Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 16:12 Snorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. Ég hef farið með skóna heim í til þess gerðum kössum (skókössum) en þegar þangað er komið og ég hef dregið þá á fætur mér hef ég gjarnan lent í alls konar vanda eftir nokkur skref. Hælsæri er líklega algengastur vandinn og síðan þrengsli um vinstri fót framanverðan vegna vansköpunar sem gerir það að verkum að sá fóturinn ætti betur heima á önd en á manni. Og nú að ástæðu þess að ég sendi þér þetta bréf: Ég er hræddur um að ergelsi þitt út í RÚV sem þú tjáðir í hreyfimynd á samfélagsmiðli sé ein af birtingarmyndum þess að þú ert nú búinn að koma þér í nýjar aðstæður og svo framandi að þú átt erfitt með að sætta þig við þær þegar þeim er lýst af óháðum aðila. Hvað á ég svo við með þessu? Til dæmis þegar starfsmaður RÚV segir í TikTok hreyfimynd að það sé yfirlýst stefna Miðflokksins að enginn megi koma til landsins til þess að leita hælis þá finnst þér vegið að flokknum. Engir hælisleitendur til landsins er sá boðskapur Miðflokksins sem hann hefur lagt áherslu á og væri róttæk breyting frá núverandi skipan. Það er ljóst að þér finnst að RÚV hefði ekki átt að segja frá þessu. Það er líka ljóst að í þessum boðskap endurspeglast það eðli Miðflokksins sem hann ætlar sér að ná í atkvæði út á. Snorri Másson þú verður að læra að horfast í augu við þig sem frambjóðanda Miðflokksins. Þú ert kominn í Miðflokkinn og mátt ekki láta í það skína að þér líki illa við stefnu hans með því að kvarta undan fjölmiðli sem segir frá henni. Annars staðar í hreyfimynd á TikTok segir sami starfsmaður RÚV að Miðflokkurinn hafi efasemdir um hnattræna hlýnun af mannavöldum og vilji draga úr öllum loftlagsaðgerðum sem þeir segi að skili engu. Það er ljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst það beinlínis árás á Miðflokkinn að segja frá þessu stefnumáli hans. Undir lok hreyfimyndarinnar gefur þú það í skyn að starfsmaður RÚV hafi farið mýkri höndum um Samfylkinguna en Miðflokkinn og tekur sem dæmi að hann hafi sagt að meginstefna hennar væri jöfnuður, sjálfbærni og friður. Það er ljóst af opinberum málflutningi Samfylkingarinnar að meginstefna hennar er jöfnuður, sjálfbærni og friður og það er augljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst þessi stefna hljóma betur í munni RÚV en þau tvö mál í stefnu Miðflokksins sem eru rakin hér að ofan. Mér persónulega finnst jöfnuður, sjálfbærni og friður vera svo almenns eðlis að það segi næstum ekki neitt en það er önnur saga. Snorri þú verður að sætta þig við að orð starfsmanns RÚV sem þér mislíka voru lögð honum í munn af Miðflokknum. Framlag starfsmannsins til sögunnar er hverfandi. Ég er hins vegar skíthræddur um að félagar þínir í Miðflokknum fari að veitast að þér fyrir að mislíka við stefnuna.. Þú ert orðinn frambjóðandi fyrir flokk sem hefur að stefnu málefni sem þér finnst hljóma illa, girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig og þar með heiminn eins og hann er. Í gær dreymdi mig að ég sat með föður mínum heitnum og ég var að segja honum hvað mér fyndist það undarlegt að þú kenndir RÚV um stefnumál Miðflokksins eða í það minnsta þann sársauka sem þau valda þér. Faðir minn svaraði því til að það væri nokkuð algengt að stjórnmálamenn fengju óbeit á stefnumálum flokka sem þeir væru í og þá gerðu þeir gjarnan annað af tvennu, skiptu um flokk eða kenndu RÚV um vandann. Og síðan: „Segðu honum að heimurinn sé eins og hann sé og það þýði ekkert fyrir hann að reyna að tala sig frá honum, endanlega sjá allir að um plat sé að ræða. Færðu honum þessa vísu: Platið aldrei er til neins ekkert býr til gaman horfðu nú á heiminn eins og heimurinn er í framan Kári Stefánsson, aðdáandi þinn jafnt nú sem áður. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Kári Stefánsson Ríkisútvarpið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Snorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. Ég hef farið með skóna heim í til þess gerðum kössum (skókössum) en þegar þangað er komið og ég hef dregið þá á fætur mér hef ég gjarnan lent í alls konar vanda eftir nokkur skref. Hælsæri er líklega algengastur vandinn og síðan þrengsli um vinstri fót framanverðan vegna vansköpunar sem gerir það að verkum að sá fóturinn ætti betur heima á önd en á manni. Og nú að ástæðu þess að ég sendi þér þetta bréf: Ég er hræddur um að ergelsi þitt út í RÚV sem þú tjáðir í hreyfimynd á samfélagsmiðli sé ein af birtingarmyndum þess að þú ert nú búinn að koma þér í nýjar aðstæður og svo framandi að þú átt erfitt með að sætta þig við þær þegar þeim er lýst af óháðum aðila. Hvað á ég svo við með þessu? Til dæmis þegar starfsmaður RÚV segir í TikTok hreyfimynd að það sé yfirlýst stefna Miðflokksins að enginn megi koma til landsins til þess að leita hælis þá finnst þér vegið að flokknum. Engir hælisleitendur til landsins er sá boðskapur Miðflokksins sem hann hefur lagt áherslu á og væri róttæk breyting frá núverandi skipan. Það er ljóst að þér finnst að RÚV hefði ekki átt að segja frá þessu. Það er líka ljóst að í þessum boðskap endurspeglast það eðli Miðflokksins sem hann ætlar sér að ná í atkvæði út á. Snorri Másson þú verður að læra að horfast í augu við þig sem frambjóðanda Miðflokksins. Þú ert kominn í Miðflokkinn og mátt ekki láta í það skína að þér líki illa við stefnu hans með því að kvarta undan fjölmiðli sem segir frá henni. Annars staðar í hreyfimynd á TikTok segir sami starfsmaður RÚV að Miðflokkurinn hafi efasemdir um hnattræna hlýnun af mannavöldum og vilji draga úr öllum loftlagsaðgerðum sem þeir segi að skili engu. Það er ljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst það beinlínis árás á Miðflokkinn að segja frá þessu stefnumáli hans. Undir lok hreyfimyndarinnar gefur þú það í skyn að starfsmaður RÚV hafi farið mýkri höndum um Samfylkinguna en Miðflokkinn og tekur sem dæmi að hann hafi sagt að meginstefna hennar væri jöfnuður, sjálfbærni og friður. Það er ljóst af opinberum málflutningi Samfylkingarinnar að meginstefna hennar er jöfnuður, sjálfbærni og friður og það er augljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst þessi stefna hljóma betur í munni RÚV en þau tvö mál í stefnu Miðflokksins sem eru rakin hér að ofan. Mér persónulega finnst jöfnuður, sjálfbærni og friður vera svo almenns eðlis að það segi næstum ekki neitt en það er önnur saga. Snorri þú verður að sætta þig við að orð starfsmanns RÚV sem þér mislíka voru lögð honum í munn af Miðflokknum. Framlag starfsmannsins til sögunnar er hverfandi. Ég er hins vegar skíthræddur um að félagar þínir í Miðflokknum fari að veitast að þér fyrir að mislíka við stefnuna.. Þú ert orðinn frambjóðandi fyrir flokk sem hefur að stefnu málefni sem þér finnst hljóma illa, girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig og þar með heiminn eins og hann er. Í gær dreymdi mig að ég sat með föður mínum heitnum og ég var að segja honum hvað mér fyndist það undarlegt að þú kenndir RÚV um stefnumál Miðflokksins eða í það minnsta þann sársauka sem þau valda þér. Faðir minn svaraði því til að það væri nokkuð algengt að stjórnmálamenn fengju óbeit á stefnumálum flokka sem þeir væru í og þá gerðu þeir gjarnan annað af tvennu, skiptu um flokk eða kenndu RÚV um vandann. Og síðan: „Segðu honum að heimurinn sé eins og hann sé og það þýði ekkert fyrir hann að reyna að tala sig frá honum, endanlega sjá allir að um plat sé að ræða. Færðu honum þessa vísu: Platið aldrei er til neins ekkert býr til gaman horfðu nú á heiminn eins og heimurinn er í framan Kári Stefánsson, aðdáandi þinn jafnt nú sem áður. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar