Sport

NFL stór­stjarnan trú­lofaðist Hollywood stjörnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
NFL leikmaðurinn Josh Allen og Hollywood leikkonan Hailee Steinfeld eru trúlofuð.
NFL leikmaðurinn Josh Allen og Hollywood leikkonan Hailee Steinfeld eru trúlofuð. Getty/Axelle/Bauer-Griffin/

Einn besti leikstjórnandi NFL deildarinnar mætir nýtrúlofaður til leiks í kvöld þegar Buffalo Bills tekur á móti San Francisco 49ers í Sunnudagskvöldsfótbolta þeirra Bandaríkjamanna.

Josh Allen gaf það út um helgina að hann og Hollywood leikkonan Hailee Steinfeld hafi trúlofað sig 22. nóvember síðastliðinn.

Þau biðu í viku með því að gera þetta opinbert en birtu síðan fallega mynd af stundinni á samfélagsmiðlum sínum.

Allen hefur leitt Buffalo liðið til sigurs í níu af fyrstu ellefu leikjum sínum á þessu tímabili en hann hefur átt átján snertimarkssendingar og einnig hlaupið sjálfur fimm sinnum í mark. Frábær leikmaður.

Buffalo liðið hefur verið lengi í hópi bestu liða NFL deildarinnar en á enn eftir að komast í Super Bowl með Allen sem leikstjórnanda. Spurning hvort hamingja heima fyrir hjálpi til við að breyta þeirri þróun.

Verðandi eiginkona hans, sem er einu ári eldri, er líka stjarna en bara á öðrum vettvangi.

Hailee Steinfeld hefur leikið í mörgum þekktum Hollywood kvikmyndum og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í True Grit. Þá var hún aðeins þrettán ára gömul.

Í dag er hún líklegast þekktust fyrir hlutverk sitt í mynd um Kóngulóarmanninn: Spider-Man: Across the Spider-Verse.

Allen og Steinfeld hófu samband í maí í fyrra en eru núna trúlofuð.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×