hætt við því að skattahækkanir minnki þannig skattstofnana. Og þegar skattstofnar minnka hefur ríkið minna fé til að setja í grunnþjónustu og til að hjálpa þeim sem þurfa. Það samhengi hlutanna virðist oft gleymast. Skattar kynda undir verðbólgu Skattahækkanir skila sér svo oftar ekki á endanum í hærra verðlagi til fólks og kynda því enn frekar undir verðbólgunni. Það er því rugl að halda því fram að skattahækkanir séu skilvirk leið til að ná árangri, hvort heldur er til að auka tekjur ríkisins eða milda höggið af verðbólgu eða vöxtum. Skattar á Íslandi eru með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Við þurfum ekki að hækka skatta, þvert á móti er þörf á að lækka enn frekar álögur á fólk og fyrirtæki í landinu. Til þess þarf að fara vel með almannafé og halda aftur af útgjöldum. Ríkisstjórnin tók ábyrgar ákvarðanir Á síðustu vikum hafa ýmsir séð sér leik á borði, nú síðast við vaxtalækkun síðustu viku, og reynt að skapa tengsl milli hárra vaxta og ríkisstjórnarinnar. Þá er sagt að háir vextir séu ekkert annað en dulin skattheimta á fólkið í landinu og að meint óráðsía í ríkisfjármálum hafi þannig verið fjármögnuð með hærri vöxtum í stað þess að hækka skatta. Ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg, verðbólgan gæti verið minni og vextir lægri. Fátt, ef eitthvað, er jafn fjarri lagi og fullyrðingar í þessa áttina. Það hefur vissulega gengið á ýmsu og það hefur þurft að taka ákvarðanir til að verja samfélagið, atvinnulífið og líf íbúa sem hafa orðið fyrir skakkaföllum. Sem betur fer höfðu ábyrgar ákvarðanir í ríkisfjármálum árin á undan stuðlað að því við gátum gripið til þeirra aðgerða sem þurfti. En það var heldur ekki gengið lengra en þurfti, og skynsamleg hagstjórn hefur skilað því að við siglum hraðbyr aftur út úr verðbólguástandi. Í því samhengi er vert að minnast á að húsnæðiskostnaður er þrátt fyrir það umtalsvert lægra hlutfall af tekjum heimilanna en á þeim Norðurlöndum sem eru í ESB. Kaupmáttur hefur líka aukist mun meira hér. Kröfur stjórnarandstöðunnar hefðu aukið verðbólguna Það er líka ástæða til að rifja upp að þetta sama fólk gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að gera ekki nóg, auka ekki ríkisútgjöld nóg og prenta ekki nógu mikið af peningum í heimsfaraldrinum. Til dæmis var sagt að það hefði verið mögulegt að tvöfalda framlög ríkisins án nokkura afleiðinga og að ekki þyrfti að óttast verðbólgu í kjölfarið á slíkri aukningu ríkisframlaga. Það reyndist augljóslega ekki rétt og einsýnt hver staðan væri nú ef við hefðum gripið til allra þeirra aðgerða sem þetta ágæta fólk krafðist hárri röddu á þeim tíma. Á réttri leið Sem betur fer hlustaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki á þessar raddir. Í staðinn voru teknar ákvarðanir sem skila okkur því að við höfum náð föstum tökum á verðbólgunni, vextir eru að lækka. Þetta er vegna þess að við höfum stigið góð og öguð skref fram á veginn. Nú þegar er sjáanlega að birta til skiptir öllu máli að við sveigjum ekki af leið. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar