Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar 29. nóvember 2024 14:31 „Það er ekkert heilbrigðara í þessu samfélagi en vel stæður tannlæknir á jeppa“, sagði Páll svo eftirminnilega í meistaraverkinu Englum Alheimsins. Líkt og tannlæknirinn lít ég út fyrir að vera ósköp venjulegur samfélagsþegn, sem mætir í vinnuna og á sér fínasta félagslíf. Það sem ég ber hins vegar ekki utan á mér er að ég hef glímt við krónískt þunglyndi nánast frá því ég man eftir því. Líkt og aðrir geðsjúkdómar er þunglyndi margslungið og mjög einstaklingsbundið hvað veldur því, hvernig það leggst á fólk og hvernig er best að meðhöndla það. Á góðum dögum hugsa ég jafnvel ekkert um það, en í verstu köstunum kemst ég ekki einu sinni fram úr rúminu, jafnvel dögum saman. Það getur verið erfitt að skilja fyrir fólk sem hefur aldrei upplifað það, en þunglyndið leggst á mann eins og mara, oft án fyrirvara, og fyllir heilann þoku með ranghugmyndum um algert tilgangsleysi alls. Þetta er hræðileg tilvera. Ég greindist rétt komin á unglingsár og hef verið á lyfjum nánast óslitið síðan. Heilinn í mér framleiðir einfaldlega ekki næg gleðihormón til að koma mér í gegnum daginn án þeirra. Þunglyndislyf eru fyrir mig eins og insúlín fyrir sykursjúka. Lyf duga þó ekki ein og sér, heldur er í flestum tilfellum nauðsynlegt að leita leiðsagnar fagaðila, hvort sem það er sálfræðingur, þerapisti eða annar sérfróður aðili. Þar sem ég greindist snemma á lífsleiðinni var ég svo heppin að geta nýtt mér þjónustu geðlækna og sálfræðinga hjá hinu opinbera. Eftir að komið var á fullorðinsár blasti þó við önnur staða. Margra mánaða biðlistar í opinbera kerfinu eða einkageirinn þar sem hver tími hjá sálfræðingi kostar rúmlega 20.000 kr. Það gefur auga leið að það er ekki á færi allra. Opinbera kerfið forgangsraðar þeim sem eru hvað veikust fyrir, sem skilur eftir stóran hóp fólks sem þjáist í hljóði en er ekki „nægilega“ veikt til að eiga inni hjá geðlækni. Fólk er misjafnt eins og það er margt og það er nauðsynlegt að bjóða upp á fjölbreytt úrræði, tryggja aðgengi allra að vandaðri opinberri þjónustu, sem og að frjálsum félagasamtökum sem hafa unnið ötult og mikilvægt starf í þágu geðheilbrigðismála. Rannsóknir Landlæknis benda til þess að landsmönnum líður æ verr, sérstaklega ungu fólki. Það geta öll lent í því að veikjast á geði einhvern tímann á lífsleiðinni, líka vel stæðir tannlæknar á jeppa. Þegar það kemur fyrir þig, eða einhvern nákominn, viltu hafa flokka í brúnni sem grípa utan um þig og þína áður en sjúkdómurinn versnar eða verður jafnvel lífshættulegur. Kerfi sem tekur utan um þig og hjálpar þér í leit að bata og jafnvægi. Píratar setja geðheilbrigðismál í forgang á næsta kjörtímabili. Þess vegna mun ég kjósa Pírata, fyrir heilbrigðara samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
„Það er ekkert heilbrigðara í þessu samfélagi en vel stæður tannlæknir á jeppa“, sagði Páll svo eftirminnilega í meistaraverkinu Englum Alheimsins. Líkt og tannlæknirinn lít ég út fyrir að vera ósköp venjulegur samfélagsþegn, sem mætir í vinnuna og á sér fínasta félagslíf. Það sem ég ber hins vegar ekki utan á mér er að ég hef glímt við krónískt þunglyndi nánast frá því ég man eftir því. Líkt og aðrir geðsjúkdómar er þunglyndi margslungið og mjög einstaklingsbundið hvað veldur því, hvernig það leggst á fólk og hvernig er best að meðhöndla það. Á góðum dögum hugsa ég jafnvel ekkert um það, en í verstu köstunum kemst ég ekki einu sinni fram úr rúminu, jafnvel dögum saman. Það getur verið erfitt að skilja fyrir fólk sem hefur aldrei upplifað það, en þunglyndið leggst á mann eins og mara, oft án fyrirvara, og fyllir heilann þoku með ranghugmyndum um algert tilgangsleysi alls. Þetta er hræðileg tilvera. Ég greindist rétt komin á unglingsár og hef verið á lyfjum nánast óslitið síðan. Heilinn í mér framleiðir einfaldlega ekki næg gleðihormón til að koma mér í gegnum daginn án þeirra. Þunglyndislyf eru fyrir mig eins og insúlín fyrir sykursjúka. Lyf duga þó ekki ein og sér, heldur er í flestum tilfellum nauðsynlegt að leita leiðsagnar fagaðila, hvort sem það er sálfræðingur, þerapisti eða annar sérfróður aðili. Þar sem ég greindist snemma á lífsleiðinni var ég svo heppin að geta nýtt mér þjónustu geðlækna og sálfræðinga hjá hinu opinbera. Eftir að komið var á fullorðinsár blasti þó við önnur staða. Margra mánaða biðlistar í opinbera kerfinu eða einkageirinn þar sem hver tími hjá sálfræðingi kostar rúmlega 20.000 kr. Það gefur auga leið að það er ekki á færi allra. Opinbera kerfið forgangsraðar þeim sem eru hvað veikust fyrir, sem skilur eftir stóran hóp fólks sem þjáist í hljóði en er ekki „nægilega“ veikt til að eiga inni hjá geðlækni. Fólk er misjafnt eins og það er margt og það er nauðsynlegt að bjóða upp á fjölbreytt úrræði, tryggja aðgengi allra að vandaðri opinberri þjónustu, sem og að frjálsum félagasamtökum sem hafa unnið ötult og mikilvægt starf í þágu geðheilbrigðismála. Rannsóknir Landlæknis benda til þess að landsmönnum líður æ verr, sérstaklega ungu fólki. Það geta öll lent í því að veikjast á geði einhvern tímann á lífsleiðinni, líka vel stæðir tannlæknar á jeppa. Þegar það kemur fyrir þig, eða einhvern nákominn, viltu hafa flokka í brúnni sem grípa utan um þig og þína áður en sjúkdómurinn versnar eða verður jafnvel lífshættulegur. Kerfi sem tekur utan um þig og hjálpar þér í leit að bata og jafnvægi. Píratar setja geðheilbrigðismál í forgang á næsta kjörtímabili. Þess vegna mun ég kjósa Pírata, fyrir heilbrigðara samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun