Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 15:27 Cole Palmer var með bæði mark og stoðsendingu í dag en hér fagnar hann marki sínu með þeim Noni Madueke og Levi Colwill. Getty/Ryan Pierse Chelsea komst upp að hlið Arsenal í öðru til þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 heimasigur á Aston Villa í dag. Tottenham náði enn á ný ekki að fylgja á eftir sigurleik. Chelsea vann sannfærandi sigur á Aston Villa þar sem tvö markanna komu í fyrri hálfleiknum. Nicolas Jackson kom liðinu í 1-0 á 7. mínútu en Enzo Fernández bætti við öðru makri eftir stoðsendingu frá Cole Palmer á 36. mínútu. Þriðja markið skoraði Cole Palmer á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Noni Madueke. Chelsea liðið lítur vel út og ætlar að vera með í titilbaráttunni fyrir alvöru í vetur. Tottenham burstaði Mancheste City 4-0 á útivelli um síðustu helgi en varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við Fulham á heimavelli sínum í dag. Spurs komst yfir og var manni fleiri síðustu tíu mínútur leiksins en það dugði ekki. Þetta byrjaði ágætlega fyrir Tottenham því Brennan Johnson kom liðinu í 1-0 á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Timo Werner. Tom Cairney jafnaði metin þrettán mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Alex Iwobi. Cairney kom inn á sem varmaður og þetta var fyrsta markið hans í deildinni síðan í desember 2023. Cairney entist þó ekki allan leikinn því hann fékk að líta rauða spjaldið á 82. mínútu. Enski boltinn
Chelsea komst upp að hlið Arsenal í öðru til þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 heimasigur á Aston Villa í dag. Tottenham náði enn á ný ekki að fylgja á eftir sigurleik. Chelsea vann sannfærandi sigur á Aston Villa þar sem tvö markanna komu í fyrri hálfleiknum. Nicolas Jackson kom liðinu í 1-0 á 7. mínútu en Enzo Fernández bætti við öðru makri eftir stoðsendingu frá Cole Palmer á 36. mínútu. Þriðja markið skoraði Cole Palmer á 83. mínútu eftir stoðsendingu frá Noni Madueke. Chelsea liðið lítur vel út og ætlar að vera með í titilbaráttunni fyrir alvöru í vetur. Tottenham burstaði Mancheste City 4-0 á útivelli um síðustu helgi en varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við Fulham á heimavelli sínum í dag. Spurs komst yfir og var manni fleiri síðustu tíu mínútur leiksins en það dugði ekki. Þetta byrjaði ágætlega fyrir Tottenham því Brennan Johnson kom liðinu í 1-0 á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Timo Werner. Tom Cairney jafnaði metin þrettán mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Alex Iwobi. Cairney kom inn á sem varmaður og þetta var fyrsta markið hans í deildinni síðan í desember 2023. Cairney entist þó ekki allan leikinn því hann fékk að líta rauða spjaldið á 82. mínútu.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti