Enski boltinn

Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ilkay Gündogan fagnar marki sínu fyrir Manchester City í sigri á móti Liverpool.
Ilkay Gündogan fagnar marki sínu fyrir Manchester City í sigri á móti Liverpool. Getty/Michael Regan

Liverpool tekur á móti Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield í dag. Heimamenn í Liverpool geta náð ellefu stiga forskoti á City með sigri.

Ekki hefur þó gengið vel hjá Liverpool að vinna Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðustu ár.

Í raun hefur Liverpool aðeins einu sinni fagnað sigri í síðustu níu deildarleikjum liðanna. Sá sigur kom á Anfeild í október 2022 og vannst 1-0 með marki Mohamed Salah eftir stoðsendingu frá markverðinum Alisson.

Manchester City hefur fagnað þremur sigrum á sama tíma en liðin hafa alls gert fimm jafntefli í þessum níu síðustu leikjum.

Liðin gerðu þannig 1-1 jafntefli í báðum deildarleikjum sínum á síðustu leiktíð.

Manchester City vann 4-1 sigur á heimavelli tímabilið 2022-23 þrátt fyrir að Salah hafi komið Liverpool yfir. Julián Alvarez, Kevin De Bruyne, Ilkay Gündogan og Jack Grealish skoruðu allir fyrir City.

City menn unnu síðast deildarleik á Anfield í febrúar 2021. Ilkay Gündogan skoraði tvívegis í leiknum en hini mörkin skoruðu Raheem Sterling og Phil Foden. Salah skoraði mark Liverpool en hann hefur alls skorað ellefu mörk í öllum keppnum á móti City.

  • Úrslitin í síðustu deildarleikjum Liverpool og Manchester City:
  • 2023-24
  • Anfield: 1-1 jafntefli
  • Ethiad: 1-1 jafntefli
  • 2022-23
  • Anfield: Liverpool vann 1-0
  • Ethiad: Manchester City vann 4-1
  • 2021-22
  • Anfield: 2-2 jafntefli
  • Ethiad: 2-2 jafntefli
  • 2020-21
  • Anfield: Manchester City vann 4-1
  • Ethiad: 1-1 jafntefli
  • 2019-20
  • Anfield: Liverpool vann 3-1
  • Ethiad: Manchester City vann 4-0
  • 2018-19
  • Anfield: 0-0 jafntefli
  • Ethiad: Manchester City vann 2-1
  • 2017-18
  • Anfield: Liverpool vann 4-3
  • Ethiad: Manchester City vann 5-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×